Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. Neytendur Bætair einstæðra foreldra: Bamalrfeyrir - meðlög mæðra - og feðralaun Barnalífeyrir Bamalífeyrir er almennt greiddur til 18 ára aldurs, ef annaðhvort for- eldri er látið eða örorkulífeyrisþegi. Skilyrði er þó að annaðhvort for- eldri eða bamið sjálft hafi átt hér lögheimili a.m.k. 3 síðustu árin áður en umsókn er lögð fram. Sömu rétt- arstöðu hafa kjörböm eða stjúpböm, sem ekki eiga framfærsluskylt for- eldri á lífi. Bamalífeyrir er nú 4.642 kr. á mánuði. Séu báðir foreldrar látnir eða örorkulífeyrisþegar er greiddur tvöfaldur bamalífeyrir. Einnig er greiddur bamalífeyrir, þegar skilriki liggja fyrir um að barn verði ekki feðrað. Þá er heimilt að greiða með bami ellilífeyrisþega svo og bami fanga, ef vistin hefur varað a.m.k. 3 mánuði. Fæðingarvottorð bams þarf að fylgja umsókn um bamalífeyri. Nýlega voru samþykkt lög á Al- þingi um að lífeyrisdeild Trygginga- stofnunar ríkisins er heimilað að greiða einfaldan bamalífeyri vegna ólaunaðs skólanáms eða starfsþjálf- unar ungmenna á aldrinum 18-20 ára, ef annað foreldri eða báðir em látnir, ennfremur ef foreldrar em elli- eða örorkulífeyrisþegar, annað eða báðir. Við greiðslu skal miða við nám eða starfsþjálfun frá og með 1. apríl 1987 og fara greiðslur fram í fyrsta skipti í október nk. Unglingurinn þarf sjálfur að fylla út umsókn á þar til gerðu eyðublaði og láta fylgja vott- orð um skólavist og skattframtal. Mörgum hættir til að mgla saman bamalífeyri og bamabótum en bamabætur em afgreiddar af Skatt- stofunni, ýmist sem frádráttur á sköttum eða greiddar út, ef viðkom- andi hefur litla eða enga skatta. Meðlög Foreldri, sem fær úrskurð yfirvalds um meðlag með bömum sínum, get- ur snúið sér til Tryggingastofhunar ríkisins og fengið meðlagið greitt þar. Meðlagsúrskurður er gefinn út hjá sakadómara í Reykjavík, Borg- artúni 7, en annars staðar hjá sýslumönnum eða bæjarfógetum. Upphæð meðlags er sú sama og bamalífeyris (4.642 kr. á mánuði) og greiðist almennt til 18 ára aldurs, en dómari getur úrskurðað meðlag til 20 ára aldurs vegna menntunar eða starfsþjálfunar unglingsins. Mun ég benda á nokkur fleiri at- riði, sem hægt er að fara fram á úrskurð um, en er síðan greitt í Tryggingamál: Hver er réttur okkar? Greinar um tryggingamál birtast að á neytendasíðunni á þriðjudög- um. Það er Margrét Thoroddsen sem sér um þennan þátt. Hún svarar einnig fyrirspumum ef einhverjar kynnu að berast. Utanáskriftin er DV,c/o Margrét Thoroddsen, Þver- holti 11, Reykjavík. Æ algengara verður að feður séu einir með bömum sínum alveg eins og mæður hafa verið í gegnum árin. Tryggingastofhun ríkisins: Foreldri getur fengið úrskurð á hendur meðlagsskyldu foreldri um sérstök framlög vegna útgjalda við skím bams, fermingu, sjúkdóm, greftmn eða af öðm sérstöku tilefni. Valdsmaður getur úrskurðað föður bams til að greiða framfærslueyri með konu samtals í 3 mánuði fyrir og eftir fæðingu bams. Ef kona sýkist vegna meðgöngu eða bamsfara má úrskurða barns- föður til að greiða henni mánaðar- legan styrk til hjúkrunar og framfærslu, þó ekki lengur en 9 mánuði eftir fæðingu. Mæðra- og feðralaun Mæðra- og feðralaun greiðast ein- stæðum foreldrum, svo sem ekkjum/ ekklum, ógiftum og fráskildum, sem hafa börn undir 18 ára aldri á fram- færi sínu. Skilyrði er að viðkomandi sé ekki í sambúð, nema sambúðin hafi varað skemur en 2 ár og sam- búðarfólk eigi ekki bam saman. Upphæðin er mismunandi há eftir fjölda bama. Greiðsla með 1 bami er 2.910 kr., 2 bömum 7.623 kr. og með 3 bömum 13.521 kr. og er það hámarkið, þó bömin séu fleiri. Raddir neytenda Lægri matarútgjöld vegna hagkvæmra innkaupa Heil og sæl neytendasíða! Þá koma tölur júnímánaðar. Það er víst best að taka það fram að fyrstu þijár vikur mánaðarins vom allt frá einni upp í þrjár aukamann- eskjur í fæði og munar um minna. Að vísu er matarliðurinn ekkert óvenju hár og stafar það sennilega af hagstæðum innkaupum. Þannig hefst bréf frá Þ. sem hefur verið með okkur í heimilisbókhald- inu í fjölda mörg ár. Hún er búsett á Norðurlandi. Matarkostnaður hjá henni var upp á 6600 kr. á mann yfir mánuðinn. „Liðurinn „annað“ heldur sínu striki, of hár eins og venjulega. Þar ber hæsta afborgun af bíl kr. 15.900 kr., síðan er það hússjóður 6500 kr„ fata og skókaup 9600 kr„ hiti 2700 kr„ happdrætti 2650 kr„ áskriftir dagblaða og svo ýmislegt smáræði sem að vísu gerir oft stórt.“ Liðurinn „annað“ hjá þessari vin- konu okkar var nærri 50 þús. kr. Nú virðist eins og gamlir kunn- ingjar okkar úr heimilisbókhaldinu séu að ranka við sér á nýjan leik eftir að hafa ekki látið í sér heyra í nokkum tíma. Við erum glöð yfir því að sem flestir taki þátt í þessu með okkur. Þótt eitthvað hafi rýmkast um fjár- hag fólks á umliðnum mánuðum borgar sig áreiðanlega að halda áfram í búreikningahaldinu. Það skaðar hreint ekki að eiga svolítinn afgang og það er blóðugt að þurfa að „borða upp“ alltof stóran hluta af launum fyrirvinnu heimilisins. -A.BJ. Matarkostnaðurínn upp en önnur útgjöld lægri en fyrir árí Kæra neytendasíða! Þá sendi ég uppgjörið fyrir júní- mánuð, sem er nokkuð lægra í báðum útgjaldaliðunum en vana- lega. I mat og hreinlætisvörum er upphæðin rétt rúmlega 5 þúsund kr. á mann, sem er talsvert hærra en í sama mánuði fyrir ári. Munar þar 3700 kr. milli ára. Liðurinn „annað“ er 5900 kr. Er það rétt um 3 þúsund kr. lægra en fyrir ári. I þeim lið er olían hæst rúml. þús- und kr„ blóm 500 kr. endumýjun 400 kr„ lottó 250 kr„ áskriftir að Vi- kunni og Vestfirska 800 kr„ strætis- vagnagjöld 490 kr„ sælgæti 613 kr„ skyndihappdrætti 350 kr„ rafmagn 591 kr„ ritföng 140 kr. og staðarsíma- skrá 95 kr. Ó.H. Við þökkum Ó.H. fyrir tilskrifið, en hún er frá Vestfjörðum og hefur ve- rið dyggur þátttakandi í búreikning- um okkar og heimilisbókhaldi, ég held að ég megi segja frá upphafi. Ó.H. tilheyrir örugglega þeim sem kaupa skynsamlega inn til heimilis- ins. Betur væri ef fleiri gerðu það. -A.BJ. Margrét Thoroddsen svarar: Hvað viltu vita um tryggmgamál? Borist hafa tvö bréf til þáttarins, Maður i Reykjavík skrifar: annað utan af landi en hitt úr „Ég er sjómaður, nýorðinn 60 ára, Reykjavík, og tengjast þau bæði líf- og er búinn að sækja um greiðslu eyri sjómanna. úr lífeyrissjóði sjómanna. Mig lang- ar að vita hvort ég á rétt á einhveiju Kona á Eskifirði akrifar: meiru vegna veikinda sem ég hef „Maðurinn rainn var til sjós í nær átti í. Ég fékk berkla og fór á Vífils- 30 ár, að meatu leyti meira en 180 staði, var blásinn, í 4 ár og seinna daga á ári en hefur ekki sjóferðabók var tekið úr mér 1 rif.“ um það. Fyrir nokkrum árum fór Svan hann á sýsluskrifstofuna á Eskifirði Þú tekur ekki frara hve lengi þú til að fá yfirlit yfir skráða daga á sjó hefur stundað sjóinn en þar sem þú en þeir höfðu ekki bækur svo langt ert orðinn 60 ára áttu rétt á ellilíf- aftur í tímann. Hvemig á hann að eyri sjómanna ef þú hefur stundað snúa sér í þessu? sjóraennsku i 25 ár, að meðaltali 180 daga á ári. Svar: Ef þú nærð ekki þessum tíma gæti Ef sjóferðabók finnst ekki er heim- læknir þinn farið fram á örorkumat ilt að meta til sönnunar vitnisburð vegna veikinda þinna. Trygginga- tveggja valinkunnra maraia um yfirlæknir metur alla örorku og er starfstíma sjómanns. En maðurinn ekki hægt að segja um fyrirfram þinn er fæddur árið 1932, svo hann hvemig það mat verður. hefur tímann fyrir sér, því sjómanna- Ég myndi því ráðleggja þér að koma lífeyrir er ekki greiddur fyrr en við fyrstmeð sjóferðabókina þína, ef hún 60 ára aldur, þannig að hann öðlast er fyrir hendi, í Tryggingastofiiunina ekki réttindi fyrr en eftir 5 ár. og við athugum málið. Heildsöluverð á grænmeti Heildsöluverð á grænmeti er nú: Tómatar kr. 125 Gúrkur kr. 110 Græn paprika kr. 250 Rauð paprika kr. 315 Eggaldin kr. 110 Hvítkál kr. 80 Steinselja kr. 25 búntið Rófur kr. 75 Spergilkál kr. 300 Nýjar kartöflur kr. 57 Gamlar kartöflur kr. 39,60 Kínakál kr. 130 Enn mun þó vera hægt að fá kína- kál hjá sumum heildsölum á kr. 115 en það hækkaði í gær hjá Sölufélagi garðyrkj umanna. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.