Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. Jarðaifarir Sigrún Sigurbjörnsdóttir lést 9. september sl. Hún fæddist í Bæ, Strandasýslu, 11. maí 1913, en for- eldrar hennar voru Sigurbjöm Jónsson og María Jónsdóttir. Sigrún giftist Jóni Stefáni Guðmundssyni en hann lést árið 1980. Þau hjónin eign- uðust eina dóttur. Sigrún vann m.a. á Heilsuverndarstöðinni og um ára- bil á Hrafnistu. Útfór hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Magnús Ingólfsson lést 13. september sl. Hann var fæddur 14. ^október 1932. Hann starfaði lengst af hjá Heklu hf. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigurbjörg Guðvarðardóttir. Þau hjónin eignuðust þrjú börn. Út- för Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Þórður Guðmundur Pálsson frá ísafirði, Langholtsvegi 25, lést 12. september. Útfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrirtæki til sölu: * Framleiðslufyrirtæki með innlend og erlend viðskiptasambönd. * Bílaþjónusta með föst- um viðskiptavinum. * Leðurfatnaðarverslun ásamt viðgerðarþjón- ustu. * Blóma- og húsgagna- verslun með hliðarstarf- semi sem veitir lagtækum eigendum mikla möguleika. Varsla Fyrirtækjasala, bókhalds- þjónusta Skipholti 5, símar 21277 og 622212 ívar Gíslason húsasmíðameistari frá Haugi, Gaulveijabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í Reykjavík fimmtudaginn 24. september kl. 13.30. Karl Ásgeirsson símritari frá Akur- eyri, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni miðvikudaginn 23. september kl. 13.30. Útför Halldórs Jónmundssonar, fyrrv. yfirlögregluþjóns, Silfurgötu 11, ísafirði, fer fram frá Hnífsdal- skapellu, miðvikudaginn 23. sept- ember kl. 14. Tilkynningar Félagsstarf aldraðra í Neskirkju Við hefjum laugardagssamverustundimar með skoðunarferð til Akraness 26. sept- ember nk. Farið verður frá kirkjunni kl. 12.30 áleiðis að ms. Akraborg. Vinsamleg- ast skráið ykkur hjá kirkjuverði í síma 16783 milli kl. 17 og 18 frá þriðjudegi til fostudags. Gjöf til minningarsjóðs Björns Jónssonar - Móðurmáls- sjóðsins Hinn 16. september sl. færðu fimm börn Péturs Ólafssonar hagfræðings (1912-87) og frú Þórunnar Kjaran (1917-66), þau Magnús, Ólafur, Soffía, Pétur Björn og Borghildur, minningarsjóði Björns Jóns- sonar - Móðurmálssjóðnum - kr. 145.000 að gjöf. Þessi gjöf er til minningar um foreldra þeirra, sem á þessu ári hefðu sam- an fyllt 145 ár ef lifað hefðu, og var færð sjóðnum á afmælisdegi frú Þórunnar. Pét- ur Ólafsson var meðal stofnenda sjóðsins 1943 og átti sæti í stjóm hans til æviloka sem fulltrúi niðja Björns Jónssonar. Til- gangur Móðurmálssjóðsins er að verð- launa mann, sem hefur aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefur að dómi sjóðs- stjórnarinnar undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenskt mál að sér- stakrar viðurkenningar sé vert. Við sl. áramót var eign sjóðsins kr. 81.000 og má af því sjá hversu þessi góða gjöf barna Þórunnar Kjaran og Péturs Ólafssonar eflir hann til að gegna hlutverki sínu í framtíðinni. Nýr skólastjóri við Tónlistar- skóla Rangæinga Tónlistarskóli Rangæinga verður settur 1. október nk.. Skólastarfið verður með nokkuð svipuðum hætti og undanfarin ár. En nokkrar breytingar hafa orðið á kenn- araliði skólans. Eru þær helstar að Sigríð- ur Sigurðardóttir skólastjóri, Friðrik G. Þórleifsson og Margrét Tryggvadóttir hafa látið af störfum. Nokkrar minni hátt- ar breytingar verða á stundakennaraliði. I stað Sigríðar hefur verið ráðinn skóla- stjóri Helgi Hermannsson. Hann hefur verið kennari við skólann um árabil. Söng- deild verður við skólann í vetur eins og sl. vetur. Mæltist hún mjög vel fyrir. Um hana mun sjá Kjartan Ólafsson. Skóla- starfið hefur verið þróttmikið á undan- förnum árum og er stefnt að því að svo verði enn og áfram, enda söng- og músik- iíf blómlegt í héraði. Innanhússknattspyrnumót í Digranesi í Kópavogi Stórmót í innanhússknattspymu verður haldið helgina 3.- 4. október. Það er Hand- knattleiksfélag Kópavogs sem heldur mótið. Keppt verður í Digranesi í Kópa- . vogi en það er eitt stærsta og glæsilegasta íþróttahús landsins með 1100 fermetra íþróttasal. Þátttökurétt hafa fyrirtækja- og félagahópalið. Þátttökugjald er kr. 6000 á hvert lið. Frestur til að tilkynna þátt- töku rennur út sunnudaginn 27. septemb- er. Þátttökutilkynningar og nánari upplýsingar á kvöldin í símum 656044 Geir, 52832 Albert og 656455 Jón Gunnar. Tóiúeikar Tónleikar í Norræna húsinu Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona, Sigurður I. Snorrason klarínettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleik- ari halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld, 22. sept., kl. 20.30. Á efnisskránni em sönglög eftir Schubert, Carl Maria von Weber og Werner Schulze. Þau Signý, Anna og Sigurður eru á förum til Austur- ríkis þar sem þau halda þrenna tónleika, þar af eina í Vínarborg. Þar munu þau flytja, auk framangreindra verka, íslensk sönglög og Ristur eftir Jón Nordal. LUKKUDAGAR Vinningaskrá fyrir ágúst 1987 1. 63970 2. 13102 5. 48746 6. 8216 9. 69471 10. 17620 13. 52769 14. 76328 17. 26361 18. 6423 21. 29637 22. 11169 25. 66888 26. 7832 29. 27679 30. 69906 3. 5760 4. 76077 7. 3727 8. 6121 11. 23419 12. 17478 15. 27906 16. 7662 19. 74879 20. 50737 23. 12967 24. 12299 27. 73027 28. 70657 31. 16853 í gærkvöldi___________ Sigursveinn Magnússon tónlistarkennari: Háskóli þjóðarinnar Eg er einn þeirra sem álíta nýlega breytingu á skipulagi útvarps og sjónvarps á íslandi algert slys. Öll núverandi útvarpsstarfsemi gæti auöveldlega verið í umsjón ríkis- sjónvarpsins og væri þannig miklu betur komið. Þetta ólánsástand álit ég einn stærsta þáttinn í stöðugu undanhaldi félagshyggj uhreyfinga á undanfömum árum. Undirritaður horfir því eingöngu á ríkissjónvarp þá sjaldan hann hefur tíma eða hlustar á rás 1 sem einu sinni var kölluð Háskóli þjóðarinnar og er enn fyrir þá sem leita vilja fróð- leiks, skemmtunar og góðrar ís- lensku í bundnu og óbundnu máli. Dagblaðsmenn völdu óskakvöld handa mér í gærkvöldi. Fréttimar bám að vísu slæm tíðindi um íjárhag landsins sem er engu líkara en að sé fjarstýrt frá útlöndum. Af erlend- um fréttum vom markverðastar fréttir um aö útgáfa stjómarand- stöðublaðsins í Nigaragua hefði verið leyfö. Margir hafa orðið til að benda á tilgangsleysi þess þegar alþýðu landa er att hverri gegn annarri í styrjöldum. Meistaraverk á við Góða dátann Sveik er þó einstakt. Tyrkneska myndin Hjálparhellan gæti einnig vel sómt sér á kvik- myndahátíðinni. Þessi mynd hvetur mann til að sjá eitthvað af þeim perl- um sem em þar til sýnis. Að lokum hlýddum við á dúett Schuberts í út- varpinu í flutningi Janet Baker, Dietrich Ficher-Diskau og Gerald Moore. Sigursveinn Magnússon. Dagskrá þessa kvölds er því miður engan vegin dæmigerð fyrir sjón- varpið. Útvarpið stendur mun betur að vígi. Ég hvet dagskrármenn og stjómendur sjónvarpsins til að láta aðra um að reka sápuóperupólitík en snúa sér að menningar- og mann- bætandi dagskrá til eflingar Háskóla þjóðarinnar. Meiming Makkaróní Jack Lemmon og Marcello Mastroianni á kendiríi i kvikmyndinni Makkar Fellini, Rossellini, Pasolini og aðr- ir ítalskir meistarar em þekktir fyrir skepnuskap gagnvart persónum mynda sinna. Þetta er þó langt frá því að vera aðaleinkenni á ítalskri kvikmyndagerð. I mynd sinni, Makkaróní, leiðir ítalski leikstjórinn Ettore Scola okk- ur á vit litríks mannlífs Napolíborg- ar. Og það er ekki hægt annað en að hrífast af þessum manneskjum í myndinni sem deila öilu hver með annarri, jafht gleði sem sorg. I Makkaróní má sjá tvo stórleikara leiða saman hesta sína, þá Jack Lemmon og Marcello Mastroianni. Lemmon leikur ríkan mann, Mastro- ianni snauðan. Og leikur þessara manna er með afbrigðum góður. Lemmon leikur bandarískan forstjóra, Travis, sem kemur til Napolí í viðskiptaerindum. Hann hafði þó komið þangað áður fjörutíu árum fyrr, þá sem hermaður í þjónustu Bandaríkjahers. Strax fyrsta kvöldið kveður fortíð- in dyra. Mastroianni leikur ítalann Jasiello sem kemur að heimsækja Travis á hótelið og hefur hann með- ferðis gamla ljósmynd af Travis ásamt systur Jasiellos, Maríu. Er stríðinu lauk hvarf Travis aftur til Bandaríkjanna og skildi Maríu eftir í ástarsorg. Jasiello sá aumur á óní Kvikmyndir Pétur L. Pétursson systur sinni og tók að skrifa henni bréf í nafhi Travis þar sem hann lýsti vel ýmsum svaðilförum og hetjudáðum sem Travis átti að vera að fást við sem fréttaritari hér og þar um heiminn. Travis kemst fljótlega að því að ekkert lát hefur verið á þessum bréfaskriftum síðan þær hófust og er hann orðin hálfgerð goðsagnaper- sóna meðal íbúa borgarinnar. Fljótlega tekst vinátta með mönn- unum tveim og verður Travis að sætta sig við hetjuorðið sem af hon- um fer. í Makkaróní gefst fólki kostur á að kynnast ítölskum húmor og eru mörg atriði myndarinnar stórsniðug. Það atriði, sem einna helst hreif undirritaðan, var brot úr leiksýn- ingu í afdönkuðu leikhúsi, en þar taka áhorfendur mjög svo virkan þátt í öllu saman. Mynd þessi er annars full af ein- skærri hlýju og mannelsku og ætti enginn að láta hana fram hjá sér fara. -PLP Sófaglímublús Hún verður að fá’ða Bandarisk: 1986. Leikstjóri: Spike Lee. Handrit Spike Lee. Kvikmyndataka: Ernest Dickerson. Hljóó: Barry Alexander Brown. Tónlist Bill Lee. Aðalhlutverk: Tracy Cam- illa Johns, Tommy Redmond Hicks, John Canada Terrell, Spike Lee, Raye Dowell. Yfirlýsingar eins og „hinn svarti Woody Allen“ geta haft tvíræða merkingu og ekki verður séð að hinn skemmtilegi listamaður Spike Lee eigi skilið þennan merkimiða. Auð- vitað er ekki hægt að ganga framhjá því að margt er líkt með þessum tveim köppum, t.d. varðandi við- fangsefrti og umfjöllun, en Lee birtist hér sem sjálfetæður og frumlegur listamaður sem full ástæða er til að taka alvarlega. Kvikmyndir Sigurður M. Jónsson Mynd hans er síður en svo neitt sérstaklega „svört“ því hún hefur miklu breiðari skírskotun en ein- göngu til svartra manna. Fyrst og fremst er hún um fólk þó að varla sé hægt að kalla Nolu Darling og vini hennar venjulega. Nola er ung og sjálfetæð blökku- stúlka sem hefur gaman af karl- mönnum. Hún á þrjá góða „vini“ sem hún skiptir tíma sínum á milli. Hún á erfitt með að gera upp á milli þeirra þó ólíkir séu og unir ágætlega við þetta ástand. Þeim finnst hins vegar þetta kviðmágafyrirkomulag hábölvað og reyna að fá Nolu til að gera upp hug sinn um hvem hún vilji - og auðvitað vill hver og einn verða sá heppni. Það er kannski fulllangsótt að leita að boðskap í þessari ljúfu mynd sem ekki er hægt annað en að hafa gaman af. Spike Lee fer þá leið að láta persónumar birtast með reglu- legu millibili og framsegja hugsanir sínar. Með því móti geta þær tjáð hugsanir sínar milliliðalaust og um leið er hægt að afhjúpa þær eins og gert er með blessaðar karlrembumar í frábæm atriði. Þar er mikið sagt á stuttum tíma. Myndin er í svart/hvítu og er ánægjulegt að rifja upp hve svart/ hvítar myndir geta verið fallegar. A stundum verður kvikmyndin eins og safn portret-mynda. Allur leikur er mjög skemmtilegur og frísklegur þó ekki sé hann mjög slípaður. Skemmtilegastur er leikstjórinn sjálfur sem er eins og ofvaxið bam í útliti þó hann skorti síður en svo þroska í myndagerð. -SMJ Keppinautarnir þrír

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.