Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Fréttir__________________________
Skoðanakönnun DV um dóma í kynferðisafbrotamálum:
Nær allir telja
dómana hafa
verið of létta
Geysimikill meirihluti lands-
manna telur, aö dómar í kynferðisaf-
brotamálum hafi veriö of léttir.
Meirihlutinn er svo mikill, að varla
er nokkur annarrar skoðunar. Þetta
kom í ljós í skoðanakönnun DV.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt milli kynja
og jafnt milli höfuöborgarsvæðis og
landsbyggðarinnar. Spurt var: Tel-
urðu að dómar i kynferðisafbrota-
málum hér á landi hafi verið of
þungir, of léttir eða hæfilegir?
Af öllu úrtakinu sögðu aðeins 0,3
prósent, að dómarnir hefðu verið of
þungir. Heil 86,8 próent sögðu, að
dómarnir hefðu verið of léttir. 3,7
prósent töldu dómana hafa verið
hæfilega. 6,2 prósent voru óákveðin
og 3 prósent færðust undan að svara.
Þetta þýðir, að af þeim, sem afstöðu
taka, telja 0,4 prósent að dómarnir
hafi verið of þungir, 95,6 prósent telja
dóma í kynferöisafbrotamálum hafa
verið of létta og 4 prósent telja dóm-
ana hafa verið hæfdega.
Enginn teljandi munur var á af-
stöðu karla og kvenna til þessarar
spurningar, og enginn teljandi mun-
ur var milli landshluta. -HH
Ummæli fólks
Karl í Reykjavík kvaðst hand-
viss um, að dómar í kynferðisaf-
brotamálum hér hefðu verið of
vægir að undanfórnu. Kona á
Norðurlandi sagði, að dæma ætti
þessa menn mun þyngra en nú
væri gert. Kona í Reykjavík
kvaðst mjög reiö, því að þessir
dómar heföu verið alltof léttir.
Karl á Vesturlandi sagði, að taka
þyrfti þessi mál fastari tökum.
Kona á Reykjavíkursvæðinu
sagði, að dómar fyrir kynferðisaf-
brot hefðu veriö tii skammar og
alltof léttir. Kona á Austurlandi
sagði, að taka ætti mjög hart á
kynferðisglæpamönnum. Karl
úti á landi sagði, að nota þyrfti
gamaldags refsingar, þegar slíkir
menn ættu í hlut. Kona á Norður-
landi taidi, að slik brot endur-
tækju sig siður, væru refsingam-
ar harðari. Kona í Reykjavik
sagði, að dómamir hefðu verið
réttir og hæfllegir.
-HH.
Um dóma yfir kynferðisafbrotamenn
Kakan sýnir hlutföllin milli þeirra, sem telja dómana of þunga, þeirra sem
telja þá of létta og þeirra sem telja dómana hæfilega.
Nær allir vilja, að dómarnir hefðu verið þyngri.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar:
Telja dómana hafa verið of þunga 2 eða 0,3%
Telja dómana hafa veriö of létta 521 eða 86,8%
Telja dómana hafa verið hæfilega 22 eða 3,7%
Óákveðnir 37 eða 6,2%
Svara ekki 18 eða 3%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu,
verða niðurstöðurnar þessar:
Teljadómanaofþunga 0,4%
Teljadómanaoflétta 95,6%
Telja dómana hæfilega 4%
í dag mælir Dagfari
Ekki veit Dagfari hversu margir
menn sitja Fiskiþing. Þeir hljóta
þó að vera harla margir miðað við
þær óteljandi skoðanir sem á lofti
eru um fiskveiðistefnuna, enda
verður ekki betur séð en hver og
einn sjávarútvegsmaður hafi sína
sérstöku skoðun á þessari stefnu.
Einn vill kvótann, annar vill sókn-
armark, sá þriðji aflamark. Enn
aðrir vilja skrapdaga, sumir jafna
skiptingu milli landshluta og svo
eru það þeir sem vilja kvóta en
bara öðruvísi kvóta en kvótann í
dag. Einn hópurinn vill auðlinda-
skatt, annar viU útboð á kvótum
og sá þriðji vill að fólkið í landi fái
sama rétt og sjómenn og útvegs-
menn til að veiða fiskinn og gæti
það svo sem orðið nógu fróðlegt að
fá að sjá hvernig fískveiðar á þurru
landi ganga fyrir sig.
Langsamlega flestir eru hins veg-
ar á móti því sem hinir segja og
hefur sú skoðun yfirgnæfandi
meirihluta ef marka má ítarlegar
fréttaskýringar á umræðum Fiski-
þings, Landssambandsþings,
Sjómannasambandsþings og Al-
þingis.
Frá síðastnefnda þinginu hafa
borist tilmæli til svokallaðrar ráð-
gjafamefndar um fiskveiðistjóm-
Fagur fiskur í sjó
un framtíðarinnar frá þrjátíu og
tveim þingmönnum um að ráðgjaf-
arnefndin leggi til að skiptingu
landsins í tvö veiðisvæði verði af-
numin. Ekki er gott að sjá hvað
þeir vilja fá í staðinn en það er líka
aukaatriði ef hafður ér sá meiri-
hlutavilji í huga að aðalatriðið sé
að vera á móti því sem aðrir segja
eöa vilja.
Sjávarútvegsráðherra hefur bent
þessum þijátíu og tveim þing-
mönnum á þá staðreynd að það sé
Alþingi sem setur lög um fiskveiði-
stefnu en ekki ráðgjafarnefndir út
í bæ en það verður að virða bles-
suðum þingmönnunum okkar það
til vorkunnar að þeir eru ekki leng-
ur vissir um það hverju Aiþingi
ræður eða hver ræður Alþingi.
Þeir geta heldur ekki fyrir nokkurn
mun treyst því að Alþingi geri það
sem þeir vilja sjálflr vegna þess að
þingmenn eru fyrir löngu hættir
að hafa nokkuð um það að segja
hvað gert er á Alþingi. Ákvarðanir
eru teknar úti í bæ, eins og allir
vita, ýmist á fiskiþingum, lands-
sambandsþingum eða þá einkum
af Halldóri sjávarútvegsráðherra
sem hefur ráðgjafamefndir á sín-
um snærum sem samþykkja það
sem ráðherra ráðleggur þeim að
ráðleggja sér þegar hann er búinn
að taka ákvörðun um það hvað
hann vill láta ráöleggja sér.
í rauninni er ailt þetta umstang
með fiskveiðiþing og önnur þing
ekki bara flókið og furðulegt. Það
er líka bráðfyndið og hlægilegt. Og
ennþá hlægilegra er þegar þessi
þing eru að reyna að hafa skoðanir
á fiskveiðistefnunni sem Halldór
Ásgrímsson er búinn að ákveða
hver verður. Enda fer þetta frekar
í taugarnar á Halldóri heldur en
hitt og maöurinn er auðsjáanlega
þreyttur og svekktur yfir því að
þurfa að sitja undir öllum þessum
skoðunum sem verið er að ónáða
hann með löngu eftir að hann er
búinn að taka ákvörðun. Enda
hrynja þær af honum eins vatn af
gæs.
Stundum verður Halldór hissa,
oft reiður en mest og oftast er hann
dapur, óskaplega dapur, yfir öllum
þessum mönnum sem em að
skamma hann og gagnrýna fyrir
fiskveiöistefnu sem hann er löngu
búinn að ákveða og getur ekki orð-
ið öðruvísi en hann er búinn að
ákveða.
Halldór er reyndar með pottþétta
aðferð í því að ákveöa fiskveiði-
stefnu. Hann segir á fiskiþingi að
Alþingi setji lög. En niðri á Alþingi
segir hann við þingmennina að það
séu fiskiþing og ráðgjafarnefnd
sjávarútvegsins sem ákveöi tillög-
ur sem hann verði að fara eftir.
Og svo verður hann hissa á svipinn
þegar þingmennirnir senda honum
bænarskrár um að fá samþykkt lög
sem þeir vilja samþykkja. En þegar
hann kemur niður í fiskiþing setur
hann upp hinn svipinn og verður
sár og reiður þegar fiskiþingsmenn
eru að blanda sér í mál sem Al-
þingi tekur ákvarðanir um.
Segja má að almenningur og sjón-
varpsáhorfendur, sem fá alla þessa
umræðu beint í æð, séu miklu
daprari yfir ástandinu á andlitinu
á honum Haildóri. heldur en
ástandinu á fiskveiöistefnunni. Al-
menningur hefur meiri áhyggjur
af Halldóri heldur en þorskinum
sem segir sína sögu'um fiskveið-
iumræðuna.
Dagfari