Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987.
3
Fréttir
Virtir hönnuðir leggja mat á byggingarkostnað flugstöðvarinnar:
Leifsstöð er á
tvoföklu verði
- mmmetrinn kostar 30 þúsund þar en 16 þúsund í útvarpshúsinu
Flugvél við nýju flugstöðina sem virtir hönnuðir segja að sé á tvöföldu verði.
Það er meginniðurstaða af viðræð-
um við nokkra af virtustu bygginga-
hönnuðum hér á landi að Flugstöð
Leifs Eiríkssonar sé fokdýr og um
eða yfir tvöfalt dýrari en nokkur
eðlileg rök séu fyrir. Stöðin er sögð
kosta 2.850 milljónir króna og því
munar um minna en ef hún hefði
verið byggð fyrir helmingi lægri upp-
hæð.
Tveir af þessum hönnuðum hafa
gert sér ferð til þess að skoða Leifs-
stöð í þeim tilgangi að leggja gróft
mat á bygginguna. Þeir eru sammála
um að í henni sé ekkert sérstakt
nema hvolf hússins og útbúnaðurinn
þar sem telja megi að kosti afbrigði-
lega mikið. Rúmmetrinn í Leifsstöð
kostar 30.300 krónur.
Rúmmetrinn í Kringlunni í
Reykjavík kostar á hinn bóginn ekki
nema 11.000 krónur og rúmmetrinn
í nýja útvarpshúsinu kostar 15.900
krónur. Kostnaður við það hús er
nokkru hærri en ella vegna endur-
tekinna frestana á framkvæmdum.
Hönnuðimir tveir telja þessi hús í
meginatriðum sambærileg við Leifs-
stöð.
Sömu skoðunar eru fleiri bygg-
ingahönnuðir sem DV hefur rætt
við. Bent hefúr verið á að hönnun
hússins, sem að hálfu leyti er unnin
i Bandaríkjunum, hafi frá upphafi
stuðlað að háum byggingarkostnaði.
Eins telja þeir hönnuðanna sem best
þekkja til að yfirkostnaður hafi ver-
ið mjög hár og að gerð hafi verið
dýr mistök, meðal annars við gerð
loftræstikerfis.
Þrátt fyrir þetta telja viðmælendur
DV að verulegar skýringar skorti á
þessum geysiháa byggingarkostnaði.
Þeir segja að 20-30% munur á kostn-
aði við byggingu ofangreindra
bygginga, til eða frá, hefði ekki þurft
að vera óeðlilegur en frávik upp á
90-175% séu annars eðlis.
Eins og DV hefur greint frá áður
er ætlunin að 2.083 milljóna króna
hlutur okkar íslendinga í byggingar-
kostnaði Leifsstöðvar greiðist af
rekstrartekjum flugstöðvarinnar og
lendi því ekki á ríkissjóði. Þetta
hefur þegar kallað á gríðarlega há
leigugjöld fyrir alla aðstöðu í flug-
stöðinni og berast nú út háværir
kveinstafir leigjendanna. Sumir hafa
þegar hætt við að vera þar.
DV innti talsmenn byggingar-
nefndar flugstöðvarinnar eftir skýr-
ingum á byggingarkostnaðinum
fyrir síðustu helgi. Þeir tóku sér frest
til þess að svara því og eins að skýra
það hvers végna upplýsingar um
kostnaðinn bárust stjómvöldum og
almenningi bæði seint og illa.
-HERB
Leifsstöð:
Ríkisendur-
skoðun ræður
sér tæknilið
„Við ráðum okkur tæknimenn til
þess að fara ofan i tæknilega þætti
þessarar úttektar sem nær yfir allan
byggingarkostnað flugstöðvarinnar
frá upphafi," sagði Sigurjón Haralds-
son, deildarstjóri hjá Ríkisendurskoð-
un. Fjármálaráðherra hefur falið
stofhuninni að brjóta byggingu Leifs-
stöðvar við Keflavík til mergjar.
Af þessum ummælum má ráða að
hér er um að ræða eina víðtækustu
skoðun á opinberri framkvæmd sem
um getur hér á landi. Fjármálaráð-
herra, Jón Baldvin Hannibalsson,
sættir sig ekki við að byggingamefnd
Leifsstöðvar leggi æ oní æ fram nýja
reikninga upp á hundruð milljóna
króna sem hann segir alls ekki hafa
verið von á samkvæmt yfirlýsingum
nefndarinnar sjálfrar.
Þar að auki finnst ráðherranum eins
og fleirum byggingarkostnaðurinn
orðinn með ólíkindum hár. Hann hef-
ur meðal annars skýrt frá þvi að í
kosningaheimsókn sinni í Leifsstöð í
vor hafi sér verið bent á haug ónýtra
teikninga að loftræstikerfi sem sagt
hafi verið milljóna- eða milljónatuga-
verk.
Úttekt Ríkisendurskoðunar er ekk-
ert áhlaupaverk. Að sögn Sigurjóns
Haraldssonar deildarstjóra mun taka
mánuði frekar en vikur að ljúka henni.
í samtali við Sverri Hauk Gunnlaugs-
son sendiherra. sem var formaður
byggingamefridar Leifsstöðvar fram
yfir vigslu, vildi hann ekkert segja
fvTst um sinn um þá gagnrýni sem fram
hefði komið á nefhdina að undanfomu
eða um verð stöðvarinnar.
-HERB
09:30 - 16:00
AFGREIÐSIIITÍMI VIRKA DAGA
BÚNiVMRBANKINN
TRAUSTUR BANKI
o
s
ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI.
HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.