Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 37
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. 37 Hmkraftmikla Madoima Tónlistarmaðurinn og kvikmyndaleikarinn Madonna hefur afrekað ótrú- lega mikið á ekki lengri ævi. Hún hefur gert hverja metsöluplötuna á fætur annarri og þar að auki leikið í tveimur kvikmyndum. Madonna var sögð vera Marilyn Monroe upprisin en nú ber hún allar sögusagnir um hina nýju Marilyn til baka og segir likinguna einungis stafa af háralitnum. Madonna lauk heljarmiklu tónleikaferðalagi sl. laugardag í Laugardalshöll Ana- heimbúa í útborg Los Angeles. Stjömulíf Joan Collins og nýi kærastinn hennar, Bill Wiggins, eyða nú sumarleyfi sínu á frönsku Rivierunni, nánar tiltekið í stjörnubænum St. Tropez. Joan veitir víst ekki af fríi frá kærum Peter Holm, fyrrverandi eiginmanni sínum. Peter veitir Joan harða baráttu og vill fá húseign og framfærslueyri en hún er aldeilis ekki á þeim buxunum. Þessi 54 ára gamla leikkona hefur nú enn á ný fundið ástina og sá eini sanni er í þetta skiptið hinn 39 ára gamli Bill Wiggins. Joan, sem hefur gifst fimm sinnum og skilið jafnoft, segist vera staðráðin í að gera ekki sömu vitleysuna í sjötta skiptið. „Mér og Bill líður vel saman eins og sambandið er. Það er algjör óþarfi að ana út í giftingu, allavega ekki í bráð.“ Kunnugir segja að Bill sé alveg rétti maðurinn fyrir Joan. „Hann er ekki glanslegur glaumgosi eins og Peter Holm var að rembast við að vera heldur bara huggulegt karl- menni frá Kent sem hefur engan áhuga á peningum og finnst gott að taka það rólega." Simamynd Reuter Fflapóló Þeim fannst þetta aðeins öðruvísi og erfiðara en venjulega, köppunum sem hér slást um boltann í fílapólóleik rétt fyrir utan Lundúni í keppni sem er hluti af aldarafmælishátíð tímaritsins Herald Tribune. Það er víst örugglega ekki mikið um spennu og hlaup í þessum pólóleik því langt er síðan þessir fílar hlupu um frumskóga Afríku. Þeir eru vafalítið orðn- ir stirðir af áralangri dvöl í dýragörðum Englands. Venjulega eru hestar, sem óneitanlega fara hraðar yfir, notaðir í leikinn. Joan og Bill á vappi I St. Tropez meö ungum og óþekktum aðdáanda. Simamynd Reuter Sfmamynd Reuter Sviðsljós Ólyginn sagði... Demi Moore er aðeins 25 ára en hefur lent í ýmsu um ævina. Þegar hún var 16 ára flutti hún inn til hljóm- sveitargæja og giftist honum 18 ára gömuí. Þá þegar var hún að verða fræg fyrir leik sinn i ýms- um kvikmyndum og ungur aldur og tímaleysi gerðu út af við hjónabandið. Demi og Emilio Estevez urðu ástfangin þegar þau léku saman i kvikmyndinni St. Elmo's Fire og ætluðu þau að gifta sig í desember sl. Á síð- ustu stundu var þó öllu húllum- hæinu aflýst. Ástæðan? Þau höfðu hreinlega ekki tíma. Þau voru þá bæði að leika i kvik- myndinni Wisdom og Demi er staðráðin í að láta þetta sam- band ekki lognast út af vegna vanrækslu. Brúðkaupið verður því að bíða betri tíma. Judd Nelson, sem leikið hefur m.a.í kvikmynd- inni Breakfast club, á mjög virðulega fjölskyldu sem vænti þess að annaðhvort yrði hann læknir eða lögfræðingur. Judd var hins vegar aldrei neitt að hugsa um álit fjölskyldunnar og var að læra heimspeki i háskóla áður en hann datt niður á það að verða leikari. „Ég byrjaði að leika vegna þess að mér fannst það hreinlega gaman. Svo einn daginn uppgötvaði ég að ég gæti eytt ævinni í að gera þessa skemmtilegu hluti, þ.e. að leika. Ákvörðunin um að verða leikari var því mjög eðlileg." Joan Collins hefur nú hannað eigin undir- fatalínu og selur grimmt. „Blúndur og silkisatin er það eina sem ég ber næst mér," seg- ir Dynasty- stjarnan. „Smekkleg og falleg undirföt skipta mjög miklu máli og gera stóra hluti fyrir konur. Ég veit hvað ég er að tala um," segir hún, „Ég hef reynsluna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.