Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1987, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. JÚLÍ 1987. 39 Fréttir Okuleikni BFÖ - DV Hart baríst um gullið á Blönduósi Sigurvegarinn í kvennariðli meðal 10 efstu yfir landið Anna Linda Sigurgeirsdóttir stóð sig mjög vel í kvennariðli og var eini keppand- inn á Blönduósi sem hafði umferðarspurningar allar réttar. Hún mun nú hafa öðlast rétt til þátttöku i úrslitunum og hefur því möguieika á að vinna Maz- dabílinn sem Mazda-umboðið mun gefa fyrir villulausan akstur i úrslitakeppn- inni. Blönduósbúar tóku á honum stóra sínum þegar þeir mættu til leiks í öku- leikni Bindindisfélags ökumanna og DV þann 30. júní sl. Veðrið var ekki eins og best varð á kosið en það aftraði ekki heimamönn- um frá að taka þátt eða íylgjast með hvernig aðrir ækju. Sviptingar um efstu sætin Hart var barist um efsta sætið í karlariðli ökuleikninnar. Stöðugt bættu menn árangur þeirra er fyrr höfðu ekið og stundum munaði ekki nema örfáum sekúndum á keppendum. Sá er uppi stóð sem sigurvegari að lokum var ekki alls óreyndur ökumað- ur því hann hefur sigrað í ökuleikni áður. Sá heitir Þorsteinn Sigurðsson á BMW 316. Hann fékk 219 refsistig. Það var ekki nóg með að Þorsteinn hlyti gullið á Blönduósi, heldur var hann einnig með besta tímann í braut- inni og fyrir það gaf Casio-umboðið honum Casio-úr, eins og alls staðar annars staðar á landinu. Annar í ökuleikninni varð Halldór Armannsson á Skoda með 283 refsi- stig. Hann hafði jafnvel eygt sigur því Þorsteinn var síðasti keppandinn í karlariðli og var Halldór efstur þar til Þorsteinn keppti. I þriðja sæti varð Elvar Halldórsson á Fiat Polonez. Hann var með aðeins 5 sekúndna lakari árangur en Halldór, pabbi hans. Hann var því með 288 refsi- stig. Fámennur kvennariðill Aðeins tvær konur mættu til leiks í kvennariðli og var sú sem betur stóð sig með mjög góðan árangur miðað við landið. Sú heitir Anna Linda Sig- urgeirsdóttir og fékk hún 289 refsistg. Guðbjörg Gestsdóttir varð önnur með 368 refstig. Enn einu sinni vilja for- ráðamenn ökuleikninnar hvetja kvenfólkið til að vera með því allir hefa þörf fyrir smáuppnfjun á um- ferðarreglum og hæfnisakstri. Góð þátttaka í reiðhjólumum Þátttaka í hjólreiðakeppninni var góð eins og yfirleitt hefur verið i sum- ar. Keppendur voru 12 talsins og var keppt í tveimur riðlum eins og venju- lega. Sigurvegari í yngri riðli var Ingimar Einarsson með 90 refsistig. En í eldri riðli sigraði Ingvar Búi Halldórsson með 80 refsistig. Verðlaunin í hjólreiðakeppninni gaf Fálkinn hf. eins og alls staðar yfir landið. En í ökuleikninni var það Búnaðarbankinn á Blönduósi sem gaf verðlaunin. Staðan yfir efstu keppendur yfir landið Nú hafa hátt á þriðja hundrað kepp- endur mætt í ökuleiknina og er staða þeirra 10 efstu í karlariðli þessi: 1. Gréfar Reynisson, Egilsstöðum, 110 rst. 2. Guðmundur Salómonsson, Húsa- vík, 131 rst. 3. Gunnar Skarphéðinsson, Fáskrúðs- firði, 139 rst. 4. Jósep Snæbjömsson, Eskifirði, 140 rst. 5. Elvar Höjgaard, Vopnafirði, 142 rst. 6. Björn Bjömsson, Egilsstöðum, 145 rst. 7. Guðmundur B. Guðmundsson, Ak- ureyri, 147 rst. 8. -9. Halldór Jónsson, Reykjavík, 148 rst. 8.-9. Elías Jónsson, Reyðarfirði, 148 rst. 10. Jónas Kristjánsson, Húsavík, 150 rst. Kvennariðill 1. Fríða Halldórsdóttir, Revkjavík, 191 rst. 2. Þóra Víkingsdóttir, Akurevri, 236 rst. 3. Inga María Ingadóttir, Vopnafirði, 268 rst. 4. -5. Aðalbjörg Hjálmsdóttir, Reykja- vík, 271 rst. 4.-5. Birgitta Pálsdóttir, Siglufirði, 271. 6. Halla Sigbjörnsdóttir, Seyðisfirði, 282 rst. Besti tíminn sem nú er í brautinni er 89 sekúndur og var það Grétar Reynis- son á Egilsstöðum sem náði honum. Takist honum að'halda besta tímanum mun Casio-umboðið gefa honum úr af vönduðustu gerð og mun hann sjálfur fá að velja það. -EG. Sigurvegarinn í kvennariðli stóð sig mjög vel þrátt fyrir smáhnjask. Ökuleikni BFÖ og DV Hjón sigurvegarar í karla- og kvennariðli Ekki maigar konur <JD record Sýningar- hurðir á staðnum Sveinn Egilsson h/f Skeifunni 17 sími 68-51-00 Ökuleikni BFÖ og DV byrjaði hér á Króknum með því að ökumenn óku í gegnum brautina og svömðu svo um- ferðarspumingum. Hjólreiðakeppnin varð því miður að falla niður vegna þess að ónóg þátt- taka fékkst. Úrslitin urðu þannig í ökuleikninni að í fyrsta sæti í karlariðli lenti Rúnar Gíslason með 182 refsistig, í öðru sæti lenti Valdimar Bjamason með 200 refsistig og í þriðja sæti lenti Snævar Hauksson með 222 refsistig. I kvennariðli lenti Katrín Andrés- dóttir mað 298 refsistig og í öðm sæti lenti Linda Káradóttir með 387 refsi- stig en þær vom þær einu sem þorðu að taka þátt í þessu og þurftu þær ekki að skammast sín fyrir árangur- inn. Verðlaunin í ökuleiknina gaf tré- smiðjan Borg. Málun bifreiðastæða Önnumst merkingar og málun á bifreiðastæðum fyrir fyrirtæki og fjölbýlishús! Gerum verðtilboð. VEGTAK SF. S. 23552 - 52858 - 39800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.