Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 11 Utlönd Utiveitingahús í Paris voru mannlaus í gær þegar yfir borgina í meira en öld. Evrópa steyptist mesta á regn sem þar hefur falliö á einum degi Símamynd Reuter floti Miklar rigningar í Evrópu undan- farinn sólarhring hafa orðið að minnsta kosti sjö manns að bana og ein af helstu jámbrautaleiðum álfunn- ar hefur orðið fyrir miklum skemmd- um. Þrír hafa látist af völdum rigninganna í Sviss, þrír í Belgíu og einn á Ítalíu. Meira en tuttugu þúsund manns voru flutt af flóðasvæðum á norðan- verðri Ítalíu, þar sem yfirvöld fyrir- skipuðu að tuttugu þorp skyldu yfirgefin, vegna mikillar hækkunar vatnsborðs í stöðuvatni skammt frá landamærunum við Sviss. Aurskriður af völdum rigninganna ollu miklu tjóni í ítalska bænum Niardo, en þar lét ein kona lífið. í Belgíu létust þrír eldri borgarar í bænum Charleroi í suðurhluta lands- Svisslendingur reynir að koma í veg fyrir að vatn flæði inn í hús hans, með því að byggja stíflu á götunni fyrir framan það. Simamynd Reuter ins þegar vatnsborð í á hækkaði skyndilega um tvo metra á rétt um fimmtán mínútum. Fólkið lokaðist inni í kjallaraíbúðum sínum. Þá hrifu flóð með sér þijár manneskjur í Sviss, nánar tiltekið í kantónunni Valais í suð-vesturhluta landsins. Kantónan Uri, sem er inni í miðju landi, var al- gerlega einangruð í gær, þar sem jámbrautargöngin i Gotthard, sem tengir norðanverða Evrópu við sunn- anverða álfuna, lokaðist. I París féll í gær mesta regn í heila öld. Nær tíu sentímetrar af úrkomu féllu á innan við sólarhring, enn fyrra met var 6,7 sentímetrar, frá árinu 1983. Að sögn franska sjónvarpsins voru þúsundir ferðamanna íjarlægðar af tjaldsvæðum í landinu. Deilt hefur verið um hver eigi að vera talsmaður Framfaraflokksins í lokaumræðum i sjónvarpi fyrir kosningarnar í Danmörku. Pia Kjærsgaard (í miðju) bar sigur úr býtum en Mogens Glistrup verður fulltrúi flokksins á kosninganótt. Glistrup lýtur í lægra haldi Haukur L Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Mogens Glistrup, stofnandi og brodd- ur Framfaraflokksins síðustu fimmtán árin, er ekki lengur sjálfsagður tals- maður og leiðtogi flokksins. Eftir frekar ruglingslegan blaðamannafund í vikunni ákvað miðstjóm flokksins að velja Piu Kjærsgaard sem talsmenn flokksins í lokaumræðum flokksleið- toganna í sjónvarpi þann 6. september næstkomandi. Deilan um hver ætti að vera tals- maður flokksins 6. september hefur staðið lengi og spuming hvort Glis- trup væri bestur til að selja flokkinn þegar fylgi hans næmi aðeins um það bil þremur prósentum. Á blaðamannafundinum stóðu bæði Kjærsgaard og Glistrup fast á ákvörð- un sinni að vera fulltrúar flokksins í sjónvarpi fyrir kosningar. En eftir símafund miðstjómarinnar var ákveð- ið að athygli almennings skyldi ekki lengur beinast að mönnum heldur málefhum flokksins. Var Pia Kjærsgaard valin með öll- um, það er að segja sex, greiddum atkvæðum, þar á meðal Glistrups. Er Kjærsgaard talin best til að selja flokkinn fyrir kosningar en sem sára- bót mun Glistrup vera talsmaður flokksins á kosninganótt. ST. FRANCISKUSSPlTALINN I STYKKISHÓLMI VILL RÁÐA SJÚKRAÞJÁLFARA til starfa við sjúkrahúsið hið allra fyrsta. Góð íbúð er til staðar og einnig leikskóli. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ STÓRSENDING! SÖMU HAGSTÆÐU VERÐIN. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 STOLPI vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átta alsamhæfð tölvukerfi sem ganga á yfir 20 tölvutegundir. • FJÁRHAGSBÓKHALD • LÁNARDROTTNAR • BIRGÐAKERFI • SÖLUNÓTUKERFI •SKULDUNAUTAR • LAUNAKERFI •VERKBÓKHALD • TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækið án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA FYRIR MINNSTU FYRIRTÆKIN •STÓLPA FYRIR FLEST FYRIRTÆKI •STÓRA STÓLPA FYRIR FJÖLNOTENDAVINNSLU Látum allt fylgja með I „pakka“ ef óskað er, s.s. tölvur, prentara, pappír, disklinga, húsgögn, kennslu og góða þjónustu. Sala Markaðs- og söluráðgjöf, Bjöm Viggósson, Ármúla 38,108 Rvk, slmi 91-687466. Hönnun hugbúnaðar Kerfisþróun, Kristján Gunnarsson, Ármúla 38,108 Rvk, simi 91-688055. Verslunarferð til Glasgow á aðeins 28 kr. Ný sending Ótrúlegt úrval af skartgripum, slaufum og barnaspennum á ótrúlegu verði. Töskur í úrvali. Leðurtöskur frá kr. 1.190,- Skólabuxurnar frá kr. 990,- Coca Cola peysur kr. 890,- Opið virka daga kl. 9-20, laugardaga kl. 11-16. ltu GLASGOW Skipholti 50 C (við hliðina á Pítunni) EF ÞÚ GETUR KEYPT SÖMU VÖRU HÉRLENDIS Á LÆGRA VERÐI B0RGUM VIÐ MISMUNINN.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.