Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLl 1987.
Fréttir
TF-TUN illa farin á vörubílspalli eftir að hafa hlekkst á við flugtak við Mar-
karfljót. Landgræösluvélin Páll Sveinsson annar þvi sem eftir er af verkefn-
um Landgræðslunnar i sumar. DV-mynd KAE
TF-TÚN ónýt:
Tefur ekki land-
græðsluverkefni
„Sem betur fer höfum við að mestu
lokið við áburðarflugverkefni í sumar
svo þetta kemur ekki til með að breyta
áætlunum okkar. Hins vegar vinnum
við að því að fá aðra áburðarvél næsta
vor því hún er nauðsynleg fyrir verk-
efhi sumarsins 1988“ sagði Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri um áhrif
þess að áburðarílugvél Landgræðslu
ríkisins, TF-TÚN, er ónýt eftir að
henni hlekktist á í flugtaki síðasta
fimmtudag.
„Við höfum aðra áburðarflugvél, Pál
Sveinsson af Douglas gerð, og hún
annar þeim verkefnum sem nú eru
eftir. Er það annars vegar uppgræðsla
á Haukadalsheiði og hins vegar við
Uxahryggjarleið. Raunar voru flug-
vélamar ekki á fullum afköstum áður
þetta óhapp varð svo að við getum
verið án annarrar þeirra í bili en ekki
til frambúðar," sagði Sveinn.
-BTH
SkattJagning ríkisstjómarinnar:
Neytendasamtökin
mótmæla harðlega
Neytendasamtökin hafa sent frá sér
ályktanir þar sem ýmsum sköttum
hinnar nýju ríkistjómar Þorsteins
Pálssonar er haiolega mótmælt.
Samtökin benda á í ályktunum sín-
um að matvömverð hér á landi sé mun
hærra en í nágrannalöndunum. Því
muni 10% söluskattur á matvörur
auka enn á þann mun og auk þess
muni hann koma verst niður á þeim
sem lægst laun hafa. Þá segja samtök-
in að þessi skattlagning feli í sér
áframhald á neyslustýringu af hálfú
ríkisvaldsins.
Kílóaskatt á bifreiðar segja Neyten-
dasamtökin órökréttan og óréttlátan
og ekki til þess fallinn að stuðla að
hagkvæmni í innkaupum og rekstri
bifreiða.
Loks mótmæla Neytendasamtökin
harðlega hækkuðu kjamfóðurgjaldi
sem þau segja að leggist þyngst á ali-
fúgla- og svínaafurðir og sé því gróf
mismunun milli búgreina. Segja Neyt-
endasamtökin þetta yfirgang gagnvart
íslenskum neytendum og framleiðend-
um svína- og fúglaafurða og halda því
fram að landbúnaðarráðuneytið hafi
gripið til villandi upplýsinga í fiéttatil-
kynningu sinni til að rökstyðja hann.
-ES
Aðskilnaður dóms- og framkvæmdavalds:
„Rett ef nkið telur
sighafaefniáþvi“
„Ég tel það prinsiprétt ef ríkið
telur sig hafa eftu ó að aðskilja dóms-
og framkvæmdava!d,“ segir Sigurð-
ur Gizurarson, bæjarfógeti á
AkranesL Sigurður var inntur eftir
áliti á kæm Jóns Kristinssonar til
mannréttindadómstól8 Evrópu en
Jón kærir þangað að sami aðili skuli
bæði vera lögreglustjóri og dómari
i sama málinu. Jón var tekinn fyiir
of hraðan akstur og var dæmdur af
bæjarfógetanum á Akureyri en bæj-
bæjarfógeti á Akranesi
arfógetinn er einnig lögreglustjóri.
Sigurður Gizurarson sagði að að-
skilnaður krefðist þriggja skrifetofa
í stað einnar. Þá þyrfti lögreglu-
stjóra, dómstól og gjaldheimtu, nú
eru þessir þættir allir unnir hjá fó-
getum eða sýslumönnum Sigurður
sagði það ekki heppilegt að sami
maður væri í senn lögreglustjóri og
dómari. Nú gegna yfirlögregluþjón-
ar flestum stjómunarstörftun, þeir
hafa samband við fógeta eða sýslu-
mann í stærri málum, að öðm leytí
sinna þeir störfúm lögreglustjóra,
leyfisbréf em hins vegar alferið gefin
út af embættiaskrifetofunum
Sigurður sagði einnig að hann
teldi ekki að menn væm misrétti
beittir með því kerfi sem nú væri við
lýði. Það væri frekar til þess að
menn fengju mildari dóma en ella.
Sigurður sagðist ekki minnast þess
að siíkt mál hefði áður komið fram.
-sme
Hart deilt um dúfnarallið:
„Jón í banni hjá okkur“
„Ég hef aldrei vitað um neinn sex
ára strák í nokkru félagi. Jón Guð-
mundsson notar hann fyrir lepp en
Jón er útilokaður úr okkar félags-
skap. Hann skuldar okkur peninga
síðan á árinu 1983. Þá var hann
gjaldkeri og síðar formaður. Hann
er útilokaður fyrir fúllt og allt. Hann
er algjör bannvara hjá okkur,“ sagði
Ómar Bjamason, einn aðstandenda
- segir Omar Bjamason
Dúfnaræktunarsambands Islands.
Hart er nú deilt um úrslit dúfhar-
allsins sem fram fór um síðustu helgi.
Jón Guðmundsson telur fósturson
sinn hafa sigrað en aðstandendur
keppninnar segja annan þátttak-
anda sigurvegara.
„Hann tekur þátt í keppni án þess
að nokkm- viti, ég stilli allar klukkur
og yfírfer eftir keppni, ég kannast
ekki við að hann hafi verið með,
enda er hann útilokaður hjá okkur.“
- Er fóstursonur Jóns ekki félagi í
félaginu á Húsavík?
„Eg hef ekki hugmynd um það.
Húsavík er ekki með okkur. Þeir
slepptu dúfum til keppni en það al-
gjörlega brotlegt.
Jón Guðmundsson:
„Hef aldrei verið í sambandinii“
„Ég vil taka það fram að drengur-
inn hefur aldrei verið í félaginu og
því ekki verið rekinn úr því. Ég var
rekinn úr Bréfdúfnafélagi Reykja-
víkur fyrir Ijórum árum. Ég hef
aldrei verið í Dúfharæktunarsam-
bandi Islands,“ segir Jón Guðmunds-
son en hann segir að fóstursonur
sinn hafi orðið sigurvegari í keppn-
inni sem fór fram um síðustu helgi.
„Dúfharæktunarsambandið hélt
þessa keppni og bauð þátttöku utan-
felagsfélögum bæði á Akureyri og
eins á Húsavík, en fóstursonur minn
er einmitt meðlimur í félaginu á
Húsavík. Það urðu ýmsir aðilar tap-
sárir þegar svo ungur drengur
sigraði í keppninni. Þeir breyta úr-
slitunum. Ég vil benda á að Húsvík-
ingamir sáu um mótið fyrir norðan.
Okkur er síðan sagt að árangur okk-
ar fáist ekki skráður. Þótt ég hafi
verið rekinn úr félagi fyrir fjórum
árum er ekki hægt að útiloka fóstur-
son minn.“
- En af hveiju er þessi misklíð?
„Mér var bolað úr Bréfdúfnafélagi
Reykjavíkur en það skiptir engu
máli. Mótsstjómin bauð Akur-
eyringum og Húsvíkingum, og þar á
meðal stráknum, til keppninnar.
Klukka dúfu stráksins var stillt og
innsigluð og var hún opnuð á lög-
reglustöðinni á Húsavík í votta
viðurvist. Hún hafði flogið 1002,30
metra á mínútu og varð því 64 metr-
um á undan þeirri dúfii sem þeir
segja að hafi sigrað.
-sme
í dag mælir Dagfari
Ekki hefur farið framhjá nokkrum
manni að útvarpsfrelsið hefur fengið
að njóta sín. Ut um allar koppa-
grundir spretta upp nýjar útvarps-
stöðvar og maður á fullt í fangi með
að fylgjast með og skipta um bylgju-
lengdir til að heyra nýjustu vin-
sældalistana, auglýsingaflóðið og
flóamarkaðina, svo ekki sé talað um
heimilisdýrin í vanskilunum. Dag-
fari hefúr aldrei gert sér grein fyrir
því áður hversu margir heimiliskett-
ir, páfagaukar og gæludýr em
samankomin í mannabústöðum í
þessu htla samfélagi okkar. Þó ekki
væri af öðm heldur en því líknar-
starfi sem útvarpsstöðvamar sinna
í að auglýsa eftir alls kyns gæludýr-
um í vanskilum, hafa þær sannað
tilverurétt sinn svo um munar.
Hitt er svo ekki minna um vert
að fréttamennskan hefúr fengið á sig
nýjan svip, enda er nú munur þegar
maður getur heyrt sömu fréttina á
að minnsta kosti fjórum rásum, end-
urtekna í síbylju með alls kyns
blæbrigðum. Ætti það að vera nokk-
um veginn pottþétt áður en dagur-
inn er allur að Islendingar viti allt
um atburði líðandi stundar, enda
getur ekki nokkur maður sloppið frá
því að lyfta sér spönn frá rassi öðm-
vísi en þess sé ítarlega getið á ölluir.
fréttarásum. Fer nú að verða spum-
ing um það hvort fréttastofúmar eigi
ekki að gera sérstaka könnun á því
hvenær þjóðin pissar, og þá hversu
oft og hversu mikið, enda vantar
nánast ekkert upp á að daglegt líf
hvers einasta lifandi manns sé orðið
að fréttamat, nema þá þetta, hvenær
þeir kasta af sér vatni.
Pólitískum harðlífismönnum hefúr
ekki liðið vel í þessu ástandi. Nú
geta þeir ekki lengur rifist um það
hvort fréttir séu litaðar, hvort fiétta-
stofur séu misnotaðar og þeir hafa
enga stjóm á því lengur hvort og
hvenær pólitískum ftéttum er lætt
inn í dagskrámar. Sérstaklega virð-
ast vinstri menn vera órólegir og
telja menninguna og fi-æðsluna og
jafiiréttið fara halloka í frelsinu.
Þeir vom jú alltaf á móti þessu frelsi,
sem yfirleitt er tahð til óþurftar í
vinstri pólitíkinni, og vildu því bara
hafa eina stöð og eina rás, sem var
að þeirra mati ákaflega frjáls meðan
þeir fengu sjálfir að ráða því frelsi.
Eins og allir vita tilheyrir menn-
ingin og fræðslan og jafnréttið
vinstri póhtík, svo ekki sé nú talað
um verkalýðshagsmunina og friðar-
hreyfingamar. Ekkert af þessu
kemst inn á vinsældalistana á dag-
skrám Rásarinnar, Bylgjunnar og
Utvarp Rot
Stjömunnar og þess vegna hafa
vinstri menn nú ákveðið að stofiia
sína eigin útvarpsstöð. Hún á að
heita Rót. Undirrótin er auðvitað sú
að pólitíkin hefúr farið forgörðum á
öldum ljósvakans og plötusnúðun-
um hefúr algjörlega láðst að misnota
aðstöðu sína, hvort heldur til hægri
eða vinstri. Kettir í vanskilum em
eiginlega þeir einu sem fá ítarlega
umfjöllun, en þeir hafa víst ekki
póhtískar skoðanir né heldur páfa-
gaukamir. Að minnsta kosti ekki
þeir sem auglýst er eftir í Bylgju-
fréttum. Hinum páfagaukunum þarf
ekki að lýsa eftir, enda em þeir allir
á sínum stað og í ömggri geymslu
innan raða stjómmálaflokkana, sem
hér eftir sem hingað til eiga nóg af
páfagaukum sem aldrei týnast.
Til stendur að opna þessa nýju rás
með haustinu og mun hún þá verða
fyrsta útvarpsrásin sem hefur það
að opinbem markmiði að vera hlut>
dræg í pólitík. Þannig munu vinstri
menn, þessi göfúga stétt sem varaði
við útvarpsfrelsi af ótta við hlut-
drægni, verða brautryðjandi í að
misnota frelsið í sína þágu, úr því
hægra liðið stal af þeim glæpnum
með því að gera það ekki.
Þetta kann að mælast illa fyrir hjá
ýmsum, en ekki má gleyma kostun-
um við þessa þróun. Með því að
pakka félagshyggju og sósíalisma
inn á eina útvarpsrás em hlustendur
lausir við að eiga það á hættu að
heyra um það á öðrum stöðum.
Vinstri sinnuðum menningaráróðri
verður komið fyrir á eigin rás sem
enginn þarf að hlusta á. Að þessu
er mikið hagræði þegar frelsið er
notað til að koma í veg fyrir það
ónæði sem fólk kynni ella að hafa
af því að heyra vinstra bullið innan
um aðrar fréttir í nafiii hlutleysisins.
Það er ánægjuleg þróun þegar menn
hafa vit á því að ónáða ekki aðra
að óþörfú. Dagfari