Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Side 9
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
9
Utlönd
Þa skortir
ábyvgð og
einurð
„Afstaöa Bandaríkjanna í þessu í
Reykjavík sýndi ljóslega að Banda-
ríkjamenn höfðu ekki gefið upp alla
von um yfirburð en þá skorti ábyrgð
og póbtíska einurð til að komast yfir
þennan þröskuld enda hefði þá losn-
að um tök hernaðar- og iðnaðarsamt-
steypanna,“ segir Mikhail Gor-
batsjov, aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins, á einum stað
í bók sinni, Perestrojka.
artilraunanna og var upphaf annars.
Við brutum upp hið gamla mynstur
viðræðna og færðum viðræður Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna út úr
því sem ég vil kalla stjórnmálaþoku
og lýðskrum. í áralöngum samninga-
umleitunum hafði fjöldi tillagna frá
báðum gert afvopnunarmál að hinni
örgustu latínu, jafnvel fyrir stjórn-
málaleiðtoga, hvaö þá fyrir almenn-
ing.“
Eintök af riti Mikhail Gorbatsjov prýddu glugga bókaverslana víða um heim
i gær.
Simamynd Reuter
Komið
og skoðið
Valenzia
hornsófann
og Comet
hvíldarstólinn.
Landsins stærsta úrval af bólstr-
uðum húsgögnum:
Hornsófar - Sófasett - Svefn-
sófar - Hvíldarstólar.
Margir litir - Góð húsgögn -
Gott verð.
Það er
þess
virði.
Opið alla
helgina.
TM-HÚSGÖGN
Síðumúla 30, sími 68-68-22,
Bók aðalritarans kom formlega út
í gær, samtímis í íjölmörgum þjóð-
löndum. Hér á landi er það bókafor-
lagið Iðunn sem gefur ritið út og var
því fylgt úr hlaði á fundi með fjöl-
miðlum.
Á fundi þessum flutti Steingrímur
Hermannsson utanríkisráðherra
ávarp, þar sem hann gerði höfund
bókarinnar að umræðuefni. Sagði
ráðherrann að því væri ekki að leyna
að Gorbatsjov heföi haft töluverð
áhrif á afstöðu sína til heimsmála.
Sagði ráðherrann ennfremur að ekki
mætti draga úr mikilvægi þess að
einn af leiðtogum stórveldis fengist
til að opinbera almúga manna hugs-
anir sínar og kenningar á þennan
máta.
Sama atriði kom fram í máli Heim-
is Pálssonar, sem er ritstjóri íslensku
útgáfunnar af bókinni. Sagði hann
að það væri vissulega mikilvæg þró-
un þegar leiðtogi stórveldis kæmi
ofan af stalli sínum og beindi máh
sínu beint til alþýðu manna, án
hinna hefðbundnu milliliða embætt-
ismanna, stofnana og fjölmiðla.
í formála að bók sinni segir Gor-
batsjov sjálfur um þetta atriði:
„Þessa bók samdi ég af því að ég
vildi beina orðum mínum milhliða-
laust til þjóða Sovétríkjanna,
Bandarikjanna og reyndar allra
þjóða.“
Og síðar:
„Eg samdi þessa bók af því að ég
treysti heilbrigðri skynsemi jarð-
arbúa. Ég er sannfærður um að þeir
hafa, eins og ég, áhyggjur af því hvað
bíður hnattarins okkar. Það er meg-
inatriðið."
í bókinni ræðir Gorbatsjov mikið
um ábyrgð stórveldanna og nauðsyn
þess að þau grípi til nýrra vinnu-
bragða í samskiptum sín á milh og
samskiptum sínum við aðrar þjóðir.
Hann telur að Reykjavíkurfundur-
inn hafi markað þáttaskh í þessum
efnum og segir:
„Við teljum aö fundurinn á íslandi
hafi markað þáttaskil. Hann batt
endahnútinn á einn þátt afvopnun-
n Jeep
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiöjuvegi 4, Kop , s. 7 72 00 - 7 72 02.
CHEROKEE JEPPAR á sérlega hagstæðum kjörum:
★ 25% útborgun
★ Eftirst. lánaðar í allt að 2 % ár
★ Ath. Gengi dollars - Hagkvæmt verð
o o
1988