Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. Fréttir r>v Harastaðir í Dalasýslu: Harðar deilur um sólu jarðarinnar ,.Ég tók við búinu fyrir 20 árum og nú átti að selja jörðina án minnar vit- undar einhverjum náunga úr Reykja- vík." sagði Guðmundui' Agnai' Guðjónsson. bóndi á Harastöðimi á Fellsströnd í Dalasýslu. Að sögn Guðmundar telst faðir hans. Guðjón Sigurðsson. eigandi jarðarinn- ar en hann vill nú selja f>TÍr áeggjan bróðm' Guðmundar. Fellshreppur hef- ur forkaupsrétt og segist Guðmundui' vona að hreppurinn notfæri sér hann því að þá eigi hann von um að halda jörðinni. ..Ef hi-eppurinn kaupir ekki verður jörðin seld náunganum í Reykjavík og þá verð ég að fara af henni 1. október." Guðmundur sagðist ekki vita hvert yrði farið en hann myndi ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana og sækja rétt sinn með aðstoð lögfræðings. Guð- mundur telur sig eiga um þriðjung jarðarinnar en söluverð hennar mun vera 1.7 milljónir. ..Jörðin var auglýgt f>TÍr 2 árum en þá gekk ekkert að selja hana. Guð- mundur afþakkaði þá að kaupa hana þrátt fyrir að hreppsnefndin væri til- búin að hjálpa honum," sagði Sigurður Pétur Guðjónsson. bróðir Guðmundar. Sigurður segist einungis vera milli- göngumaður. Faðir sinn vilji selja jörðina en kaupandi hafi fengist í gegnum kunningsskap við sig. Alex- ander Sigurðsson. „Ef Guðmundur vill kaupa þá er það nýtt. Það hefur verið vonlaust að tala um það við hann því hann segist eiga þetta. Ég hafði þess vegna alveg gefist upp á því. Þess vegna talaði ég ekki við hann núna,“ sagði Sigurður en bætti því við að ef bróðir hans gæti lagt fram tryggingu fyrir greiðslunum þá gæti vel komið til greina að selja honum jörðina. Málið verður afgreitt frá hrepps- nefhd á næstu dögum. Sigurður, sem situr í hreppsnefhd, var spurður hvort hann myndi taka þátt í að fjalla um málið og sagðist hann reikna með því. „Það hefur tíðkast hér í hrepps- nefridinni að enginn hefur gengið úr þegar fjallað hefur verið um svona. Ég er þó alveg til í að víkja sæti ef fólki finnst það betra,“ sagði Sigurður P. Guðjónsson. JFJ Dufnaralíið um helgina: Sigurdúfuna átb' Már Már Pétursson, 16 ára gamall, átti sigurdúfrona í bréfdúfurallinu sem firam fór á laugardag. Mældist hún fara á 1001,66 metrum miðað við hraða á mínútu. í öðru sæti var dúfa Þóris Eggertssonar og í þnðja sæti dúfa Björns Ingvars- sonar. Um helgina birtust önnur úrslít í þessari keppni, bæði í blöð- um og útvarpi, en aðstandendur keppninnar vissu ekki hvemig á þeim stæði. „Eftir þeim úrslitum sem birtust hefði keppandi átt að hafa unnið sem ekki var með í keppninni. Við teljum þetta alveg út í hött. Sigurvegarinn átti að hafa verið sex ára strákur en hann er fóstursonur Jóns Guðmunds- sonar, sem f>TÍr löngu var rekinn úr Dúfharæktarfélaginu," sagði Ómar Bjamason, einn af aðstand- endum keppninnar, í samtali við DV. Hann sagðist vera að fara yfir klukkumar og samkvæmt þeim væri röðin eins og áður er sagt. -ELA Jón fékk réttláta meðferð Jcm G. Hauksson, DV, Aknreyri: „Helsta vöm ráðuneytisíns í máiinu er sú að þrátt fyrir að sýslu- maður sé bæði dómari og yfirmað- ur lögreglunnar hafi Jón Kristins- son fengið réttláta meðferð," sagði Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu. í morgun um mál Jóns Kristinsson- ar sem nú er fyrir mannréttinda- nefhd Evrópu til afgreiðslu. Nefndin afgreiðir málið í haust til mannréttindadómstólsins. Þorsteinn sagði að viðhorf ráðu- neytisins til þess að aðgreina dómsvald og framkvæmdavald væri þó svipað og flestra lögfræð- inga í landinu, sem er að hafa þessi völd aðgreind. „Það er reyndar á stefnuskrá ríkisstjómarinnar að aðgreina dómsvaldið og fram- kvæmdavaldið,“ sagði Þorsteinn. Mál Jóns snýst um það að hann var tekinn fyrir of hraðan akstur á sínum tíma á Akureyri og var þar dæmdur fyrir vikið. „Það fá allir réttláta meðferð. Það hafa engir hagsmunaárekstrar komið upp, ég er þó á því að þetta eigi að vera aðskilið," sagði Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri, í morgun. Óvissa síldarsöKun Slitnað hefur upp úr samninga- viðræðum við Sovétmenn um kaup á saltsíld af Islendingum. Þetta skapar mikla óvissu hér á landi þar sem síldarvertíðin fer nú í hönd. í fyrra skapaðist svipað ástand og var ósamið um saltsíldarkaup Sovétmanna langt fram eftir ver- tíð. Því var síldin söltuð án þess að vissa væri fyrir því að hún seld- ist eða á hvaða verði. Mikil harka er á saltsíldarmark- aðinum og undirboðum beitt á báða bóga. Þar hafa Kandamenn haft sig mikið í frammi. Hafa þeir látið Sovétmenn hafa fiskveiði- kvóta í kanadískri landhelgi gegn því að Sovétmenn kaupi af þeim saltsfld. Verð það sem íslendingar krefj- ast er hærra en það sem Kanada- menn fá fyrir sína síld. Þó hafa Svíar gert samning við okkur um kaup á nokkru magni á því verði sem síldin er nú boðin Sovétmönn- um. -ES Landað í morgun Það var engin smálúða sem Einar Halldórsson á Sæbjörgu, 8 tonna báti, fékk í veiðarfæri sín í gærdag. Hún er einir 2 metrar á lengd og vó hvorki meira né minna en 230 pund. Að sögn kostaði það svita og strit að draga lúðuna að borði, enda eins- dæmi að slíkur risafiskur veiðist á handfæri hér á landi. Henni var svo landað í morgunsárið í gömlu Reykjavíkurhöfninni. Það voru þeir Einar og Gunnar Auðunsson sem lönduðu ferlíkinu -Gkr./DV-mynd JAK Bílvelta í Sandgerði Bílvelta varð við beinamjölsverk- smiðjuna í Sandgerði á tólfta tímanum á föstudagskvöldið. I bifreiðinni var ökumaður og stúlka sem flutt var á sjúkrahús en fékk að fara heim skömmu síðar. Bifreiðin er mikið skemmd og óökufær. Bílstjórinn var einnig óökufær þar sem hann var tal- inn hafa bragðað talsvert áfengi. Bifreiðin er Toyota bifreið, árgerð ’82. Alls þurfti lögreglan í Keflavík að hafa fjórum sinnum afskipti af ölvuð- um ökumönnum um helgina. -GKr. Samkomulag á Breiðdalsvík „Fiskverð verður miðað við meðal- verð hverrar viku á fiskmarkaðnum í Hafnarfirði, að frádregnum 4 prósent- um sem er áætlaður kostnaður útgerð- ar ef fiskinum hefði verið komið á markað,“ sagði Heimir Hávarðsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga h/f. Um helgina náðist samkomulag milli sjómanna og fiskkaupenda. Heimir sagði að samningurinn fæli í sér ákvæði um meðhöndlun aflans um borð og væri að því leyti nánast sam- hljóða samningnum frá Fáskrúðsfirði. „Ég er ánægður með að samkomulag hefur tekist. Þetta er viss áhætta sem bæði við og þeir taka því að þetta er alveg nýtt. Ég hef þá trú að fiskmark- aðir verði í framtíðinni settir upp í hverjum landsfjórðungi, hvort sem það verður uppboðsmarkaður eða fjar- skiptamarkaður,“ sagði Heimir Hávarsson. -JFJ Samið á Fá- skrúðsfirði „Samningarnir eru þannig í aðalat- riðum að miðað er við meðalverð hverrar viku á fiskmarkaðnum í Hafh- arfirði. Þetta er gert sem tilraun í einn og hálfan mánuð. Undanskilið frá þessu er þó ýsa, lúða og skötuselur, þar verður greitt verðlagsráðsverð með 10% álagi. Þetta eru þær tegund- ir sem fiskbúðimar hafa keypt,“ sagði Eiríkur Ólafsson, útgerðarstjóri á Fá- skrúðsfirði. Eiríkur sagði að einnig hefði verið samið um ákveðnar verklagsreglur, hvemig ganga ætti frá fiskinum við ísun, röðun, þunga í kassa og fleira. Þannig fengist bætt vömnýting og aukin verðmæti. Ef þessum skilyrðum væm ekki fullnægt væri greitt fyrir fiskinn sem lausan fisk sem væri 90fyo af markaðsverði. Eiríkur sagðist vera feginn að fundin hefði verði bráðabirgðalausn þó að honum þætti hún nokkuð byltingar- kennd, sagði hann menn renna blint í sjóinn með hana frá báðum hliðum. Verðið væri búið til annars staðar og svona frjálst fiskverð ætti ekki við úti á landi. Hins vegar væri allt í lagi að sjá hvernig þessi tilraun tækist. -JFJ Viðræðumar í Washington: Fyriikomulag enn óljóst Ólafiir Amanon, DV, New Yadc Enn er mjög óljóst hvemig fyrir- komulag viðræðna Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra og íslensku sendinefhdarinnar víð bandaríska embættismenn verður. I morgun var ekki orðið ljóst hverja ráðherrann og samstarfsmenn hans myndu ræða við né heldur lá fyrir nein tímaáætlun um fundarhöld þeirra. Embættismenn hafa ekki fengist til að tjá sig um hugsanlegan árang- ur af viðræðunum og því einnig óljóst hvort búist er við að hvalveiði- deila íslands við Bandaríkjamenn leysist með þessum viðræðum. Islenska sendinefhdin kom til Washington á laugardagskvöld, nema Halldór sjálfur sem kom þang- að í gærkvöldi. Sendiráð íslands i Washington hefur undanfama daga unnið að því að skipuleggja viðræður ráðherrans við Bandaríkjamenn og er vonast til að þeirri skipulagningu ljúki í dag. Má raunar ekki vera seinna, því við- ræðumar hefjast á morgun, þriðju- dag, og búist er við að þeim ljúki á miðvikudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.