Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1987. 13 Úr sveitinni í DV 6. ágúst síðastliðinn sendir Ólafur H. Torfason mér aftur kveðju sína. Blessaður drengurinn er nú miklu hógværari en fyrr en þó á hann afar bágt með að trúa því að ég hugsi sjálf. Nú er það Jónas Kristjánsson sem hugsar fyrir mig. Ég met Jónas mikils. Hann sýndi mikið áræði þegar hann stofhaði Dagblaðið og gaf þar öllum tækifæri til að túlka skoðanir sínar. En við viljum áreiðanlega hvorugt sam- þykkja að við séum sammála í landbúnaðarmálum. Ólafur álítur áugsýnilega að svona alþýðukerling og sveitamanneskja eins og ég verði að fara í smiðju til að skrifa blaða- grein. Ég geri það ekki hvort sem honum líkar betur eða verr. Hugleið- ingar hans um að ég fylgist ekki með framförum í búskap eru i mínum augum svolítið bamalegar. Sveitafólkið besta fólk Ég ólst upp við orf og hrífu. Ég vann meira að segja með mönnum sem gróíú stóra og mikla skurði með skóflu. Ég man vel hvemig húsa- kynnin og þægindaleysið var. Sveitafólk hefur svo sannarlega hag- nýtt sér tæknina og tekið framförum fegins hendi. Það vinnur þó enn lengri vinnudag en gerist jafnvel á íslandi og ber úr býtum sennilega lægra tímakaup en aðrir. Ég kann ekki betur við mig með neinu fólki en sveitafólki og er eins mikið í sveit og ég mögulega get. Við gáfumst upp á búskap, hjónin, eins og margir af því að við vorum orðin ein og höfð- um ekki þrek til að halda áfram. KjaUarinn Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþingismaður fyrir Borgaraflokkinn Ég get verið sammála Ólafi að málefni bænda em oft rædd af lítilli þekkingu og óbilgimi. Það er orðin lenska í þjóðfélaginu að gera lítið úr öllum sem vinna erfiðisvinnu, með þeim afleiðingum að enginn sem á einhverra kosta völ fæst til þeirra verka. En hvað sem þessu líður tel ég mig hafa fullan rétt til að hafa aðrar skoðanir en sumir forsvars- manna bænda. Bændahótel sem bændur hafa ekki efni á Á meðan ég bjó í sveitinni gat ég aldrei skilið hvers vegna verið var að eyða fjármunum bænda í að byggja hótel í Rvík. Hótel sem fæst- ir bændur höfðu efni á að gista á þá sjaldan sem þeir bmgðu sér í bæinn. Ég skil heldur ekki ef það er rétt að það eigi að flytja land- búnaðarafúrðir af Suðurlandi til Reykjavíkur og fullvinna þær þar. Ég endurtek það sem ég áður sagði að fyrir austan fjall vantar atvinnu- tækifæri. Ég heyrði nú á dögunum einn úr röðum iðnrekenda segja það í útvarpinu að þeir væm búnir að auglýsa eftir iðnverkafólki í útlönd- um til að starfa á Reykjavíkursvæð- inu, m.a. til vinnu í matvælaiðnaði. Ég bið nú upplýsingafulltrúann að svara þvi undanbragða- og skætings- laust. Er þetta rétt og ákveða fulltrú- ar bænda sjálftr flutningana? Svo kveð ég Ólaf í bili. Pólitísk skiptimynt Það hefur farið harður skálfti um pólitískar máttarstoðir þjóðfélagsins vegna tilboða SÍS í Útvegsbankan- um. Var þetta ekki það sem stjómar- flokkar ákváðu að selja ef tilboð bærist. Það gerðist og fyrsta út- borgunun með. Þá verður allt vit- laust. Menn fara jafnvel að tala um að láta annan ríkisbanka, sem stend- ur sig vel og er ekki til sölu, sem einhvers konar pólitíska skiptimynt svo stóllinn standi kyrr undir Þor- steini. Mér finnst menn verða að gæta að að þeir em að fara með fjár- muni skattborgara hvar í flokki sem þeir em. Menn em nú að draga í land með það að selja Búnaðarbank- ann. Alþýðubankinn er dreginn inn í umræðuna. Látið er að því liggja að aðeins sé beðið eftir að Ásmundur komi að utan svo litli bankinn okkar komist í bankabraskið. Bankaráð Alþýðubankans er kosið eftir pólit- ískri formúlu eins og yfirleitt er gert hvað varðar trúnaðarstöður innan ASÍ. Ásmundur er formaður banka- ráðs og ég held að með honum sé einn alþýðubandalagsmaður. Hinir þrír em annars staðar frá. Þeir hljóta að hafa sitt að segja. Það er ekki hægt og ekki rétt að negla Ásmund einan og hann á auðvitað ekki að ráða bankanum einn. Sú umræða, sem hefur orðið um Al- þýðubankann nú, kallar á hluthafa- fund þar sem allir fá að skýra sjónarmið sín og það sem hluthaf- amir samþykkja hlýtur að gilda. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „Ólafur álítur augsýnilega að svona al- þýðukerling og sveitamanneskja eins og ég verði að fara í.smiðju til að skrifa blaða- grein.“ Ferðagjald- eyririnn er 350 íslenskar krónur „Þeir finnast enn þónokkrir sem álita aö öll bönn og höft séu af hinu góða.“ Hér á landi em þessa dagana stödd hjón, nýkomin á eftirlaunaaldur, í sinni fyrstu utanlandsferð. Það er ef til vill ekki í frásögur færandi, en það vill þannig til að hjón þessi urðu austan megin i Þýskalandi við stríðslok og hafa ekki fengið að fara frá landi sínu hingað til Nú em þau bæði komin á eftirlaunaaldur, þjóð- félagið búið að gjömýta þau og þá mega þau ferðast til útlanda - með ýmsum kvöðum þó. Það er dýrt að ferðast og menn verða að fá sérstök leyfi hjá ráðamönnum í Alþýðulýð- veldinu. Það vildi svo heppilega til að þessi hjón eiga góða að hér á fs- landi og var þeim boðið í ferðina hingað. En hvað vom þau með mik- inn ferðagjaldeyri? Fimmtán Vest- ur-þýsk mörk fyrir hvort þeirra, eða sem svarar um 350 íslenskum krón- um á mann. Er þetta hægt? Já, þetta er því miður hægt og víða í heiminum viðgengst þessi átthaga- fjötraháttur. Hér á íslandi ríkti svipað ástand fyrir fáum árum. Sé nútímasagan lesin og miðaldra verslunarmenn til dæmis teknir tali þá munu þeir segja þér sögur um höft og bönn fimmta áratugarins. Það var skrifstofa einhvers staðar niðri á Skólavörðustíg þar sem sækja varð um leyfi fyrir innflutn- ingi á vörum. Langar biðraðir voru við þessa skrifstofu og rotið kerfi embættismanna skapaðist í kringum KjaUarinn Friðrik Ásmundsson Brekkan blaðafulltrúi skömmtunina. Víða má enn í dag sjá leifar af þessum hugsunarhætti í kerfinu. Þeir finnast enn þónokkrir sem álíta að öll bönn og höft séu af hinu góða. Það á ekki að hleypa of mikilli gleði inn í líf manna. það á ekki að levfa öllum að njóta sín. Þeir sem eru of lífsglaðir verða vin- sælir og eru þar af leiðandi ógnun við ríkjandi bælingarhugsun. Bæla niður og skemma fyrir, það er eitt af því sem haftastefnan hafði i för með sér og ótaldir unglingamir á sjötta áratugnum liðu fyrir. Margir hverjir fóru í andlegan tremma og læstust í ótímabæra átthagafjötra vegna hræðslu við að gera eitthvað sem almennt var álitið öðruvísi og skyldi þvi bælt niður og bannað. Mannkynssagan sýnir mörg dæmi. Þú þekkir og dæmi úr þínu nánasta umhverfi en hefur ef til vill aldrei þorað að minnast á það. Bann- og haftastefnan Við sjáum í sögunni um hjónin frá Austur-Þýskalandi að víða er bann- og haftastefnan enn við lýði. Enn þurfa Austur-Þjóöverjar að líða fyrir atburðarásina, enn þurfa milljónir manna og kvenna um heim allan að þjást vegna pennastrika sem dregin voru á landakort heimsins á mis- munandi tímum. Við höfum það hugfast, þegar við eyðum nokkrum hundruðum þús- unda í ferðalög og í frítímum okkar, að sumir fá ekki nema fimmtán mörk i ferðagjaldeyri. Við lifum góða tíma hér í dag og við eigum eftir að verða ríkasta þjóð heims bráðlega. Þegar óvissan eykst á Persaflóa þá flýr fjármagnið það- an, það leitar á alþjóðafjármagns- markaði og yfirfyllir þá og þess vegna er auðvelt fyrir okkur að slá lán, kaupa og lifa eins og greifar. Framtíðarspár Á sínum tíma var Sikiley mikil- fengleg menningareyja, eyja sem lá á milli tveggja stórvelda, Grikklands í austri og Rómaveldis í vestri. í dag er ísland að öðlast svipað hlutverk. Mikið fjármagn vellur hér inn, byggðar eru skrifstofu- og hótelhall- ir, íbúðir og sumarhús. Allt gengur ágætlega og við æðum áfram inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Það er kominn tími til þess að hugsa vand- lega og skipuleggja framtíðina. Framtíðarspá var nýlega gerð á veg- um ríkisins og væri forvitnilegt að fá að sjá á prenti eitthvað úr henni á næstunni í dagblöðunum. Það er afar mikilvægt að vinna slíkar framtíðarspár og vanda vel til svo ekki fari eins fyrir okkur og Sik- ileyingum þar sem „einu sinni var..“. Friðrik Ásmundsson Brekkan „Við höfum það hugfast, þegar við eyðum nokkrum hundruðum þúsunda í ferðalög og í frítímum okkar, að sumir fá ekki nema fímmtán mörk í ferðagjaldeyri.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.