Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Fréttir
Fiskiþing;
Krafa um genglsfeJlingu
- annaðhvort verður að fella gengið eða ioka fvystihúsunum,
Grímsson
Bjami Grímsson frá Þingeyri
flutti framsöguræöu um efnahags-
ástand og horfur í sjávarútvegi í
gær. Bjarni sagöi að ekki kæmi
annað til greina en að horflö yrði
frá fastgengisstefnunni og gengið
fellt. Þeir sem tóku til máls á eftir þannig að menn stæðu einfaldlega að fella gengið ef ekki yrði gripið þing samþykkja og senda frá sér
Bjama tóku irndir þetta. frammi fyrir því aö annaðhvort til hliöarráðstafana sem dygðu til ályktun um efnahagsmál sem
í ræðu sinni sagði Bjami aö hrá- væri að loka frystihusunum eða aö þess að koma í veg fyrir aö gengis- væntanlega mun endurspegla vilja
efhis- og launakostnaður væri nú gengiö yrði fellt til aö auka tekjur fellingin kæmi verðbólguhjólinu á manna úr öllum greinum sjávarút-
orðinn um 70% af gjöldum flsk- fiskvinnslunnar. fuila ferð. vegsins.
vinnslunnarogástandiðværiorðið Hann sagði líka að ekki væri nóg ídageöaámorgunmunsvofiski- -S.dór
Víða má sjá móttökuskjái á háhýsum. Ná þeir hver um sig aðeins til 36
notenda? DV-myndir KAE
Gewihnattamóttakarar;
Ólöglegar stöðvar
látnar óáreittar?
Nokkuð Ijóst er aö töluvert margar
stöðvar, sem taka á móti sjónvarps-
efni frá gervihnöttum, eru reknar á
ólöglegan máta. Það má sjá á því að
mun fleiri gervihnattamóttakarar
hafa verið seldir hér á landi heldur
en samgönguráöuneytið hefur gefið
leyfi fyrir.
Samkvæmt heimildum, sem DV
hefur frá aðila sem þekkir mjög vel
til þessara mála, þá eru um 70% allra
móttökustöðva í landinu ólöglegar.
Samgönguráðuneytið gefur leyfi til
stöðvanna eftir að eigandi hefur
tryggt sér heimild til að taka á móti
efninu frá útsendingarstöð. Ef fleiri
en aðilar hafa aðgang að efninu
þarf að auki að koma til útvarps-
leyfi. Útvarpsréttarnefnd hefur ekki
gefið út leyfi til slíkra stöðva.
Víða í Reykjavík og nágrenni má
sjá möttukuskjái á stórum sambýlis-
húsum þar sem íbúðir eru fleiri
heldur en leyfilegt er að tengist
stöðvunum.
Hjá Radíóeftirliti Pósts og síma
fengust þær upplýsingar aö grunur
léki á að ólögleg stöð væri rekin í
Breiðholti í Reykjavík. Sú stöð hefði
að vísu leyfi en mun fleiri notendur
væru að stöðinni heldur en leyfið
segði til um. Samkvæmt upplýsing-
um frá Radíóeftirlitinu, hefur ekki
verið ákveðið hvenær né hvort verði
gripið til ráðstafana vegna stöðvar-
innar.
Nýverið lét Póstur og sími loka
einni stöð. Sú stöð var á Patreks-
firði. Hún var ólík þeim mörgu
ólöglegu stöðvum sem virðast starfa
óáreittar að þar var efnið sent út í
loftinu en hinar stöðvarnar senda
flestar ef ekki allar efnið gegnum
streng. -sme
Tveggja mánaða
spá er úrelt
Þeir Ólafur ísleifsson, efnahagsr-
áðgjafi ríkisstjórnarinnar, og Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, eru sammála um að veigamikil
atriði í tveggja mánaða gamalli þjóð-
hagsspá séu úrelt. Viðskiptakjör hafa
snarversnað og sterk rök hníga að
verulegum samdrætti í sjávarafla.
Þórður sagði í morgun að enn
þyrftu aö líða 2-3 vikur þar til unnt
yrði að meta ytri aðstæður á ný og
áhrif aflatakmarkana. Fall dollarans
vegur hvað þyngst í versnandi við-
skiptakjörum. Forseti Bandaríkj-
anna og þingið ræða nú efnahags-
ráðstanir þar og þá ræðst
væntanlega nánasta framtíð dollar-
ans sem getur farið á ýmsa lund.
Aflamark hér heima hefur ekki enn-
þá verið ákveðið.
í samtali DV við Ólaf í morgun
undirstrikaði hann að viðbrögð við
þessum áföllum yrðu óhjákvæmilega
að vera ákveðin og markviss. Búið
væri að ákveða hallalausan ríkis-
búskap og nú yrði að herða á aðhaldi
í peningamálum og útlánum. Þá væri
ljóst að ef spá vinnuveitenda væri
nærri lagi gæti orðið mjög erfitt að
framfylgja stefnu ríkisstjórnarinnar
um að viðhalda núverandi kaup-
mætti launa.
Báðir vísuðu þeir Ólafur og Þórður
til verðbréfahrunsins í Wall Street
sem hefði kippt fótunum undan nýj-
um spám margra helstu efnahags-
sérfræðinga heimsins um áfram-
haldandi hagvöxt í helstu
iðnríkjunum. Nú væri spáð stöðnun
sem þýddi væntanlega að við gætum
ekki vænst bata af ytri aðstæðum á
næstunni svo sem verðhækkana á
afurðum okkar. Það þýddi einnig aft-
urkipp í þjóðhagsspánni.
-HERB
Sendiráðið í London:
Oliklegt að Islendingar
hafi lent í slysinu
„Ég tel það mjög ólíklegt að ís-
lendingur eða íslendingar hafi lent
í þessu hörmulega slysi viö King
Cross-stööina i gærkvöldi, það hef-
ur ekkert veriö haft samband við
mig vegna slyssins,“ sagði Jón A.
Baldvinsson, sendiráðsprestur í
London, við DV í raorgun.
Jón sagði ennfremur að það
kæmi oftast nær í hans hlut aö tíl-
kynna ættingjum íslendinga í
London eða heima á íslandi ef ís-
lendingur slasaöist eða létist af
slysfórum í London. -JGH
- sjá bls. 10
Útsvar 6,75%?
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra mun væntanlega í dag
gefa út reglugerð um innheimtuhlut-
fall sveitarfélaga í staðgreiðslukerfi
skatta. Líkur bentu til þess fyrir rík-
isstjórnarfund í morgun að innheimt
útsvar yrði 6,75%, eða hálfu prósenti
hærra en ríkisstjómin haföi áður
talið að duga myndi sveitarfélögum.
Ágreiningur hefur verið á milli rík-
isstjórnarinnar og Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga um þetta atriði.
Sveitarfélögin hafa talið að hlutfalhð
ætti að vera 7,5% en ríkisvaldið
6,25%. Mismunurinn er 25-30 þús-
und króna skattbyrði á hverja
ijögurra manna fjölskyldu í landinu.
Með 6,75% útsvari hækkar stað-
greiðsluprósentan úr 34,75% upp í
35,25%. Það þýðir líklega 10-12 þús-
und krónur í hærri sköttum á hverja
fjögurra manna fjölskyldu á ári.
-KMU
Vinnuveitendasamband íslands:
Ríkisstjómin verður að
endurmeta efnahagsstefnuna
„Nú stefnir í langtum meiri halla
í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar
en áður var reiknað með. Stjórn-
völd hljóta því að þurfa að endur-
meta efnahagsstefnuna í ljósi
breyttra viðhorfa." Svo segir í
drögum að þjóðhagsspá, sem Ólaf-
ur Davíðsson hagfræðingur hefur
unnið fyrir Vinnuveitendasam-
band íslands og Ólafur og Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambandsins,
kynntu í gær fyrir talsmönnum
Verkamannasambandsins og
fréttamönnum.
Ólafur Davíðsson sagði að veiga-
miklar breytingar heföu átt sér
stað frá því að þjóðhagsáætlun sú,
sem ríkisstjórnin byggði fjárlaga-
frumvarp sitt á, var gerð í október.
Hann benti á minnkandi aflabrögð,
sem stefnt væri að á næsta ári,
áframhaldandi fall dollarans og
versnandi viðskiptakjör um 2%.
Þær forsendur sem Ólafur sagðist
hafa byggt spá sína á eru að gert
er ráð fyrir að þorskafli verði ekki
nema 300 þúsund lestir á næsta
ári. Hann sagðist hafa reiknað út
frá þvi að hann yrði 345 þúsund
lestir. Einnig sagðist hann hafa
reiknað með lækkun dollarans,
minni hagvexti í heiminum en
reiknaö var með, eftir verðbréfa-
hrunið á dögunum, að viðskipta-
kjörin rýmuðu um 2% og að
kaupmáttur tekna yrði svipaður á
árinu 1988 og við lok þessa árs en
kaupmáttur taxtakaups minni.
Samkvæmt þessum forsendum
stefndi í 9,2 milljaröa króna halla
í utanríkisviðskiptum í stað 4,4
milljaröa sem ríkisstjórnin gerði
ráð fyrir
Þórarinn V. Þórarinsson sagði aö
þessar breyttu forsendur hlytu að
verða lagðar til grundvallar viö
gerð komandi kjarasamninga.
Þeir Ólafur og Þórarinn voru
spurðir hvort þessar forsendur,
sem þeir byggðu á, gætu ekki hæg-
lega breyst á stuttum tíma. Hvað
ef gengið yrði fellt, ef dollarinn
hækkaöi aftur og ef veiddar yrðu
meira en 345 þúsund lestir. Allt
gæti þetta gerst.
Þórarinn sagði að ef gengið yrði
fellt án viðeigandi hliðarráðstafana
stæðu menn í sömu sporum nema
hvað verðbólguhjólið myndi snúast
hraðar. Þeir sögðu fátt benda til
þess aö dollarinn hækkaði sem ein-
hveiju næmi og með frumvarps-
drögum að fiskveiðistefnunni væri
allt gert til að búa svo um hnútana
að aflinn færi ekki mikið yfir þær
300 þúsund lestir sem'fiskifræðing-
ar leggja til að veiddar verði af
þorski.
-S.dór