Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 17 Iþróttir til að fagna mörkum í gærkvöldi en þá beið liðið ósigur fyrir FC Köln á heimavelli sínum í fyrsta skipti siðan árið 1978. ;nn Stuttgart klaufar yrir Köln og hefðu getað leikið allt kvöldið án þess að skora í deildinni með 8 stig eins og Werder Brem- en. Hvorugt liðið hefur tapað leik til þessa í deildarkeppninni. Bremen sigraði Bayer Uerdingen, 1-2. Kuntz skoraði íyrir Uerdingen en mörk Bremen gerði Karl Heinz Riedle en hann var keyptur frá BW Berlin í stað Rudi Völlers. Vollack, markvörður Uerdingen, varði vitaspymu undir lok leiksins. • Þrír aðrir leikir fóru fram í gær- kvöldi. Leverkusen tapaði heima, 1-3 gegn Eintracht Frankfurt sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni. Pólverjinn Bunkol skor- aði á 5. mín. fyrir Leverkusen en Andreas Miiller (2) og Pólverjinn Smolarek skor- uðu mörk Frankfurt. • Bochum lá einnig á heimavelli sínum gegn Schalke með sömu markatölu. Fimm gul spjöld voru á lofti og eitt rautt. Patzke, Thon og Wallitz skoruðu fyrir Schalke en mark heimamanna gerði Kree. 40 þúsund áhorfendur sáu þennan fjöruga leik ná- Þorsteinn Pálsson í bð DV-manna Hið árlega Ljómarall, mesta rall- keppni ársins hér á landi, hefet á morgun. Fyrsta sérleið mótsins verður umhverfis Reykjavíkurflugvöll og verða fyrstu bílamir ræstir um klukk- an tólf á hádegi á morgun. Alls em sérleiðir keppninnar 26 en keppninni lýkur við Hótel Loftleiðir á laugardag um klukkan fimm. 32 bílar em skráðir til leiks og þar af em sjö erlendar áhafnir. Búist er við gííurlega harðri keppni en þess má geta að Þorsteinn Pálsson forsæt- isráðherra verður aðstoðarökumaður i bíl DV-mannanna Ásgeirs Sigurðs- sonar og Braga Guðmundssonar á fyrstu sérleiðinni á morgun. Bíll þeirra er fimmti í rásröðinni. ■ ■ ■ ■ Heimir hættir með IR - eftír þetta keppnistímabil grannaliðanna og var talið að 30 þúsund þeirra hefðu verið á bandi Schalke. Toni Schumacher átti stórleik í marki Schalke. e Þá gerðu Mannheim og Homburg markalaust jafiitefli í daufum leik. -SK I ! Heimir Karlsson, knattspymu- | kempa úr ÍR, hyggst hætta sem Iþjálfari hjá liðinu þegar yfirstand- andi keppnismisseri lýkur. Hvað við Itekur er enn óvíst „Það er ráðið að ég mun ekki I þjálfa ÍR-liðið á næsta tímabili,“ sagði Heimir í spjalli við DV. „Ég hef nú starfað með liðinu í tvö Iár og tel rétt að hætta í haust og hleypa þannig nýju blóði í mann- Iskapinn." Aðspurður um hvað við tæki sagði I kappinn að freistandi væri að halda * áfram sparkinu. Ekki var Heimir þó | á því að félagaskipti í Víking væru _ á döfinni - hann kvaðst þó hafa | hugleitt að ganga í raðir þeirra á ^fyjan leik. I Heimir var sem kunnugt er ís- J landsmeistari með Hæðargarðspilt- | um fyrir íaeinum árum. ■ Heimir hefur spjarað sig vel með I ÍR-ingum á hnígandi tímabili og er I hann nú markahæstur í annarri ■ deild. Hefur hann skorað þrettán I mörk fram að þessu en þrjár um- ferðir eru óleiknar. Breiðhyltingar hafa nú tuttugu og . tvö stig og eru þeir ekki hólpnir enn I sem komið er, sitja í fjórða neðsta | sæti í stigatöflunni. Þess má geta að ÍR vann sér sess I í annarri deild á síðasta ári með * sama lagi og Leiftur frá Ólafsfirði. I -JÖG j iguróli og i Aðeins Blikarnir fengu erfiða andstæðinga eru meiddir lasson sendur út til Danmerkur því að þeir Gauti og Siguróli geti leikið með gegn Dönum. Einhverjar vonir eru bundnar við það að Þorsteinn veröi búinn að ná sér af meiðslum sínum fyr- ir leikinn. í gær var grípið til þess réðs að senda út varamann og varð Einar Páll Tómas- son, fyrirhði 2. flokks Vals, fyrir valinu. -SK Hellerap, Liverpool og Dyflini andstæðingar íslensku liðanna í EM í handbolta Dregið var úr hatti forvígismanna Evrópusambandsins í handknattleik í gær. Þar í voru þrjú íslensk lið, Vík- ingur, Stjaman og Breiðablik. Víst er að íslandsmeistaramir úr Hægagarðinum munu ekki etja kappi við stórkempur í fyrstu umferð. Þeir mæta ensku félagi sem telst skammt á veg komið í íþróttinni. Nafnið er hins vegar kunnuglegt - Liverpool. Lið þetta glímdi við Stjömuna í fyrra og tapaði tvívegis með stærra lagi. I spjalli við DV var Ami Indriðason, þjálfari Víkings, spurður hvort dráttur þessi væri með einhverju móti tákn- rænn fyrir Víkinga: „Ég veit það nú ekki,“ sagði hann og hló við. „Hins vegar taldi ég að við myndum sitja hjá í fyrstu umferð. Við lékum í átta liða úrslitum á síðasta ári og það hefur jafnan nægt til að sitja yfir.“ Ami sagðist síst óttast Liverpool. Kvaðst hann þó ekki þekkja til hverj- ar framfarir hefðu orðið í enskum handknattleik frá síðasta tímabili. Þá sagði Ámi að reynt >töí að spila báða leiki á sömu vígstöðvum og helst hér heima. Kvað hann það koma betur við pyngjuna hjá Víkingum. Stjarnan til Dyflinar Stjaman úr Garðabæ, bikarmeistari í karlaflokki, mætir irska liðinu Dyfl- ini. Það félag er með líku lagi og Liv- erpool óþekkt hér á landi. Ef að líkum lætur ættu Garðbæingar þó að sigra þá írsku, án teljandi vandræða og komast með því lagi í aðra umferð. Breiðablik berst við Hellerup Danska liðið Hellemp er mótherji Breiðabliks úr Kópavogi. Verða „Hel- luraupar" án efa erfiðir viðureignar enda teljast þeir skæðir í heimalandi sínu. -JÖG’ Eðvarð aftarlega a merinni leiðing um frammistöðu íslenska sundfólksins á EM í Strasbourg þessu móti ef Eðvarð Þór Eðvarðsson er undanskilinn. Vonir, sem bundnar vom við hann fyrir mótið, stóðust fyllilega og meira en það. Hann hafnaði í íjórða sæti í 200 metra baksundi og bætti um leið sitt eigið Norðurlandamet sem er frábær árangur. í 100 metra baksundi hafhaði hann í 6 sæti. Eðvarð sýndi svo ekki verð- ur um villst að hann er kominn í hóp þeirra bestu í baksundi í heiminum í dag. Ekki er mikil bjartsýni að ætla að ef Eðvarð tekst að bæta tímann sinn örlítið meira séu góðar líkur á að hann hafni á verðlaunapalli á ólympíuleikunum í Seoul á næsta ári. Þetta em stór orð en engu að síður sönn. Árangur Eðvarðs er enn stórkostlegri þegar hafðai em í huga þær aðstæður sem hann verður að búa við. Hann æfir ein- göngu í 25 metra laugum en á stórmótum sem Evrópumótinu er keppt í 50 metra laugum. Þetta em aðstæður sem enginn erlendur sundmaður í fremstu röð mundi láta bjóða sér. Það er því brýnt mál að hér á landi rísi áður en langt um líður 50 metra innilaug. Það er hægt með litlum tilkostnaði. Ekki má gleyma þætti Frið- riks Ólafssonar, þjálfara Eðvarðs, i þessu dæmi. Hann á drjúgan þátt í þessum frá- bæra árangri Eðvarðs. Aðrir íslenskir keppendur aftar- lega á merinni Væntingar eftir góðum árangri annarra íslendinga en Eðvarðs á mótinu bmgð- ust. Þau vom talin vera í betri æfingu en nokkm sinni fyrr en þegar á hólminn kom virtist annað koma í ljós hjá sumum þeirra. Að vísu vom sett 12 ný íslandsmet á Evrópumótinu en það dugði skammt og höfhuðu flest þeirra aftarlega á mer- inni í sætaröðinni. Aðeins Eðvarð Þór hefur náð ólympíulágmörkunum og hugs- uðu aðrir keppendur gott til glóðarinnar að ná þeim á þessu sterka móti en tókst því miður ekki. Þau geta litið upp til Eðvarðs þvi þau búa við sömu aðstæður og hann. Á hitt verður að líta að enn er tími til að bæta sig og það verða þau að gera. Sundsam- band Islands og aðrir tengdir landsliðinu em reiðubúnir til að gera enn betur. Uppgangur Sundsambandsins til eflingar sundíþróttarinnar í landinu hefur verið með ólíkindum hin síðustu ár og það þurfa keppendur að notfæra sér. -JKS DEILD rRagnar lek a 70 hoggum og vaniTS I i i i i Ragnar Ólafeson, GR, sigraði í karla- flokki á opna OLÍS-mótinu i golfi. Ragnar lék á 147 höggum, 77 fyrri dag og 70 þann síðari. Annar varð Gunnar Sigurðsson, GR, á 149 höggum og Sig- Iurður Hafeteinsson varð þriðji á 149 höggum. Ásgerður Sverrisdóttir, GR, vann kvennaflokkinn á 174 höggum, Aðalheiður Jörgensen, GR, varð önnur á 176 höggum og Jónína Pálsdóttir, GR, I þriðja á 177 höggum. I opnum flokki : sigraði Halldór Sigurðason, GR, á 134 | höggum en þeir Guðmtmdur Ragnare- . GKM, Hjalti Atíason, GR og 9 Guðmundur Jónasson, GR komu næstir a ó 137 höggum. Olíuverslun íslands gaf ■ stórglæsileg verðlaun til mótsins. | llhelm Frederikseri, fyrrumknattspymumaður hjá KR, sem lék með Völsungi á Húsavík í fyrra, hefur gert það gott í Sví- þjóð að undanfömu. Vilhelm hefur skorað 18 mörk í þrettán leikjum fyrir Smálandafélagið Atom. Skotharka Vilhelms, sem hefur verið eins og „Atom- bomba“, varð til þess að 1. deildar félagið Myresjö fór að hafa auga með honum og bauð Vilhelm samning sem hann tók. Myresjö er í fallbaráttuslag ásamt Sköved, félaginu sem Teitur Þórðarson þjálfar. Forráðamenn Myresjö vonast eftir að koma Vilhelms til félagsins verði til þess að bjarga því frá falli. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.