Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Síða 13
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 13 Neytendur Samkeppni um „besta sjávarréttinn“ Skilafrestur til 15. ágúst - Glæsileg verðlaun í boði Marska hf. á Skagaströnd og DV efna til samkeppni um „besta sjávar- réttinn". Skilafrestur er til 15. ágúst og verður tilkynnt um úrslitin 15. sept- ember. Rétturinn, sem fær 1. verðlaun, verð- ur hugsanlega settur í framleiðslu hjá Marska sem áskilur sér rétt til þess að nota uppskriftimar sem berast að vild. Mjög glæsileg verðlaun em í boði. 1. verðlaun er viku-sælkeraferð til út- landa fyrir tvo með Flugleiðum. 2. verðlaun Philips örbylgjuofii og 3. verðlaun Philips grænmetiskvöm, hvort tveggja frá Heimilistækjum hf. Uppskriftimar verða að vera úr ein- hverri eftirtaldri sjávarafurð: rækju, hörpuskelfiski, ýsu, þorski, ufsa eða karfa. Nákvæmt mál þarf að gefa upp og allar uppskriftimar verða að vera vélritaðar. Merkið uppskriftimar með dulneíhi og hafið eigin nafn, heimilis- fang og símanúmer með i luktu umslagi sem merkt er með dulnefninu. Sendið til DV, Þverholti 11,105 Rvík. og merkið „Besti sjávarrétturinn11. Dómnefnd er skipuð þremur mjög hæfum matreiðslumeisturum, þeim Hilmari B. Jónssyni, Úlfari Eysteins- syni og Steindóri R. Haraldssyni, sem jafnframt er framleiðslustjóri hjá Marska. Einnig á dr. Einar Matthías- son, matvælafræðingur hjá Iðntækni- stofnun, sæti í dómnefiidinni og loks Anna Bjamason, blaðamaður á DV. Þeir sem standa fyrir þessari sam- keppni áskilja sér rétt til þess að fella keppnina niður ef ekki berast upp- skriftir sem em hæfar að mati dómnefndarinnar. Upplýsingar um keppnina liggja frammi í öllum stærri matvöruverslun- um, víðs vegar úm landið, þar sem framleiðsluvörur Marska hf. em seld- ar. -A.BJ. I^PEPíPEWfePWKPafö Smútas NEYTENDAblaðií Neytendablaðið: Gveiðslukorlf mjólkur- umbúðir, örbylgjuofh- ar og uppþvottavélar með uppþvottavélarnar og ör- bylgjuofnana, aðeins um þriðjung- ur vélanna hafði hlotið skoðun frá Rafmagnseftirlitinu en þriðjungur var í skoðun. Þá er grein i blaðinu um áfram- hald á samvinnu um verðgæslu á vegum Alþýðusambands íslands, BSRB og Neytendasamtakanna. Fréttir frá Neytendafélagi Fljóts- dalshéraðs, grein um neytendamál i Svíþjóð, og sagt frá komu sænska neytendamálafulltrúans á sl. vetri. Sagt er frá heiðursfélaga Neyten- dasamtakanna og frá nýju Neyt- endafélagi á Patreksfirði. Þá er í Neytendablaðinu dálkur sem heitir Hvert á að leita? Þar er sagt frá hvert fólk á að leita til að leita eftir aðstoð í hinum ýmsu málum sem upp koma. Og þá er eftir að geta um „svarta listann“ sem að þessu sinni hefur að geyma fimm fyrirtæki. Þessi fyrirtæki hafa ekki levst úr ágreiningsmál- um sem upp hafa komið og ekki svarað ítrekuðum tilskrifum sam- takanna. Ráðinn hefur verið nýr ritstjóri Neytendablaðsins sem er Elísabet Þorgeirsdóttir. I Neytendasamtök- unum eru nú þrettán aðildarfélög víða um landið. Formaður samtak- anna er Jóhannes Gunnarsson. -A.BJ. Blað Neytendasamtakanna, Neytendablaðið, er komið út. Er það 1. tbl. á þessu ári sem sér dags- ins ljós. í þessu blaði er ýmislegt forvitnilegt efni, m.a. tvær kannan- ir, annars vegar um notkun greiðslukorta og hins vegar um afstöðu fólks til mjólkurumbúða. Um 58% aðspurðra notuðu greiðslukort í viðskiptum sínum og taldi langstærstur hluti þeirra að viðkomandi ættu bera þann kostn- að sem af slíkum viðskiptum hlytist. í mjólkurumbúðakönnun- inni kom fram óánægja með þær umbúðir, sem notaðar eru á höfuð- borgarsvæðinu, sem er langstærsti markaðurinn. í Neytendablaðinu er gæða- og markaðskönnun á örbylgjuofnum. Kannaðir voru 46 ofnar. sá ódýr- asti kostaði rúmlega 13 þúsund kr. og sá dýrasti 59 þúsund kr. Af þess- um 46 örbylgjuofnum voru 17 óskoðaðir af Rafmagnseftirliti rik- isins. Eru þeir ofnar frá vel þekkt- uni og viðurkenndum vörumerkj- um. Þá er markaðs- og notendakönn- un á uppþvottavélum. Af þeim sem hringt var í áttu 30% uppþvottavél- ar. Kannaðar voru 28 uppþvotta- vélar, ódýrasta vélin kostaði rúml. 21 þúsund og sú dýrasta rúml. 55 þús. kr. Sama var uppi á teningnum Canon Canoti a> Canon með 50 mm f 1.8 Verðkr. 18.419.- LJÓSMYNDABÚÐIN LAUGAVEG1118, ® 27744

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.