Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 32
Útvegsbankamálið: TVö ólík ^ lögfræði- ' álrt tefja málið enn frekar „Það er margt sem þarfnast enn frekari athugunar varðandi þetta mál og ekki er það til að flýta af- greiðslu þess að komin eru fram tvö gjörólík lögfræðiálit í málinu. Ég get því ekki á þessari stundu sagt til um hvort tekst að afgreiða það í þessari viku,“ sagði Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra um Útvegsbanka- málið í morgun. I gær kom fram lögfræðiálit Jóns Finnssonar lögmanns þess efais að Sambandið teldist vera búið að kaupa Útvegsbankann en fyrir var annað lögfræðiálit sem Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra leitaði eftir á sínum tíma sem sagði hendur ráð- herra óbundnar gagnvart tilboðun- um tveimur. „Ég skal játa að okkur óraði ekki fyrir þessari töf þegar við gerðum •^tilboð okkar í hlutabréf Útvegs- bankans og við lítum svo á að við höfum þegar keypt bankann," sagði Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, í morgun. Samkvæmt heimildum DV mun sú hugmynd hafa komið fram á stjóm- arfundi Sambandsins í gær að fái Sambandið ekki Útvegsbankann skuli farið lagaleiðina í málinu og það alveg á enda. Þessu hafnaði Guðjón B. Ólafsson í morgun og sagði að ekkert slíkt hefði komið fram á fundinum í gær. Einn heimildarmanna DV sagði í morgun að Útvegsbankamálið væri i algerri biðstöðu sem stendur. Enn væri verið að skoða allar þær leiðir ...^ sem nefndar hafa verið til lausnar þeirri pólitísku kreppu sem málið hefur leitt til, engri þeirra hefði í raun verið hafnað. -S.dór Veðrið á morgun: Áframhald- andi rigning sunnan- og vestanlands Það er lægð á leiðinni norður yfir land og hefur hún í för með sér sunnan- og suðvestanátt um land allt. Rigning eða súld verður á Suður- og Vestur- landi en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti verður á bil- inu 10 til 14 stig, hlýjast á Norður- landi. Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27Ö22 Búist er við því að ákvörðun verði tekin um hvert framhald hvalveiða Islendinga verður á ríkisstjómarfundi á morgun, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Halldóri Asgrímssyni sjávarútvegsráðherra í morgun. Ekkert var rætt um hvalamálið á ríkisstjómarfundi í gær. Ef málið kem- ur til kasta ríkisstjómarinnar á morgun má gera ráð fyrir því að utan- ríkismálanefhd fjalli um það í fram- haldi af ríkisstjómarfundinum. -ój Aflraunamaðurinn Hjalti „Ursus“ Árnason og júdómaðurinn Gísli Þorsteins- son eigast hér við í glímu eins og keppt verður í á Víkingaleikunum. Það er greinilega ekkert gefið eftir. DV-mynd JAK Víkingasveitin lemur á Skotum „Við förum fimmtán Islendingar til Larges og þar verður komist að því hverjir hefðu unnið síðustu víkinga- orrustuna á Bretlandi hefði hún farið fram í dag,“ sagði Hjalti Ámason afl- raunamaður en hann fer á Víkinga- leikana í Skotlandi á morgun ásamt fjórtán öðrum sterkum íslendingum. Víkingaleikamir fara fram í bænum Larges, sem er um 40 kílómetra suð- austur af Glasgow. Leikamir em haldnir í minningu síðustu víkingaorr- ustunnar í Bretlandi sem var einmitt háð í Larges. Á víkingaleikana fara bestu glímu- og júdómenn landsins, stór hluti vík- ingasveitar lögreglunnar og svo afl- raunamennimir Hjalti „Ursus“ Amason, Magnús Ver Magnússon og Jón Páll Sigmarsson. „Það verður keppt í glímu eða wrestling, kraftaþrautum sem á ein- hvem hátt tengjast hinni fomu orrustu. Þar eiga keppendur að kasta Þórshamri, reyna sig við aflrauna- steina, fara í grjótkast og draga víkingaskip. Leikamir enda svo með því að liðin keppa um hverjir em fljót- astir að bera víkingaskip einhverja vissa vegalengd - það á sem sagt að komast að því hverjir hefðu unnið síð- ustu víkingaorrustuna hefði hún farið fram í dag.“ Þess má geta að Skotar unnu þessa sögufrægu orrustu og þeir hafa í hyggju að halda uppi heiðri forfeðra sinna því á leikana mæta allir mestu aflraunamenn Breta, svo sem Capes og Higgins. En íslendingamir hafa líka fomra harma að hefna og hefúr íslenska liðið æft stíft síðustu þrjá mánuði og mætir sterkt til leiks. Það kemur aftur heim á þriðjudag. ATA Lloyds skákmótið: Hannes og Þröstur unnu Tveir íslensku skákmannana sem tefla á skákmóti Lloyds bankans í London, þeir Hannes Hlífar Stefáns- son og Þröstur Þórhallsson, unnu skákir sínar í gær, en Jón G. Viðars- son gerði jafntefli og Amþór Einars- son tapaði sinni skák. Þeir Hannes Hlífar og Þröstur tefldu gegn frekar léttum andstæðingum frá Englandi í gær að sögn Þrastar. Jón G. gerði síðan jafhtefli við alþjóðlegan Akvörðun um hval- veiðar á morgun? enskan meistara, en Amþór tapaði fyrir Svíanum Emst. Efstur á mótinu er breski stórmeist- arinn Chandler með 4 vininga eftir jafnmargar umferðir, en síðan kemur hópur skákmanna með 3,5 vinninga. Þeir Hannes Hlífar, Þröstur og Jón em með 2,5 vinninga, en Amþór er með 1,5 vinning. Ein umferð er tefld á mótinu á hveijum degi og fara skák- imar fram á Park Lane hótelinu þar sem þeir Kasparov og Karpov leiddu saman hesta sína í heimsmeistaraein- vígi sællar minningar. Í i i i i i i LOKI Bara þeir lemji ekki á skosku löggunni! MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1987. Islensk kona situr ' fangelsi á Spáni - getur búist við þungum dómi fyrir að slasa lögregiuþjón Fyrir nokkru lentu íslensk hjón í útistöðum við hótelstjóra á hóteli því er þau bjuggu á í Torremolinos á Spáni. Höföu þau brotið og braml- að flest í fbúðinni sem þau höföu og var þeim vísað á dyr. Þeim var síðan vfsað heim tii Islands en þau létu sig hverfa og fóm hvergi. Þegar svo kom að því þau fæm heim komu þau á hótelið að sækja farangur sinn sem var þar í geymslu. Þá sló í brýnu milli hjónanna og hótelstjórans. Lögreglan var kölluð til að skakka leikinn en þá réðst konan að einum lögreglumanni og sparkaði í hann þannig að hnéskel hans brotnaði Var konan þegar handtekin og færð í fangelai en maðurinn fékk að fara til íslanda. I fyrstu leit út fyrir að meiðsli lög- reglumannsins væm þannig að hann fengi staurfót og þá heföi margra ára fangelaisdómur beðið konunnar. Sem betur fór vom meiðsli hans rninni en á horfðist en samt er Ijóst að konan hlýtur dóm og er talað um að það verði ekki minna en eins ára fangelai. íalenski konsúllinn f Malaga, Mar- fn de Crévecoeur, sagði f aamtali við DV að mál konunnar yrði ekki tekið fyrir fyrr en í september þar sem allt væri lokað vegna sumarfría í ágústmánuði á Spáni. Vegna þess hefði aér einnig gengið illa að útvega konunni lögfræðing en hún sagðist vonast til að úr því rættist strax í byijun september. -S.dór I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.