Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987.
7
Fréttír
Meföllinit og Jón Vfdalfn ÁR1:
Skipstjormn hefur
sagt upp störfum
„Það er rétt að óg læt af störfum sem
skipstjórí á togaranum Jóni Vídalín
12. september og ástæðan er einfald*
lega sú að óg er óánægður með
framkomu fyrirtækisins í okkar
garð, Það má segja að gámamálið
hafi verið upphafið en síðan hefur
þetta hlaðið utan á sig og ég sé mér
ekki fœrt að starfa áfram hjá Meili-
inum,“ sagði Guðmundur Kjalar
Jónsson, skipstjóri á togaranum
Jóni Vidalín AR1, í samtali við DV.
Guðmundur Kjalar er einn mesti
aflaskipstjóri landsins og verður vart
lengi atvinnulaus.
Gámamálið, sem Guðmundur
nefnir og skýrt var frá í DV í gœr,
hófst fyrir meira en ári. Þá var fisk-
ur úr Jóni Vídalín flutturút í gámum
og seldur á erlendum mörkuðum en
gert var upp við áhöfhina eins og
fiskurinn væri unninn hér á landi
Þetta munaði stórfé fyrir áhöfnina.
Hér heima var greítt samkvæmt
verðlagsráðsverði, innan við 30
krónur fyrir kílóíð, en erlendis var
verið að selja fiskinn fyrir 50 til 60
krónur kílóið qða jafnvel meira.
Guðmundur Kjalar sagði að fyrir-
tffikið hefði alltaf svarað þvf til að
það væri ekki að flytja fiskinn út
heldur einhver fyrirtæki sem það
hefði fengið lánaðan fisk hjá og
vaíri aðeins að greiða fyrir í sama.
„Það vissu allir að þetta var ekki
rétt og það var hlegið að okkur í
flotanum fyrir að láta fara svona
með okkur,“ sagði Guðmimdur.
Hann sagði að í desember síðast-
liðnum hefði áhöfiiin skrifað útgerð-
inni bréf og beðið um viðræður um
málið. Svar barst um hœl þar sem
tekið var fram að um ekkert væri
að rffiða og þeir sem væru óánægðir
gætu bara tekið pokann sinn. Þetta
befur síðan hlaðið utan á sig og nú
nenni ég þessu ekki lengur,“ sagði
Guðmundur. -S.dór
Mótmæli bænda á Sudurlandi:
Mjólk ennþá
hellt niður
„Við erum ekki famir að leggja ennþá
inn mjólk enda sjáum við ekki tilgang-
inn með því. Þetta var sameiginleg
ákvörðun okkar allra að halda þessu
áfram,“ sagði Bjarki Reynisson, bóndi
í Mjósyndi í Villingaholtshreppi í Ár-
nessýslu.
Eins og áður hefur komið fram i DV
hefur helmingur bænda í Villinga-
holtshreppi tekið sig saman og hætt
að leggja inn mjólk hjá Mjólkurbúi
Flóamanna á Selfossi. Eru bændumir
búnir að framleiða umfram fullvirðis-
rétt og er þeim því ekki ábyrgst
greiðsla fyrir það sem þeir leggja inn.
Segja bændumir engan tilgang í að
leggja inn mjólk sem þeir fái ekki
borgað fyrir, auk þess sem þeir vilja
mótmæla „skertum fullvirðisrétti".
Telja þeir að viðmiðunarárin, sem
notuð vom þegar fullvirðisréttinum
var úthlutað, hafi verið hallærisár og
bitni mjög hart á sunnlenskum bænd-
um.
Upphaflega ætluðu bændurriir ein-
ungis að hella niður vikuna 18.-24.
ágúst en þann 1. september hefst nýtt
verðlagsár. Nú hefur það hins vegar
breyst og bændumir em ekki enn
famir að leggja inn. „Ég veit um bænd-
ur vítt og breitt um Suðurland sem
em hættir að leggja inn en það em
engin samtök neins staðar eins og hjá
okkur. Ég tel engar líkur á því að við
munum leggja inn fyrir 1. september
sagði Bjarki Reynisson.
- Er verið að reyna að ná samkomu-
lagi?
„Það er verið að ræða málin á báðum
stöðunum en ég veit ekki hvað verð-
ur, þetta er vandræðaástand," sagði
Bjarki Reynisson. -JFJ
Starfsfólk í húsgagnaiðnaði:
Segja upp
kjarasamningum
15. september
„Samkvæmt síðustu kjarasamningum
geta þau félög, sem ekki hafa gert
sérkjarasamninga, sagt upp gildandi
samningum frá og með 15. september.
Við höfum enn ekki fengið sérkjara-
samninga, enda þótt við legðum okkar
kröfur fram í júnímánuði. Þess vegna
höfum við ákveðið að boða til fúndar
á morgun, fimmtudag, og leggja þar
til að við nýtum uppsagnarákvæðið
15. september og jafnframt að afla
okkur verkfallsheimildar frá og með
sama degi,“ sagði Kristbjöm Ámason,
formaður Sveinafélags húsgagna-
smiða, í samtali við DV.
Hann sagði að ástæðan fyrir því að
leitað væri verkfallsheimildar um leið
og samningum yrði sagt upp, sem er
frekar óvenjulegt, væri sú að reynslan
hefði kennt þeim að atvinnurekendur
tala ekki við verkalýðsfélögin fyrr en
þessi svipa vofir yfir.
Kristbjöm sagði að sú tilraun, sem
gerð var í síðustu kjarasamningum
iðnaðarmannafélaganna að hafa einn
lágmarkstaxta en láta kaupið „fljóta“
að öðm leyti eins og það er kallað,
hefði að sínum dómi reynst illa.
„Þeir sem vom á lægstu töxtunum
áður em það enn. Þessi tilraun hefur
engu breytt í þeim efiium og því erum
við ekki hrifhir af því að halda þessu
áfram,“ sagði Kristbjöm.
Eins og skýrt var frá í DV í gær
hyggur Verkamannasambandið sér til
hreyfings í september í samningamál-
unum og nú koma húsgagnasmiðir,
þannig að ljóst er að hjólin fara fyrr
að snúast á þessum vettvangi en flest-
ir hugðu.
Þess má geta að í Sveinafélagi hús-
gagnasmiða em á fimmta hundrað
félagsmenn en yfir landið allt vinna
milli 1500 og 1600 manns að hús-
gagnaiðnaðinum og þiggja laun eftir
þeim samningum sem Sveinafélagið
gerir.
-S.dór
Þetta er sams konar bátur og Snælax hf. i Grundarfirði er að fá frá Noregi.
Grundarfjoröur:
Fá sérhannaðan bát
fýrir kvíaeldi á laxi
Fiskeldisstöðin Snælax hf. í Grund-
arfirði er að fá til landsins frá Noregi
11 tonna bát sem er sérhannaður
fyrir kvíaeldi á laxi. Hér er um að
ræða bát sem notaður er þegar lax
er tekinn úr kvíunum til slátrunar
og eins þegar fiskinum er gefið fóður.
Svanur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Snælax hf., sagði
tíðindamanni DV að báturinn væri
væntanlegur til landsins í haust en
slátrun á laxi hefst hjá Snælaxi hf.
seint í haust eða í byrjun vetrar.
Sagði Svanur að í framtíðinni væri
ætlunin hjá þeim Snælaxmönnum
að dreifa slátruninni sem mest yfir
vetrarmánuðina.
Snælax hf. hefur starfað í 3 ár og
slátrunin á þessu ári er sú fyrsta hjá
fyrirtækinu. -S.dór
(i
Danska SS-vinnuaflið:
„Gerum þá
kröfu að þeir
gangi í
stéttarfélag
„Við getum auðvitað fátt sett út á
þetta þegar ekki eru nógu margir kjö-
tiðnaðarmenn fyrir til að fylla
markaðinn en við krefjumst þess að
þessir erlendu kjötiðnaðarmenn, sem
hingað eru ráðnir, gangi í félagsskap
okkar,“ sagði Gunnar Ásmundsson,
formaður Félags íslenskra kjötiðnað-
armanna og starfsmaður hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands, þegar hann var
spurður um álit sitt á því að meðal
þeirra 27 Dana sem Sláturfélagið hefði
ráðið til starfa yrðu nokkrir faglærðir
kj ötiðnaðarmenn.
Gunnar sagði að hann vissi þegar
af erlendum kjötiðnaðarmönnum sem
starfað hefðu hér á landi um nokkurt
skeið en fyrst núna hefði verið gengið
frá því að þeir gengju í Félag ís-
lenskra kjötiðnaðarmanna. „Út af
fyrir sig er mér ekkert illa við að
Norðurlandabúar starfi með okkur.
Hér í Sláturfélaginu unnu sænskar
stúlkur í sumar sem stóðu sig vel og
við kunnum ágætlega við. Mér finnst
þetta eðlilegt á meðan skortur er á
íslensku vinnuafli, annars ekki,“ sagði
Gunnar. -BTH
Kópavogur:
Líkur á að
verktakinn
missi verkið
Stefán Finnsson. tæknifræðingur
hjá Kópavogsbæ, sagði við DV að á
bæjarráðsfundi á fimmtudaginn kæmi
yrði tekin ákvörðun um hvort hol-
ræsaframkvæmdir við Sunnubraut
yrðu teknar af verktakanum, Miðfelli
hf. Stefán sagði að til þess að verktak-
inn héldi verkinu þyrfti að koma til
verulega aukinn framkvæmdahraði.
Fyrir fundinn verður tekin út verk-
staða og hún kynnt á fundinum.
Stefán sagðist ekki þora að segja
hvort reikna mætti með því að Mið-
fell missti verkið vegna seinagangs,
harrn sagði að bæjarráð tæki ákvörð-
un þar um. Kristján Guðmundsson
bæjarstjóri hefur áður lýst því yfir að
veruleg breyting þyrfti að koma til svo
Miðfell héldi verkinu. Verkinu á að
vera lokið 1. september en ljóst er að
svo verður ekki. Kristján Guðmunds-
son segir að dagsektum verði beitt.
Reynt var ítrekað, en árangurslaust,
að ná tali af Leifi Hannessyni, fram-
kvæmdastjóra Miðfells hf. -sme
lf™
yyy Q
j □ S3
Engan skurðgröft
Grundomat-borinn gerir skuröi aö
mestu leyti óþarfa. Grundomat grefur
sig undir götur og gangstéttir án þess
aö trufla umferö.
Framkvæmdaaöilar:
DALVERK Sf, Sími 91-685242
ÚLFAR HARÐARSON, SÍmi 99-6625
umboð:
JOHN AIKMAN
BORGARTUN 23 — 105 REYKJAVIK
SÍMAR 91-27655 — 91-27440