Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1987.
15
Islensk tunga
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi
Ég var svo stálheppinn að þulur
nokkur í sjónvarpi beygði sögn vit-
laust um daginn. Það er nefnilega
svo að málfræðingur lifa og nærast
á vankunnáttu þjóðarinnar í með-
ferð móðurmálsins. Þannig er það
okkur hvalreki að heyra vitlaust
beygðar sagnir, klúðurslegt orða-
lag og að sjá stafsetningar- og
málvillur í prentuðu máh.
Sumir hafa af þessu atvinnu sína.
Á sania hátt og eins dauði er ann-
ars brauð, en það er hreina satt
eins og öllum er kunnugt. Og vel
má hugsa sér að snúa orðtakinu á
haus og segja eins brauö er annars
dauði og þaö er líka hreina satt eins
og öllum er kunnugt. Og þetta
hvorttveggja heldur áfram að vera
satt meðan til er fólk í heiminum
sem ekki getur séð annað fólk í
friði.
Þetta var þulur sem var að þylja
erlendar fréttir fyrir ríkissjón-
varpið.
Hann fjallaði um barsmíðar ír-
ana og íraka á flóanum þama
suður frá. írakar voru að sökkva
olíuskipum fyrir írönum og drápu
marga menn „og ullu miklu tjóni.
Það er sem sagt sögnin að valda
sem þulinum varð hált á. Og hann
er ekki sá fyrsti. Þessi sögn hefur
löngum verið mönnum til trafala
og hagað sér vægast sagt undar-
lega. -
Um veikar sagnir, sterkar og
skrítnar
Áður en ég fjalla um sögnina valda-
er rétt að rifja örlítiö upp varðandi
sagnbeygingu yfirleitt.
Sagnir geta verið veikar eða
sterkar. Þær þekkjast sundur á þvi
hvernig þær mynda þátíð.
Sögnin borða er veik og myndar
þátíð með endingunni -ði, þ.e. borð-
aði. Veikar sagnir geta einnig
myndað þátíð með endingunum -di
og -ti (velja-valdi, henda-henti).
Sögnin að borða beygist þannig í
kennimyndum:
borða - borðaði - borðað
Eins og sjá má er þessi beyging
regluleg, þ.e. einungis er bætt end-
ingu aftan við stofninn.
Sögnin éta er á hinn bóginn sterk.
Þátíð hennar er endingarlaus og
myndast með því að stofnsérhljóðið
breytist, þ.e át. Fyrsti stafurinn é
hefur breyst í á.
Hún beygist þannig í kennimynd-
um:
éta - át - átum - étið
íslensk tunga
Eiríkur Brynjólfsson
Hann fjallaði um barsmiðar Irana og Iraka á flóanum þarna suður frá. Irakar voru að sökkva oliuskipum fyrir írönum og drápu marga menn „og
ullu miklu tjóni.
Hún beygist óreglulega í saman-
burði við borða.
Flestar sagnir beygjast reglulega
(veikt), nokkrar beygjast óreglu-
lega (sterkt) og örfáar eru svo
óreglulegar að gera hvorttveggja.
Meðal þeirra er valda.
Um hana segir Björn K. Þórólfs-
son í bók sinni íslenskar orðmynd-
anir á 14. og 15. öld og breytingar
þeirra úr fornmálinu:
„Sögnin valda er einstök í sinni
röð, af því að hún hefur sterka
beygingu í nútíð en veika í þátíð,
olli o.s.frv.; þó kemur fyrir fleirtala
þátíöar ullum, sjá orðabók Guð-
brands Vigfússonar. Á 17. öld varð
til ný sögn, olla, eftir þátíðarmynd-
unum; hún er algeng nú, einkum í
daglegu máli. Beygingin er: olla -
olli - olli - ollað.“
Þá vitum við að þessi sögn er ein-
stök í sinni röð; ekki aðeins að hún
beygist óvenju óreglulega heldur
hefur hún eignast afkvæmi, sögn-
ina að olla. Og mig minnir að ég
hafi séð olla beygða veikt, þ.e. olla
- pllað - ollað.
í orðabók Menningarsjóðs er
sögnin beygð svona:
valda - olli - ollum (ullum) - valdið
(?ollað)
Er nokkur furða þótt svona sagn-
ir geri mönnum gramt í geði þegar
þeim verður hált á notkun þeirra?
Snúum okkur aftur að þulinum
en hann olli/ollaði öllum þessum
vangaveltum. Miðað við Orðabók
Menningarsjóðs þá fór hann alls
ekki með rangt mál því það er ekki
annað að sjá en aö ollum/ullum sé
hvottveggja leyfilegt í þátíð fleir-
tölu af þessari makalausu sögn.
En þetta vekur þá spurninguna
um það hvenær sögn er „vitlaust“
beygð og hvenær „rétt". Hvað er
yfirleytt rétt og rangt?
Vísnaþáttur
F erhendur Tryggva Emilssonar
Það er greinilegt að vissir eigin-
leikar ganga í í ættir. Við tökum
kannski gleggst eftir þessu í sam-
bandi við konur. Drengirnir og
stúlkurnar í ættinni eru undarlega
ólík. Þeir eru athafnasamir og setja
sig gjarna í hættu, keppast um að
vera í forystu í leikjum. Stúlkurnar
eru fyrst og fremst hæglátar og
prúðar, dunda sér, una við lítið,
gæta þess aö óhreinka ekki fótin
sín, vaka yfir yngri systkinum sín-
um þótt enginn hafi sagt þeim það.
Svo vaxa þær upp og allir piltar
vilja eignast þær.
Þetta á líka við í listum. í sumum
ættum er alls staðar fólk sem ann-
aðhvort eða hvort tveggja iðkar
eina eða fleiri listgreinar og það er
eins og allir í ættinni hafi yndi af
listum. í þriðja lagi á þetta við um
margs konar handiðnir og hagleik,
allt er smekklegt í kringum sumt
fólk.
Tryggvi Emilsson
Eg sagði fyrir nokkru frá föður
Tryggva Emilssonar. Hann orti og
varð kunnur hagyrðingur. Hið
sama hafa gert tveir synir gamla
mannsins. Adolf Petersen var
vegaverkstjóri og gaf út ljóðakver
skömmu fyrir lát sitt. Tryggvi
Emilsson varð landskunnur fyrir
nokkrum árum og út fyrir land-
steina fyrir bókmenntastörf. Hann
er aldraður verkamaður, enn að
skrifa. Hér verða teknar vísur úr
bók hans, Rímuð ljóð, sem kom út
1967.
Raula ég inn í rökkursöng
rímnalagið forna,
dreg í seiminn fræðaföng
fram á rauða morgna.
Undir leiði liðsins dags
létt um heiöarvanga
sé ég breiður sólarlags
sunnan heiöar ganga.
Hljómar unn við ystu hvel,
en þó kunni að hlána,
kembir sunna kólguþel
kringum þunnan mána.
Skýin strjúka hafið hljótt,
himinninn sest á djúpin.
Esja hverfur undir nótt
inn í rökkur hjúpinn.
Hér minnist Tryggvi löngu liðins
sumars:
Enn eru full af gaddi gil,
gróðurmoldin kalin,
víst hafa fjöllin fundið til
þegar frostið gekk í dalinn.
Vorið hefur lengi leynst
og líkt við kaldan vetur,
og seinlát hefur sólin reynst
að sinna því ekki betur.
En þó margt sé strit og stríð,
stigið í klakasporið,
þá er loksins liðin tíð,
hve lóan þráði vorið.
Vísnaþáttur
Ymissa veðra von
En það gætir margra og'
misjafnra veðra í vísum hans:
Stormur þusti grein af grein,
grundin hlustar dikið,
í þeim gusti akurrein
af sér dustar rykið.
Lækjarsytra seytlar hjá,
syngur þyt í gárur,
fagurlitar fléttur þá
fallið hnita í bárur.
Silfurbjallan hljómahá
hoppar allan daginn
ofan af fjalli tindiltá
til að falla í sæinn.
Spóinn klingja lætur lag.
Lóan slyng á tóninn
yfir lyngmó ljósan dag
lék sér kringum sóninn.
Þetta eru vísur sem vel myndu
hæfa tónsmiði til að laða fram fal-
legt lag, finnst mér.
Mikið um náttúrulýsingar
Enn er sumar:
Júni heilsar hýr á brá,
hlær við sumardögum.
enda liggur lífið á
að lifni grös í högum.
Hverfur snær, en blíöur blær
brosir og hlær við eyra,
víðirinn grær og teygir tær
til að læra meira.
En það er fljótt að breytast veður
í lofti:
Köldu andar fannafjúk,
frostið sanda veður.
Felur strandir, hylur hnjúk
hríð sem landið treður.
Stjömuþak er myrkt sem mar,
þó margan taki að ugga,
að það vaki einhver þar,
eins og bak við glugga.
Enn má hnuðla óðarvoð.
orðum kuðla saman.
efni bruðla undir hnoð.
efla stuðla gaman.
Hér er. eins og þegar tekið er úr
bókum manna sem vrkja undir
margvíslegum háttum og liggur
margt á hjarta. aðeins gripið það
sem hentar slíkum þætti sem þess-
um. Við reynum að binda okkur
við ferhendurnar og sneiðum jafn-
vel hjá góðum vísum ef þær eru svo
lotulangar að prentarinn þarf að
brjóta línu í tvennt. Þetta á við alla
okkar þætti. Stundum verðum við
þó að brjóta reglurnar, kæmumst
annars í vandræði. Þetta er samt
rétt að taka fram öðru hvoru. Okk-
ar vettvangur er hin einfalda, vel
gerða ferskeytla.
Lokavisa
Ég vel svo af handahófi vísukorn
eftir Sigurð Breiðfjörð og lýk svo
þættinum:
Kæti sanna kveikir hér
Kjörin sín að una viður,
helst á manna háttum sér
að hver er eigin lukkusmiður.
Ekki mun Sigurður þó sjálfur
hafa verið höfundur þessarar
gömlu visku og vafasamt aö hann
hafi sannað hana öörum fremur
með lífi sínu og dauða.
Utanáskrift Jón úr Vör
Fannborg 7, Kópavogi.