Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1987, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987. > Leikhús Þjóðleikhúsið Rómúlus mikll eftir Friedrich Diirrenmatt. Leikstjórn: Gísli Halldórsson. 3. sýning fimmtudag 24. sept. kl. 20. 4. sýning föstudag 25. sept. kl. 20. 5. sýning laugardag 26. sept. kl. 20. 6. sýning sunnudag 27. sept. kl. 20. Sölu aðgangskorta á 7.-8. sýningu lýkur á fimmtudag. íslenski dansflokkurinn Ég dansa við þig ' eftir Jochen Ulrich > Miðvikudag 30, sept. kl, 20. Föstudag 2. okt. kl. 20. Sunnudag 4. okt. kl. 20. Þriðjudag 6. okt. kl. 20. Fimmtudag 8. okt. kl. 20. Laugardag 10. okt. kl. 20. Aðeins þessar 6 sýningar. Miðasala opin alla daga nema mánu- daga kl. 13.16-20.00. Simi 11200. LFJKFÉLAG HÍM REYKJAVlKUR Faðirinn Frumsýning þriðjudag kl. 20.30. 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Grá kort gilda. 3. sýning laugardag kl. 20.30. Rauð kort gilda. Dagurvonar 51. syning föstudag 25/9 kl. 20. Sunnudag 27/9 kl. 20. Aðgangskort Uppselt á 1.-3. sýningu. Ennþá til kort á 4.-10. sýningu. Síðasta söluvika. Forsala Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á móti pöntunum á allar sýningar til 15. okt. í síma 1 -66-20 á virkum dögum frá kl. 10 og frá kl. 14 um helgar. Upplýsingar, pantanir og miðasala á allar sýningar félagsins daglega i miðasölunni í Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Simi 1-66-20. ÞAK SF.M RIS Sýningar i Leikskemmu LR við Meist- aravelli. Fimmtudag kl. 20.00. Föstudag kl. 20.00. Laugardag kl. 20.00. Miðasala í Leikskemmu sýningardaga kl. 16-20. Simi 1-56-10. ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. LUKKUDAGAR 22. sept. 1619 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800.- Vinningshafar hringi í síma 91-82580. Kvikmyndahús Bíóborgin Svarta ekkjan Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Betty blue Sýnd kl. 9. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Sannar sögur Sýnd kl. 5, 7, 9, on 11. Bíóhöllin i sviðsljósinu Sýnd 5, 7, 9 og 11. Geggjað sumar Sýnd kl. 5, 7 og 11 The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Geimskólinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Angel Heart Sýnd kl, 5 og 7.30. Blátt flauel Sýnd kl. 10. Háskólabíó Hinn útvaldi Sýnd kl. 9 og 11.05. Súpermann IV. Sýnd kl. 5 og 7. O O Listahátíí í Reykjavík O Laugarásbíó Salur A Heimili hinna hugrökku Sýnd kl. 3. Markleysa Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Gríptu gæsina Sýnd kl. 3. Sagan um virkið Súram Sýnd kl. 5. Genesis Sýnd kl. 7. Rosso Sýnd kl. 9. Skuggar i paradis Sýnd kl. 11. Salur C Teresa Sýnd kl. 3 og 5. Gríptu gæsina Sýnd kl. 7. Genesis Sýnd kl. 9.05. Griptu gæsina Sýnd kl. 11. Regnboginn Malcom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklæði Guðs Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Vild'ðú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 5 og 9. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.1! Gínan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd laugard. kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. Ballet Byrjendur (5 ára yngst) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 BALLETSKÓLI SIGRÍÐAR ÁRMANN SKÚLAGÖTU 32-34 Kvikmyndir Háskólabíó/Beverty Hills Cop II Hraði, spenna og húmor Bandarisk frá Paramount Pictures. Leikstjóri: Tony ScotL Tónlist Harold Faltermeyer. Aðalhlutverk: Eddle Murphy, Judge Rein- hold, John Astin, Birgitte Nielsen. Sumarsmellurinn i bandariska bíóheimin- um i sumar hefur verið önnur myndin um lögguna í Beverly Hills. Myndin verður tekin tll sýningar I Háskólablói á næstu dögum og lofar góðu. í hinni friðsælu Beverly Hills hefur hópur glæpamanna, sem nefnast „Stafrófsbófamir“, farið að fremja á fagmanniegan hátt hvert stórránið á fætur öðru. Lögreglan stendur ráð- þrota, enda kannski ekki við miklu að búast. Þar ræður ríkjum nýr yfir- maður, sem virðist hafa lítið vit á lögreglustörfum en vera þeim mun betri í að skamma undirmenn sína. Vinir Axels Foley úr fyrri mjmdinni eru ekki í náðinni, fá engin almenni- leg mál og lögreglustjórinn leggur þá í einelti. Á meðan er Axel Foley að leysa svindlmál í Detroit, hefur fengið lög- regluna til að kosta „flottræfils- lífemi" og er við það að komast til botns í málinu. Þá bregður svo við að Stafrófsbófamir gera Bogomil lögreglufulltrúa í Beverly Hills fyr- irsát og særa illa. Bogomil er vinur Axels, hann frestar sínu máli og heldur strax til Kalifomíu. I samvinnu við gamla kunningja úr fyrri myndinni, Rosewood og Taggart, hefst Axel handa við að leysa málið. Fljótlega kemst hann í tæri við bófana sem reyna að ryðja honum úr vegi. Það mistekst og smám saman þrengist hringurinn. Ránin em til að fjármagna vopna- kaup, en vopnin á síðan að selja til Mið-Ameríku með margföldum hagnaði. Axel ásamt félögum sínum tveimur, finnur felustað bófanna og ræðst síðan til atlögu gegn ofurefl- inu! Beverly Hills Cop II er hin skemmtilegasta mynd, með hraða, spennu og góðum húmor. Tónlistin spillir heldur ekki fyrir. Að vísu er myndin ekki jafnfrumleg og sú fyrri enda margt líkt með þeim og leikar- amir þeir sömu. Hins vegar er myndin algerlega sjálfstæð að sögu- þræði og sem slík þrælskemmtileg og vel þess virði að sjá. -JFJ Axel Foley ásamt gömlum kunningjum úr fyrri myndinni, Rosewood og Taggart. Á ferðalagi Furðuverold undirheima Eins og kunna er er ísland eitt merkasta eldfjallaland jarðar og óvíða getur að líta jafhmargar gerð- ir hrauna og eldflalla. I öllu þessu hraunflæmi er mikið um hella. Laus- lega talið em á íslandi eitthvað um 100 hraunhellar en auðvitað em þeir misstórir og misfallegir. Hellamir myndast í flestum tilvik- um þannig að hraunár renna í göngum undir storkinni hraunhellu. Svo þegar hraunrennslinu lýkur heldur það sem eftir er í göngunum áfram niður eftir þeim. Þannig tæm- ast hraunárgöngin og ef þak gang- anna er nógu sterkt verða hellar eftir þegar hraunið kólnar. Meðan hraunið er að storkna og er ennþá heitt myndast flestar hraunmyndanimar, svo sem dropa- steinamir sem em líklegast eitt mesta augnayndi sem í hellum finnst. Margs konar spenar, stromp- ar og kynjamyndir myndast einnig og litadýrðin verður ólýsanleg. Þar sem veður er alltaf stöðugt og hitastigið svipað allan ársins hring í hellunum hafa þeir haldist óbreytt- ir í jafnvel 5 til 10 þús. ár. Hraun- myndanimar en: hins vegar með afbrigðum viðkvæmar og eftir að hellamir finnast og ferðafólk fer að leggja leið sína þangað skemmast þeir fljótt og rusl hleðst upp. Nær allir íslenskir hraunhellar, sem al- menningi er kunnugt um, em stór- skemmdir, búið að brjóta og fjarlægja hraunmyndanir og dropa- steina og umgengni er þar öll með ólíkindum slæm. Stærstu hraunhellar á íslandi em t.d. Víðgelmir í Hvítársfðu sem einn- ig er talinn stærsti hraunhellir á jörðinni hvað rúmtak varðar en hann er um 150 þús. m:i sem samsvar- ar um 250 meðalstórum einbýlis- húsum. Aðrir stórir hellar hér á landi em Surtshellir í Hallmundarhrauni sem líklega er einna frægastur ís- lenskra hella, Stefánshellir sem er rétt hjá Surtshelli og er hið mesta völundarhús og Hallmundarhellir, einnig í Hallmundarhrauni undir Eiríksjökli. Nú hefur verið stofriað lítið fyrir- tæki, Hellaferðir sf„ sem býður skipulagðar ferðir í nokkra glæsi- lega hraunhella, s.s. Kerið í Ölfusi og Tvíbotna á Þingvöllum. Þessir tveir hellar eiga það sammerkt að vera stutt frá höfuðborgarsvæðinu og innan við hálftíma gangur er í þá. Upplýsingar og skráning í ferðir í þessa hella er hjá Ferðaskrifstofunni Faranda. Sæmundur, sérleyfishafi í Borgamesi, hefur aftur á móti boðið upp á ferðir um Borgaríjörð og í Surtshelli. Onafngreindur hellir í Lambahrauni. Sandurinn á botninum hefur síast i gegnum sprungur í hellisþakinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.