Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500
krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið-
ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Ásicritt - Dreifing: Sími 27022
LAUGARDAGUR 10. 0KTÓBER 1987.
Fjárlögin:
„Landbúnaðar-
ráðhena hefur
gefist upp“
„Þaö liggur fyrir aö einn ráöherr-
anna, landbúnaðarráðherra, hefur
gefist upp með sín mál. Hann sam-
þykkir ekkert í sambandi við íjárlögin
nema með fyrirvara og vísar öllu til
nefndar með einum manni frá hverj-
um stjórnarflokkanna," segir einn
þingmanna Sjálfstæðisflokksins.
„Landbúnaðarráðherra sættir sig
ekki við þann niðurskurð sem bitnar
á hans málaflokki eins og öðrum og
krefst þess að aifar fjárveitingar til
landbúnaöarins verði teknar til end-
urskoðunar fyrir afgreiðslu fjárlag-
^#anna.“
-HERB
næturfundi ráðhetra:
Fe til vega-
Rikisstjómin stoppaði upp í 1.200
miDjóna króna fjárlagagat einkum
með niöurskuröi í húsnæðismálum
og samgöngumálum og frekari
skattheimtu af bflum og brennivini
Þennan uppskurð á fjárlögum
framkvæmdu ráðherramir á löng-
um fúndi, sem hófst síödegis f
fyrradag og stóð fram á nótt, eftir
að fyrir lá spá Þjóðhagsstofiaunar
ura hrikaiegan viðskiptahaila með
tilheyrandi verðbólgubáli.
Útgjöld að fjárhæð um 600 milljón-
ir króna voru skorin niður. Mest
virðist hafa verið skoriö af vegamál-
um og Qugmálum, um 130 milljónir
króna, og af húsnæðisraálum, um
100 milijónir króna
Bætt var viö tekjum upp á 600
milijónir króna Þeim er ætlað að
koma með söluskatti, meiri álagn-
ingi á áfengi og tóbak og innQutn-
ingsgjaldi á bíla.
Ríkisstjómin undirbýr jafhframt
aðgerðir í peningamáium til að
reyna aö slá á þensluna. Reyna á að
takmarka peningaraagn í urnferð.
-KMU
Seltjarnarnes:
Tilraunasend-
ingar kapal-
« kerfis hefjast
um áramót
„Við bíðum eftir Pósti og síma en
stofnunin er að leggja ljósleiðarakeríi
um borgina. Við reiknum með að það
veröi tilbúið um næstu áramót. Þá er
eftir að setja upp dreifikerfi og nauð-
synlegan tækjabúnað. Markmiðið er
að setja upp lítið tilraunakapalkerfi í
samvinnu við Póst og síma á Seltjam-
amesi og hefja útsendingar í kringum
áramótin," sagði Július Sólnes, form-
aður Útvarpsfélags Seltjarnarness.
„Við komum til með að fá okkar
sjónvarpsefni í gegnum símstöðina á
Seltjamarnesi en Póstur og simi er nú
;^tf.ö undirbúa uppsetningu á fullkomn-
um móttökubúnaði fyrir erlent sjón-
varpsefni í Múlastöðinni.
Það er verið að semja viö erlendar
sjónvarpsstöðvar um kaup á sjón-
varpsefni en enn hafa engir samningar
verið undirritaðir," sagði Júlíus.
-J.Mar
ÞRDSTUR
68-50-60
VANIR MENN
LOKI
Þeir eru traustir, veggirnir
í íþróttahúsi Birgis!
Gakktu í bæinnT Biigir
Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti vöktu athygli á þvi í gær hve
seint gengi að byggja nýtt íþróttahús við skólann. Þeir buðu mennta-
málaráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, til sin í skólann og stilltu upp
dyrakarmi með hurð í, þar sem fyrirhugað iþróttahús á að rísa. Síðan
opnuðu þeir hurðina og buðu Birgi velkominn i „nýja iþróttahúsið“.
JGH/DV-mynd KAE
Jarðhræringar í Mývatnssveit:
Almannavamir
gera ráðstafanir
Mikii aukning á skjálftavirkni er í
Mývatnssveit. Almannavamir ríkis-
ins 'hafa ákveðið að gera ráðstafnir
vegna skjálftanna. Vegir verða opnað-
ir og farið verður yfir þau plön sem
verið ha*'a í gildi. Ekki em taldir mikl-
ar líkur á gosi þótt ailar hugsanlegar
varúðarráðstafanir verði gerðar.
Það var um klukkan átta á fimmtu-
dagskvöld sem fór að bera á hröðu
landrisi til noröurs við KröQuvirkjun.
í gærmorgun var landris hins vegar
til vesturs. Þær breytingar sem nú eru
á svæðinu em miklar og meiri en ver-
ið hafa. Þær em þó ekki mikiar ef
miðað er við hvað á gekk þegar mest
var um að vera.
Kröflueldar hófust á árinu 1975. Síð-
an hefur gosið ellefu sinnum, síðast
1981. Guðjón Petersen, framkvæmda-
stjóri Almannavama ríkisins, sagði
að ekki væri að marka þó fólk í Mý-
vatnssveit fyndi ekki skjálftana, slíkt
hefði ekki gerst undanfarin sjö til átta
ár.
-sme
Norðurland:
Hættuástand vegna
mikils sjógangs
Brimgarður í Olafsfjarðarhöfn er í
hættu vegna mikils sjógangs á firðin-
um. Stórstreymt er og ipjög flóðhátt.
Sjórinn hefur náð að gera skarð í
brimgarðinn. Ef svo heldur áfram, án
þess að hægt verði að gera við garð-
inn, skapast alvarlegt hættuástand í
höfninni.
Ólafur Sæmundsson hafnarvörður
sagði aö ef svo illa færi þá væra bæði
bátar og mannvirki í mikilli hættu.
Hann sagði að þá opnaðist fyrir brim-
ið inn í vesturhöfnina en hún er lífæð
bæjarins.
Togarar og stærri bátar Ólafsfirð-
inga em ekki á Ólafsfirði en margir
smærri bátar em í landi.
Spáð er áframhaldandi illviðri þann-
ig að ekki er séð hvort meira tjón hlýst
af eða ekki. Olafur sagði að skarðið
sem brimið hefði brotiö í brimgarðinn
væri um metri og annað skarð væri
þegar byijað að myndast.
Töluverðar vegaskemmdir urðu á
Melrakkasléttu í gær. Skemmdimar
urðu við bæinn Harðbak. Mikill sjó-
gangur var og braut hann sjávar-
kambinn á kafla.
Mikið gijót, rekadrumbar og sjávar-
gróður hentust á veginn. Ekki var
vitað í gærkvöldi hvernig vegurinn
var útleikinn þar sem veður var mjög
vont.
í gær var ófært til Siglufjaröar. Flest-
ir vegir aðrir á Norðurlandi vom færir
vel búnum bflum. Helst var það vind-
urinn sem hefti umferö.
-sme
Veðrið á sunnudag
og mánudag:
Slydduél
norðaust-
anlands
Veðurhorfur á sunnudag og mánu-
dag em þær að norðaustan- og
austanátt verður ríkjandi á landinu.
Slydduél verða norðaustanlands en
smáskúrir á Austur- og Suöausturl-
andi.
Ríkið:
Verðhækkun
á mánudag?
„Ég játa hvorki né neita þessu. Það
er bara einfaldlega aldrei gefið upp
fyrirfram hvort verslunum ÁTVR
verður lokað þegar um verðbreytingar
er að ræða, það er prinsippmál," sagði
Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR,
er DV spurði hann hvort Ríkið yröi
lokað á mánudaginn vegna verð-
hækkana.
„Þeir hinir sömu sem óttast að lokað
verði á mánudaginn geta hins vegar
huggað sig við að verslun okkar í
Kringlunni verður ekki lokað“ sagði
Höskuldur. -IGH