Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
15
Það skyldi þó aldrei vera
„Það skyldi þó aldrei vera að þéttbýlis-
búar taki einmitt undir þá nýju land-
búnaðarstefnu sem Framsóknarflokk-
urinn hefur mótað og verið er að vinna
að. Eg er þess fullviss að sú er raunin.“
í síðustu skoðanakönnun DV um
fylgi stjómmálaflokkanna kemur
fram mikil fylgisaukning hjá
Framsóknarflokknum og er hon-
um nú spáð 29,1% atkvæða eða um
10% fylgisaukningu frá alþingis-
kosningunum sl. vor.
Að sjálfsögðu eru þetta ánægju-
legar niðurstöður fyrir Framsókn-
arflokkinn og sýnir að stefna hans
nýtur vaxandi fylgis meðaf lands-
manna.
í sama blaði og niðurstöðurnar
birtust var feitað áfits forystu-
manna stjórnmálaflokkanna á
þeim. Svo sem búast mátti við voru
þeir misjafnlega ánægðir og kom
fram í svari Jóns Bafdvins Hanni-
bafssonar fjármálaráðherra (hann
eyddi meiri tíma í að útskýra fylgis-
aukningu Framsóknarflokksins en
fylgistap síns flokks) að hann ætti
erfitt með að skýra þess fylgisaukn-
ingu Framsóknarflokksins og sagði
m.a.: „Og það væri forvitnilegt að
vita hvort þessi stuðningur við
hann kemur úr þéttbýhnu eöa af
landsbyggðinni. Varla er þetta
stuöningur þéttbýhsins við land-
búnaðarstefnu Framsóknar, eða
hvað?“
Já, Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra, það er ekki
nema von að þú sért hugsi yfir
þessu. Það skyldi þó aldrei vera að
þéttbýlisbúar taki einmitt undir þá
nýju landbúnaðarstefnu sem
Framsóknarflokkurinn hefur mót-
KjaUarinn
Níels Árni Lund
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
að og verið er að vinna að. Ég er
þess fullviss að sú er raunin.
Ný stefna
Sú landbúnaðarstefna, sem rekin
hefur verið hér á landi í mörg und-
anfarin ár og áratugi, var fyrir
löngu orði úrelt og brýna nauðsyn
bar til að breyta til í samræmi við
nýja tíma og þær markaðsaöstæð-
ur sem við búum við nú. Engum
var þetta betur ljóst en Framsókn-
arflokknum.
í samræmi við það var það eitt
af fyrstu verkum Jóns Helgasonar
landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn
Steingríms 1 Hermannssnar að
semja og leggja fram á Alþingi nýtt
lagafrumvarp um framleiðslu og
sölu búvara. Við samningu þeirra
laga byggði hann á hugmyndum
Stéttarsambands bænda og fleiri
aðila sem hlut eiga aö máli enda lá
fyrir vhji þeirra um verulegar
breytingar á fyrri lögum. Alþingi
samþykkti ný búvörulög og þau
tóku gildi 1. júlí 1985.
Eitt af markmiðum þeirra laga
er að framleiðsla landbúnaðaraf-
urða skuli nema sem næst innan-
landsneyslu hverju sinni. Þetta
þýddi að draga þurfti verulega
saman framleiðslu á mjólkurafurð-
'um og kjöti og haföi það í för með
sér aö bændum var úthlutaöur tak-
markaður framleiðsluréttur sem
þeim var tryggt verð fyrir.
Samhliöa þessu hefur verið lögð
áhersla á uppbyggingu nýrra bú-
greina, með það að markmiöi að
tryggja búsetu á jörðum og auka
fjölbreytni í atvinnulífi og íslenskri
framleiðslu.
Á síðasta vori var undirritaður
sérstakur samningur milli bænda
og stjórnvalda um framleiöslurétt
á mjólk og kindakjöti fyrir verð-
lagsárin 1988-1992 og miðast
samningurinn við að ná birgða-
stöðu þessarar afurða í eðlilegt
horf á samningstímabilinu.
Enginn vafi er á að yfirgnæfandi
hluti íslensku þjóðarinnar gerir sér
grein fyrir þeim breytingum sem
eiga sér stað í landbúnaöi og vill
aö þær takist sem best. Þjóðin veit
að bændur reyna nú í samræmi viö
stefnu stjórnvalda að skrúfa eins
hratt fyrir umframframleiðslu og
kostur er, án þess að riðla þeirri
byggðaskipan sem fyrir er í
landinu.
Þann aðlögunartíma, sem nú
stendur yfir, er nauðsynlegt aö
nota til að koma stjórn á framleiðsl-
una og að því er unnið.
Ábyrg vinnubrögð
skapa traust
Óábyrg vinnubrögð, sem e.t.v.
hafa þaö eitt að markmiði að
klekkja á bændastéttinni, geta leitt
til stórkostlegrar byggðaröskunar
sem hvorki stjórnvöld né íslenskt
þjóðfélag eru fær um að mæta.
Þjóðin vhl ábyrg vinnubrögð og
að stjórnmálamenn vinni í átt til
uppbyggingar en ekki aö niðurrifi,
hvort heldur það er gegn atvinnu-
stéttum eða byggöum landsins.
Framsóknarflokkurinn hefur
unnið ábyrgt að landbúnaðarmál-
um sem og öðrum málaflokkum.
Við það hefur hann fengið traust
þjóðarinnar, af þeim ástæðum fer
fylgi hans vaxandi. Hann skilur
þörf fyrir breytingar í landbúnað-
armálum og vinnur að því að koma
þeim á. Þetta fmnur þéttbýlisfólk
jafnt sem landsbyggðarfólk og þar
af leiðandi nýtur hann stuðnings
allra landsmanna við framkvæmd
stefnumála sinna.
Áróður, sem byggist á að sverta
íslenskan landbúnað og þá sem viö
hann vinna, gengur ekki í kjósend-
ur - sama þótt um hálfkveðnar
vísur sé að ræða. Það er sem betur
fer liðin tíð að hægt sé að etja þétt-
býlisfólki og landsbyggðarfólki
saman út af landbúnaðarmálum og
í raun skammarlegt að það skuli
vera reynt af stjórnmálamönnum
sem vilja kalla sig ábyrga.
Niels Árni Lund
Ekki vald fiá Guði heldur umboð kjósenda
Eftirfarandi grein var flutt sem
ávarp á útifundi við Tjörnina í
Reykjavík sunnudaginn 15. þ.m.:
íbúum Reykjavíkur og velunnur-
um hennar hefur sjaldan brugðið
eins illa og þegar þeir áttuðu sig á
því að búið var að keyra í gegnum
borgarstjórn og skiplagsnefnd rík-
isins samþykkt um byggingu
ráðhúss við Tjörnina.
Menn standa agndofa - þetta ber
svo brátt að. Fólk hafði ekki áttað
sig á því hvað var að gerast.
I útvarpinu á þriðjudaginn var
kallaði Davíð Oddsson þessar áætl-
anir um byggingu ráðhúss við
Tjörnina „dægurmál á borði borg-
arstjórnar". Þetta er ekkert
dægurmál. Þetta er mál sem varðar
alla íslendinga sem unna sinni höf-
uðborg.
Furðulegt læknisráð
Ég held að flestir borgarbúar hafi
skoðun á þessu máli - og ég er ekki
i vafa um hver hin almenna skoðun
er: Menn vilja ekki láta troða ofan
í sig ráðhúsi við Tjörnina. Ákvarð-
anir, sem teknar eru í tengslum við
þessa byggingu, eru svo flausturs-
lega unnar, það er svo lítið hugað
að afleiöingunum, að það er skelfi-
legt.
Hvers vegna liggur svona á? Það
er aðeins eitt svar til við því: Það
á að keyra þetta mál í gegn - það
er engu líkara en fylgismenn þess
séu hræddir við vilja borgarbúa.
Þeir þora ekki að spyija okkur því
þeir vita hvert svarið verður. Það
verður: Byggið ráðhús ef þið viljið
en veljið því annan staö. Reisið þaö
á stað sem þolir slíka byggingu og
þá umferð sem henni fylgir. Tjörn-
in í Reykjavík þolir það ekki.
Tjörnin og umhverfi hennar er
einhver viðkvæmasti staður í allri
Reykjavík. Hann er fíngerður og
mun bera skaða af raski og stílrofi
af því tagi sem hér á að fremja.
Það er rétt hjá Davíð að Bárulóð-
in er til skammar eins og hún er
núna. En að eina leiðin til að bjarga
því sé að byggja á henni ráðhús er
furðulegt læknisráð og ég er hrædd
um að Davíð vanmeti samtíma-
menn sína ef hann heldur að þeir
kyngi svona rökum. Það eru borg-
aryfirvöld sjálf sem bera ábyrgð á
ástandi þessarar lóðar. Menn geta
ekki varist þeirri hugsun að þau
hafi vísvitandi látið hana fara
svona á undanförnum árum til þess
að geta beitt ástandi hennar sem
rökum fyrir því að þetta sé ljótur
blettur sem lagfæra megi með ráð-
húsi. Þaö má lagfæra hann á annan
hátt - nærtækast er að breyta hon-
um í lítinn garð með trjágróðri og
bekkjum svo að fólk geti notið
KjaUariim
Guðrún Pétursdóttir
lektor
Tjarnarinnar frá þessu horni. Það
yrði lausn sem menn kynnu að
meta.
Bygging ráðhússins á þessum
stað mun hins vegar spilla heildar-
mynd Tjarnarinnar. Það á að setja
það inn í einhverja fínlegustu götu
Reykjavíkur. Davíð beitir þeim
rökum að húsið sé lítið. Stærð er
afstæð og það verður að meta stærð
þessa húss eftir stærð nágranna
þess við Tjarnargötuna.
Svo er önnur hætta, sem lítið
hefur verið minnst á, en hún felst
í því að þetta hús getur átt eftir að
stækka. Opinber stjórnsýsla er
þess eðlið að hún vex og vex. Það
verður óhjákvæmilega þörf fyrir
aukið húsnæði fyrir stjórnsýslu
borgarinnar með árunum - og hvar
á að hýsa hana? í ráðhúsinu auðvit-
að og ef það reynist of lítið veröur
að byggja við það. Það er skamm-
sýni að byggja ráðhús á staö sem
alls ekki þolir að það vaxi. Og ég
held að það sé meira en skamm-
sýni. Mér finnst þaö vera óheiðar-
legt. Mér finnst að þaö sé verið aö
lauma inn á okkur „litlu húsi“ en
ég heyri þegar rökin sem beitt verð-
ur þegar leyfa verður viðbygging-
ar. Það þýðir lítið fyrir núverandi
yfirvöld að lofa því að aldrei komi
til stækkunar á þessu húsi. Það
verður ólíklega í þeirra valdi að
taka ákvörðun um það. Þau verða
annaðhvort orðin elliær eða komin
undir græna torfu þegar þar að
kemur. Því segi ég: Byggið ráðhús
þar sem það getur vaxið - byggið
það ekki við Tjörnina.
„Over my dead body“
Hvernig á svo að komast að þessu
húsi? Samkvæmt upplýsingum
umferðardeildar borgarverkfræð-
ings má gera ráð fyrir að umferð
um Vonarstræti aukist um 20%.
Hvaðan eiga þeir bílar að koma? í
fallhlíf og lenda á Vonarstræti?
Ætli þeir komi ekki akandi eftir
Suðurgötu eða meðfram Tjörninni.
Aörir eru möguleikarnir ekki.
Suðurgatan er svo þröng að þegar
er búið að taka gangstéttina öðrum
megin til þess að bílar geti mæst.
Þessi gata liggur á brekkubrún
meðfram gömlum kirkjugarði.
Hvernig á að veita aukinni umférð
um hana? Fylla upp í brekkuna bak
við húsin í Tjarnargötu? Eða flytja
kirkjugaröinn? Mér er sem ég heyri
ibúa hans segja: „Over my dead
body.“
Hvernig á svo að mæta aukinni
umferð um Tjarnargötu og Frí-
kirkjuveg? Varla fara þeir aö rífa
Listasafnið, það er nýbúið aö gera
það upp. Einfaldasta leiðin verður
auðvitað aö breikka þessar götur
út í Tjörn. Þaö verður gert með
tárum en okkur verður sagt að það
sé því miður nauösynlegt.
í áliti umferðardeildar borgar-
verkfræðings segir: „Frá umferð-
artæknilegu sjónarmiði er æskilegt
að gert sé ráð fyrir breikkun Sól-
eyjargötu-Fríkirkjuvegar í 4 ak-
reinar. Ef til vill mæla umhverfis-
sjónarmið gegn slíku." Ef til vill?
Er nokkur vafi á því? Hver vill 4
akreinar meðfram Tjörninni? 4
akreinar eru eins og Skúlagata. Þaö
eru engin rök að segja að umferðin
muni óhjákvæmilega aukast. Til
þess á að hafa stjórn á málum að
reynt sé að beina þróun í heilla-
vænlega átt. Ráðhús á þessum stað
mun stuðla aö aukinni umferð. Það
er óheillavænleg þróun. Annar
arkitektanna. sem að húsinu
standa. kynnti hugmvndina að
baki þess í Kastljósi nú í vikunni.
Ég gat ekki betur skilið en að hún
teldi þörf á því að tengja Tjörnina
mannlífinu. henni fannst íbúar
ekki komast nóg í tengsl við vatnið.
Ætli það gangi betur þegar bílaum-
ferð þvtur um 4 akreinar meðfram
því?
Skipulagsstjórn ríkisins sam-
þvkkti tillögurnar um byggingu
ráðhúss án þess að fyrir lægju
skýrar áætlanir um hvernig mæta
á því umferðaröngþveiti sem af því
mun leiða. Den tid. den sorg.
Ekki sem hluti af skipulagi
Það eru furðuleg vinnubrögð að
senda ráðherra tillögur til sam-
þykktar þar sem ekki er kynnt
nema brot af því sem gera á. Þeir
sem ekki sætta sig v ið svona vinnu-
brögð setja nú traust sitt á félags-
málaráðherra. Við treystum því aö
hún samþykki ekki þessar tillögur
heldur fari fram á það að gengið
verði frá áætlun um hvernig mæta
á þeirri auknu umferð sem af bygg-
ingu ráðhússins hlýst.
Þegar svo þessa skipulagstillögur
hafa verið lagðar fram á að kynna
þær almennilega fyrir borgarbúum
og kanna viðbrögð þeirra viö þeim.
Borgarbúum hefur aldrei verið
gefinn formlegur kostur á því að
segja álit sitt á þessum fram-
kvæmdum. Þetta ráðhús var ekki
kynnt sem hluti af skipulagi fyrir
miðbæ Reykjavíkur, á þeim teikn-
ingum var þetta horn Tjarnarinnar
afmarkað með punktalínum og
merkt með smáum stöfum „Fyrir-
huguð bvgging ráðhúss". Það
grunaði fæsta að þetta væri alvara.
Menn höfðu séð svona punktalínu
fyrr. Ráðhús Gunnars Thorodds-
ens var inni á skipulagi í tuttugu ár.
Þarna var enga byggingu að sjá
og menn uggðu ekki að sér. Það var
illa gert af borgarstjórn að lauma
þessu ráðhúsi inn á skipulagstillög-
urnar með litlu bréfi til skipulags-
nefndar seint í október. löngu eftir
að umsagnarfrestur borgarbúa
rann út. Það er ekki samboðið
borgarstjórn að læðast svona aftan
að umbjóðendum sínum. Þetta er
okkar bær ekki síður en þeirra.
Mér þykir borgarstjóri sýna furðu-
lega mannfyrirlitningu þegar hann
gerir lítið úr nauðsyn þess að inna
borgarbúa eftir áliti þeirra á þess-
um framkvæmdum. „Fólk er alltaf
á móti öllum framfórum." segir
hann. „svo. þegar þetta er komið
upp. eru allir ánægðir." Þetta jafn-
gildir því að segja að aldrei þurfi
aö spyrja neinn álits eða hlusta eft-
ir skoöunum annarra. Ég hevri
ekki betur en það sé að koma sól-
konungstónn í Davíð Oddsson:
Borgin. það er ég. Látið mig ráða.
í kastljósi sagði hann að á þessu
máli þyrfti að taka með myndar-
skap og kjarki. Hvaða kjarkur er
það að neita að bera þetta undir
borgarbúa? Það er ekki kjarkur.
það er gerræði.
í borgarstjórn var borin fram til-
laga um að kjósendur yrðu spurðir
álits áður en lagt yröi í þessar fram-
kvæmdir. Meirihluti borgarstjórn-
ar hefur álitið að landsmönnum
kæmi þetta dægurmál á borði borg-
arstjórnar ekki við. Þeim skjátlast.
Andstaða gegn ráðhúsi viö Tjörn-
ina er almenn og ekki síöur innan
Sjálfstæöisflokks en í öðrum flokk-
um. Því viljum við vera spurð álits
og við fórum kurteislega fram á það
við borgarstjórn að hún láti hlut-
lausan aöila gera víðtæka skoöana-
könnun á því hvort menn styöja
þessa fyrirhuguðu ráðhúsbyggingu
viö Tjörnina eða ekki. Síðan verður
meirihluti borgarstjórnar að virða
niðurstöður slíkrar könnunar og
minnast þess að vald hans er ekki
frá Guði heldur fer hann með um-
boð kjósenda.
Guðrún Pétursdóttir
„Andstaða gegn ráðhúsi við Tjörnina
er almenn og ekki síður innan Sjálf-
stæðisflokks en í öðrum flokkum.“