Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. 5 Fréttir Flateyrarsaga á fjörutíu þúsund Um 150 fefkílómetra Qórhjólasvæði Verður undir eftirliti - Qölmennt á bókauppboði „Það sem langdýrast fór á þessu uppboði var mikið safri bréfa og skjala sem varða atvinnusögu Flateyrar við Önundaríjörð, þar eru m.a. heimildir um þá ráðagerð erlends eldspýtufram- leiðanda, Ivars Kreuger, að reisa eldspýtnaverksmiðju á staðnum. Þetta fór á fjörutíu þúsund krónur og var keypt af aðilum á Flateyri," sagði Bragi Kristjónsson í Bókavörðunni í Reykjavík en hann stóð fyrir fjöl- breyttu bókauppboði í Iðnó á sunnu- daginn þar sem boðin var upp 161 bók og skjalasafri. Uppboðsskráin var fjölbreytt, þar mátti m.a. finna allan Helgarpóstinn frá upphafi, hundruð ljóðabóka, frum- útgáfu eftir Maxím Gorkí, gamlar Hólabækur frá því fyrir 1700 og kafla úr Jarðarbók Áma Magnússonar. Elsta bókin, sem boðin var upp, var hluti af Passio Christi frá árinu 1678. Fór hún á aðeins fimmtán hundruð krónur. Verð flestra bókanna var frá 2000-6000 króna. „Uppboðið var óvenjuíjölmennt, yfir hundrað manns þegar mest var,“ sagði Bragi. „Ég held slík uppboð þegar mikið hefur safnast upp hjá mér, að minnsta kosti einu sinni á ári. Það eru mikið sömu andlitin sem láta sig aldr- ei vanta á þau.“ -BTH „Hver býður hæst?“ Haraldur Blöndal stjómaði uppboði Bókavörðunnar á sunnudaglnn og áhugasamir bókasafnarar létu sig ekki vanta. DV-mynd KAE Fáskrúðsfjörður: Guðbjórg Lind með myndlistarsýningu Ægir Kiistinssan, DV, FáskniðárðL- Fáskrúðsfirðingum gafst í vikunni tækifæri til að sækja myndlistarsýn- ingu sem haldin var í anddyri leik- skólans,(gamla bamaskólans) á staðnum. Þar sýndi Guðbjörg Lind Jónsdóttir frá ísafirði 14 myndverk, ellefú vatnslitamyndir, tvær akrýl- og eina olíumynd. Guðbjörg Lind útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og handíðaskól- ans 1985, var þar áður í kennaradeild skólans. Fyrsta einkasýning Guð- bjargar var í Slunkaríki á ísafirði 1985. Hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum, m.a. Nart-sýningunni sl. sumar. Þar átti hún tvö myndverk. Myndlistarkonan Guðbjörg Lind við eitt verka sinna sem ber nafniö Reisn. DV-mynd Ægir Kristinsson Fjölskyldan í tjaldinu: Fékk inni á gisti- heimili í fáeina daga Fjölskyldan, sem dvalið hefur í tjaldi fyrir ofan Hafnarfjörð að undanfömu, hefiir nú fengið inni á gistiheimili til bráðabirgða.Sú vist mun þó aðeins vara í nokkra daga. Fjölskyldan er því í engu minni vandræðum en fyrr. Eins og DV greindi frá neyddu fjár- hagsástæður fjölskylduna til að hafast við í tjaldi fyrir ofan Hafnarfjörð. Vistin var slæm og e.t.v. þeim mun verri fyrir þær sakir að konan er 100% öryrki. Um skeið leit þó út fyrir að rætast myndi úr hjá hjónunum og bömum þeirra, þegar maður í Hveragerði hafði samband og kvaðst vilja bjóða þeim frítt húsnæði á staðnum. Þegar til átti að taka reyndist maðurinn alls ekki geta staðið við boð sitt þannig að ekk- ert varð úr búferlaflutningum. Hjónin fá að dvelja á gistiheimilinu umrædda um nokkurra daga skeið, en verða síðan að flytja í tjald sitt aftur, rætist ekki úr fyrir þeim í millitíðinni. -sme „Fjórhjólin verða á afinörkuðu svæði á Mýrdals8andi. Landið er í einkaeign og við höfúm fengið leyfi frá eigendum þess,“ sagði PáU Pét- ursson sem situr í undirbúnings- nefiid Víkurhátíðar 1987. Um verslunarmannahelgina verð- ur áðumefixd fjölskylduhátíð haldin í Vík í Mýrdal. PáU sagói að svasð- ið, sem um væri að ræða, væri 150 ferkílómetrar að stærð og næði frá Mýrdalsjökli í norðri að Atlantshafi í suðri og væri afinarkað af Múla- kvisl að vestan og sauðfjárveikigirð- ingu í austri. „Þeir verða því að halda sig inni á svæðinu en annars verður eftirlit með því að enginn fari út fyrir. Þama er alls kyns lands- lag, sandöldur og hólar og engin hætta á náttúruskemmdum," sagði PálL Páll sagði að ekki hefði verið rætt um það í fullri alvöru aö gera þetta að framtíðarleiksvæði fyrir fjór- hjólamenn en vel mætti athuga það. Um fjórhjólaleigu á svæðinu sagði Páll að það hefði ekki verið kannað, fá fjórhjól væm á svæðinu en það væri visaulega möguleiki sem vert væri að athuga. „Við værum ekki að auglýsa þetta ef við treystum okkur ekki til að taka á móti þeim. Einhvers staðar verða þessir menn að vera og mér finnst ágætt að bjóða þeim hingað," sagði Hafsteinn Jóhannesson, sveit- arstjóri í Vík í Mýrdal. Hafsteinn sagði að landið væri í einkaeign og heyrði því ekki undir hreppinn að neinu leyti, eftirht yrði haft með því að þeir fæm ekki út af svæðinu og á meðan öllum reglum væri fylgt væri ekkert að óttast. Varðandi frambúðarsvæði sagði Hafsteinn að hann myndi gjaman vilja það og væri þess vegna tilbúinn að leggja til land ef hreppurinn ættí eitthvað sem hentaði. -JFJ Mál kynferðisglæpamanna: Erfttt að fá upplýs- ingar um meðferð Þau em fiögur málin um meinta kynferðisglæpi sem DV hefur fjallað um undanfamar vikur. Erfitt er að afla upplýsinga hvemig rannsókn og dómsmeðferð þessara mála gengur. Fyrsta máhð af þeim fiórum sem reifúð hafa verið í DV er mál hjóna í Hafharfirði þar sem hjónin bæði hafa verið kærð vegna meintra kynferðisaf- brota á stúlkubömum. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi um tíma og rennur gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum út á miðvikudag. DV reyndi ítrekað að spyrjast fyrir hvort krafist yrði framlengingar á gæslu- varðhaldinu eða ekki og eins hvort krafist yrði gæsluvarðhalds yfir konu mannsins. Þrátt fyrir mjög örar hring- ingar til Rannsóknarlögreglu ríkisins náðist aldrei í neinn sem gat svarað til um þetta mál. Við höfum sagt frá máli þar sem maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa nauðgað ungum dreng. Það mál býður meðferðar Sakadóms Reykjavíkur. Dómarinn, sem hefur með það mál að gera, er í sumarfríi og verður ekkert aðhafst í málinu fyrr en hann kemur aftur til vinnu. Mál þetta kom til Sakadóms 6. nóvember síðastliðinn. Gunnlaugur Briem yfir- dómari sagði í gær að hann gæti ekkert sagt um hvenær það mál kæmi fyrir dóm, hann vissi ekkert hvað væri búið að vinna í þessu máli. Gunn- laugur sagði að Sakadómur yrði með hálfum afköstum fram til 1. september vegna sumarleyfa starfsmanna. Maður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa diýgt kynferðisglæp á dóttur sinni. Hann hefur setið lengi í gæsluvarðhaldi og mun verða þar til í október. Mál hans er nú hjá ríkissak- sóknara. Itrekað var reynt að ná í þann fulltrúa sem hefur með málið að gera, en það var með öllu árangurs- laust. Mál, sem er búið að veltast í kerfinu vel á fimmta ár, er þar enn og óvíst er hvenær því verður lokið. Ríkissak- sóknari hefur nýverið sent málið aftur til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Eng- ar upplýsingar var hægt að fá þar á hvaða stígi málið er nú. Móðir bams- ins, sem er fómarlamb í þessu máli, segir að hún hafi eftír rannsóknarlög- reglu að sjaldan eða aldrei hafi framburður geranda og þolanda verið eins samhljóma og í þessu máli, en þrátt fyrir að svo sé hefur málið nú þvælst fram og til baka á fimmta ár. -sme Fyrstu 5 mánuðir ársins: Mikil aukning í innflutningi - sprenging í bifreiðakaupum vegur þungt íýrstu 5 mánuði ársins 1987 jókst vöruinnflutningur íslendinga um tæpan fjórðung frá sama tíma í fyrra, eða um 23%. Eitt af þeim atriðum sem vega þungt í auknum innflutn- ingi er sú sprenging sem orðið hefúr i bifreiðainnflutningi. Því miður jókst vöruútflutningur- inn ekki að sama skapi Þar var um 11% aukningu að ræða fyrstu fimm mánuði 1987, miðað við sömu mán- uði fyrra árs. Vöruskiptajöfnuður ársins 1986 í heild var óhagstæður um tæpan 1 milljarð króna á verðlagi þess árs. Því má búast við að vöruskiptajöfh- uðurinn 1987 verði mjög óhagstæður haldi áfram að síga á ógæfúhliðina á þennan hátt -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.