Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1987, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987. 23 pv________________________________Erlendir fréttaritarar Skipting jarðnæðis erfiðasta deiluefnið Skotið var á smábændur á Filippseyjum í janúar er þeir mótmæltu aðgerðaleysi stjómarinnar varðandi uppskipt- ingu landareigna. Símamynd Reuter Jón Orrnur HaMóisson, DV, London; Corazon Aquino, forseti Filipps- eyja, stendur nú frammi fyrir nauðsyn þess að taka afdrifaríkar ákvarðanir um eitthvert erfiðasta 'og mikilvægasta deiluefnið á eyjun- um, það er um skiptingu jarðnæðis. Ákvarðanir í þessum efnum geta skipt sköpum fyrir stjómmálalega framtíð landsins því stuðningur smá- bænda við skæruliða kommúnista mun að verulegu leyti vaxa eða minnka í hlutfalli við aðgerðir eða aðgerðaleysi stjómvalda í þessum efnum. Skemmst er að minnast blóð- ugra átaka við forsetahöllina í Manila fyrir fáum mánuðum þegar hermenn skutu á múg smábænda sem vildi mótmæla aðgerðaleysi stjómvalda sem þó hafa ítrekað lof- að umfangsmiklum aðgerðum til þess að tryggja milljónum örsnauðra manna lífvænlegan skika lands. Deilur innan stjórnarinnar Deilur em komnar upp milli ráð- gjafa forsetans og innan ríkisstjóm- ar landsins um hve hratt skuli skipta upp landi og hve mikinn hluta af stórum sykur- og kókosplantekrum landsins skuli brjóta upp og skipta milli landlausra manna sem nú lifa á hungurmörkunum. Upphaflegar áætlanir stjómarinn- ar áttu að koma allt að tuttugu milljónum fátæklinga á landsbyggð- inni að gagni á fáum árum en stjórnin hefur nú bæði dregið úr umfangi áætlana sinna og lengt þann tíma sem áætlaður er til að taka landið úr höndum ríkra lan- deigenda og skipta því upp á milli leiguliða. Aquino landeigandi Skipting jarðnæðis er ekki nýtt deilumál á Filippseyjum því valda- kerfi landsins hefur áratugum saman byggst á jarðnæði. Hafa landeigend- ur stjómað landinu frá því að það fékk sjálfstæði fyrir rúmum fjörutíu árum. Ástandið hefur hins vegar versnað stórlega vegna mjög ömar fólksfjölgunar en nær sextíu milljón- ir manna búa nú á Filippseyjum eða tæplega þrefalt fleiri en fyrir fjömtíu árum. Fjölskylda forsetans og fjöl- skylda eiginmanns hennar, Ninoy Aquino, en morðið á honum hratt af stað þeim atburðum sem komu Corazon til valda, em báðar meðal ríkustu fjölskyldna landeigenda á Filippseyjum og á forsetinn sjálfur sex þúsund hektara af sykurplant- ekrum. Varaforsetinn og margir nýkjömir þingmenn á Filippseyjum em einnig af þeim ættum sem stjóm- að hafa landinu síðustu áratugi í skjóli eigna sinna á landi. í tímahraki Marcos forseti komst raunar til valda á sínum tíma fyrir andstöðu við þessar ríku ættir, eins og ættir Aquino og manns hennar. Lofaði hann umfangsmikilli uppskiptingu á landi sem hann stóð ekki við enda studdi stjóm hans á endanum að hluta til landeigendur. Forsetinn hefur lent í tímahraki með ákvarðanir nú vegna þess að völd hennar í þessum efhum munu minnka í lok þessa mánaðar þegar nýkjörið þing tekur við völdum. En þó þingið sé ekki eins gjörsamlega í höndum landeigenda og oftast hef- ur verið áður þá em þeir sterkir innan þess og munu geta tafið mjög fyrir afgreiðslu mála. Hungur á plantekrum Landeigendur á Negros, einni eyju Filippseyja, hafa raunar hafið bar- áttu fyrir sjálfetæði eyjarinnar og þó að þetta sé ekki tekið mjög alvar- lega sýnir það þann hita sem er í málinu. Á eyjunni Negros er land nær allt í höndum nokkurra landeigenda og á síðustu árum hafa tugir þúsunda íbúa eyjarinnar dáið úr hungri og vegna afleiðinga hungurs. Á stórum svæðum eyjarinnar var ástandið um tíma líkast því sem gerðist á hungur- svæðum Áfríku. Það féll þó í skuggann af hungrinu í Afríku og af miklum pólitískum atburðum sem þá áttu sér stað í Manila. Hungrið stafar af því að mestallt land á þessari frjósömu eyju er notað til ræktunar á sykri sem seldur er til Vesturlanda en verð á sykri hefur fallið svo mjög að ekki svarar kostn- aði að flytja hann út. Stór svæði frjósams lands hafa þvi staðið ónot- uð á meðan fólk fellur úr hungri allt um kring. Á nokkrum eyjum, þar sem ástandið er svipað, hafa skæruliðar kommúnista náð miklum árangri á síðustu misserum. Ræður gangi borgarastríðs- ins Líklegt má telja að Aquino forseti muni ekki leggja út í aðgerðir í þess- um efiium sem komið gætu til móts við þá landlausu. Hún muni hins vegar reyna að finna einhverja milli- leið til þess að draga úr mestu ólgunni. Vegna styrks landeigenda og vegna þeirrar örvæntingar sem rekur hungraða menn til aðgerða er hins vegar ólíklegt að forsetanum takist að draga úr ólgu á lands- byggðinni hvaða leið sem hún fer. Ef hún fer að ráðum hægri manna í stjóm sinni má spá áframhaldandi vexti í skæruhernaði kommúnista á næstu árum þó eitthvert hlé kunni að myndast um stund. Ef hún fer hins vegar að ráðum vinstri manna. sem vilja umfangsmikla uppskipt- ingu lands á fáum árum, gætu myndast möguleikar til pólitískrar lausnar á uppreisn kommúnista. Stóiglæpamaður slapp úr höndum lögreglunnar Baldur Röbertsson, DV, Genúa: Einhver þekktasti stórglæpamaður Ítalíu, Renato Vallanzasca, slapp úr höndum lögeglunnar um helgina þegar verið var að llytja hann frá fangelsinu f Cuneo á Norður-Ítalíu yfir í öruggasta fangelsi landsins sem er á eyjunni Sardiníu. Var hann fluttur í skotheldum bíl frá Cuneo til Genúa og voru tveir aðrir lögreglubílar til fylgdar. Átti síðan að flytja fangann með ferju til eyjarinnar. Um borð var fanginn lok- aður inni í klefa og ætluðu verðirnir að kíkja inn í klefann á tíu mínútna fresti. Er litið var inn í fyrsta sinn var fanginn, sem var handjárnaður, horf- inn. Hafði hann losað kýraugað, smeygt sér út og synt í land. Síðan hefur ekkert sést til hans. Ferill Renatos er æði langur. Hann var fyrst handtekinn fjórtán ára gamall fyrir bílþjófnað og var hann þá settur í fangelsi fyrir unglinga. Eftir það rændi hann verslanir ásamt bróður sínum og fleiri glæpamönn- um. Renato gerðist síðan sekur um morð, bæði utan fangelsismúranna og innan. Fyrir öll manndrápin og ránin er búið að dæma Renato í tvöfalt lífstíð- arfangelsi og tvö hundruð ár til vara ef ske kynni að hann yrði langlífur. I ellefu ár var Renato daglega á síðum blaðanna og vissi hvert mannsbarn hver hann var. Var hann dáður af ungum stúlkum því hann var talinn myndarlegur og oft kall- aður fallegi Renato. Deilt á ný um Kristjaníu Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmannahcfn: Það lítur út fyrir að ný deila rísi um Kristjaníu á stjómmálavettvangi á næstunni. Hans Engell, vamarmálaráðherra Dana, stendur fast á þeirri skoðun sinni að lögleiða eigi Kristjaníu á meðan starfshópur sá er meirihluti á þingi utan ríkisstjómarinnar stofnaði til heldur því fram að lögleiðing stað- arins sé ekki aðalatriðið í áætlunun- um um hann. Segir starfshópurinn að „normal" Kristjanía hafi lítið gildi sem slík þar sem staðurinn sé fyrst og fremst félagsleg tilraun. í fréttatilkynningu frá vamarmála- ráðherranum segir meðal annars að lykilorðið í umræðu ríkisstjómarinnar um Kristjaníu sé lögleiðing og sé þá átt við að aðstæður þar verði í hví- vetna hinar sömu og annars staðar í samfélaginu. Fulltrúi jafriaðarmanna í Kristja- níustarfshópnum segir að ráðherrann verði að hlíta ályktunum starfshópsins enda hafi hópurinn meirihluta á þingi. Þýði ekki að tefja þróun mála í Kristjaníu fram yfir kosningar í haust með tali um lögleiðingu. Kristjaníu- starfshópurinn var stofhaður fyrir tilstilli stjómarandstöðuflokkanna og róttækra vinstri manna til að koma á jafhvægi milli Kristjaníu og samfé- lagsins með eins mikilli lögleiðingu og mögulegt væri án þess þó að algjör lögleiðing væri fyrsta og síðasta for- senda fyrir starfi hópsins. Kristjania i Kaupmannahöfn hefur löngum veriö í sviAsljósinu og er nú lögleiA- ing staAarins orAin aA deiluefni. -puði fær obliðar móttökur fagfólks ffeukur L. Hauksscn, DV, Kaupmarmahafix Frá og með ágústmánuði verður ný getnaðarvöm til sölu í verslunum í Danmörku. Það er hinn svokallaði p-púði eða leggangasvampur og hef- ur verið mikið skrifað um hann í blöðum undanfarið. t honum er sáðdrepandi krem og á samkvæmt umtali framleiðanda og seljmida að vera ömgg og umfram allt þægileg getnaðarvöm fyrir kon- ur. Læknar og aðrir sérfræðingar em á öðm máh og styðjast þeir við nýj- ar breskar rannsóknir á fyrirbærinu þar sem púðinn er borinn saman við hettu með sáðdrepandi kremi og reynist hettan öruggari getnaðar- vöm. í auglýsingu er fylgir púðanum segir að níutíu og eitt prósent öryggi sé fyrir því að getnaður eigi sér ekki stað við notkun púðans. En það þýð- ir að ef hundrað konur noti púðann sem getnaðarvöm f eitt ár eigi níu þeirra á hættu að verða hamshaf- andi. Prófessor Mogens Osler, á fæðing- ardeild ríkisspftalans f Kaupmanna- höfn, segir að púðinn geti verið hentugur fyrir konur yfir fertugt og sem ekki eiga sérlega á hættu að verða bamshafandi. Segir hann að almennt sé alls ekki hægt að mæla með púðanum. Öryggi getnaðar- vama þurfi minnst að vera níutíu og fimm prósent, helst meira. P-piil- an sé nær hundrað prósent ömgg og lykkjan níutíu og sjö til níutíu og átta prósent. Formaður fjölskylduráðgjafarinn- ar í Danmörku segir að með tilkomu p-púðans megi upplifa svipað og við tilkomu hinnar svokölluðu getnað- arvamarfroðu fyrir nokkrum árum. Fjöldi kvenna mun verða bams- hafandi gegn vilja sínum og fóstur- eyðingum mun fjölga. P-púðinn er nokkm dýrari en aðr- ar getnaðarvamir og getur sam- kvæmt f>Tmefndu orðið afar dýr fyrir ófáar konur ef notkun hans verður almenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.