Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 25 dv Fó]k í fréttum Kríslján Ragnarsson Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um sölu Útvegsbankans. Kristján Ólafur Ragnarsson er fæddur 22. júní 1938 á Flateyri í Önundarfirði og brautskráðist frá Verslunarskóla íslands 1957. Hann var fulltrúi hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna 1958-1969 og framkvæmdastjóri LÍÚ frá 1969. Kristján hefur verið í verðlagsráði sjávarútvegsins frá 1964 og í stjóm verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegsins frá 1969. Hann hefur átt sæti í fjölda 'stjómskipaðra nefrida er íjallað hafa um málefni sjávarútvegsins. Kristj- án hefúr verið í stjóm og fram- kvæmdastjóm Vinnuveitendasam- bands íslands frá 1971 og í stjóm Atvinnuleysistryggingasjóðs frá 1972. Kona Kristjáns er Kristín Möller, dóttir Williams Thomasar Möller, fyrrv. póst- og símstjóra í Stykkis- hólmi, og konu hans, Margrétar Jónsdóttur Möller. Böm þeirra em Tómas viðskipta- fræðinemi, Margrét Vala laganemi, gift Sæmundi Sæmundssyni, for- stjóra í Rvík, Stefánssonar, og Hildur Ragna verslunarskólanemi. Systkini Kristjáns em Jóhann Jón, hrl. í Rvík, en hann lést 23. septemb- er 1973, var kvæntur Sigríði Ólafs- dóttur, Ámi, kaupmaður í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, kvænt- ur Guðfinnu Halldórsdóttur, og Kristinn Guðlaugur Rósinkrans, byggingameistari í Rvík, kvæntur Elínu Jóhannsdóttur Foreldrar þeirra vom Ragnar Guð- laugur Rósinkrans, útgerðarmaður á Flateyri við Önundarfjörð, síðar for- stjóri í Rvík, og kona hans, Margrét Jónsdóttir kennari. Faðir Kristjáns, Ragnar, er sonur Jakobs Áma Ingimars, trésmiðs og utanbúðarmanns á Flateyri, Guð- mundssonar, b. og hreppstjóra í Æðey á Isafjarðardjúpi, Rósinkars- sonar, b. í Æðey, Ámasonar, umboðsmanns í Vatnsfirði, Jónsson- ar, sýslumanns í Reykjarfirði, Amórssonar, sýslumanns í Belgs- holti, Jónssonar. Systir Jóns í Reykjarfirði var Sigríður, móðir Amórs Jónssonar, prófasts í Vatns- firði, langafa Hannibals Valdimars- sonar, föður Jóns Baldvins, og Auðuns, prests á Stóm-Völlum á Landi, föður Jóns á Eyri, afa Jóns Baldvinssonar, alþingismanns og fyrsta formanns Alþýðuflokksins. Jón á Eyri var einnig langafi Auðar Auðuns, fyiTV. ráðherra. Móðir Guð- mundar í Æðey var Elísabet Rósink- ar Guðmundsdóttir, b. og hrepp- stjóra í Amardal í ísafjarðardjúpi, Bárðarsonar, b. þar, Illugasonar, sem Amardalsættin er kennd við. Kristján er fimmmenningur við Kristínu Ingimundardóttur, konu Matthíasar Bjamasonar alþingis- manns, frá Áma í Vatnsfirði Meðal afkomenda Sigríðar, systur Rósinkars í Æðey, í fimmta lið er Þorstein Pálsson forsætisráðherra. Kristján er þremenningur við Ás- laugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra í Rvík. Langamma Kristjáns í föðurætt var Guðrún Jónsdóttir, b. í Fremri- Amardal, Halldórssonar, sem einnig var af Amardalsætt. Guðrún var systir Halldórs í Neðri-Amardal, langafa Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra, og er Kristján fjórmenningur við Jón Sigurðsson. Föðuramma Kristjáns var Kristín Rósinkransdóttir, b. í Tröð í Önund- arfirði, Kjartanssonar. Bræður Kristínar vom Júlíus, kaupfélags- stjóri á Flateyri, faðir Jóns, deildar- stjóra í viðskiptaráðuneytinu, og Rósinkranz, faðir Guðlaugs Rósin- kranz þjóðleikhússtjóra. Móðir Kristjáns Ragnarssonar, Margrét, var dóttir Jóns, b. og báta- smiðs á Eyri í Seyðisfirði, Jakobs- sonar, b. á Nesi í Grunnavík, Tómassonar. Móðir Margrétar var Kristjana Hinriks Kristjánsdóttir, b. á Kollsá í Grunnavíkurhreppi, Jónssonar. Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ. Helgi Hróbjartsson Séra Helgi Hróbjartsson, trúboði og fynrv. sóknarprestur í Hrísey, er fimmtugur í dag. Helgi fæddist í Reykjavík og ólst þar upp hjá foreld- rum sínum og systkinum. Menntun séra Helga er sérstaklega fjöbreyti- leg enda er hann óvenjufjölhæfúr maður. Eftir bama- og gagnfræða- skólanám hóf hann nám við Myndlista- og handíðaskólann og lauk kennaraprófi í handavinnu árið 1957. Hann var við biblíuskólanám í Osló 1957-58 og 1960 lauk hann prófi frá teiknikennaradeild Mynd- lista- og handíðaskólans. Sumarið 1960 var hann við biblíuskólanám í Chicago en jafhframt stundaði hann kennslu og þá m.a. við Gagnfræða- skólann við Lindargötu og við Iðnskólann í Reykjavík. Hann er með almenn kennararéttindi frá KÍ frá 1965. Helgi tók próf f uppeldis- fræði við Norsk Lærerakademi 1976 og hóf að því loknu nám í guðfræði- deild HÍ. Hann lauk svo guðfræði- prófi frá Háskólanum árið 1984. Helgi hefur starfað mikið að kristni- boðsstarfi bæði hérlendis og erlendis og tekið virkan þátt í starfi KFUM. Hann var í þjónustu Norsk-lúterska kristniboðssambandsins frá 1966-78 og hann var við kristniboðsstörf í Eþíópíu frá 1967-75. I tengslum við kristniboðsstarfið hefur hann verið skólastjóri grunnskólans í Waddera en hann hefúr auk þess séð um upp- byggingu fjörutíu lestrarskóla í Suður-Eþíópíu. Á árunum 1964-67 starfaði Helgi m.a. við fangahjálpina í Reykjavík. Áður en Helgi hóf störf sem kristniboði í Eþíópíu tók hann flugmannspróf sem hefur komið hon- um að miklum notum við trúboðs- og hjálparstarfið í Afríku. Árið 1984 fékk séra Helgi Hríseyj- arprestakall sem hann þjónaði um tveggja ára skeið. Helgi er maður tónelskur og spilar vel á píanó, org- el, dragspil og gítar en af þeim sökum hefur hann verið söngstjóri kirkj- unnar í Hrísey og reyndar einnig organisti þegar svo ber við. Auk þess hefúr hann kennt við bama- skólann í Hrísey eftir því sem þörf er á hverju sinni. Þess má svo til gamans geta að Helgi er manna lipr- astur á seglbrettum og vann hann keppni á slíkum brettum þar sem kappsiglt var frá Árskógsströnd til Hríseyjar. Helgi hefur nú enn snúið sér að trúboðsstarfínu og starfar nú í Senegal á vesturströnd Afriku. Fyrir þá ferð brá hann sér þó til Frakk- lands að læra frönsku en hún er töluð á þessum slóðum. Eiginkona Helga var Unnur Wenche Næss, hjúkrunarkona frá Noregi, en þau hafa slitið samvist- um. Helgi og Unnur eignuðust þrjú böm sem nú em í Noregi hjá móður sinni en hafa þó verið mikið hér á landi hjá föður sínum. Þau em Hjalti, f. 1966, stúdent, nú í norska hemum, Hanna María, f. 1967, sem hefur verið í húsmæðraskóla og er í klæðskeranámi, og Ingibjörg Margrét, f. 1972, nemi. Séra Helgi Hróbjartsson, trúboði og fyrrv. sóknarprestur í Hrísey. Helgi á fimm systkini. Þau em Margrét hjúkrunarkona, f. 1934, gift Benedikt Jasonarsyni, Helga Stein- unn kennari, f. 1936, gift Karli Sævari Benediktssyni, Ami mark- aðsfræðingur, f. 1938, giftur Krist- rúnu Ólafsdóttur, Friðrik, forstjóri Burstagerðarinnar, f. 1940, giftur Bám Böðvarsdóttur, og séra Jón Dalbú sóknarprestur, f. 1947, giftur Ingu Þóm Geirlaugsdóttur. Faðir séra Helga var Hróbjartur, stofriandi og forstjóri Burstagerðar- innar, f. 1897, d. 1953, Ámason, b. á Áshóli í Hreppum, Runólfssonar. Bróðir Hróbjarts var Sigurbergur, forstjóri og framkvæmdastjóri íjölda fyrirtækja, en hann lést í þessum mánuði. Móðir séra Helga er Ingi- björg húsmóðir, f. 1909, Þorsteins- dóttir, b. í Langholti í Flóa, Sigurðssonar. 90 ára Sigurlaug Kristjánsdóttir, Hátúni 8, Reykjavík, er 90 ára í dag. 80 ára Ágústa I. Thomassen, Skúlagötu 80, Reykjavík, er 80 ára í dag. 60 ára Hólmfríður Guðmundsdóttir, Langholtsvegi 23, Reykjavík, er 60 ára í dag. 50 ára Anna Halldórsdóttir, Kambagerði 6, Akureyri, er 50 ára í dag. 40 ára Guðbjörg Friðriksdóttir, Túngötu 31, Tálknafirði, er 40 ára í dag. Erna Hauksdóttir, Kvistalandi 11, Reykjavík, er 40 ára í dag. Elínborg Loftsdóttir, Stapasíðu 9, Akureyri, er 40 ára í dag. Anna Harðardóttir, Mýrarási 14, Reykjavík, er 40 ára í dag. Andlát Gróa Stefanía Guðjónsdóttir frá Stafnnesi, Miðneshreppi, an- daðist 12. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Þorvaldur Teitsson frá Viði- dalstungu, til heimilis að Framnesvegi 58B, Reykjavík, lést í Landsspítalanum að kvöldi 23. ágúst. Vilhjálmur Sveinsson, Jórufelli 4, Reykjavík, lést í Borgarspít- alanum sunnudaginn 23. ágúst sl. 62 • 25 t 25 FRÉTTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta frétta- skotið í hverri viku greiðast 4.500 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólar- hringinn. ___________________Afmæli Þorsteinn Thorarensen Þorsteinn Thorarensen, blaða- maður, rithöfundur og bókaútgef- andi, Njörvasundi 15A, Reykjavík, er sextugur í dag. Þorsteinn fædd- ist á Móeiðarhvoli á Hvolsvelli þar sem faðir hans stundaði búskap en flutti ungur með fjöldskyldu sinni til Reykjavíkur. Eftir mennta- skólanám lagði Þorsteinn stund á lögfræðinám við Hí og lauk prófi þaðan 1953. Þorsteinn hóf langan blaða- mannaferil sinn á Morgunblaðinu meðan hann var enn við nám. Hann starfaði á Morgunblaðinu í fimmtán ár og var síðan frétta- stjóri á Vísi i átta ár. Þegar hann hætti á Vísi stofnaði hann bóka- útgáfuna Fjölva og hefur nú gefið þar út u.þ.b. þrjú hundruð titla á sl. tuttugu árum. Þorsteinn hélt þó áfram að skrifa sínar frægu föstu- dagsgreinar í Vísi en þær voru á sínum tíma einhver vinsælustu og nafnkunnustu blaðaskrif hér á landi. Þorsteinn hefur lagt af mörkum drjúgan skerf til íslenskrar sagn- fræði eins og best sést á ritverkum hans ýmsum og útgáfustarfsemi. Einhver þekktustu ritverk hans fjalla einmitt um íslenska stjórn- málasögu í lok nítjándu aldar og við upphaf þeirrar tuttugustu en hann hefur einnig verið að gefa út veraldarsögu og eru nú komin út átta bindi af tuttugu í þeirri ritröð. Nú þessa dagana er Þorsteinn að hefjast handa við viðamikið verk sem er saga Keflavíkur og á morg- un mun hefjast í útvarpinu lestur hans á hinni upprunalegu barna- sögu um Gosa eftir ítalska rithöf- undinn Collodi en Þorsteinn hefur þýtt söguna úr frummálinu. Eiginkona Þorsteins er Sigur- laug Bjarnadóttir, kennari og fyrrv. alþingismaður. Þau giftu sig árið 1954. Faðir hennar var Bjarni Sigurðsson, b. í Vigur, og kona hans, Björg Björnsdóttir. Þorsteinn og Sigurlaug eiga þrjú börn. Ingunni, sem er frönskukenn- ari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, Björn, sem er tölvu- fræðingur, og Björgu sem stundar laganám við HÍ en hefur starfað á sumrin sem blaðamaður hjá DV. Systkini Þorsteins voru sex. Elst- ur er Eggert, forstjóri á BSR, þá Guðrún, starfsmaður borgarfógeta. Skúli lögfræðingur kom næstur í röðinni en hann er nú látinn. Skúli var fulltrúi bæjarfógeta í Hafiiar- firði. Þá Oddur, fv. prestur á Hofsósi, og Sólveig menntaskóla- kennari. Yngst er svo Ásta Guðrún, starfsmaður tollstjórans í Reykja- vík. Foreldrar Þorsteins voru óskar Þorsteinn Thorarensen, blaða- maður, rithöfundur og bókaútgef- andi. Thorarensen, forstjóri í Rvík, og kona hans, Ingunn Eggertsdóttir. Faðir Þorsteins, Óskar, var sonur Þorsteins Thorarensen, b. á Móeið- arhvoli í Hvolhreppi, Skúlasonar Thorarensen, læknis á Móeiðar- hvoli, Vigfússonar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Þórarins- sonar, sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar sem Thorar- ensen ættin er kennd við. Móðir Skúla læknis var Steinunn Bjama- dóttir, landlæknis í Nesi við Sel- tjöm, Pálssonar og konu hans, Rannveig Skúladóttir, landfógeta í Viðey, Magnússonar. Langamma Þorsteins, móðir Þorsteins á Mó- eiðarhvoli, var Ragnheiður Þor- steinsdóttir, prests í Reykholti, Helgasonar, og Sigríðar Pálsdótt- ur, sýslumanns á Hallfreðarstöð- um, Guðmundssonar. Föðuramma Þorsteins, móðir Óskars, var, Solveig Guðmunds- dóttir, b. f Austurhlíð í Biskups- tungum, Eyjólfssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, al- þingismanns f Bráðræði í Rvík, Jónssonar, og Guðrúnar Jónsdótt- ur Hjaltalín. Móðir Þorsteins var Ingunn Egg- ertsdóttir, prófasts og alþingis- manns á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Pálssonar, b. og gullsmiðs á Sogni í Kjós, Einarssonar, prests á Reyni- völlum í Kjós, Pálssonar, bróður- sonar Jóns Þorlákssonar, prests og skálds á Bægisá, en móðir Einars var Sigrfður Stefánsdóttir, sonar- dóttir Presta-Högna. Móðir Páls gullsmiðs varRagnhildur Magnús- dóttir, lögmanns á Meðalfelli í Kjós, bróðir Eggerts Ólafssonar skálds og tengdasonur Finns Jóns- sonar biskups. Móðir Eggerts á Breiðabólstað var Guðrún Magn- úsdóttir Waage, b. og hreppstjóra á Stóru Vogum, en móðuramma Þorsteins var Guðrún Hermanns- dóttir, Johnsens, sýslumanns á Velli í Hvolhreppi, og Ingunnar Halldórsdóttur, b. á Álfhólum í Landeyjum, Þorvaldssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.