Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 8
«•*<!!* 8 Ferðamál LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. Lág fargjöld innan Bandaríkjanna Bandarísk flugfélög keppast nú um aö bjóöa útlendingum upp á hagstæð flugfargjöld. Öll félögin bjóða upp á svokaflaða flugpassa sem gflda fyrir mismunandi margar ferðir innan Bandaríkjanna og Kanada. Þannig er hægt að ferðast um þver og endilöng Bandaríkin fyrir mjög sanngjamt verð, svo ekki sé meira sagt. Einnig er gefrnn kostur á aö heim- sækja Alaska, Hawaii og Mexíkó gegn aukagjaldi. Flugpassamir gilda í 60 daga. Við leituðum frekari upplýsinga um þessi fargjöld hjá Fanneyju Gíslad- óttur á ferðaskrifstofunni Ratvís í Kópavogi sem sérhæfir sig í Banda- ríkjaferðum. „Það er flugfélagið Delta sem býður ódýrasta flugpassann. Flugpassi með fjórum flugferðum kostar 316 dollara (12.296 ísl. kr.). Með öðrum flugfélögum kostar sams konar passi 399 doflara (15.525 ísl. kr.). Ákveða þarf hér heima til hvaða borga á að fara og bóka fyrsta flugið. Sú bókun verður að vera innan 15 daga eftir komu tfl Bandaríkjanna. Þessi fargjöld gilds aðeins fyrir far- þega í Norður-Atlantshafsflugi og eingöngu fyrir þá sem ekki hafa bandarískt ríkisfang. Sérstakur afsláttur er fyrir böm. Böm geta fengið tjögurra flugferða passa fyrir 236 dollara (9.440 kr.) og greiða síðan 59 dollara (2.360 ísl. kr.) aukalega fyrir hverja viðbótarflug- ferð,“ sagði Faxmey. „Þessir flugpassar em mjög vinsæl- ir. Ef fólk ætlar að fara á fleiri er tvo staði er þetta mjög hagstætt. Hins veg- ar er hægt að finna ódýrari fargjöld ef nægur tími er til stefnu. Það er eng- inn fyrirvari á bókun í flugpassaferð- imar en hins vegar er aflt að mánaðar fyrirvari á sérfargjöldum innan Bandaríkjanna. Þannig er hægt að finna ótrúlega lág fargjöld,’1 sagði Fan- ney. Delta fargjald með fjórum flugferö- um innan Bandaríkjanna og Xanada kostar 316 dollara (12.296 ísl. kr.). Aukagreiðsla til Alaska er 69 dollarar (2.685 ísl. kr.), 149 dollarar til Hawaii (5-798 ísl. kr.) og aðeins 29 dollara (1.128 ísl. kr.) kostar aukalega að fara til Mexíkó. Með öðrum flugfélögum kostar fjög- mra flugferða passi um 399 dollara (15.525 ísl. kr.). Ef fyrir dyrum standa mikfl ferðalög innan Bandaríkjanna er athugandi að líta á tólf flugferða passann með Eastem flugfélaginu sem kostar aðeins 599 dollara (23.307 ísl. kr.) -A.BJ. Verð á bilaleigubilum á íslandi er í litlu samræmi við það æm ferðamönnum er boðið upp á er- lendis. Bandarískar bílaleigur keppast við að bjóða bfla á æm lægstu verði. í hinu virta blaði Business 'fravelier var á dögunum birt verðskrá yfir bilaleigubíla í nqkkrum stórborgum vestanhafs: í Miami má fá lítinn bflaleigubíl á verðinu frá 49-98 dollara á viku, i Los Angeles frá 97-119 dollara, í Chicago kostar bflflnn frá 99-119 dollara og í Boston kostar hann 99-149 dollara. í öllum tílfeflum em 100 mílur (160 km) á dag imúfaldar í verðinu en hins vegar þarf að bæta 60 doll- urum við vegna trygginga. Langódýrasti bflaleigubíUinn, sem völ er á í Reykjavík, kostar sem svarar um 300 dollurum en þar em innifaldir 100 km á dag. í Bandaríkjunum þarf að panta bílana með viku fyrirvara til þess að geta notið þessara hagsteeðu kjara. -A.BJ. í New Yoifc Míólkurverð í New York lækkaöi nýiega um 17% og er nú rétt um 20 kr. ísl. htrinn. Þetta gerðist eftir að dreifingaraðili mjólkur frá New Jersey fékk leyfi með dómsúr- skurði til að selja mjólk í stórborg- inni. í maí á næsta ári em ráðgerðar hækkanir á póstþjónustu innan Bandaríkjanna. Boðaðar hafa ve- rið 16% veröhækkanir á póstgjöld- um almennt. Þá kostar 25 cent undir einfalt bréf í stað 22 centa sem það kostar f dag. Það er hækk- un úr 8,80 kr. í 10 kr. undir almennt bréf. Það kostar 13 kr. undir sam- svarandi bréf á íslandi. -A.BJ. Kostaboð bandarísku flugfélaganna gilda einungis fyrir útlendinga sem heimsækja land þeirra og hver miði gildir í tvo mánuði. Ferðaspuming Við spurðum nokkra vegfarendur, er leið áttu um að vetrinum, enda flestir nýkomnir úr sólarlanda- eða Það er því ekki gott að átta sig á því hvert straumur- Kringluna, hvort þeir væni farnir að hyggja að vetr- berjaferðum og því vart famir að átta sig á því að inn leitar þegar að þar að kemur, en hér koma svörin. aifríi. I flestum tilfellum var fólk ekki farið að huga veturinn væri skollinn á í öllu sínu veldi. Sigríður Jóhannesdóttir: „Ég held kyrrn fyrir í vetur en í sumar fór ég í berjaferð á Barða- strönd. Það var alveg yndislegt og geysimikið af berjum." Dódó (Halldóra Ingimarsdóttir): „Nei, ætli ég fari nokkuð. Ég fór í haustfrí til London og sumarfrí til Króksfjarðarness, Það væri þá ekki fyrr en næsta sumar.“ Sigurður Páll Sigurðsson: „Ég býst við að skreppa til Kaiiarí- eyja í þrjár vikur yfir jólin. Ég er hrifinn af sólarlöndum, fór t.d. til Grikklands í sumar. Það var mjög gott enda set ég Grikkland ofar öllu og á eflaust eftir að fara þangað aft- ur.“ Þórir J. Helgason: „Það er ekkert ákveðið enn með vetrarfrí. Ég fór ekkert í sumar því ég var mest að vinna.“ Ósk Jónsdóttir: „Ég fer ekki í vetrarfrí því ég tók gott sumarfrí. Ég fór til Costa del sol og var þar í þrjár vikur. Mér líkaði það vel og á kannski eftir að fara þangað aftur eftir nokkur ár. -PLP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.