Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 29 Fólk lét ekkert aftra sér frá þátttöku - hvort sem það var hjólastóll eða börnin á og í barnavagni. Það vantaði ekki lífið og fjörið í mannskaþinn sem tók þátt í mara- þonhlaupinu á sunnudaginn. Níu hundruð manns mættu til leiks. Fólk af öllum „stærðum og gerðum“. Sá yngsti var aðeins fjögurra ára en sá elsti áttatíu og fjórum árum eldri - eða óttatíu og átta ára. Hægt var að velja um þrjár hlaup- vegalengdir, fjörtíu og tvo kílómetra, tuttugu og einn kílómetra og loks sjö kílómetra langa leið. Stysta leiðin reyndist langvinsælust enda var þar um að ræða skemmtiskokk sem fjöl- margir tóku þátt í. Varla var hægt að hugsa sér betra veður, sól og fínirí, þegar lagt var af stað á hádegi. Allan daginn hafði sólin góð áhrif á keppendur því að langflestir, sem byrjuðu hlaupið, hlupu það á enda. Stuðningsmennirnir létu sig ekki vanta - komu til að hvetja mömmu og pabba. DV-myndir GVA Hann lét ekki sitt eftir liggja. Ritstjóri DV, Ellert Schram, kemur hérna létt og hressilega i mark. Sæll en sveittur. ~ REYK.UVii| M KO ktWtVV Stefanie Powers er þekkt fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum „Hart ó móti hörðu.“ Hér tekur hún smáhvíld frá upptökum og gefur þyrstum apa örlítinn dreitil úr bolla sínum. Stefanie var í upptökum í Afríku þegar hún hitti þennan ljómandi myndarlega apa sem virtist svo þyrstur. Sviðsljós Ólyginn sagði... sonur Johns Lennon og Yoko Ono, er með eindæmum hrifinn af móður sinni. Snáðinn er ellefu ára gamall og sér vart sólina fyrir Yoko. Hann þykir meira en hænd- ur að mömmu gömlu, reyndar alveg sjúklega hændur að henni. Sean á sér fáa sem enga vini því að hann vill bara vera með Yoko. Þegar hann talar um móður sína er líkt og hann sé ungur maður að tala um ástkonu sina. Hann hreinlega fær glampa i augun. En drengur á nú ekki langt að sækja hrifninguna á konunni. Faðirinn var meira en lítið hændur að henni. Þau voru svo samrýnd að þau sáust vart ein og sér. Mönn- um líst nú ekkert alltof vel á gang mála - segja að stráknum sé ekki hollt að umgangast bara Yoko. En Yoko tekur ekki þannig á mál- unum. Hún segir Sean svo dásamlega eftirlíkingu af föður sínum að það gangi kraftaverki næst. Kelly Emberg, unnusta Rods Stewart, segir að nýfætt barn þeirra hafi breytt sam- bandi hennar og Rods til hins betra. Rod hafi fyrir fæðinguna verið orðinn nokkuð þreyttur á því að vera í föstu sambandi og vildi vera úti á lifinu. Nú sé hann allur annar og líður best í faðmi fjölskyldunnar nýju. Kelly er að vonum ánægð og vonast til að hún fái Rod sinn einn góðan veð- urdag upp að altarinu. Hún trúir á hjónabandið og vill eiga hóp af börnum. Hún trúir á Rod og telur að hann geti verið fyrirmynd- areiginmaður og faðir ef hann vill. Hann þroskist með hverjum mán- uðinum sem líður og því megi hún bara sæl vera. Sarah Ferguson þykir hafa staðið sig með mikilli prýði sem eiginkona Andrews prins. Hún vekur alls staðar hrifn- ingu og aldrei vantar fjörið og ærslaganginn þar sem hún er nærri. Hún er alveg ófeimin að segja það sem henni býr í brjósti svo lengi sem það er innan vissra siðgæðismarkra. Þegar hún mætir á kappleiki eða annað slikt heyrist venjulega mest i henni. Hún öskrar og gargar af öllum lífs og sálar kröftum ef því er að skipta. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.