Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
15
Rekum kastað á kísilmálminn
Á dögunum kastaði stóriðjunefad
ríkisstjómarinnar sálugu (og endur-
bomu í viðbótarútgáfu) rekunum í
raun á kísilmálmverksmiðju við
Reyðarfjörð.
Reynt var að vísu enn að fela það
hversu til hafði tekist en nú má öll-
um ljóst vera hver dæmalaus skolla-
leikur leikinn var síðustu ár.
Okkur getur greint á um stóriðju
eða ekki sem úrlausn. Sjálfúr hefi
ég aldrei hrifist af stóriðju sem úr-
ræði þessarar þjóðar í atvinnumál-
um, þótt ég hafi sem þingmaður míns
kjördæmis stutt af einlægni þann
eindregna vilja heimamanna að leita
þejrrar lausnar sem í stóriðju felst.
Vissulega var það freistandi að fá
þá atvinnu og umsvif inn í byggðar-
lagið sem byggingu hefði fylgt,
byggðarlög sem eins og önnur á
landsbygð okkar hafa búið við vax-
andi vamarstöðu - vaxandi en
vonminni því miður og fá teikn em
þar á lofti nú sem birtu bregða á,
samsetning nýrrar stjómar vísar
þvert á móti til alræðis höfuðborgar-
svæðis í raun.
Stóriðja allsherjarlausn?
Vissulega var það byggðarlögun-
um og Austurlandi öllu mikil
nauðsyn að fá öflugt framtíðarfyrir-
tæki inn í fjórðunginn, nokkurt
mótvægi við alla þensluna syðra.
Þetta, ásamt því hvemig að var
staðið, olli því að ég fylgdi þessu
máli alfarið án þess að hafa skipt
um meginskoðun varðandi stóriðju
almennt sem allsherjarlausn. Hvem-
ig að var staðið reið þar að sjálfsögðu
baggamuninn.
Félagi minn, Hjörleifur Guttorms-
son, vann þessu máli af mikilli
atorku, af íslenskri reisn, en fyllstu
KjaUaiinn
Helgi Seljan
fyrrverandi alþingismaður
varfæmi einnig gegn áhættuþáttum.
í fyrsta lagi áttum við sjálf að eiga
þetta fyrirtæki, hafa forsjá þess og
öll ráð, þó ekki væri lokað fyrir fjár-
magn erlendis frá með öllu.
I öðm lagi var valið fyrirtæki af
þeirri stærð sem hentaði byggðarlög-
unum best, hefði fært nýtt líf í
atvinnu austur þar án þess að raska
öllu og umbylta, m.a. á félagslega
sviðinu.
1 þriðja lagi var unnið að því og
allt gert til að ganga þannig frá
mengunarvömum að þær yrðu sem
fullkomnastar en ótti minn var lengi
og er enn bundinn mögulegri meng-
un, eyðileggingu lífríkis, einkun ef
óprúttnir gróðaaðilar útlendir eiga
að ráða ferðinni varðandi fyrirtæki
sem þessi. Dæmin eru deginum ljós-
ari, hérlendis og erlendis.
Undirbúningur var allur hinn
vandaðasti og vel fyrir öllum þáttum
séð, ekki síst mögulegri arðsemi fyr-
irtækisins. Svo vel var að þessu verki
unnið að öll framhaldsvinna hefur
byggst á þessum vandaða undirbún-
ingi frá tíð Hjörleifs Guttormssonar.
En framhaldsvinnan fólst í því að
algerlega var.snúið við blaði varð-
andi meginþátt eins og íslenska
eignaraðild og að mengunarmálum
veit ég ekki til að frekar hafi verið
hugað.
Hins vegar drógust efadir undar-
lega á langinn, þó allt væri opnað
upp á gátt fyrir því erlenda auð-
magni sem öllu átti að bjarga,
fyrirtækjum ugglaust gerð gylliboð
varðandi raforkuverð og að sjálf-
sögðu ódýrt vinnuafl o.s.frv. Já,
efadir stórra orða drógust á langinn.
Koma réttum mönnum til
valda
Kosningabaráttan 1983 gekk
nefailega að talsverðu leyti út á það
að aðeins ef Hjörleifi yrði ýtt til hlið-
ar þá kæmi verksmiðjan með „pomp
og prakt“, bara koma réttum mönn-
um til valda og þá kæmi verksmiðjan
svo sem hendi væri veifað.
Og réttir menn með ofurtrúna á
erlenda auðmagnið flugu á vængjum
atkvæðanna í æðstu valdastóla og
upphófst eltingaleikur út og suður
eftir þessu unaðslega erlenda fjár-
magni, samningaumleitanir við þau
fyrirtæki sem sagt var að biðu þess
ólm og óðfús að rétta okkur „hjálp-
arhönd“, væru reyndar í öllum
áttum og öllu til tjaldað.
Margmilljónaleit upphófst og hef-
ur staðið allt til þessa og árangurinn
er núll - engin verksmiðja - engin
atvinnubylting eystra - ekkert mót-
vægi við enn aukna þenslu á
suðvesturhominu, m.a. í hemaðar-
framkvæmdum - ekkert upp úr öllu
krafsinu, nema ef telja skyldi svim-
andi háar greiðslur til leitarmanna
- eflaust með tilheyrandi bónus fyrir
vel unnið verk og árangursríkt.
Þetta er ískaldur veruleikinn sem
við blasir, það sem var á góðum vegi
sem íslenskt fyrirtæki 1983 er orðið
að bráð oftrúnni á erlenda forsjá.
Kemur engum á óvart sem ekki er
blindu sleginn.
Hvemig halda menn að uppbygg-
ing og staða sjávarútvegs - veiða
og vinnslu væri í dag ef átakið upp
úr 1971 hefði verið jarðsungið, en
farið að falast eftir útlendingum til
að sjá um þá uppbyggingu?
En ljótasti þáttur þessarar sögu
er þó eftir og hann er nú efst í mín-
um huga, sárastur og afdrifaríkast-
ur.
Fólkið í þessum byggðarlögum
trúði á þetta fyrirtæki, vonaði að þar
yrði úrlausn að finna fyrir sig og
framtíðina. Atvinnuþróun varð sára-
lítil meðan eftir undrinu var beðið.
Dísætur dýrðaróður
Og þá er komið að svartasta blett-
inum í þessari sögu. Alltaf öðm
hvom komu tilkynningar, ýmist frá
stóriðjunefad eða ráðherrum, um að
nú væri allt að smella í liðinn, allt
gengi að óskum og það var alveg
ömggt að ef vantrú og efi fóm að
láta á sér kræla þá birtust glæstari
yfirlýsingar þar sem bjartsýnin og
vissan blöstu við sjónum.
Og sá sem stærst hafði orðin spar-
aði sig hvergi í að segja fólki austur
þar að nú væri kollhríðin ein eftir,
að 99% öryggi væri í að verksmiðjan
kæmi og fræg verður hylling íhalds-
ins haustið 1986 þegar ráðherra vom
færðar innilegustu þakkir og honum
sunginn dísætur dýrðaróður firir að
hafa komið málinu heilu í höfa. Já,
fyrr mátti nú aldeilis fyrr vera.
Nú er það ótvíræð skylda sömu
aðila og eyðilögðu þetta mál að gera
markvisst átak eystra til eflingar
atvinnu þar og tr>'ggingar blómlegr-
ar byggðar. Heimamenn sitja í
sárum en þeir em reiðubúnir til
öflugs atfylgis ef - og það ef er stórt,
ef ráðamenn vilja rétta þeim örvandi
hönd og bæta fyrir brot sin.
Ef ekki, þá þekki ég mitt heima-
fólk illa, ef það ekki sjálft reisir
merkið og treystir búsetu og byggð
með eigin atorku og atfylgi huga og
handar.
Og samfélagið á þar að koma inn
í myndina, því þar er skuldagreiðsla
ein á ferð. Helgi Seljan
„Þetta er ískaldur veruleikinn sem við
blasir, það sem var á góðum vegi sem
íslenskt fyrirtæki 1983 er orðið að bráð
oftrúnni á erlenda forsjá.“
Hvemig á að losna
við óheppilega
stjómmálamenn?
„Gleggstu dæmin um stjórnmálaspillingu okkar eru nýjustu flokkarnir
okkar og sérframboðin. Aldrei hélt ég að það kæmi fyrir mig að þurfa
að aumkast yfir hægri öflin i landinu."
Fyrir 15-20 árum lá í rúmi við
hliðina á mér á sjúkrahúsi maður
sem lifað hafði ævintýralífi og meira
að segja komist inn í fræga skáld-
sögu eftir Laxness, ásamt nokkrum
félögum sínum. Hann var einn þeirra
sem átti orð yfir flesta hluti og var
ómyrkur í máli. Ekki hefði ég viljað
hafa hann fyrir ráðgjafa eða leggja
trúnað á allt sem hann sagði. Ég
efast um að hann hafi lengur vitað
hvað af sögum hans var satt og hvað
var skáldskapur.
Ég gat talað við þennan mann um
allt milli himins og jarðar, nema
auðvitað mín einkamál, því þá hefði
ég um leið verið kominn inn í hans
óprentuðu skáldsögur. Og ef rithöf-
undur hefði lent í rúminu mínu
þegar ég útskrifaðist að þessu sinni
og félagi minn verið enn í sínu, hefði
slíkur trúnaður getað verið áhættu-
spil. Hafi hann þurft að flétta mína
ævisögu í sínar löngu og mörgu
óskrifúðu bækur, sem vel gæti verið,
hefúr hann ef til vill mátt hafa nokk-
uð fyrir því sjálfur. í skiptum við
slíka menn verður að gæta varúðar.
Meðal þess sem við ræddum voru
náttúrlega stjómmál þá yfirstand-
andi daga, það sem fyrr hafði gerst
í þeim efaum og það sem gerast
myndi á næstu áratugum. Okkur
skorti hvorki vit né hugmyndaflug.
Okkur kom líka saman um að full
þörf væri á að gera nokkrar ráðstaf-
anir til þess að þingmenn sætu ekki
til eilífðamóns í sætum sínum, og
oft bæði á alþingi og í bæjarstjóm-
um. Og ekki nóg með það heldur
sölsuðu þeir undir sig svo mörg
aukastörf, bæði vegna valdafrekju
og peningagræðgi, að vonlaust væri
Kiállariim
Jón úr Vör
að þeir kæmu að fullu gagni, heldui-
yrðu þeir þess valdandi að nauðsyn-
leg þjóðhagsleg störf væm óunnin,
verk sem aðrir menn hefðu átt að fá
tækifæri til að leysa af hendi.
Og hvaða ráð sérðu til að leysa
þennan vanda? spurði ég ósköp sak-
leysislega.
Hér á landi er það ekki til, svaraði
hann. En erlendis em þeir víða ekk-
ert að tvínóna við að beita því eina
ráði sem til er í viðskiptum við
stjómmálamenn í spilltum þjóðfé-
lögum. Þar em slíkir menn hreinlega
drepnir. Já, þetta sagði nú félagi
minn.
Opin og heiðarleg gagnrýni
Oft hef ég hugsað um þetta svar.
Auðvitað eru til önnur ráð. Opin og
heiðarleg gagnrýni óteljandi vak-
andi manna í þjóðfélaginu. Þessi
gagnrýni er alltaf fyrir hendi en því
miður vill hún verða nokkuð dýr
þeim sem að henni standa, flestir
gefast því upp áður en þeir sjálfir
em seigdrepnir í þeim tólum þar sem
félagi minn vildi helst að sumir
stjómmálamennirnir okkar lentu.
Flestir hugsandi menn lifa því langa
ævi með vonda samvisku og deyja í
elli í verra þjóðfélagi en þá dreymdi
um í æsku.
Undirritaður er nú einn þeirra sem
er tekinn að eldast og hefur lengst
af látið stjómmálin afskiptalaus,
nema á kjördegi, látið duga að fylgja
í aðalatriðum þeirri stefnu sem hann
valdi sér í æsku, kosið sinn gamla
flokk í þeirri trú að hann væri þó
enn skástur. Og ekki væri betra að
leggjast á ár gömlu andstæðinganna,
eða lærisveina þeirra, sjálfir em þeir
auðvitað fiestir dauðir.
Vonandi halda engir að undirrit-
aður aðhvllist þá stefau að losna við
stjómmálamenn með þeim hætti sem
sjúkrafélagi minn benti á. í þeim
löndum em ekki þeir óþörfustu
drepnir heldur oftast þeir úr valda-
liðinu sem síst skyldi.
Gall í gleðibikarnum
Það gleður náttúrlega andstæð-
inga Sjálfstæðisflokksins að hann
skuli loksins hafa klofaað á síniun
eigin brögðum og ennfremur að Al-
þýðuflokkur og Framsókn skuli
nokkuð vera að breytast. En hrein-
skilnislega verður sá, er þetta ritar,
að játa að sá fögnuður er galli bland-
inn. Verkalýðshreyfingin og svokall-
aður flokkur hennar, Alþýðubanda-
lagið, er illa í stakk búið, svo maður
grípi til frétta og stjórnmálaorða-
lags, til þess að neyta höggsins. Allt
okkar þjóðfélag er annað en það var
en hefur ekki tekið út eðlilegan
þroska vegna annarlegra aðstæðna.
Kannski væri aldrei meiri þörf á því
en nú að frjálslyndir, óflokksbundnir
menn létu til sín heyra. En eins og
fyrr segi ég: Takið frá mér þann bik-
ar.
í sambandi við Hafskipsmálin og
Útvegsbankahneykslið kom margt í
ljós í okkar marglofuðu fjölmiðlum,
sem lengi hefur verið reynt að fela,
t.d. hvemig miðlungsmenn geta
komist til ótrúlegra valda og jafavel
sett sínum eigin flokksfélögum stól-
inn fyrir dymar með uppreisnar-
hótunum. Hver á fætur öðrum urðu
trúnaðarmenn. sem stjómmála-
flokkamir höfðu skipað í stöður, að
játa að þeir höfðu ekki hugmvnd um
þau mál sem fjalla átti um á fundum
þeirra. Einn þingmaður var t.d.
spurður að því, þegar upp komst að
hann vissi fátt um undirstöðufjármál
þess banka sem hann átti að stjóma,
hvort ekki væri ástæða til að hann
og félagar hans segðu af sér? Nei,
ekki sé ég það, sagði hann. Ekki
man ég hvort hann var einn þeirra
fáu gamalmenna flokks síns sem
ekki fékk sæti á þingi.
Gleggstu dæmin um stjómmála-
spillingu okkar em nýjustu flokk-
amir okkar og sérframboðin. Aldrei
hélt ég að það kæmi fyrir mig að
þurfa að aumkast yfir hægri öflin í
landinu. En satt að segja hrýs mér
hugur við að hugsa um framtíð
sumra hinna ungu manna þessarar
fylkingar. En hvað er til ráða? Ung-
ir menn, sem ætla sér frama, verða
að setja flokkum sínum það strangar
siðferðisskorður áður en þeir komast
þar til valda að þeir sjálfir geti ekki
misnotað völdin eins og eldri menn-
irnir gera þegar þeir og félagar
þeirra hafa aðstöðu til að ráða stefn-
unni.
Hér kallai- efnið ekki á amen held-
ur nýja grein sem ég veit ekki hvort
ég nenni að skrifa. Þetta átti ekki
að vera neinn langhundur. Nem þvi
staðar.
Jón úr Vör
„Vonandi halda engir að undirritaður
aðhyllist þá stefnu að losna við stjórn-
málamenn með þeim hætti sem sjúkrafé-
lagi minn benti á. í þeim löndum eru
ekki þeir óþörfustu drepnir heldur oftast
þeir úr valdaliðinu sem síst skyldi.“