Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Linda Grey
er búin að finna hinn eina og
sanna JR. Hún er byrjuð með
40 ára bisnessmanni frá Texas
að nafni And Bechtol „Hann
hefur allar góðu hliðarnar sem
JR hefur en er alveg laus við
þessar vondu," segir Linda og
er alveg í skýjunum. „Hann er
reglulegur karlmaður, ábyrgð-
arfullur, þroskaður og fullur
umhyggju og hlýju." Þessi
fullkomni maður, And, er ekki
síður hrifinn af Lindu og svifa
þau um, útblásin af ást og
hamingju.
Gordon
Thomson,
býr nú í Englandi en flýgur um
hverja helgi til Mílanó á italíu
til að sjá sitt 10 mánaða gamla
barn sem hann á með hinni
ítölsku Lory Del Santo. Lory
hefur alltaf verið dauðhrædd
um að Eric muni reyna að fá
yfirráðarétt yfir barninu og fara
með það til Englands. En nú
er Eric skilinn við konu sína
Patti og þvi eru minni mögu-
leikar á því að hann fái barnið
til sín. Lory getur því farið að
anda léttar.
sem er miklu betur þekktur sem
Adam í Dynasty-þáttunum,
framdi frækna hetjudáð á dög-
unum. Hann var staddur í
mikilli veislu í Hollývúd þegar
allt í einu i miðjum gleðskapn-
um varð einn gesturinn fyrir
því óhappi í græðgi sinni að
festa matarbita í hálsinum.
Gordon sá á augabragði hvað
var að gerast, spratt upp úr
stól sínum, snaraðist að hinum
óheppna gesti og rak honum
bylmingshögg á bakið. Gest-
urinn hóstaði matarbitanum
upp, ræskti sig og þakkaði
Gordon með virktum fyrir lif-
gjöfina.
Eric Clapton
í Hóvamálum segir að heimskt sé
heimaalið barn. Með þessi fornu
spakmæli að leiðarljósi brugðu félag-
ar í Vöku, félagi lýðræðissinnaðra
stúdenta, undir sig betri fætinum og
skruppu á honum í árlega sumarferð
félagsins. Ferðin var í senn fræðslu-
og skemmtiferð og kynntu menn sér
höfuðatvinnugreinar þjóðarinnar.
Farið var með Akraborginni upp á
Skipaskaga og eftir að hafa kynnst
sjómennskunni var ekið til Borgar-
ness. Þaðan lá leiðin í Húsafell með
viðkomu hjá Bamafossum og svo við
landbúnaðarkynningu en Vöku-
menn skelltu sér á hestbak og höfðu
mikið gaman af. Einnig var rætt við
mjólkurkúna Musku um vandamál
landbúnaðarins.
I Húsafelli var slegið upp tjaldborg
og grillað hið mesta góðgæti sem
ferðalangamir drógu upp úr mal sín-
um. Er allir voru mettir var blandað
Menn skelltu sér á þarfasta þjóninn og létu vel yfir þjónustulund hans.
Hellar og hestar
- heilluðu Vökumerm
geði við aðra Húsafellsgesti við
feiknamikinn varðeld sem kveiktur
hafði verið. Höfðu menn síðan hið
mesta gaman framundir dögun.
Surtshellir skoðaður
Á sunnudeginum voru sólböð og
önnur böð stunduð af kappi. Þegar
dagur var að kveldi kominn var hald-
ið af stað heimleiðis. Áður höfðu
Stefánshellir og Surtshellir verið
skoðaðir undir leiðsögn Stefáns Kal-
manssonar fró Kalmanstungu. Ekki
varð vart við Surt hinn ógurlega en
sagan segir að draugur með því nafni
hafi haft búsetu í hellinum.
Megnió af Vökumönnunum, sem skelltu sér i sumarferðina, á bæjarhlaðinu
í Kalmanstungu.
Setið að snæðingi í Húsafelli. Ljóst var að sumir höfðu keypt sér mun
meira en þeir gátu torgað i það skiptið.
Wm
bJVvi
mig
mðri a
strönd
Það væri ekki gott að týna mömmu
sinni á ströndinni sem myndin sýnir
eða að reyna að finna vini og kunn-
ingja sem ætluðu að koma „rétt á
eftir“. Myndin kallarupp í hugann
hugtök eins og mauraþúfa og síld í
tunnu. Það er svo troðið að það sést
ekki einu sinni í sandinn. Þetta fyrir-
bæri er mjög fræg strönd í Brasilíu,
rétt hjá Rio de Janeiro, að nafni Ipa-
nema ströndin. Ekki veit ég hvort
Islendingum myndi geðjast að þess-
ari mannmergð enda vanir fámenn-
inu á skerinu. En það er örugglega
alltaf nóg að gerast þarna og, það
sem mörgum finnst nú fyrir mestu,
nóg að horfa á.