Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Útlönd
Toshiba biður Bandaríkjamenn afsókunar
Japanska stórfyrirlœkið Toshiba birti í gær auglýsingar í þrem af stærstu
dagblöðum Bandaríkjanna þar sem fyrirtækið biður Bandaríkjamenn afsök-
unar á því að eitt af dótturfyrirtækjum þess seldi háþróaða málmvinnslu-
tækni til Sovétríkjanna.
Auglýsingar þessar voru heilsíður í blöðunum og lutu að sölu á málm-
vinnsluvélum til Sovétríkjanna, gegnum norsku vopnaverksmiðjuna
Kongsberg Vappenfabrikk. Búnað þennan er hægt að nota til að framleiða
nær hljóðlausar skrúfur á kafbáta.
Prinsessan ók á bifreið á skriðdreka
Kóngafólk þarf að kunna ýmislegt
fyrir sér, ekki síður prinsessur heldur
en prinsar. Eitt af því sem þeim er
oft gert er að láta þær stýra stríðstól-
um af ýmsu tagi, þyrlum, flugvélum
ogjafnvelskriðdrekum. Þegar Anna
Bretaprinsessa heimsótti Hussar-
herdeild í Vestur-Berlín í gær var
hún einmitt sett við stjómvölinn á
Chieftain-skriðdreka. Ekki tókst þó
betur til en svo að prinsessan ók
honum beint á næstu bifreið með
þeim afleiðingum sem sjá má á með-
fylgjandi ljósmynd. Ef grannt er
skoðað má sjá á svipbrigðum prins-
essunnar að henni heíúr ekki orðið
um sel. Enda ekki von, því fyrir utan
að hafe þama valdið tjóni er það að
sjálfeögðu hin mesta skömm að hafe
ekki stjóm á drekanum.
Fjórtán fórust í
flóðunum á ttalíu
Ljóst er nú að fjórtán manns, að
minnsta kosti, fórust í flóðunum á
norðanvcrðri ftah'u um síðustu helgi.
Mörg þorp og bæir á flóðasvæðunum
em enn undir vatni og aurskriður
ollu einnig miklu tjóni. Fjölmargar
brýr eyðilögðust gjörsamlega þegar
fljótið Adda flæddi yfir bakka sína.
Sextán manns er enn saknað á
flóðasvæðunum og björgunarmenn
telja litla von til þess að nokkur
þeirra finnist á lífi.
Áætlað er að tjón á mannvirkjum
hafi orðið sem nemur þrjátíu og
tveim milljörðum íslenskra króna.
Læknar á Indlandi
efna til verkfalis
Læknar á ríkisreknum sjúkrahús-
um á Indlandi hófu í gær verkfell,
sem þeir segja að muni standa um
óákveðinn tíma, og sjúklingar í Nýju
Delhí, sumir þeirra alvarlega veikir,
vom skildir eftir án umönnunar.
Um átta þúsimd læknar taka þátt
í verkfallinu og krefjast þeir launa
til jöfnuðar við embættismenn í
stjómsýslu og utanríkisþjónustu.
Stjómvöld hafe boðist til að hækka
byijimarlaun lækna upp í 75 dollara,
eða þrjú þúsund krónur, á mánuði
en því boði hefúr verið hafnað og
krefjast læknamir byrjimarlaima
allt að tvö hundmð dollurum.
Konfraskæniliðar neyddir til að flyfl|a
Stjómvöld í Honduras krefjast þess nú af skæruliðum kontrahreyfingarinn-
ar, sem berst gegn stjómvöldum í Nicaragua en hefúr aðalbækistöðvar sínar
í Honduras, að þeir flytji stöðvar sínar til afckekktari svaaða i landinu. Er
þetta gert vegna ótta um að óbreyttir borgarar f Honduras kunni að verða
fómarlömb átaka skæmliðanna og stjómarhere sandinista í Nicaragua.
Opinberlega neita bosði stjómvöld í Honduras og kontrahreyfingin að
skæmliðamir eigi bækistöðvar innan landamæra Honduras en embættis-
menn annarra rikja segja að þótt meirihluti tólf þúsirnd manna liðs kontra
hafi flutt sig inni Nicaragua ftár á þesau ári aéu margir enneftir í Honduraa.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkir í nótt ályktunina þar sem þess er krafist að íran og írak bindi enda á
sjö ára styrjöld sína. Símamynd Reuter
Líklegt talið að
íranir hafni álykt-
un Öiyggisráðsins
Líklegt er talið að írönsk stjómvöld
muni hafna alfarið ályktun þeirri sem
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sam-
þykkti í nótt er leið þar sem þess er
krafist að íranir og frakar bindi enda
á styrjöld sína sem nú hefúr staðið í
sjö ár. Iranskir embættismenn sögðu
í morgun að þeir teldu augljóst af
orðalagi ályktunarinnar að Öryggis-
ráðið væri enn ófært um að íínna lausn
á deilum ríkjanna.
í ályktun sinni harmar Öryggisráðið
að styrjaldaraðilar hafi ekki látið af
hemaði sínum þrátt fyrir ítrekaðar
kröfúr alþjóðastofiiana og annarra
ríkja. Krefet ráðið þess að íranir og
Irakar geri þegar vopnahlé og hætti
öllum hemaðaraðgerðum á landi, í
lofti og á sjó. Þá fer ráðið þess á leit
við aðalritara S.Þ. að hann sendi eftir-
litsmenn til að staðfesta vopnahléð.
Hvetur ráðið til þess að stríðsfangar
verði látnir lausir og íran og Irak taki
upp samvinnu við aðalritarann við að
framfylgja ályktuninni. Öryggisráðið
hvetur öll önnur ríki til þess að vera
varkár og forðast athafnir sem gætu
leitt til harðnandi átaka við Persa-
flóann. Önnur atriði fylgja svo á eftir,
þeirra á meðal viðurkenning á nauð-
syn þess að styijaldaraðilar fái aðstoð
við enduruppþyggingu og svo ákveður
ráðið að koma saman að nýju eftir
þörfum til þess að tryggja að ályktun
þessari verði framfylgt.
íranir höfðu sett því ýmis skilyrði
að þeir samþykktu ályktun Öryggis-
ráðsins, meðal annars það að ályktun-
in fordæmdi Irak sem upphafeland
átakanna og viðurkenndi rétt írans til
skaðabóta. Þessi skilyrði uppfyllir
ályktunin ekki.
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, sagðist í morgun vona að
íranir samþykktu þessa ályktun.
Sagðist hann raunar ekki sjá hvaða
ástæðu þeir hefðu til annars því að
hún væri sanngjöm. Þegar ráðherr-
ahn var spurður hvort skilyrði þau
sem franir settu og ummæli embættis-
manna þeirra bentu ekki til þess að
þeir hygðust hundsa ályktunina sagði
hann ráðlegt að líta meira til þess
hvað Iranir gerðu en þess sem þeir
segðu.
Fyrstu endurskráðu ol-
íuskipin af stað í dag?
Fyrstu olíuskipin frá Kuwait, sem
endurskráð hafa verið í Bandaríkjun-
um og sigla nú undir bandarískum
föna, gætu lagt af stað áleiðis út
Hormuz-sund í dag eða í kvöld undir
vemd bandaríska flotans. Tvö skip
hafa verið endurskráð og hafa banda-
rískir skipstjórar nú tekið við þeim
báðum.
Talsmaður Hvíta hússins í Was-
hington vildi ekki tjá sig um það í
gærkvöldi hvenær fyrsta skipið legði
af stað en sagði að það gæti orðið
hvenær sem er í dag eða í kvöld.
Margir bandarískir ráðamenn,
þeirra á meðal margir þingmenn, ótt>
ast að þessar aðgerðir Bandaríkja-
stjómar geti orðið til þess að draga
Bandaríkin inn í átökin milli Irans og
Iraks.
Reagan forseti hefúr lagt áherslu á
að sigla skipum þessum út úr Persaflóa
undir bandarískum fána og flotavemd
á þeim forsendum að ef það verði ekki
gert muni það vekja efasemdir um
hæfiii Bandaríkjanna til að reka utan-
ríkisstefnu sína á áhrifaríkan hátt.
Fyrsta skipið, sem siglir út úr flóan-
um á þennan hátt, verður risaoh'uskip-
ið Bridgeton sem áður hét A1 Rekkah.
ý-'Mofmoz
C^Larak
Hornuz sund
órmnflói
Ljósmynd þessi var tekin af Hormuz-sundi úr einum af gervihnöttum banda