Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 15 Lesendur „Þaö er til skammar að hér í Kópavogi skuli ekki vera kaffihús og þá á ég sérstaklega viö í Hamraborginni.“ Kaffihús í Kópavog Kópavogsbúi skrifar: Eg er ekki vön að skrifa í blöðin en þó eru nokkur atriði sem mér finnst þörf að minnast á. Það er til skammar að hér í Kópa- vogi skuli ekki vera kaffihús og þá á ég sérstaklega við í Hamraborginni. Þar hafa risið upp ýmsir grillstaðir og þeir hafa ekki borið sig hingað til, verið gersamlega tómir. Það vantar kaffihús sem hægt er að fara á án steikarbrælu. Þessir staðir hafa verið við hliðina á bakaríinu sem er með kaffihús annars staðar. Það er ófært að geta ekki sest niður og fengið sér kaffi og kökur i rólegheitum. Það er heldur ekkert hótel hér, að minnsta kosti ekki í símaskránni. Oft hef ég verið spurð af ferðamönnum hvar hægt sé að fá kaffi og þá hefur orðið fátt um svör. Vonandi stendur þetta til bóta í næststærsta kaupstað lands- ins. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. BLAÐAUKl ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuúlrí ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. HVERAGERÐI: ÓSKAR að ráða umboðsmann í Hveragerði. Upplýsingar í símum 99-4389 eða 91 -27022. Útboð Suðurlandsvegur um Mýrdalssand Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 23,6 km, fyllingar og burð- arlög 290.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1988. VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 24. ágúst. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. september 1987. Athygli skal vakin á skiladegi sem var rangur i áöur birtri auglýsingu. Vegamálastjóri KENNARI GOÐUR Ef þú ert enn að velta fyrir þér starfi í vetur ættir þú að athuga þetta: Grundarfjörður á Snæfellsnesi er 750 íbúa þorp í róm- uðu umhverfi. Hingað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og reglulegar flugferðir. Á milli Reykja- víkur og Grundarfjarðar er um 3ja tíma akstur með fólksbíl. Ef þú ert náttúruunnandi og gefinn fyrir fjöl- breytta útivist ættirðu að kanna möguleikann á því að setjast hér að. Starf getur þú fengið vió grunnskólann, hvort sem þú vílt kenna almenna bekkjarkennslu eða sérgreinar eins og stærðfr., eðlisfr., heimilisfr., tónmennt eða eitt- hvað annað. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. Upplýsingar gefur Gunnar skólastjóri í símum 93-86802 eða 93-86637. LOGTAKSURSKURÐUR Að beiðni Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði hefur bæjar- fógetinn í Hafnarfirði kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir eftirtöldum opinberum gjöldum: Tekjuskatti, eignarskatti, eignarskattsauka, slysatryggingu v/heimilis, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, slysatrygg- ingagjaldi atvinnurekenda, lífeyristrygginga- gjaldi atvinnurekenda, gjaldi í framkvæmda- sjóð aldraðra, atvinnuleysistryggingagjaldi, sjúkratryggingagjaldi, sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjaldi og útsvari og aðstöðugjaldi. Einnig fyrir öllum gjaldhækkunum, þar með töldum skattsektum til ríkis- og bæjarsjóðs, svo og til tryggingar vangreiddum opinberum gjöldum ársins 1987 með dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði, 25. ágúst 1987. Gjaldheimtan í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.