Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Page 14
14 MÁNUDAGUR 20. JtJLÍ 1987. Spumingin Ræktarðu eigið grænmeti? Einar Ingimundarson: Já, raikta að- allega baunaspírur í augnablikinu en hef ræktað margs konar græn- meti gegnum árin. Július Brjánsson: Nei, ekkert nema hey og gras handa skepnunum mín- um. Hef þó ræktað grænmeti en ekki komist í það núna og kaupi það úr búð því ég borða heilmikið af því sjálfur. Helgi Vilhjálmsson: Nei, hef þó rækt- að kartöflur og rófur en það eru áratugir síðan. Hannes Gamalíelsson:Nei, en ég var með kartöflur fyrir nokkrum árum inni í Kringlumýri en það er allt komið undir hús núna. Einarína Sigurjónsdóttir:Nei, hef aldrei gert það. Sigríður Kjartansdóttir: Já, ekki allt en gulrætur, kartöflur og salötheima við húsvegginn. Lesendur Lottóið orðið leiðigjamt Bjami skrifar: Það má undrun sæta hve við ís- lendingar erum sólgnir í happdrætti hvers konar, jafhvel þótt þau séu þannig úr garði gerð að afkr litlar líkur séu til þess að vinníngur fáist En til þess að £á almenning til að spila í happdrættum verður að vera einhver spenningur í spilinu og vinn- ingslíkur talsverðar í hverjum drætti eða hann komi í ljós jafnóðum og spilað er. Nú eru happdrætti þau, sem hér eru mest í gangi, með ýmsum hætti. í flestum er dregið með reglulegu millibili, td. einu sinni í mánuði eða einu sinni í viku. Eitt happdrættið, sem hér við- gengst, er þó einna leiðigjamast og það er þetta Lottó 5/32, sem er sett upp sem sérstakur dagskrárliður i Ríkissjónvarpinu. Og þótt það væri ekki nema vegna þess að þetta er orðið að föstum leiðindalið, og eins konar dagskrárlið í sjónvarpinu, þá finnst mér það vera orðið svo frá- hrindandi og um leið „naive“, að ég fyrirverð mig fyrir að horfa á þessa blessaða stjómendur reyna að setja upp einhvem „lukku-“ eða „lottó- svip“ þegar dagskrárliðurinn byijar. Þetta er svo eindæma lítið spenn- andi að fyrr má nú aldeilis fyrrvera, eins og Laddi orðar það svo skemmtilega. Og það er ekki stjóm- endum þáttarins að kenna heldur einungis eðli happdrættisins. um hvers konar. Það er t.d. liðin tíð skrifað til þess að standa sérstaklega Eina happdrættið, semmérsýnist að hægt sé að reiða sig á að fólk með einu eða öðru þessara happ- vera verulega vinsælt hér, er svo- greiði einhverja gíróseðla sem sendir drætta heldur einföld og hlutlaus kölluðhappaþrenna,endaemmiðar emheimtilþessjafavelþótttilefnið skýring einstaklings vegna ofiiæmis rifair út jafaóðum og þeir koma í sé góðra gjalda vert fyrir happdrættum og styrkjum verslanir. Og þar er þannig búið um Nú ganga þau happdrætti best sem hvere konar. hnútana að tíðni vinninga er nokk- gefa mesta og tíðasta vinningsmögu- Það fer þó aldrei hjá því aö eitt uðmikilogvinningsh'kurtalsverðar. leika og þar er Háskólahappdrættið sé kannski skemmtilegra en annað Annara er þjóðin orðin nokkuð og þó rniklu fremur happaþrennan og njóti meiri vinsælda eins og hér yfirkeyrð á happdrættum og söfaun- best og vinsælust. Og þetta er ekki hefur komið fram. JALFSAU EFTIR LOK AJmenningur er orðinn hundleiöur á öllu vafstrinu. Fyrsti eigandi ber ábyrgð á trygging- um bílsins þar til sá næsti hefur greitt fyrir hjá tryggingafélaginu. Þetta er fyrsti bill á íslandi og Guðr- únu finnst steinaldarfyrirkomulagið enn við lýði. BHreiðaviðskipti: Undarieg tiyggingalög Guðrún hafði samband: Það er full ástæða til þess að vara seljendur bíla sinna við því að trygg- ingafélögin telja þá bera ábyrgð á tryggingu bílsins þar til annar hefur greitt fyrir tryggingu á sínu nafai. Þetta hafði ég ekki hugmynd um þeg- ar ég seldi bílinn minn fyrir nokkrum mánuðum og er því í stökustu vand- ræðum. Nú nýlega komst ég að því að þegar ég ætlaði að láta afganginn af gömlu tryggingunni minni ganga upp í greiðslur af nýja bílnum þá var það alls ekki hægt - því tryggingafélagið telur mig eiga að greiða tryggingu gamla bílsins þar til greiðslur hefjast frá hinum nýja eiganda. Bíllinn minn er ekki lengur í eigu þess sem ég seldi hann til í upphafi og skilst mér að það sé alfarið mitt mál að elta uppi núverandi eiganda og fá hann til þess að greiða trygging- ar af ökutækinu. Þetta finnst mér steinaldarfyrirkomulag og vil því vara alla seljendur bíla við að afhenda bíl- inn til hins nýja eiganda fyrr en fyrir liggur að tryggingar hafi verið greidd- ar upp í topp af kaupandanum. Ríkisstjómin: Fyrsta verkið varðandi kynferð- isafbrotín Björg hringdi: Ég er mjög reið móðir í Hafaar- firði og verð að leggja nokkur orð til málanna í þessari umræðu um kynferðisafbrotamenn. Sjálf á ég bam sem hefur lent í svona og finnst hörmung að lesa þessar frásagnir núna á hveijum degi þegar nýtt og nýtt mál er að líta dagsins ljós. Ég vil að hin nýja ríkisstjóm hafi það með sínum fyrstu verkum að búa til ný lög um kynferðisglæpi á íslandi og setji á stofa hæli fyrir þessa kyn- ferðisbrengluðu menn. Dóttir mín var aðeins fiögurra ára þegar hún lenti í þessu. Maður um fertugt tók hana og tvær aðrar jafa- öldrur, þuklaði þær og lét þær káfa á sér. Og það mál var aldrei til mergj- ar krufið. Lögreglan hér í Hafhar- firði sagði bara að þessi maður, sem bömin bentu á, væri heimilisfaðir sem sjálfur ætti böm og því gæti þetta ekki verið hann. Og jafnvel þótt bömin héldu fast við að þetta væri sami maðurinn. Mér finnst að það verði að setja í lög að svona mál bíði hvergi í kerf- inu heldur fari beint í meðferð. Þannig að það verði ekki hægt að lesa um að svona mál séu að velkj- ast um í kerfinu í tvö og jafhvel þijú ár - og séu síðan svæfð. Silyrðis- laust á að birta mynd af þessum mönnum. Sá maður sem mín dóttir benti á líður mér aldrei úr minni. Það býr ekkert bam til svona frásögn og því ástæðulaust að sussa á þau þegar svona lagað kemur upp á yfirborðið. Þetta hafði mjög slæm áhrif á dóttur mína. Síðan em liðin tvö ár og hún hefur engan veginn hegðað sér eðli- lega - sérstaklega við karlmenn. Hún flaðrar upp um þá og virðist stundum vera að leita á þá þannig að maður situr og svitnar yfir fram- komu bamsins. Á hverri einustu nóttu vætir hún rúm. Ríkisstjómin á að beita sér fyrir lagabreytingu í þessum efaum - það ætti að vera með því fyrsta sem hún tæki sér fyrir hendur. Og að þetta verði tekið beint fyrir í keríinu - ekki látið bíða. Mæður í landinu verða alls staðar að vera á varðbergi, maður þorir ekki að senda bömin út í búð eftir einum mjólkurpotti. Og ef þau em ekki í augsýn er maður alveg á nál- um. Þegar þetta gerðist fór ég næstum yfir á taugum því þetta fór svo illa með mann. Og ég myndi ekki lá neinum sem lenti í svona þótt hann hreinlega gengi frá viðkomandi - ég stæði með þeim þó svo að ég rétt- læti ekki morð. Mál sem þetta þolir enga bið og ég vona að yfirvöld fari að vakna til vitundar um að eitthvað róttækt þarf að gera - og það sem allra fyrst. Hringið í síma 27022 miUi kl. 13 og 15, eða skrifið í nýju flugstööina vantar apparat sem gefur til kynna hvaö tímanum líður. Flugstöðin: Engar klukkur sjáanlegar Tempus hafði samband: Þegar ég átti leið um nýju flugstöð- ina á Keflavíkurflugvelli um daginn kom það mjög á óvart að ekki skyldi í allri byggingunni sjáanlegt neitt app- arat sem sýndi gestum hvað tímanum liði. Á stað sem þessum hlýtur það að vera talsvert atriði að menn geri sér grein fyrir hversu langt er í brottfór hverju sinni og viti því hvað tímanum líður á staðnum. Að ekki sé minnst á upplýsingar eins og hvað klukkan er þá stundina í hinum ýmsu heims- homum. Sjálfsagt ætti að vera að hafa á veggjum klukkur sem sýna tímann - og þá ekki aðeins á íslandi - og hafi eitthvað slíkt fyrirfundist á staðn- um þá var það vandlega falið. Þetta er lítið fjárhagsdæmi sem þarf að kippa snarlega í liðinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.