Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. íþróttir Kvartmílan á fullu í Kapelluhrauni ' Vatn sett á dekk fyrir upphitun á grindarbil Nú er lokið þremur kvartmílu- keppnum af 5 sem á að halda í sumar. Veðrið hefur verið þessari bílaíþrótt sérlega hagstætt í sumar en þurrt veður er forsenda þess að hægt sé að halda keppni. Kvartmílukeppni fer fmm í 4 flokkum auk bifhjóla ef þau mæta. Flokkarnir eru: Competition, Brac- ket, Standard og götubílaflokkur. Flokkur kraftmestu bílanna heitir Competition á fagmálinu en mætti kallast flokkur sérbyggðra keppnis- bfla. Ökutækin, sem keppa í þessum flokki, eru öll um og innan við 2 sek. að ná 100 km hraða þannig að miðað við venjulega bíla er eðlilegra að kalla þessi ökutæki eldflaugar. Valur Vífils hefúr tvívegis sett brautarmet í sumar á grindarbíl með 446 cid. (7,3 lítrar) Chrysler með beinni innspýtingu. Seinna metið var 9,20 sek. á kvartmílu með loka- hraðann 262 km. Valur á í fórum sínum búnað til innspýtingar á ní- trógasi sem hann er ekki farinn að nota ennþá og fróðlegt verður að sjá hvað gerist þegar það bætist við. En þó að Valur sé vel búinn í kvartmílu þá standa aðrir þétt við hann og reyndar einn framar ennþá. um lítra slagrýmis hreyflanna. Þrír keppendur glefea í hælana á Val og Sigurjóni en það eru Bjami Bjamason á Camaro 427, Öm Jó- hannesson á Nova 350 og Jón Traustason á Mustang 351. Fjórði maðurinn er að koma eftir 10 ára búsetu í föðurlandi kvartmílunnai-, Ameríku. Það er Ólafúr Pétursson sem kom með keppnisbíl með sér að utan og verður trúlega í næstu keppni með 427 Chevrolet Vega Oli P. er harðsnúinn bflamaður og hefúr rúllað kvartmf luna út á 9 sek. Valur og Siguijón hafa kviðið mikið fyrir Mustanginum hans Jóns en hann mætti til leiks eftir 8 ára smíði núna í keppnina 11. júlí. Tæknilega séð ætti 351 Clevelandvélin að skila um 700 hestöflum á þeim 9.200 snún- ingum sem þessari glóandi keppnis- vél er ætlað að snúast. Miðað við að þetta er fyrsta keppn- in hans Jóns á þessu skrímsli er kvíði þeirra raunhæfúr því gera verður ráð fyrir að hann bæti tímann verulega, allur vélbúnaðurinn gefttr tilefni til þess. Óm og Bjarni em tæplega nægilega vel búnir miðað við forgjafarkerfið en sennilega gera þeir ráðstafanir til lagfæringar á samkeppnisaðstöðunni. Bracketið nýtur vaxandi vin- sælda t keppninni 11. júlí var aðeins keppt í Competition og Bracket en Bracketið nýtur vaxandi vinsælda hérlendis og er það vonum seinna því að í Ameríku er það stundað af almenningi svipað og bíóferðir eða Hveragerðisrúntur hérlendis. Höfúðkostur við Bracketið er að það gerir ekki sérstakar kröfur um afl eða sérbúnað, að slökkvitæki undanskildu, sem auðvítað ætti að vera í hverjum bíl, alltaf og alls stað- ar. Að vísu þarf ökumaður hjálm en það er sjálfsögð skylda í öllum akst- ureíþróttum. Bracket mætti kalla nákvæmnia flokk ef reyna ætti að hafa íslenskt nafn á þessum flokki. Keppendur í þessum flokki eru jafnsamkeppnis- færir, hvort sem þeir aka 20 sek. fjölskyldubílum eða 10 sek. keppnis- vagni, um það er séð með forgjafar- kerfi. Þarna snýst flest um ökumanninn, forsjálni hans og akst- urslag. Raunar er ökumaðurinn háður bflnum að því leyti að bfllinn þarf að vera stöðugur í tíma, þ.e. allar brautarferðir þurfa að vera sem næst jafnar að tíma. Aðeins einu sinni hefúr sami mað- urinn unnið tvisvar Bracketkeppni í röð en það var Páll Sigurjónsson á Javelin 304 árgerð 1974. Páll vann fyrstu tvö mót sumareins en þau voru jafhframt hans fyretu mót, enda pilturinn aðeins 17 ára. En núna í keppninni 11. júlí náði íslandsmeistaxinn í Bracket frá því 1986, Gunnar Ævarsson á Camaro 350 árgerð 1967, fyrata sætinu. 2. sætið skipaði Svavar Svavareson á Charger 318 árgerð 1974. Páll varð að láta sér duga 3. sætið en er eftir sem áður langhæstur að stigum til íslandsmeistaratitils. En Gunnar og Svavar eru ekki búnir að segja sitt síðasta orð og tvö mót eru eftir. Þó þrir efetu Bracket keppendum- ir séu á 8 strokka bandarískum „köggum" er það enginn mæíikvarði á það að þeir séu öðrum vögnum heppilegri til þessara nota. Staðan væri sú sama hvaða bíl sem þeir ækju, aðeins ef þeir þokktu þá jafn- vel og þe&sa. Bracketið er kjörinn vettvangur fyrir smábílaeigendur til að „salta“ kagga og sportbíla. Það er fúrða hve fáir af eigendum Twin Camb spork bfla og hliðstæðra vagna láta sjá sig á brautinni. Þama em á ferðinni vagnar sem eiga fúflt erindi á braut- ina, svo ekki sé minnst á þýaku gæðingana sem em fjölmargir. Það er útbreiddur misskilningur að kvartmíla sé aðeins fyrir stóra ameríska bíla raeð 8 strokka vélar. Keppnisreglur í Bracketi tryggja öll- um jafnræði og öllum með ökuskír- teini er heimil þátttaka og það skemratilegasta er að allir eiga möguleika á sigri. -S.Sv. Tveir sigrar hjá Sigurjóni Siguijón Haraldsson á Pintó með 402 cid. G.M. hreyfli hefur unnið tvær af þremur keppnum og er með flest stig núna, hvað sem síðar kann að gerast. Þessir tveir menn hafa mesta keppnisreynslu og góðan bún- að en nú em komnir til skjalanna nýir bílar sem era alveg í hælunum á þeim og eiga vafalaust eftir að þjanna að þeim félögum Val og Sig- urjóni. Competition-keppnin fer fram á 1/8 (201 m) en ekki 1/4 mílu (402 m) langri braut en það er gert til að draga úr sfysahættu fyrir ökumenn og ekki síður til að hlífa gangverki bflanna. Keppnisreglur em bæði strangar og flóknar fyrir leikmenn og þvi verður ekki reynt að útskýra þær að neinu marki hér en í stuttu máli má segja að mismunur í vélar- stærð og þyngd er jafnaður út með forgjafarkerfí sem kemur frá Banda- ríkjunum. Það sem skiptir öllu máli í þessum keppnisflokki er að ná sem allra flestum hestöflum út úr hverj- • Víðismenn halda stigi sínu með því aí - Valur og Víðir skyldi „Svona fara leikir þegar menn misnota dauðafærin," sagði Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði Valsmanna, eftir jafiitefli, 1-1, gegn Víði í gærkvöldi. Viðureignin, sem fór fram í slagviðri á Hlíðarendavelli, gladdi lítt augað lengst af enda tók sam- leikur beggja liða nokkum lit af hálum velli og knetti. Baráttan var í fyrirrúmi hjá Víðismönn- um með líku lagi og oft áður. Ekkert var gefið eftir og náðu vamarmenn liðsins að brjóta á bak aftur hverja Valssóknina í kjölfar annarrar. Þá vom þeir Garðs- menn skjótir fram völlinn og skópu oft hættu við Valsmarkið. Mark sitt gerðu þeir raunar eftir eitt slflct skyndiupphlaup og það þegar á þriðju mínútu. Boltinn barst inn í vítateig Vals þar sem Vilhjálmur Einareson skall- aði að marki. Guðmundur Baldursson, sem stóð sig vel, sá við honum - varði glæsilega og úr varð darraðardans á marklínunni. Áttust þeir við um boltann, Magni Blöndal og Vilberg Þorvaldsson og hafði sá síðamefndi betur. Boltinn lá í netinu og Valsmenn sátu eftir sem stein- runnir. Eftir þetta afrek Suðumesjamanna Amór við And Kristján Bemburg, DV, Belgiu: Anderlecht lék tvo æfingaleiki um helgina, þann fyrri gegn Stramberk og þann síðari gegn P. Eisden. Fyrri rimmuna vann And- erlecht 44) en þá síðari 1-3. Mikla athygli vakti að Amór var ekki með í nefndum leikjum og vom fyrirsagn- imar svartar og feitar í belgískum dag- blöðum. Töldu skríbentar þar að Amór væri annað hvort í viðræðum við önnur félög en And- erlecht ellegar að launakröfur hans stæðu í veginum fyrir því að kraftar kempunnar nytust sem skyldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.