Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Síða 10
10
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Útiönd
Fíknieöiaframleiöandi, sem var
aö afþlána tuttugu ára fangelsis-
dóm, flúöi úr svissnesku fangelsi í
gær ásamt fimm félögum sinum.
Haföi maöurinn, Charles Altieri,
verið dæmdur til tveggja áratuga
fangavistar fyrir að hafa átt og rek-
ið efnafræðistofu þar sem framleitt
var heróin.
Altieri, sem er liölega þrítugur
Frakki, átti aö koma aö nýju fyrir
rétt á næsta ári, í tengslum viö
morðiö á Pierre Michel dómara.
Ekki var skýrt frá því í gær hveij-
ir hinir fimm, sem Qúðu með
Altieri, væru.
Fnykur í Rómaborg
Mikil ólykt er nú víða i Rómaborg
þar sem sorphreinsunarraenn eru
í verkfalli. Hlaðar af sorpi liggja
víða á götum úti og er byrjað aö slá
í marga þeirra.
Sorphreinsunarmennimir krefj-
ast aukinna réttinda og á sama
tíma vilja þeir minnkun á yfir-
vinnu sinni.
í gær efndu starfsmenn flugvalla
og flugfélaga í Róm og Milanó einn-
ig til verkfalla og urðu töluverðar
truflanir á áætlanaflugi um þessa
flugvelli vegna þess.
Þá hafa þrjú af helstu alþýðusam-
böndum Ítaiíu boðað allsheijar-
verkfall þann 25. nóvember til þess
aö mótmæla því að ríkisstjómin
hefur frestað skattalækkunum.
Ráðstefnur flýja
Töluverð brögð em nú að þvi að ráðstefnur, sem ætlunin var að yrðu
haldnar á Filippseyjum, flytji sig um set eitthvað annað vegna ástands
öryggisrnála þar í landi. ’rákynnt hefur verið um að minnsta kosti tíu
stórar ráðstefnur sem hætt hefúr verið við að halda á Filippseyjum. Er
talið að þetta muni kosta landið milfjónir dollara.
Ein stærsta ráðstefnan, sem halda átti á Filippseyjum á næstumii, var
kristileg ráðstefha sem búist var við að fimm þúsund útlendingar sæktu.
Þessi ráðstefna hefur nú verið flutt til Singapore.
Skipuleggjendur annarrar alþjóðlegrar ráðstefiiu um alnæmi, sem halda
átti í næstu viku, segja að sex af þeim sem þar áttu að flytja erindi hafi
Sérstakur kviðdómur komst í
gær aö þeirri niöurstöðu að ekki
væri grundvöllur til þess að ákæra
rokkstjömuna David Bowie fyrir
nauðgun. Bowie var sakaður um
að hafa ráöist kynferðislega á konu
i Dallas og aö hafa sett hana í hættu
af alnæmissmiti.
Konan, sem er þrítug aö aldri,
kærði Bowie fyrir að hafa ráðist á
sig á hótelherbergi í Dallas í októ-
bermánuði síðastliönum. Eftir á á
hann aö hafa sagt henni að nú
væri hún komin með alnæmissmit.
Bowie sagði að ákæmr þessar
væru fáránlegar og mætti ekki fyr-
ir rétti.
tækt kókaín sem talið er að hefði selst fyrir um flmm hundrað milljónir
doliara eöa um tuttugu milljarða íslenskra króna.
Fíkniefnin voru i gám á leið frá Mið-Ameriku til Florida og var hægt
að rekja sendinguna til húsgagnaverslunar.
Alls voru þetta nær þijú tonn af kókaíni sem falin vora í timbursend-
ingu.
koma höndum yfir í einu.
Rústir neðanjarðarbrautarstöðvarinnar King’s Cross í morgun, eftir að eldur fór þar um i gaer. Simamynd Reuter
Á fjórða tug
fórust í eldi
Á íjórða tug farþega og starfs-
manna neðanjarðarbrautanna í
London fórust í gær þegar eldur kom
upp í King’s Cross brautarstöðinni.
Ljóst er að þijátíu og tveir fórust í
eldinum, eða af völdum reykeitrunar
en óttast er að sú tala eigi eftir að
hækka því meira en fimmtíu manns
liggja þungt haldnir af bruna og
reykeitrun og nokkurra er enn sakn-
að.
Eldurinn braust út um klukkan
hálfátta í gærkvöldi í gamalli lyftu í
brautarstöðinni. Á þeim tíma er
mestu umferðinni um stöðina lokið
en hundruð farþega voru samt enn
á leið um hana. Mikill ótti greip um
sig þegar reykurinn breiddist út um
stööina og gaus út um útgönguleiðir
hennar.
Sem fyrr segir er nokkurra aðila
enn saknaö og að sögn slökkviliðs-
manna er talið ómögulegt að nokkur
sá sem er enn niðri í göngum stöðv-
arinnar geti verið á lífi.
Slökkviliösmenn hvíia sig frá
slökkvistörfum í gærkvöldi.
Simamynd Reuter
Eldurinn breiddist skjótt út frá lyft-
unni og gjöreyðilagði stóran sal, þar
sem miðasala stöðvarinnar er.
Talið er að þetta sé versta slys sem
átt hefur sér stað í neðanjarðarbraut-
arkerfinu í London til þessa. Kerfi
þetta hefur verið talið eitt hið örugg-
asta í heimi, enda hafa þar orðið
mjög fá slys á þeim langa tíma sem
það hefur starfað.
Árið 1975 létu þó fjörutíu og þrír
lífið þegar árekstur varð í einum af
göngum neðanjarðarbrautarkerfis-
ins.
Stórir hlutar brautarkerfisins voru
byggðir á síðustu öld og eru því
komnir nokkuö til ára sinna. Undan-
farin ár hefur staðið mikil endumýj-
un á kerfinu og var meðal annars
fyrirhugað að hefja endurbyggingu
King’ðs Cross bráðlega. Lyftan þar
sem eldurinn kom upp átti að verða
meðal þess fyrsta sem endurnýjað
yrði þar.
x:!Í!:!M!!?¥
■ ■ ■
Reykur gýs upp um útgönguleið frá King’s Cross.
Símamynd Reuter