Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. íþróttir íþróttir fatlaðra: „Draumurinn að komast á næstu ólympíuleika“ - segir Haukur Gunnarsson sem á dögunum setti heimsmet í 100 m hlaupi „Þegar ég mætti til íslandsmóts fatlaðra á Akureyri hafði ég ekki sett stefhuna á neitt sérstakt. Ég átti þess vegna alls ekki von á því að setja nýtt heimsmet í 100 metra hlaupinu og þessi árangur kom mér skemmtilega á óvart,“ sagði sprett- hlauparinn Haukur Gunnarsson, tvítugur Reykvíkingur, í samtali við DV en á dögunum gerði hann sér lítið fyrir og setti heimsmet í 100 metra hlaupi fatlaðra. Haukur hljóp á 12,8 sek.úndum og bætti met Dan- ans Henriks Tomsons en það var 12,9 sek.úndur. Haukur er á förum til Wrexham í Wales ásamt fleiri íþróttamönnum en þar mun hann taka þátt í Evrópumeistaramóti fé- lagsliða. í Wrexham verður keppt í iijálsum íþróttum og borðtennis. „Eins og ég sagði áðan þá kom þessi árangur minn á Akureyri mér mjög á óvart því að ég er lélegur í startinu. Ég hef lagt mun meiri áherslu á 200 og 400 metra hlaup, það eru mínar sterkustu greinar. Ég stefni að því að setja heimsmet í báðum þessum greinum í Wrexham og vona að það takist. Ég hef æft gífurlega vel í allt sumar undir stjóm Stefáns Jóhannssonar hjá Ármanni sem er mjög fær þjálfari. Þá dvaldi ég í Kempervennen sumarhúsunum í Hollandi í þijár vikur og æfði við frábærar aðstæður í litlum bæ þar skammt frá sem heitir V alkensward. Draumurinn að komast á OL í Seoul - Þegar Evrópumeistaramótinu í Wexham lýkur hvert er þá næsta markmið þitt á hlaupabrautinni? „Ég hef sett stefnuna á ólympíu- leikana í Seoul en þeir fara fram strax að loknum leikunum hjá ófötl- uðum. Stóri draumurinn er að komast þangað og ég hef þegar náð lágmörkunum íyrir leikana. Strax eftir Evrópumeistaramótið í Wales mun ég miða allan vmdirbúning minn við ólympíuleikana." Reynslulaus en náði I tvenn bronsverðlaun - Hvenær vaknaði áhugi þinn á fijálsum íþróttum? „Ég byijaði að gutla í þessu árið 1983. Það ár tók ég þátt í Norður- landamóti bama sem fram fór í Noregi og þar vann ég þrenn gull- verðlaun, í 200 og 400 metra hlaupi og kúluvarpi. En áhuginn vaknaði fyrir alvöru 1984. Ég tók þátt í ólympíuleikum fatlaðra í New York það sama ár og mætti reynslulaus í þá keppni. Þarafleiðandi átti ég ekki von á góðri frammistöðu. Þar tókst mér að vinna til tvennra bronsverð- launa í 200 og 400 metra hlaupi. Árið 1985 keppti ég á Evrópumeist- aramótinu í Antwerpen í Belgíu og þar hlaut ég silfurverðlaun í 100 og 400 metra hlaupi enda æfði ég sér- staklega vel fyrir þetta mót. Síðasta stórmót, sem ég tók þátt í, var heims- meistaramótið í Gautaborg í fyrra en þar náði ég bronsverðlaunum í 400 metra hlaupi." „Á að geta náð þremur heimsmetum á góðum degi“ - Þú segist stefria að því að setja einnig heimsmet í 200 og 400 metra hlaupi. Á hvaða tímum þarft þú að hlaupa til að það takist? „Það er rétt að ég stefni ákveðið að því að sefja einnig heimsmet í 200 og 400 metra hlaupi og ég hef mikla trú á því að það takist á góðum degi. Heimsmetið í 200 metra hlaupinu er inlega sá eini sem æfi þetta reglu- lega. Það mættu að ósek.ju fleiri æfa fijálsar og vonandi verður árangur minn til að ýta við þeim sem áhuga hafa á fijálsum íþróttum en hafa ein- hverra hluta vegna ekki mætt á æfingar. Það eru örugglega margir efhilegir íþróttamenn sem fyrir- finnast í okkar röðum en hafa ekki mætt á æfingar. Til dæmis mætti Stefán Thorarensen frá Akureyri á Islaridsmótið á dögunum og hann stóð sig mjög vel, hljóp 100 metrana á 13,3 sek., 200 metrana á 28 sek. og 400 metrana á 64 sek. Þetta var hans fyrsta mót og hann á framtíðina fyr- ir sér. „Æfum út um allar trissur“ - Er nægilega mikið gert fyrir fatl- aða íþróttamenn hér á landi? „Nei, því fer fjarri. Við eigum marga mjög efriilega og góða íþrótta- meim í mörgum greinum en það er lítið gert fyrir okkur. Það mætti gera miklu meira fyrir íþróttir fatl- aðra. Við verðum til að mynda að æfa út um allar trissur, borðtennis í Hlíðaskóla, sundið í sundlaug Sjálfsbjargar og svo höfum við feng- ið afriot af sundlauginni á Seltjam- amesi einu sinni í viku.“ „Grunnurinn staðið óhreyfður ítvö ár“ - Hvemig miðar byggingu íþrótta- húss fyrir fatlaða? „Henni miðar nákvæmlega ekki neitt áfram. Það er auðvitað draum- ur okkar að eignast eigið íþróttahús en grunnurinn, sem tekinn var fyrir tveimur árum, stendur óhreyfður ennþá. Við höfum reynt að safria peningum til byggingarinnar en undirtektir almennings hafa verið litlar. Við lögðum til að mynda út í það ævintýri að sigla niður Hvitá en höfðum aðeins um 75 þúsund krónur upp úr krafsinu. Hvar em peningamir? Mér finnst að fyrirtæki ættu að geta komið sér saman um að styrkja svo gott málefrii sem bygging íþróttahússins er. Það er mjög nauðsynlegt að húsið rísi hið allra fyrsta,“ sagði Haukur Gunn- arsson. -SK • Haukur Gunnarsson, heimsmethafi í 100 metra hlaupi. Heimsmetið setti hann á íslandsmóti fatiaðra á dögunum er hann hljóp á 12,8 sekúndum. DV-mynd S um 25 sek.úndur en ég hef hlaupið best á 26,2 sek.úndum. Heimsmetið í 400 metra hlaupi er um 61 sek.únda en minn besti árangur er rúmar 63 sek.úndur. Heimsmetið í 400 metrun- um var sett á síðustu ólympíuleikum. Þá hlupum við allir í þremur efstu sætunum undir gamla heimsmet- inu.“ „Fleiri mættu æfa frjálsar11 - Eru margir fatlaðir íþróttamenn sem æfa fijálsar íþróttir? „Nei, þeir eru alltof fáir. Ég er eig- • Hópurinn, sem heldur utan til Wrexham, ásamt Sigurgeir Þorgrímssyni, formanni Iþróttafélags fatlaðra I Reykjavik, lengst til vinstri á myndinni. Við hlið hans stendur Anna Lina Vilhjálmsdóttir, íþróttakennari á Húsa- vík, og þjálfari hjá ÍFR, Haukur Gunnarsson, heimsmethafi í 100 m hlaupi, og móðir hans og aðstoðarmaður, Sigríður Kristinsdóttir. Á myndinni sitja þeir Jón Heiðar Jónsson, sem keppir í borðtennis, og Reynir Kristófers- son, sem keppir í kringlu- og spjótkasti auk kúluvarps. Á myndina vantar þá Öm Ómarsson, keppanda I borðtennis, og fararstjórann, Svein Áka Lúðviksson. DV-mynd S - töpuðu 0-2 f Sigurður Bjömsscm, DV, Þýskalandi; Þrátt fyrir fjölmörg dauðafæri og lát- lausa sókn leikmanna Stuttgart, tókst þeim ekki að ná sigri í leik sínum gegn FC Köln í 1. deildinni vestur-þýsku í gær- kvöldi. Köln sigraði, 0-2, og var þetta fyrsti sigur liðsins í Stuttgart síðan 1978. Walters átti skot í þverslána í marki Köln- ar og eitt sinn var skoti frá honum bjargað af marklínu. í síðari hálíleik áttu leikmenn Kölnar í vök að veijast en náðu þó inn á milli hættulegum skyndisóknum og i einni þeirra átti Pierre Littbarski skot í þverslá. 56 þúsund áhorfendur sáu Danann Pouls- en (19. mín) og Thomas Allofe (71. mín) skora mörk Kölnarliðsins sem nú er efet i Þorsteinn < I ~Valssnaðurinn Unar Páll Tón I Þrir lykilleikmenn í íslenska landslið- * inu, sem skipað er leikmönnum undir | 21 árs aldri og mætir Dönum í Evrópu- Ikeppninni í Danmörku í kvökl, eru meiddir. Hér er um að ræða þá Gauta ILaxdal, KA, Siguróla Kristjánsson, Þór, og Þoreteinn HalldórsBon, KR. Aðriren - Hugl Eins og fram hefur komið lauk Evrópu- meistaramótinu í sundi um síðustu helgi en mótið fór fram Strasbourg í Frakk- landi. Eftir mótið voru menn á einu máli um það að þetta hafið verið eitt besta mót sem fram hefði farið í Evrópu og jafrivel í heiminum í mörg ár. Alls litu 6 ný heims- met dagsins ljós og 12 Evrópumet. Þetta er frábær árangur þegar haft er í huga að ólympíuleikamir eru á næsta ári. Segja má að sundmenn í Evrópu hafi skotið sundmönnum í Bandaríkjunum ref fyrir rass eftir þennan árangur sem náðist og nú eru flest heimsmetin í eigu Evrópubúa. Eðvarð kominn I hóp þeirra sterk- ustu I heiminum . Þegar á heildina er litið olli árangur íslensku keppendanna vonbrigðum á BADMINTON Æfingar byrja í septembí Upplýsingar hjá Óskari Guðmundssyni í símum 14519 & 15881

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.