Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 9 UtLönd Hvetja til tafarlausra aðgerða gegn írönum Bandalag arabaríkja hætti við að slíta stjómmálasambandi við íran og hvetur í staðinn Sameinuðu þjóð- imar til þess að grípa tafarlaust til aðgerða gegn íran ef það verður ekki við tilmælum öryggisráðsins um vopnahlé. Stjómmálaslitin verða rædd á næsta fundi bandalagsins sem haldinn verður þann 20. sept- ember næstkomandi. Það vom Saudi Arabar sem hvað mest studdu stjórnmálaslit við íran en Alsír, Sýrland og Líbýa vom því mótfallin. Einnig Oman og Bahrain sem ekki mega sín mikils gagnvart Iran. Heldur slaknaði á spennunni á Persflóasvæðinu í gær eftir að íranir lýstu því yfir að þeir myndu forðast árekstra við bandarísk herskip sem em reiðubúin að vemda nýja skipa- lest gegnum flóann. Slæmt veður tafði ferð skipanna og vegna þeirrar leyndar sem hvílir yfir ferð þeirra var erfitt að segja hvar þau væm stödd. Tilkynnt var í breska sjónvarpinu í gær að eitt flutningaskip í viðbót frá Kuwait myndi sigla undir bresk- um fána til að geta notið vemdar breska flotans í suðurhluta flóans. Vamarmálaráðherra ítala, Va- lerio Zanone, kvartaði undan því í gær að samstöðu vantaði í Evrópu varðandi kreppuna á Persaflóa og gagnrýndi Breta og Frakka fyrir að senda tundurduflaslæðara til svæð- isins. Sjálfir segjast Italir aðeins senda tundurdufluslæðara sem lið í sameiginlegri evrópskri aðgerð eða fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Franskur tundurduflaslæðari siglir gegnum Súezskurð á leið til Persaflóa- svæðisins. Símamynd Reuter Atkvæðagreiðsla um nýtt tilboð Um þrjú hundmð þúsund námu- verkamenn greiða í dag atkvæði um tillögur sem geta bundið enda á við- tækasta og kostnaðarsamasta verk- fallið í sögu Suður-Afríku. Samtök námuverkamanna tilkynntu í gær að haldnir yrðu fjöldafundir um allt landið til þess að ræða nýtt tilboð sem vinnuveitendur lögðu á borðið í gær í fyrstu samningaviðræðunum frá því að verkfallið hófst fyrir sautján dögum. Leiðtogi samtakanna vildi í gær ekki segja hvemig hann byggist við að at- kvæðin féllu en hann tók fram að ef námumenn tækju þá ákvörðun að halda verkfallinu áfram mætti búast við að önnur verkalýðssamtök blökkumanna boðuðu til samúðar- verkfalla. Námueigendur buðu í gær ýmis fríð- indi en vildu ekki fara hærra í launatilboði sínu en þeir hafa hingað til gert. Þeir urðu við kröfunum um hærri orlofsgreiðslur og dánarbætur til fjölskyldna þeirra námumanna sem látast af völdum slysa. Hins vegar vildu námueigendur ekki borga áhættuþóknun eða hækka launin um meira en þau 23,4 prósent sem þeir Námuverkamenn fengu sólarhrings- þegar hafa boðið. Námuverkamenn frest til að ræða tilboðið sem verður krefjast 30 prósent launahækkunar. dregið til baka ef því verður hafnað. Skrifstofumenn viö námufélagið Anglo American efndu í gær til setuverkfalls í miðborg Jóhannesarborgar til stuðnings námuverkamönnum við fyrirtækið sem verið hafa í verkfalli i rúmar tvær vikur. Simamynd Reuter Tillögu Gorbatsjovs hafnað Bandaríkin hafa hafiiað tillögu ríkisráðimeytinu var tillögunni ekki aðengintengslværumilliafvopmm- leiðtoga Sovétríkjanna, Mikhail einungishafhaðheldurvargagnrýnt ar og þróunaraðstoðar. Gorbatsjovs, um að leiðtogar hcims- hveframlagSovétríkjannatilþróun- TillagaGorbatsjovsvarfluttáráð- ins haldi fúnd þar sem rædd yrði arlanda væri lítið. Einnig voru stefnu Sameinuðu þjóðanna sem fjármögnun aðstoðar við þróunar- Sovétríkin gagnrýnd fyrir íhlutun í fjallar einmitt um sama málefni. löndin fjrír fé það sem sparaðist við innanríkisdeilur eins og í Afganist- Bandaríska utanríkisráðuneytið afvopnun. an. Aðstoð Bandaríkjanna til kvaðst hafa óttast að svo gæti farið í tilkynningu frá bandaríska utan- þróunarlanda var varin og sagt var að ráðstefiian snerist upp í að verða áróður fyrir þá sem halda því fram að efnahagsvandræði þróunarlanda stafi af þvi mikla fé sem iðnvædd lönd veiji til vamarmála. Ekki er búist við að Reagan for- seti réifi málið í ræðu um utanríkis- mál á hádegisverðarfúndi sem haldinn verður í dag þar sem litið er á tillögu Gorbatsjovs sem áróður. Reagan mun hins vegar fjalla um samskipti austurs og vesturs á fúnd- inum með leiðtogum viðskiptalifeins og borgaralegum leiðtogum í Los Angeles. Einnig mun hann fjalla um málefiú Mið-Ameríku á hádegisverð- arfundinum. SKEIFUNNI KJÖRGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.