Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987.
Fréttir
Kartöflumarkaðurinn
er alveg að springa
„Kartöflumarkaðurinn er harður
heimur þar sem hver veður yfir ann-
an. Það er handsprengja liggjandi á
þessum markaði, ef svo mætti að orði
komast, og ég er reiðubúinn til þess
að kippa pinnanum úr sprengjunni,"
sagði Tryggvi Skjaldarson, kartöflu-
bóndi í Norður-Nýjabæ í Þykkvabæn-
um. Tryggvi seldi Gunnari Gunnars-
syni kartöflumar sem sá síðamefhdi
selur nú á 20 krónur kílóið í Ingólfs-
stræti.
„Það er allavega mgl í gangi í sam-
bandi við kartöflusölumálin eftir að
salan var gefin fijáls. Til dæmis tóku
Peningainarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlánóverðtryggð
Sparisjóösbækurób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sb. Sp.Úb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 15-19 Ub
6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb
12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 25,6-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb
Sér-tékkareikningar 4—15 Ab.lb, Vb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán meo sérKjörum 3-4 Ab.Úb
14-24,32 Úb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 65-6.5 Vb.Ab
Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb. Vb
Vestur-þysk mörk 2.5-3.5 Ab.Vb
Danskar krónur 9-10,5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vlxlar(fon/.) 28-28,5 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge
Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb, Vb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggo 30 Allir
. Skuldabréf 8-9 Lb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27-29 Bb
SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Bb.Úb, Vb
Sterlingspund 11,25- Sp
Vestur-þýsk mörk 5,6-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 40,8
MEÐALVEXTIR
överðtr. ágúst 87 28,8
Verðtr. ágúst 87 8.1%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala ágúst 1743 stig
Byggingavlsitala ágúst (2) 321 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. júlí
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
(uppl. frá Fjárfestingarfélaginu):
Avöxtunarbréf 1,2084
Einingabréf 1 2,231
Einingabréf 2 1,319
Einingabréf 3 1,385
Fjölþjóðabréf 1,060
Kjarabréf 2,226
Llfeyrisbréf 1,122
Markbréf 1,109
Sjóösbréf 1 1.089
Sjóðsbréf 2 1,089
Tekjubréf 1,206
HLUTABRÉF
Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114kr.
Eimskip 276 kr.
Flugleiðir 190 kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 117 kr.
Iðnaöarbankinn 141 kr.
Skagstrendingur hf. 182kr.
Verslunarbankinn 124 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavíxlum og viö-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavfxla
gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og
nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
(2) Byggingarvlsitala var sett á 100 þann
1. júll, en þá var hún I 320. Hún verður
framvegis reiknuð út mánaöarlega, með
einum aukastaf.
Nánarl upplýsingar um penlngamarkaðlnn
- segir Tryggvi Skjaldarson, kartöflubóndi í Þykkvabænum
nokkrir Þykkvabæjarbændur sig sam-
an og mynduðu sölusamtök með
miklum fyrirgangi og auglýsinga-
mennsku. Það héldu allir að samtökin
næðu yfir alla Þykkvabæjarbænduma
en svo er alls ekki. Það er aðeins lok-
aður hópur bænda, þröng klíka, sem
fær að selja í gegnum þessi samtök.
Þannig eru kannski tveir nágrannar,
bændur sem búa hlið við hlið og fá
sambærilega uppskeru, og annar selur
allt sitt í gegnum samtök Þykkvabæj-
arbænda en hinn fær að sitja uppi með
stóran hluta uppskerurmar.
Þannig er samið óopinberlega um
fast verð en það fá bara ekki allir að
vera með. Það er ekki einu sinni reynt
að halda friðinn með því að jafiia söl-
unni aðeins yfir alla bænduma á
svæðinu.
Þykkvabæjarsamtökin vildu því
stríð og ég neyðist til að taka þátt í
því. Þess vegna ákvað ég að taka til-
boði Gunnars Gunnarssonar og reyna
að selja mínar kartöflur á þennan
hátt en ég tek það fram að mínum
afskiptum af sölu hans lýkur þegar
kartöfluflutningabíllinn ekur úr hlaði
hjá mér.
Ég sannfærðist um það núna um
daginn þegar ég þurfti að fleygja á
hauga hundrað tonnum af ágætiskart-
öflum frá því í fyrra að það er hart líf
á kartöflumarkaðnum og þegar ég leit
á hrúguna sá ég að vandamálin leys-
ast ekki nema að ég geri éitthvað í
málunum sjálfur,“ sagði Tryggvi
Skjaldarson. -ATA
Tryggvi Skjaldarson kartöflubóndi við um hundrað tonn af kartöflum af uppskeru síðasta árs sem hann hefur þurft að
henda. DV-mynd BG
Kartöflumar
seljast grimmt
„Þetta hefur gengið mjög vel, ég er
búinn að selja allar kartöflumar sem
ég flutti til borgarinnar á mánudag-
inn, eða fimmtán tonn, og ég á von á
fimm tonnum til viðbótar í dag og er
í því að taka rúður pantanir," sagði
Gunnar Gunnarsson sem selur kartöfl-
ur á tuttugu krónur kílóið í Ingólfs-
stræti.
„Þetta hefur vakið mikla athygli og
fólk hefur gripið tækifærið og keypt
kartöflumar á þessum vildarkjörum.
Svo hef ég rætt við forráðamenn Hag-
kaups og þeir em tilbúnir að kaupa
af mér fimmtán tonn með því skilyrði
að ég pakki kartöflunum í tveggja
kílóa poka og merki þær.
Ég er því himinlifandi og það er allt
vitlaust að gera,“ sagði Gunnar.
Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups,
sagðist hafa talað við Gunnar Gunn-
arsson og Hagkaup væri tilbúið að
kaupa fimmtán tonn ef kartöflumar
kæmu í hentugum pakkningum og
flokkaðar.
- Verðaþessarkartöfluródýrarihjá
ykkur en aðrar?
„Ég vil ekkert um það segja fyrr en
við erum búnir að fá vöruna í hendur.
En ég held að þetta mál sýni að það
er oflframleiðsla á kartöflum og það
hlýtur að endurspeglast í verðinu. Það
hlýtur að lækka, og það ekki bara hjá
okkur,“ sagði Jón Ásbergsson/
-ATA
Hálendis
maraþonhlaup
á Islandi
Anna ingcJfedóair, DV, Egteoðum
Hálendismaraþonhlaup hefet á Is-
landi þann 30. ágúst nk. Fram-
kvæmdastjóri svissnesku ferðaskrif-
stofunnar Tourist Car hefúr sýnt
hlaupi af þessu tagi á Islandi landi
áhuga um nokkurn tíma. Hefúr
hann skipulagt svipað hlaup í Afr-
íku. Hingað til landa er kominn 12
manna hópur, þar af fimm hlaupar-
ar. Eru það eingöngu vanir hlaupar-
ar sem taka þátt í þessu.
Anton Antonsson, frarakvæmda-
stjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands,
hefúr skpulagt hlaup þetta. Upplýs-
ingar, sem fengust á Ferðamiðstöð-
inni, eru þær að tveir íslenskir
hlauparar eigi kost á að taka þátt í
hlaupinu en enn er ekki ákveðið
hverjir þeir verða. Hlaupið sjálft
byrjar 30. ágúst eins og áður segir.
Verður hlaupið og ekið í rútubifreið-
um til skiptia Hlaupið verður um
Snæfell, KverkíjÖll, öskju og ura
Herðubreið og ódáðahraun. At-
hyglisvert við raaraþon þetta er að
að það er fyrsta sinnar tegundar á
íslandi.
Stofnar Kringlan eigið
kreditkortafyrirtæki?
- kæmi í fyrsta lagi til framkvæmda á næsta ári
„Það hafa komið fram hugmyndir
hjá okkur í Kringlunni að stofiia
okkar eigið kreditkortafyrirtæki en
þó að af því yrði myndu verslanir
hér áfram taka kost frá Visa eða
Eurocard,“ sagði Ragnar Atli Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Kringlunnar, í samtali við DV.
Sagði Ragnar að stofnun kredit-
kortafyrirtækis gæfi ýmsa mögu-
leika og kæmi til álita að hafa
viðskiptahætti með öðru sniði en hjá
þeim tveimur kortafyrirtækjum sem
nú eru starfrækt hér á landi. Kynni
að koma til álita að korthafar semdu
hver um sig við fyrirtækið um há-
marksúttekt, lánstíma og greiðslu-
kjör og vexti á tímabilinu. Sagði
Ragnar að ef af þessum hugmyndum
yrði myndi það þýða talsverða breyt-
ingu á viðskiptaháttum hér á landi.
„Þetta er enn á umræðustigi og
kæmi ekki til framkvæmda fyrr en
á næsta ári í fyrsta lagi, enda þarf
þetta mál mikinn undirbúning,"
sagði Ragnar Atli. -ój