Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Side 16
16
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
Spumingin
Lætur þú fylgjast með
blóðþrýstingnum?
Sigurður Guðnason: Nei, ég er alveg
fullfrískur og tel þess ekki þurfa.
Magnús Jónsson: Nei, þaö hef ég
aldrei gert. Kannski af hreinum
trassaskap.
Valtýr Ómar Guðjónsson: Já, þaö er
nú kannski sjálfgert í bili því ég er
nýkominn af sjúkrahúsi.
Gísli Jakobsson: Nei, þaö geri ég ekki
vegna þess að ég tel mig vera hraust-
an og ekki þurfa á því aö halda, sem
betur fer.
Þorsteinn Sigurðsson: Já, það hef ég
gert og geri af og til.
ég reglulega, kannski af því að ég bý
hjá DAS.
Lesendur
„Konfekt sem inniheldur vinanda hefur ávallt verið vinsælt hér á landi sem
vonlegt er,“ segir bréfritari.
Áfengismagn í öli og konfekti:
Annað leyft,
hítt bannað!
B. Þ. skrifar:
Þaö ætlar að reynast þrautin
þyngri aö koma á umbótum í áfengis-
löggjöfinni. Meö breyttri reglugerð
um meðferð áfengs öls í landinu í þá
veru að leyfa framleiðslu, innflutn-
ing og sölu þess hér væri stigið stórt
skref í átt til lagfæringar á þessari
meingölluðu löggjöf.
Og á meðan beðið er efir úrslitum
í umræðum á Alþingi um bjórinn enn
einu sinni verða menn að sætta sig
við alls konar misrétti og lögbrot að
því er varðar innflutning á áfengu
öli, svo og ýmsar gervilausnir í um-
gengni við áfengi árum saman og eru
nánast hefðbundnar.
Eins og flestir vita, sem fylgjast
með árvissum umræðum á löggjafar-
samkomu þjóðarinnar um áfengi,
bjór og skyld mál, ber stundum á
góma að verði bjórinn leyfður þá
skuli hann einungis seldur í ÁTVR
og útsölum hennar. Og er þá átt við
að áfengismagnið sé það hátt að ekki
sé vogandi að láta slíka vöru liggja á
lausu í verslunum.
í dag er þetta þó staðreynd þótt i
öðru formi sé. I flestum sælgætis-
verslunum hérlendis er til sölu
konfekt sem inniheldur vínanda i
meiri mæli en sem nemur vínanda í
áfengum bjór ef tekið er tillit til vikt-
arinnihalds einnar bjórflösku á móti
sama magni af vínkonfekti.
í vörumerkingum á íslensku kon-
fekti er innihalds yfirleitt ekkert
getið, hvorki þunga, samsetningar
né heldur vínandainnihalds, sé um
vínanda í konfekti að ræða.
Erlent konfekt er hins vegar vel
merkt og þar er getið um samsetn-
ingu og vínandainnihald. í einni
tegundinni er sagt að vínandainni-
hald sé 4,5% af uppgefmni vigt
sælgætisins þannig að menn fari ekki
í grafgötur um hvers þeir eru að
neyta.
Konfekt sem inniheldur vínanda
hefur ávallt verið vinsælt hér á landi
sem vonlegt er. Hægt er að kaupa
hér staka konfektmola sem inni-
halda ýmsar tegundir líkjöra eða
koníak og svo heilu kassana sem
innihalda eingöngu þessa tegund
konfekts.
Ekki veit ég til að þetta hafi verið
talið neitt athugavert sem það heldur
er ekki. Böm, jafnt og fullorðnir eru
vön þessu og ég get ekki séð að
drykkjuskapur bama hafi neitt auk-
ist sérstaklega vegna vínfylltra
konfektmola í verslunum.
Og þá kemur upp í hugann sú
spuming hver sé munurinn á því að
leyfa áfengan bjór til sölu í verslun-
um hér á landi og því að leyfa sölu
á konfekti, sem fyllt er sterku víni,
sem fer langt fram úr því alkóhól-
magni sem væri í bjór miðað við
sömu þyngd. - Gáið nú að þessu,
góðir alþingismenn.
„...ekki bara veiðin heldur einnig útivera við fallega á í framandi um-
hverfi," segir bréfritari. - Við Stóru-Laxá i Hreppum.
DV
Ljósvakinn með
góða tónlist
Þ. R. L. skrifar:
Ég er sammála þeim sem skrifaði
lesendabréf til ykkar um daginn,
varðandi nýju stöðina, Ljósvakann,
sem útvarpar rólegri, léttri tónlist í
bland við gamla í nýrri útfærslu að
þessi stöö er einmitt sú sem vantaði
fyrir alla þá sem ekki hafa geð eða
nennu til að hlusta á síbyljuna í þeim
sem fyrir voru.
Ég stilli iðulega á Ljósvakann þegar
ég er kominn heim til mín og hef
hana undantekningarlaust á í bíln-
um mínum. Ég hugsa að svo sé um
fleiri. Þama hefur maður tónlist sem
róar fremur en æsir fólk upp. Og
ekki veitir af í umferðinni.
Vonandi tekst að halda þessari
nýju stöð utan og ofan við allt þetta
dægurþras sem maður er orðinn
hundleiður á hjá hinuiri stöövunum,
þras sem innihldur mest kvartanir
og nöldur út í ýmsar framkvæmdir
í þjóðfélaginu eða þá grátur og
gnístran tanna yflr lágum launum
og þvi að allir séu á leið til Glasgow
í innkaup fyrir jólin.
Áfram með léttu, ljúfu tónlistina
og gangi ykkur vel, Ljósvakamenn.
JrinngpLO í sutlcl
2 7 0 0 0
JL éHá (LmM
miUi ki. 13 og 15
eða skxifið
Sjónvarpsviðgerö:
Sérstök þjónusta
Fjóla G. Aradóttir hringdi: viðgerð stóð.
Mig langar til að færa viðgerðar- Það er ekki orðiö mikið um það nú
stofu Miðbæjarradíós innilegar orðið að svona sérstök þjónusta sé
þakkir fyrir frábæra þjónustu og lið- innt af hendi. Og þess vegna finnst
legheit í sambandi við viðgerð á tæki mér ég bera skyldu til að geta þessa
mínu. Ekki síst vil ég færa þakkir jafnt og hefði þjónustan verið með
fyrir að bjóðast til að lána mér sjón- eindæmum slæm.
varp í tæpar þrjár vikur meðan á
Bamafataverslun í Breiðholti:
Góð þjónusta
Viðskiptavinur hringdi:
Mig langar til að koma á framfæri
þakklæti mínu til verslunar hér í
Breiðholti sem selur bama- og ungl-
ingafatnað. Þetta er verslunin Tinni
trítill sem veitir ljómandi góða þjón-
ustu í björtum og smekklegum
húsakynnum.
Slíka verslun hefur lengi vantað
hér í Breiðholtið. Draumurinn hefur
nú ræst og það er okkur hér í hverf-
inu til mikilla þæginda að þurfa ekki
að leita langt að fatnaði á þessa ald-
urshópa.
Laxveiðar útiendinga:
Verðhækkun hindr-
ar framhaldið
Þorsteinn skrifar:
Nú er það að koma í ljós, sem vitað
var fyrir löngu, að ef við hækkuðum
og sprengdum upp verð á veiðileyf-
um þá myndi það ekki enda með
ööru en því að útlendingar hættu að
koma hingað þeirra erinda að renna
fyrir fisk.
Útlendingar eru ekki vanir að láta
plata sig í verðlagningu í sama mæli
og við Islendingar. Núna er stefnan
sú hjá handhöfum sölu veiðileyfa að
hækka verðið í dollurum þegar þeir
sjá að ekki fæst það sama fyrir doll-
arann og áður.
Þetta er auðvitað út í hött. Banda-
ríkjamenn, sem hafa þegar kvartað
mjög yfir verðlagi hér og ekki bara
á veiöileyfum heldur líka á allri þjón-
ustu, eru líklegir til að mæta alls
ekki til leiks hér næsta sumar vegna
hins háa verðlags sem nú er byrjað
að kynna fyrir næsta sumar.
Sumir hafa ýjað að því að léleg
veiði nokkur undanfarin ár sé aðal-
ástæðan fyrir því að erfitt verði að
fá Bandaríkjamenn hingað næsta
sumar. Þetta held ég að sé alrangt.
Flestir bandarískir sportveiðimenn
og einnig þeir sem koma hingað í
fyrsta sinn eru yfirleitt ekki að hugsa
um að ná sem flestum fiskum heldur
eru þeir fyrst og fremst að hugsa um
sportið sjálft, aöferðina sem þeir við-
hafa og útiveruna við fallega á sem
er í framandi umhverfi.
Auðvitað spillir veiðin ekki en hitt
er það sem verið er að sækjast eftir
af flestum útlendum veiðimönnum.
Mörgum er nóg að fá svo sem einn
góðan fisk, jafnvel á nokkrum dög-
um. En það er verðlagið og aftur
verðlagið sem fyrst og fremst ræöur
úrslitum um hvort útlendingar koma
hingað að sumarlagi til laxveiða.
Og þótt áhugi hafi vaxið meðal
manna í Evrópu fyrir því að koma
hingað verður nákvæmlega sama
uppi á teningnum að stuttum tíma
liðnum, ef að líkum lætur.
Græðgin ætlar að verða okkur ís-
lendingum dýrkeypt í þessu efni sem
mörgu öðru og sá hugsunarháttur
að hægt sé að hækka verð veiðileyfa
í dollurum, án tillits til þess sem ger-
ist á alþjóðlegum 'viðskiptamarkaði,
verður okkur sennilega endanlega
að falli hvað snertir laxveiðar útlend-
inga hér.