Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiAugust 1987Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 15 Lesendur „Þaö er til skammar að hér í Kópavogi skuli ekki vera kaffihús og þá á ég sérstaklega viö í Hamraborginni.“ Kaffihús í Kópavog Kópavogsbúi skrifar: Eg er ekki vön að skrifa í blöðin en þó eru nokkur atriði sem mér finnst þörf að minnast á. Það er til skammar að hér í Kópa- vogi skuli ekki vera kaffihús og þá á ég sérstaklega við í Hamraborginni. Þar hafa risið upp ýmsir grillstaðir og þeir hafa ekki borið sig hingað til, verið gersamlega tómir. Það vantar kaffihús sem hægt er að fara á án steikarbrælu. Þessir staðir hafa verið við hliðina á bakaríinu sem er með kaffihús annars staðar. Það er ófært að geta ekki sest niður og fengið sér kaffi og kökur i rólegheitum. Það er heldur ekkert hótel hér, að minnsta kosti ekki í símaskránni. Oft hef ég verið spurð af ferðamönnum hvar hægt sé að fá kaffi og þá hefur orðið fátt um svör. Vonandi stendur þetta til bóta í næststærsta kaupstað lands- ins. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið. BLAÐAUKl ALLA LAUGARDAGA BÍLAMARKAÐUR DV er nú á fuúlrí ferð Nú getur þú spáð í spilin og valið þér bíl í ró og næði. Blaðauki með fjölda auglýsinga frá bílasölum og bílaum- boðum ásamt bílasmáauglýsingum D V býður þér ótrúlegt úrval bíla. Auglýsendur athugið! Auglýsingar í bílakálf þurfa aö berast í síöasta lagi fyrir kl. 17.00 fimmtudaga. Smáauglýsingar í helgarblað þurfa að berast fyrir kl. 17 föstudaga. Síminn er 27022. HVERAGERÐI: ÓSKAR að ráða umboðsmann í Hveragerði. Upplýsingar í símum 99-4389 eða 91 -27022. Útboð Suðurlandsvegur um Mýrdalssand Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 23,6 km, fyllingar og burð- arlög 290.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1988. VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavik (aðalgjaldkera) frá og með 24. ágúst. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. september 1987. Athygli skal vakin á skiladegi sem var rangur i áöur birtri auglýsingu. Vegamálastjóri KENNARI GOÐUR Ef þú ert enn að velta fyrir þér starfi í vetur ættir þú að athuga þetta: Grundarfjörður á Snæfellsnesi er 750 íbúa þorp í róm- uðu umhverfi. Hingað eru daglegar ferðir með áætlunarbílum og reglulegar flugferðir. Á milli Reykja- víkur og Grundarfjarðar er um 3ja tíma akstur með fólksbíl. Ef þú ert náttúruunnandi og gefinn fyrir fjöl- breytta útivist ættirðu að kanna möguleikann á því að setjast hér að. Starf getur þú fengið vió grunnskólann, hvort sem þú vílt kenna almenna bekkjarkennslu eða sérgreinar eins og stærðfr., eðlisfr., heimilisfr., tónmennt eða eitt- hvað annað. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ. Upplýsingar gefur Gunnar skólastjóri í símum 93-86802 eða 93-86637. LOGTAKSURSKURÐUR Að beiðni Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði hefur bæjar- fógetinn í Hafnarfirði kveðið upp lögtaksúrskurð fyrir eftirtöldum opinberum gjöldum: Tekjuskatti, eignarskatti, eignarskattsauka, slysatryggingu v/heimilis, kirkjugarðsgjaldi, sóknargjaldi, vinnueftirlitsgjaldi, slysatrygg- ingagjaldi atvinnurekenda, lífeyristrygginga- gjaldi atvinnurekenda, gjaldi í framkvæmda- sjóð aldraðra, atvinnuleysistryggingagjaldi, sjúkratryggingagjaldi, sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, iðnlána- sjóðs- og iðnaðarmálagjaldi og útsvari og aðstöðugjaldi. Einnig fyrir öllum gjaldhækkunum, þar með töldum skattsektum til ríkis- og bæjarsjóðs, svo og til tryggingar vangreiddum opinberum gjöldum ársins 1987 með dráttarvöxtum og kostnaði. Lögtök þessi mega fara fram á kostnað gjaldenda en á ábyrgð Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði að liðnum átta dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskurðar. Hafnarfirði, 25. ágúst 1987. Gjaldheimtan í Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 191. tölublað (26.08.1987)
https://timarit.is/issue/191310

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

191. tölublað (26.08.1987)

Iliuutsit: