Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. 7 DV Borgin kaupir tugi hektara undan Kópavogi i - keypti 41 hektara af landi Vatnsendabæjarins Bæjaryfirvöld í Kópavogi fengu í fyrradag bréf frá borgaryfirvöldum í Reykjavík þar sem þeim er tilkynnt um kaup borgarinnar á 41 hektara af landi Vatnsenda sem er mestallt innan bæjarmarka Kópavogs. Er farið fram á að Kópavogsbær falli frá forkaups- rétti. Fyrir landið borgar borgin 23 milljónir króna. Mikill atgangur hefur staðið á milli Magnúsar Hjaltested, bónda á Vatns- enda, og Vatnsveitu Reykjavikur sem lagði vatnslögn til Kópavogs yfir land hans. Magnús fékk eina gamla milljón í bætur 1975. Síðan hafa eijur gosið upp aftur og aftur og í gangi voru málaferli sem nú faila niður. Sam- kvæmt heimiidum DV hótaði Magnús því fyrir rúmu ári að fjarlægja vatns- lögnina úr landi sínu. Þá fékk Magnús 500 þúsund krónur frá ■ Vegagerð ríkisins á árunum 1984-1986 vegna Amamesvegar. Nú fær hann sem sagt 23 miiljónir króna fyrir 41 hektara, þar af 5 miUjónir strax, 3 þann 1. febrúar á næsta ári og eftirstöðvamar, 15 milljónir, á 7 árum með verðtryggingu og 7% vöxt- um. Þetta er talsvert stórt land og má bera það við þá 24 hektara sem SÍS ætlar að kaupa af Smárahvamms- landi. Ekki er vitað hver viðbrögð bæjar- yfirvalda í Kópavogi verða, en sumum bæjarfulltrúum að minnsta kosti þykja þessi kaup jaðra við yfirgang Reykvíkinga. Rannveig Guðmunds- dóttir, einn fulltrúi Alþýðuflokks og formaður bæjarráðs, vildi ekki tjá sig um málið að svo komnu. Richard Björgvinsson, einn fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins, sagði að skoða yrði mjög vel hvort ekki ætti að neyta forkaups- réttar. Hann sagði að þeir Kópavogs- menn hefðu vitað af áhuga Reykvík- inga á að leysa deilur sínar við Magnús en það hefði komið gersamlega á óvart að það var gert með kaupum á svo stóra landi. -HERB Samanburður á bílverði hér og í Noregi: Innkaupsverð hærra hér en álagningin er iægri í nýútkominni verðkönnun Verð- lagsstofhunar er borið saman bflverð í Bergen og bflverð í Reykjavík. Könn- unin náði til 20 tegunda af árgerð 1987 og vora ýmsir kostnaðarliðir kannað- ir, s.s. farmgjöld, aðfiutningsgjöld, álagning og söluskattur. Helstu niðurstöður könnunarinnar era að bflverð er mun hærra í Bergen heldur en hér eða 65-70% að jafnaði. Kemur þar tvennt tfl. í fyrsta lagi era aðflutningsgjöld á bflum mjög há í Noregi. Hér á landi vora þau hins vegar lækkuð verulega í marsmánuði ’86. Þetta gerir það að verkum að að- fiutningsgjöld og söluskattur nemur að jafnaði um 140 þúsund krónum á bifreið hér meðan þessi gjöld era um 360 þúsund í Noregi. Önnur ástæða þess að bflar era á lægra verði hérlendis er að álagning á Islandi er mun lægri en í Noregi. Þannig er álagning á kostnaðarverð venjulega um 20-30% á íslandi meðan hún er 30-40% í Noregi, þar sem pró- sentan leggst á mun hærri tölu. Þetta gerir það að verkum að meðalálagning á bfl í Noregi er um 210 þúsund krón- ur meðan hún er aðeins um 100 þúsund hér á landi. Þessi munur kem- ur tfl vegna þess að í Noregi era jafnan tveir söluliðir bifreiða, þ.e. innflytjandi og bflasali, meðan hér selja innflytj- endur bílana venjulega beint í smá- sölu. Á móti kemur að innkaupsverð á bifreiðum til íslands virðist vera um 10% hærra heldur en innkaupsverð á sama bíl til Noregs. Einnig era farm- gjöld talsvert hærri hingað en til Noregs. Samtímis þessari könnun gerði Verölagsstofnun könnun á verðbreyt- ingum á bflum hérlendis síðan að- flutningsgjöld vora felld niður. Fram kemur að verðþróun virðist eðlileg og telur Verðlagsstofnun að það sé vegna samkeppni á bílamarkaðnum. -PLP Fréttir Jóhanna Sigurdardóttir um misgengishópinn: Vandinn leystur At ■ ■ ■ * * að hluta i ar Vandamál þeirra húsbyggjenda sem kallaðir voru „misgengishópur- inn“ eru enn óleyst. Síöan hefur bæst viö annar hópur sem byggði seinnipart árs 1984 og út árið 1985. Jóhanna Sigurðardóttir felagsmála- ráðherra hefur lofaö að leysa vanda þessa fðlks og DV spuröi hana í gær hvernig það gengi og hvenær þetta fólk mætti búast við að fá lausn sinna vandamála? Jóhanna sagði að talið væri að rúmar 200 milijónir vantaði til að hjálpa þeim hópi sem kallaöur er „misgengishópurinn,, og byggöi á árunum 1983 og 1984. Álíka háa upp- hæð mun þurfa til að hjálpa seinni hópnum. Hún tók fram að þær 400 til 500 mifljónir króna sem þama ræöir um væru ekki til að leysa vanda þessa fólks heldur til aö hjálpa þvi í mestu erfiðleikunum. Hún sagðist vonast til að hægt yrði aö veita þessa hjálp að hluta tfl á þessu ári en það sem á vantaði á þvi næsta. Jóhanna sagöi aö í stjómarsátt- málanum væri talað um að leysa þetta vandamál með skuldbreyöng- um á skammtímalánum í banka- kerfinu yfir í nýja húsnæöislána- kerfið og nýta hluta af ráðstöfunarfé Húsnæðisstofiiunar í því skyni og veröur við fiárlagagerö nú veitt fjár- magni til þess. Eins sagfti Jóhanna að hún og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra væru að athuga málið hvað bankakerfiö varðar. I stjómarsáttmálanum væri ákvæöi sem segði að leitað yrði samninga við bankastofnanir um kaup á skuldabréfum byggingasjóðs ríkisins. Að þessu væri nú veriö að vinna. -S.dór Nokkrar íbúðir lausar í litlum fjölbýlishúsum í Suðurhlíðum í Kópavogi og rað- húsum í Grafarvogi. Skrifstofan íLágmúla7. Opið laugardag kl. 13-17. Opin sunnudag kl. 13-17. Byggingarsamvinnufélagið Aðalból. Sími 33699. Ath! Félagið er opið öllum. Örfáar íbúðir eftir '1200 Eigum þennan frábæra farkost til afgreiðslu strax. Verð aðeins m/ryðvörn 178.000 ATH. GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. m BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur LADA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.