Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. 11 Verkfall í S-Afnku Sex þúsund og fimm hundruð þeldökkir stáliðnaðarverkamenn efhdu í gær til verkfalls í stálveri sem er í eigu s-afríska ríkisins, aðeins sex dögum eftir að ríkis- stjómin braut verkfall sextíu þúsund málmiðnaðarverkamanna á bak aftur með því að lýsa það ólöglegt. Ki'eijast verkamennimir hærri launa og bættra aðstæðna við vinnu. Qskhugaskortur Hópur sænskra kvenna sem fóru í sumarleyfisferð til Krít kvartaði við lögreglu þar í siðustu viku um að þær fyndu sér enga elskhuga þar vegna ótta manna við eyðni. Konumar k váðust reiðubúnar til að gangast undir rannsókn og vildu fá heilbrigðisvottorð ffá yfir- völdum til aö sýna væntanlegum elskhugum. Lögreglan kvaðst ekki geta lið- sinnt konunum í vandræðum þeirra. Hvar er Waite? AUt frá því Terry Waite, Bretinn sem manna mest hefúr unnið að því að fá gísla látna lausa í Líban- on, hvarf fyrir um sex mánuðum hafa miklar sögur gengið um af- drif hans. Spurst hefur að Waite sé í hönd- um mannræningja sem hyggist krefjast lausnarfjár fyrir hann. Ein sagan segir hann hafa verið hand- tekinn fyrir njósnir. Sögusagnir heraia að hann sé ýmist lífs eða liðinn, hafi verið pyntaður eða hafi jafnvel verið fluttur til íran og sé þar í fangelsi. Engar þessar sögusagnir hafa reynst á rökum reistar. Waite, sem er 48 ára, hvarf þann 20. janúar síðastliðinn. Talið var að Waite hefði fárið til fundar við fúlltrúa mannræningja kvöldið sem hann hvarf. Harðir kostír Breskur dómari hefúr hafhað áfrýjun skólastjóra nokkurs á dómi þar sem eiginkonu hans var veittur skilnaður ffá honum eftir að dómarinn hafði lesið hjóna- bandssáttmála þann sem konunni hafði verið gert að undirrita. í sáttmálanum var henni forboð- ið að nefha foreldra sína, bróður og mágkonu á nafn heima hjá sér. Henni var heimilað að heimsækja foreldra sina þrisvar í mánuði, að því tilskildu að hún kæmi tíman- lega heim til að elda. Foreldrum hennar var heimilt að heimsækja hana einu sinni í mánuði þegar hann væri ekki heima. Konan fékk heilar 150 króntu- í vasapeninga á viku. Henni var óheimilt að kaupa gjafir handa foreldrum sínum af heimilispeningunura. Loks voru því aett stíf takmörk hversu lengi hún mátti dvelja hjá ættmennum sínum ef mikil veikindi eða dauða baari að í fjölskyldunni. Skólameistarúm mótmælti harð- lega þeirri fullyrðingu dómarans að sáttmáli þessi væri ósanngjam. Utlönd Lekinn kom frá North Bandaríska tímaritið Newsweek skýrði frá því í gær að Oliver North, ofursti og fyrrum starfsmaður banda- ríska þjóðaröryggisráðsins, hefði sjálfur verið ábyrgur fyrir leka til fréttamanna um þá sem rændu lysti- skipinu Achille Lauro. Eftir að bandarískar orrustuþotur neyddu egypska farþegaflugvél, með ræningjana innanborðs, til lendingar á Ítalíu í október 1985 birti Newsweek grein um málið þar sem fram kom ýmislegt sem leynt átti að fara. North sagði við yfirheyrslumar hjá rannsóknamefndinni að leki sá sem átt hefði sér stað meðal þingmanna í Achille Lauro málinu hefði verið ein af ástæðum þess að hann laug að þing- mönnum um hlutverk sitt í íranmál- inu. Blaðið segir að ofurstanum hafi hins vegar láðst að geta þess að lekinn til Newsweek í Achille Lauro málinu hafi verið kominn frá honum sjálfum. Oliver North við yfirheyrslur hjá þingnefndinni. Simamynd Reuter Ford Escort hefur veríð einn vinsælasti og mest seldi bíllinn hér á landi undanfarin 13 ár. Opið Laugardaga 10-17 Komið og reynsluakið einum skemmtilegasta Escort sem boðið hefur verið upp á Vinsældir Escortsins byggjast ekki síst á hagkvæmum rekstri og góóu endursöiuveróL Nú getum vió boðið Ford Escort meó nýrri og afimeiri 1.4 L, 75 hestafia vél, sem sameinar mikió afi og ótrúiega hagkvæman rekstur. Ford Escort CL1.4 L, 5 dyra, 5 gíra. Verö kr. 498.600, Ford Escort SVEINN EGILSSON HF. Framtið við Skeifuna. S. 685100/689633 •; '■ ' - ■MÉ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.