Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 550 kr.
Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr.
Hugmynd á frumstigi - svona mynd Sama hugmynd, svolitið meira unn-
geta allir gert. in.
Enn sama hugmynd en útfærð
þannig að fleiri geti gert sér grein
fyrir því við hvað er átt.
Vernduð þjóðfélög tapa
Fulltrúar íslands eru nú í Washington að reyna að
fá bandarísk stjórnvöld til að hætta við að beita okkur
viðskiptaþvingunum vegna hvalveiðanna, sem við köll-
um vísindaveiðar og stundum enn í trássi við heilbrigða
skynsemi og hagsmuni okkar í utanríkisviðskiptum.
Hingað til hafa Bandaríkjamenn verið hinir þverustu
og vísað til laga, sem skylda stjórnvöld til að beita
okkur viðskiptaþvingunum vegna þessa leiðindamáls.
Er nú svo komið, að lagakrókar og orðhengilsháttur
vísindaveiða duga okkur tæpast lengur í vörninni.
Hvalveiðikárínur okkar eru dæmi um, hvernig þrýsti-
hópar geta stjórnað viðskiptastefnu voldugra ríkja. Þar
vestra ráða ferðinni tiltölulega fámennir en afar hávær-
ir hópar róttækra náttúru- og dýravina, alveg eins og
hér stjórna afar þröngir eiginhagsmunir Hvals hf.
Fleira getur orðið okkur að harmi en hin mikla og
síðbúna vísindahugsjón. Við gerum okkur vonir um að
geta selt mikið af eldislaxi til Bandaríkjanna. Sá út-
flutningur mun rekast á þrönga hagsmuni bandarískra
laxeldismanna, svo sem Norðmenn hafa fundið fyrir.
Matvæla- og lyfj aeftirlit Bandaríkjanna hefur hótað
innflutningsbanni á norskan eldislax á þeim forsendum,
að laxinn sé fóðraður á rækjuskel, sem geti haft að
geyma skaðleg efni. Rækjuskel er einmitt fóðrið, sem
íslendingar nota til að gera laxinn rauðan og girnilegan.
Skaðsemi rækjuskeljar er yfirskin. Matvælaeftirlitið
bandaríska er notað þar á svipaðan hátt og embætti
yfirdýralæknis hér á landi til að vernda innlenda hags-
muni. Hér er bannað að flytja inn kjöt til að vernda
landbúnaðinn, en ekki til að varðveita heilsu neytenda.
Við getum ekki kvartað um höft í Bandaríkjunum
og öðrum löndum, þegar við sjálf bönnum að flytja til
landsins kjöt og smjör, osta og stundum grænmeti. Við
erum sjálf á fullu í sjálfseyðingarstefnu haftanna. Við
tökum þátt í leik, sem heitir: Allir gegn öllum.
Þegar sérhagsmunir ríkja, verða almannahagsmunir
að víkja. Haftastefnan er rekin á kostnað neytenda. í
Bretlandi var nýlega reiknað út, að verndun innlendrar
framleiðslu á skóm úr gerviefnum kostaði brezkt þjóð-
félag tólf sinnum meira en fríverzlun mundi gera.
íslenzkir neytendur borga íslenzka haftastefnu með
því að greiða miklu meira og í sumum tilvikum marg-
falt meira en þeir þyrftu fyrir kjöt og smjör, osta og
grænmeti. Við gætum öðlazt glæsileg lífskjör með því
einu að leyfa frjálsa milliríkjaverzlun þessara vara.
Ef Bandaríkjamenn refsa okkur fyrir hvalveiðar með
því að leggja stein í götu íslenzks freðfisks, eru þeir um
leið að þrengja samkeppnina og hækka vöruverð í
landinu. Hið sama er að segja, ef þeir reyna að koma í
veg fyrir innflutning á norskum og íslenzkum eldislaxi.
Því miður blása haftavindar í Bandaríkjunum. Fyrir
þinginu í Washington liggja nokkur hundruð þing-
mannafrumvörp, sem stefna að varðveizlu þröngra
hagsmuna gegn innflutningi. Smám saman er þannig
verið að smíða efnahagslífinu verndað umhverfi.
Fáar þjóðir eru eins háðar utanríkisviðskiptum og
íslendingar eru. Við ættum því að hafa forustu um að
afnema eigin höft á viðskiptum milli landa og beita
okkur af alefli á alþjóðlegum vettvangi fyrir eins mik-
illi fækkun slíkra hafta og frekast er unnt.
Allir tapa í leiknum: Allir gegn öllum. En mest tapa
þeir, sem ekki telja sig þola vinda erlendrar samkeppni
og búa sér, með höftum, verndað umhverfi sérhagsmuna.
Jónas Kristjánsson
Samband við almenning við gerð skipulags:
Yfiivarp eða alvara
Einn mikilvægasti hluti skipulags-
vinnu er að komið sé á ákveðinni
samvinnu og samskiptum þeirra að-
ila sem tengjast þessari vinnu.
Vitneskja um og samræming við
aðra skipulagsvinnu, aðstæður og
framkvæmdir á viðkomandi svæði
eru oft grundvallaratriði sem skera
úr um það hvort viðkomandi skipu-
lagsvinna tekst vel eða illa. Ef
skipulag tekur ekki tillit til þessara
atriða verður það yfirleitt ekki ann-
að en óraunhæf lýsing á því sem um
er fjallað eða óskadraumur sem leið-
ir til villandi ábendinga. Ef skipulag
á einhveiju sviði er þannig úr tengsl-
um við skipulagsvinnu eða ákvarð-
anatöku, sem á sér stað á öðrum
vettvangi, er hugsanlegt að endan-
legar tillögur verði óframkvæman-
legar og að endurskoða þurfi
skipulagið frá grunni. Óframkvæm-
anleg skipulagsáætlun verður oft til
vegna skorts á yfirsýn og þar sem
viðkomandi aðilar gera sér ekki
grein fyrir öllum atriðum eða heild-
arsamhengi málsins.
Þetta er samt hægara sagt en gert
og kemur margt til. Þau mál, sem
verið er að fást við með skipulagi,
eru alltaf að verða flóknari og flókn-
ari, samskipti okkar við aðrar þjóðir
eru stöðugt að aukast og sá tími að
styttast sem við höfum til þess að
ráða fram úr málum. Til þess að
draga úr hættu á mistökum í skipu-
lagi er nauðsynlegt að skipuleggj-
endur kanni rækilega hvað áður
hefúr verið gert á viðkomandi sviði
og hvaða atriði sé verið að skipu-
leggja eða hverju sé verið að breyta
sem geti haft áhrif á þessa vinnu.
Þetta er ekki eins auðvelt og virðast
kann við fyrstu sýn, því að oft taka
allmargir aðilar þátt í mismunandi
skipulagsvinnu á sama svæði. Mikla
áherslu verður að leggja á þessi sam-
skipti ef vel á að vera og hér þarf
meira til en orðin tóm. Það er því
nauðsynlegt við alla skipulagsvinnu
að hún sé í traustum tengslum við
þá skipulagsvinnu sem hefur verið
unnin og verið er að vinna.
Skipulagsáætlun í hverju sveitar-
félagi þarf þannig að samræma og
bera undir fjölmarga aðila: viðkom-
andi skipulagsyfirvöld, ýmsar ríkis-
stofhanir, önnur sveitarfélög sem
framkvæmdin hefúr áhrif á, fyrir-
tæki sem málið varðar og hópa og
félög sem hafa áhuga á málinu. Auk
þess kemur hér til almenn kynning.
Skipulagsvinna þarf einnig að vera
í fullu samræmi við ýmis lög og
reglugerðir ríkis og sveitarfélaga.
Samband við almenning
órofa hluti
Hér á landi er um fjölmarga aðila
að ræða, sem nauðsynlegt eða æski-
legt er að hafa samráð við í sambandi
við þessi mál. Samráð við almenning
er þó mikilvægast í öllu samstarfi
að skipulagsmálum. Þetta samband
við almenning er órofa hluti af
skipulagsvinnu, ekki einungis vegna
þess að þetta er víða skylda lögum
samkvæmt, heldur einnig til þess að
tryggja að hægt sé að framkvæma
viðkomandi skipulagsáætlun. Þeir
sem skipuleggja mega ekki missa
sjónar á því að skipulag er gert fyrir
fólk og við skipulagsvinnuna verður
að taka tillit til þarfa og óska þeirra
sem vinna og búa á svæðinu.
í reglugerð um gerð skipulagsáætl-
ana frá 1985 er að finna ákvæði þess
KjaUaiinn
Gestur
Ólafsson
skipulagsfræðingur og arkitekt
efnis að sveitarstjóm skuli kynna
skipulag í vinnslu og efna til al-
mennra borgarafunda áður en hún
tekur endanlega afstöðu til þess og
er það vel. I skipulagslögunum, sem
em allar götur frá 1964, er hins veg-
ar ekkert slíkt ákvæði að finna.
Sérstakt hverfaskipulag, sem
Reykjavíkurborg hefur nýverið inn-
leitt, fyrst sveitarfélaga á íslandi,
getur komið hér að góðu gagni, en
því aðeins að það takist að virkja
fólk til samstarfs um þessi mál. Hug-
myndin með öllu þessu sambandi og
samstarfi er nefnilega sú að fleiri
hugmyndir en einungis þeirra sem
skipuleggja fái notið sín. - Betur sjá
augu en auga.
Stefriumörkun ráðuneyta og fjár-
hags- og framkvæmdaáætlanir
sveitarfélaga em önnur tegund af
skipulagi sem líka er sjálfsagt að
kynna og ræða mun betur en nú er
gert. Maraþonnæturfundir um þessi
mál, sem útiloka meirihluta fólks frá
þátttöku, ættu líka að vera óþarfir
í nútímaþjóðfélagi. Hugmyndir
manna um það hvemig þessu sam-
bandi við fólk skuli vera háttað hafa
breyst mjög mikið undanfama ára-
tugi. Rétt er að reyna ekki að
einfalda um of þetta samband við
fólk. Hér er um meira að ræða en
það að halda einn borgarafund og
vona að fólk mæti, en þeir sem skipu-
leggja bera óumdeilanlega ábyrgð á
því að almenningur taki þátt í þess-
ari vinnu á virkan hátt.
Ólík skilgreining á vandamál-
um og gildismati
Mikill fjöldi af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum, skipulagsáætlunum,
framkvæmdaáætlunum og stefnu-
mörkun stjómmálaflokka dynur
sífellt á almenningi. Þeir sem skipu-
leggja bera ábyrgð á því að hjálpa
almenningi til þess að skilja þessi
mál og víðara samhengi þeirra.
Kostir og gallar viðkomandi skipu-
lags eða framkvæmda em oft ekki
augljósir og almenningur á oft erfitt
með að gera sér fyllilega grein fyrir
afleiðingum hvers kostar. Það er
afar mikilvægt að almenningur skilji
að sérhver kostur - líka sá að gera
ekki neitt - í nær öllum fyrirhuguð-
um framkvæmdum, hefúr jákvæð
eða neikvæð áhrif á einhverja.
Hluti af markvissu skipulagi er að
gera sér grein fyrir þessu í tíma og
gera viðhlítandi ráðstafanir til þess
að hjálpa fólki til að skilja þau mál-
efni sem um ræðir. Mjög mikilvægt
er að þeir sem skipuleggja gerist hér
ekki talsmenn ákveðinnar stefnu
eða hugmyndafræði, eins og því mið-
ur er alltof algengt.
Samráð við almenning er heldur
ekki eingöngu fólgið í því að upplýsa
fólk um þessi mál. Orðið samráð
bendir til samstarfs við fólk. Það er
ekki hægt að hugsa sér mörg mál-
efni þar sem þeir sem skipuleg^j..
geti skilið þau til hlítar án slíks
samráðs við hlutaðeigandi aðila,
enda er hér á mörgum sviðum um
mjög ólíka skilgreiningu á vanda-
málum og gildismat að ræða. Samt
sem áður er unnt að fást við ýmiss
konar vandamál og ástand mjög
opinskátt og á fullnægjandi hátt ef
slíkt samráð er haft á fyrstu stigum
skipulagsvinnunnar, í stað þess að
vænta þess að almenningur sam-
þykki ákveðinn kost á síðustu
stigum þessarar vinnu.
Gestur Ólafsson
„Þeir sem skipuleggja mega ekki missa
sjónar á því að skipulag er gert fyrir fólk
og við skipulagsvinnu verður að taka tillit
til þarfa og óska þeirra sem vinna og búa
á svæðinu.“
I dag þurfa menn ekki að vera sprenglærðir skipulagsfræðingar til þess
að koma hugmyndum á framfæri. Alls konar ódýrar aðferðir standa til
boða. Aðalatriðið er að hafa hugmynd eða skoðun - og þora.