Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. Spumingin Hver heldurðu að verði ár- angur hvalveiðifundarins í Washington? mmm- ' i Bergsteinn Baldursson: Ég held að þeir verði neyddir til að hætta. Ólafur Ólafsson: Ég held að það komi enginn árangur út úr þessum fundi. Brynhildur Sigtryggsdóttir: litla trú á að fundurinn beri nokkurn árangur. Knútur Jónsson: Ég held það komi nú lítið út úr þessum fundi, það held- ur áfram sama þrástaglið. Banda- ríkjamenn, sem drepa 20 þúsund hvali á ári, hafa ekki góðan málstað að verja. Benjamín Árnason: Ég hef mjög litla trú á að nokkur árangur náist. Ólöf Brynjólfsdóttir: Ég vona að það komi eitthvað viturlegt út úr þessum fundi og þar núist eitthvað sam- komulag. Lesendur ÖCÍVWÍA VT Það var sama unga konan sem var við stýrið á „leið 3“ í bæði skiptin. Það vakti strax athygli mína í fyrri ferðinni hversu vel henni fórst stjórn vagnsins. Kvenfólk aki öllum strætis- vögnum „Áhugasamur um velferð fólks“ skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir tveim- ur ánægjulegum strætóferðum sem ég fór á dögunum en ég er tíður gest- ur í strætisvögnum. Það var sama unga konan sem var við stýrið á „leið 3“ í bæði skiptin. Það vakti strax athygli mína í fyrri ferðinni hversu vel henni fórst stjórn vagnsins. Hún réð svo fullkomlega við samspil kúpl- ingar, bensíngjafar og hemlanna að í stað þess að rykkjast áfram eins og venjulega leið vagninn milli stoppistöðvanna og renndi mjúklega í hlað á hverjum áningarstaðnum af öðrum. Sama mýktin réð ferðinni þegar tekið var af stað. Ég hélt þetta væri aðeins tilviljun ein en hafði þó orð á þessu við konu mína. Svo varð ég aftur farþegi í strætó sem sama konan ók og sagan endurtók sig. Þetta sýnir og sannar að það er vel hægt að aka þessum stóru vögnum um göturnar eins og um smærri og liðlegri bíla væri að ræða. Allir rykk- imir og kippirnir, sem vagnamir taka í höndum flestra karlkyns strætisvagnastjóra, eru óþarfir. Líka það að vera annaðhvort með bensín- ið eða bremsuna í botni - og far- þegana ríghaldandi sér eða fallandi hver á annan. Þetta er allt óþarft. I guðs bænum, reynið þið hjá SVR að halda í þessa ungu konu - og fáið helst fleiri sem eru jafnflinkar. Ég held, eftir þessar ökuferðir mínar, að kvenfólkið sé miklu „laghentara“ við akstur strætisvagnanna en karl- mennirnir. Það kennir allt of mikill- ar drottnunargimi, þótta og rembings í akstri þeirra. Öryrkjar: Bera skaðann af sambandsleysi lækna og opinberra stofnana S.K. hafði samband: 1 síðasta mánuði fékk ég bréf frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem sagði að örorkumat mitt yrði að end- umýja til þess að greiðslur til mín gætu haldið áfram með eðlilegum hætti í júlímánuði og áfram. Þá hafði ég samband við heimilislækninn minn en samt sem áður féllu lífeyrisgreiðsl- umar niður þann tíunda júlí. Mér vom gefhar þær skýringar að vottorð Kristín Þórðardóttir hringdi: Eftir að hafa lesið DV - mánudags- blaðið síðasta, þann 13.7. - og fylgst með síendurteknum fréttum í blöð- um og öðrum fjölmiðlum - séð kastljós um daginn með viðtali við hana Svölu Thorlacius um kynferð- isafbrot gagnvart bömum - þá setur að manni óhug. Hvers lags þjóðfélag er þetta sem við búum í? Það er ekki nóg að reisa dagvistar- frá heimilislækninum hefði ekki borist og engar greiðslur yrðu inntar af hendi fyrr en það væri komið. Þetta er ámælisvert og mér finnst ekki að sam- bandsleysi milli heimilislækna og tryggingalæknis eigi að koma niður á okkur öryrkjunum. Matið er komið núna í hendur réttra aðila í Tryggingastofhuninni en þar fékk ég þau svör að greiðslur kæmu ekki fyrr en í úgústmánuði. Þegar ég heimili, skóla og annað, tala um að búa vel að bömunum okkar, ef svona ósómi er svo látinn viðgangast. Hver er framtíð þessara bama sem verða fyrir þessu? Þegar bömin sem verða fyrir þessu vaxa úr grasi - hvaða augum líta þau þá kynlíf og annað slíkt? Mig langar að lýsa yfir stuðningi við Svölu í baráttu hennar í þessum málum og vona að réttlætið nái fram spurði stúlkuna sem þar varð fyrir svörum að því hvort ég ætti að vera peningalaus allan þennan tíma sagði hún það ekki sitt mál að greiða úr því vandamáli. Þetta er afgreiðsla sem ekki er hægt að bjóða þeim sem eiga afkomu sína undir þessum greiðslum og því nauðsynlegt að breyta þessu sem allra fyrst. að ganga. Og ég vil skora á nýja dómsmála- ráðherrann að hann beiti sér fyrir því að dómar í svona málum verði lífstíðardómar og að nöfn þessara manna verði birt, öðnun til viðvör- unar. Að endingu vil ég skora á almenn- ing að láta í sér heyra í þessum málum því það hefur sitt að segja. Hvar eru ívar og Guðmundur? Berit Lövlund og Hege Iilleng skrifa: Við erum tvær norskar skóla- stelpur og vorum í skólaferð á íslandi tim mánaðamót júní og júlí. Þá hittum við tvo fslenska stráka sem við vildum gjaman komast í samband við aftur og vonum að DV geti hjálpað okkur. Þetta em ívar og Guðmundur sem em sautján og nftján ára gamlir. Þeir gáfu okkur miða f Evrópu og að minnsta kosti ívar átti heima í Breiðholtinu. Við biðj- um þá að skrifa til Berit Lövlund, 9086 Sörkjasen, Norge. Ekki ættuð af svæðinu Erna Hjaltadóttir hringdi: Ég vil bera fram mótmæli við þau orð sem viðhöfð vom í þætti óm- ars Ragnarssonar, Spurt úr spjör- unum, fimmtánda júlí. Þar var látið að því liggja að þau veikindi sem upp komu eftir ættarmót, sem haldið var að Laugum í Dalasýslu fjórða til fimmta júlí, mætti stimpla alfarið á Dalasýslu - þrátt fyrír að í kvöldfréttum sama kvöld væri sagt að sýkillinn hefði fundist f hráu svínakjöti sem keypt hafði verið frá Sláturfélagi Suðurlands. Nóg af hval í sjónum 9690-9217 hringdi: Mér þætti gaman að vita hvað sá maður hafði fyrir sór í sam- bandi við hvalaumræðuna á Stöð tvö um daginn. Hann sagði að hvalurinn ætti ekki nema oitt af- kvæmi en það er ekki rétt Beljan er með tvö brjóst og getur því al- veg eins átt tvö afkvæmi. Með- göngutími er f raunimn óákveðinn því að enginn hefur getað fúndið hann út með nokkurri vissu. Svo vil ég benda á að einn hval- ur getur verið hundrað og fimmtíu tonn og þá geta allir ímyndað sér hvað skepnan þarf að éta mikið - og einmitt frá fiskinum sem lifir í sjónura. Það væri gaman að vita hvort lesendur vita hvað ambri er og hvað hann kostar. Þetta er rán- dýrt æxli í heila hvakins og miklir fjánnunir í húfi fyrir þann sem slíkt finnur. Þess skal getið að ég hef sjálfur verið á hvalskipi og veit að það er nóg til af hval í sjón- um. Kynferðisafbrot: Hver er framtíð bamanna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.