Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987. Best að siá Rætt við Guðjón Guðmundsson um nýja plötu Það telst alltaf til tíðinda þegar nýgræðingar á tónlistarsviðinu láta að sér kveöa, aö maður tali nú ekki um þegar þeir senda frá sér hljóm- plötu. Guðjón Guðmundsson, eða Gaui, eins og hann kýs aö nefna sig, gefur nú í vikunni út hljómplötu eft- ir 6 mánaða vinnu í hijóöveri. Blaðamaður hitti Gauja að máli og spurði hann hversu lengi hann hefði fengist við tónsmíðar. - Þetta hefur loðað við mann allt frá unglingsárunum. Ég hef alltaf verið iðinn við að semja ljóð og fund- ið hjá mér þörf til þess að tjá mig í ljóðaformi. Á síðustu 5 árum hef ég unnið við samningu á lögum og text- um. Ég hef síðan verið að koma fram í hinum ýmsu menntaskólum og samkomum, þannig að platan er í beinu framhaldi af því. Ég ákvað að prófa að leggja inn efni hjá útgefanda - nánar tiltekið hjá Skífunni. Þeim leist svo vel á efnið að mér var boð- inn samningur. Ég fékk óvanalega góðan tíma til að vinna plötuna og er hún sjálfsagt ein af fáum plötum sem hafa verið unnar á hálfu ári. Hvers vegna svona langan tíma? - Samstarfið við tónlistar- og upp- tökufólkiö var þannig að lögin þurftu sinn tíma til að þróast til hins betra. Það er æskiiegt fyrir ungan mann sem er að gera sína fyrstu plötu að hann fái umhugsunartíma inni í stúdíói og að platan sé ekki kláruð á stuttum tíma. Ég lærði sjálfur mjög mikið á þessum tíma og sérstaklega af samstarfmu viö Tómas R. Tómas- son sem mér finnst vera einn af okkar bestu upptökumönnum. Stemmningin viö upptökurnar var þannig að þær fóru heldur fram á nóttunni. Það má líka segja að stemmningin yfir plötunni sjálfri sé haustleg. Víkjum að ljóðagerðinni,,hvernig hófst hún? - Ég hef alltaf dundað mér við að sen\ja órímuð ljóð, hafði mikinn áhuga á þeim og las mikið af ljóðum, jafnt íslenskum sem erlendum. Ég legg mikið upp úr því að textamir við tónlistina séu góðir. Þessi ljóða- gerð þróaðist út í það að ég tók þátt í söngvakeppni, sem haldin var fyrir tveimur árum í skemmtistaðnum Holly wood, eftir að vinir mínir höfðu ýtt mér út í hana. Plötuupptakan er samt alls ekki framhald af þeirri keppni heldur haföi ég alltaf þörf á að tjá mig og koma mínu efni á fram- færi. Ef ég kafa dýpra ofan í fortíðina þá var tjáningarþörfm þegar til stað- ar í bamaskóla þar sem ég fann hjá mér þörf til aö leika. Draumurinn var alltaf sá að semja tónlist við leik- rit. i Hvernig verður þín tónlist til? - Þegar ég er að semja finnst mér best að gefa mig tónlistinni á vald og hverfa inn í hana þannig að hægt sé aö sjá myndir úr henni sem lista- maðurinn sér á meðan hann er að hlusta á hana. Ég hef einfaldlega þörf fyrir það að setjast niður við píanó eða með kassagítar og tæma tankinn sem hefur fyllst. Geturðu lýst innihaldi textanna í fáumdráttum? - Textarnir hafa allir sinn boðskap og það leynist alltaf pólitík í þeim, ég rey ni að taka afstöðu til þess sem gerist í heiminum. í textanum um demantsbrúðuna segi ég frá því hvernig maðurinn felur sig sífellt á bak við grímu. Annars er erfitt að skipa þeim í ákveðna flokka. Mér verður tíðrætt um ástina, lygina og svo eru aðrir sem eru ævintýra- kenndir. Hvað um fyrirmyndir? - Sá sem hefur haft einna mest áhrif á mig er Peter Gabriel. Hans laga- og textasmíð er fyrsta flokks hvort sem hann yrkir á ensku eða þýsku. Hann er frumlegur og tekst vel að samræma texta og ljóð. Hon- um hefur tekist að móta sinn eigin stíl eftir að hann yfirgaf Genesis. Hann hefur bæði haft áhrif á laga- smíöar mínar og stíl. Gabriel er einn af þeim sem túlka sína tónlist hvað best. Annar áhrifavaldur minn er fyrrverandi söngvarinn í hljómsveit- inni Japan, David Sylvian, sem er einn merkilegasti textahöfundurinn auk Phil Collins. Hvað um framtíðaráform? - Nú er platan nýkomin út þannig að mest vinna mín fer í að fylgja plöt- unni eftir með ýmiss konar kynning- arstarfsemi. Ég mun verða mikið á ferðinni með hljómsveitinni Gíslun- um og munum við bæði leika tónlist af plötunni sem og nýtt efni. Það verður spennandi að sjá hvernig við- tökur platan fær því fólk virðist hafa fest sig við ákveðnar hljómsveitir sem hafa tröllriðið markaðnum á síð- ustu árum og þaö er kominn tími til að nýir menn fái að láta ljós sitt skína. Viðtal: Ásgeir Eggertsson. LITLA GLASGOW Skipholti 50 c, við hliðina á Pítunni RYMINGAR- ÚTSALA vegna flutnings í nýtt húsnæði ★ Rýmingarsalan stendur 8.-12. október. ★ Þeir fyrstu gera bestu kaupin. ★ Ný sending af töskum, skartgripum og venjulegum gallabuxum. OPIÐ TIL KL. 8 Á KVÖLDIN, LAUGARDAGA 11-16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.