Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. OKTÖBER 1987. 13 Trommuleikarinn og Meat Loaf ræðast við en þeir áttu pantað æfingarherbergi þar sem sjálfsagt allt hefur verið stilað upp á Evrópuferðina. Texti og myndir Elín Albertsdóttir „Sýnum íslenskum aðdáendum hversu góðir við erum,“ sögðu Meat Loaf og félagar er DV hitti þá í New York Meat Loaf er kominn í bæinn, hress eins og honum einum er lagið, enda hefur hann hlakkað mikið til að koma til íslands. Blaðamaður DV hitti kappann í stúdíóinu Rocket í New York í síðustu viku er hann var að koma á æfingu ásamt hijómsveit sinni. Einnig fór fram á staðnum upptaka á viðtali fyrir Stöð 2. Rocket er upptökuver með æfingaaðstöðu á 35. stræti. Umhverfiö er ekkert sér- staklega skemmtilegt og umferðin þennan dag var eins og hún verður verst í New York. Nærri lá við heyrn- arskemmdum af flauti bifreiðanna. Rocket er í 25 hæða húsi og þrjár hrörlegar lyftur eru á stöðugu feröa- lagi upp og niður og jafnan troðfullar 'af fólki enda eru íbúðir á efri hæöun- um. Rocket er á fimmtu hæð og þar voru allmargir popparar æðandi um þó ekki væri um nein stór nöfn að ræða. Stutt bið Eftir um þriggja stundarfjórðunga bið kom Meat Loaf á staðinn og af- sakaði sig að vera seinn og kenndi umferöinni um. Það þykir ekki mikil bið eftir poppstjörnu og var blaða- maður reyndar búinn að gera ráö fyrir að bíða í einhverjar klukku- stundir. Meat Loaf er mjög venjuleg- ur, hann hefur grennst þó ennþá teljist hann ekki grannur. Þó heyrð- um við að hann væri duglegur að ganga á ströndínni í Connecticut, þar sem hann býr, ásamt fjölskvldu sinni. Kannski hann sé í megrun? Engin stjarna Við biðum stutta stund eftir að æfingaherbergið yrði 'aust og á með- an hallaði Meat Loaf sér letilega í stól og lét fara vel um sig, tók upp Billboard og fór að lesa. Hann lét ekki mikið fara fyrir sér og nálægir popparar gáfu honum lítinn gaum. Meat Loaf er í raun engin stjarna í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þegar hann var spurður hvernig stæði á því svaraði hann: „Ég hef ekki verið með neina tónleika hér lengi og um leið og maður hættir því er minna tekið eftir manni. Ætlunin er að bæta úr þessu áður en langt um líður en fyrst er það Evrópa." ísland er fyrsti viðkomustaður Meat Loaf í hljómleikaferðinni um Evrópu. Að þessu sinni ætla Meat Loaf og félagar hans, sem eru sjö talsins, að halda sig austan járn- tjalds, ríki kommúnismans, þar sem rokkkonsertar eru aldeilis ekki dag- DV. „Ég get líka lofað þeim að þeir verða ekki sviknir af þessum tónleik- um því við erum ákveðnir í að sýna íslendingum hvaö við erum snjallir." Þaö var svolítiö merkilegt með Meat Loaf að fyrir sjónvarpsupptök- una var hann venjulegur maður sem spjallaði um daginn og veginn. Um leið og kviknaði á upptöku gjör- breyttist hann. Tók upp ýmsa takta og talaði raunar í allt öðrum hreim en áður. Maðurinn er leikari, hugs- aði ég með mér og nokkru síðar var mér sagt aö það væri rétt. Meat Loaf var leikari á sviði áður en hann varð poppstjarna. Áhugi á íslandi Meat Loaf og félagar hans í hljóm- sveitinni voru forvitnir aö vita sitthvað um ísland. Bassaleikarinn spurði hversu margir íbúar væru á íslandi, hvernig veðrið væri og Meat Loaf fullvissaði hann um að það væri áreiðanlega ekki kalt því hann hefði heyrt aö það væri heit gufa í jörðunni. Eftir að sjónvarpsviðtalinu lauk varð Meat Loaf aftur venjulegur maður og sagðist ætla út í kafíi. Hann var samferöa okkur í lyftunni ásamt trommu- og bassaleikaranum. Þá var Ásgeir Tómasson ræddi við Meat Loaf fyrir Stöð tvö en þessi mynd var tekin rétt áður en upptaka fór fram. Meat Loaf sagðist vera búinn að ferðast i yfir tuttugu ár og það væri furöulegt að hann hefði aldrei komið til íslands fyrr. legt brauö. „Ég hef svo oft komið til London," segir hann „og þess vegna finnst mér spennandi að heimsækja aðra hluti í Evrópu." Vinsæl plata Meat Loaf naut mikilla vinsælda hér á landi fyrir tæpum áratug fyrir plötuna Bat Out Of Hell. Af henni seldust hér á landi 14 þúsund eintök sem þykir mjög gott. Lengi vel heyrð- ist ekkert frá honum en fyrir tæpum tveimur árum sendu þeir frá sér Meat Loaf og John Parr, annar bandarískur rokkari, lag saman sem heitir Rock And Roll Mercenaries, sem náði þó nokkrum vinsældum. Meat Loaf þótti takast hvað best upp í rokkinu er hann vann með lagasmiðnum, útsetjaranum og upp- tökustjóranum Jim Steinman. Þeir hyggjast nú taka upp þráðinn að nýju eftir áramótin og hljóðrita plötu í sameiningu. „Ég veit ég á aðdáendur á íslandi og það er kominn tími til að hitta þá,“ sagði Meat Loaf viö blaðamann enn meira spurt um ísland. „Viö komum til íslands á fóstudegi og hljómleikarnir verða á laugardegi, hvaö getum viö gert á föstudags- kvöldið," spurðu þeir. Vitaskuld var þeim sagt að um marga staði væri að ræða á íslandi til að skemmta sér en þar væri enginn bjór. Þetta var sagt um leið og viö gengum út úr lyftunni og þeir urðu svo undrandi að þeir snarstoppuðu og spurðu: „Af hverju ekki???“ Og síðan kom: „Er ekkert áfengi á íslandi?“ Þeir vörp- uðu öndinni léttar en fengu eigi að síöur engan botn í þetta mál. „Það má geta þess að úti á götu í New York sneri sér enginn við til að horfa á þessi poppgoð og svo virtist vera sem enginn þekkti þá einu sinni. En Meat Loaf er jú frægari í Evrópu en heimalandinu. Það var alveg ljóst að þeir félagar biðu spenntir eftir að komast til ís- lands og vonandi að þeir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum er þeir komu til landsins í gær í kuldanum því ennþá er mjög heitt í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.