Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
17
Lesendur
„Tjömin hefur lengstum veriö stolt og prýöi borgarinnar,“ segir Gunnar.
Ráðhúsbygging við Tjörnina:
Gengið verði til atkvæða
Gunnar Sverrisson skrifar:
Það mál, sem virðist bera hæst hér
í höfuðborginni þessa stundina og
var reyndar fundað um sl. helgi, er
það hvort leyfa skuli byggingu ráð-
húss við Tjörnina.
Tjörnin hefur lengstum verið stolt
og prýði borgarinnar og hún sett svip
á hana svo um munar þannig að mér
finnst að ekki megi hrófla viö neinu
sem henni við kemur, jafnvef þótt
heilt ráðhús eigi í hlut.
Þessu máli hefur reyndar skotið
upp öðru hvoru undanfarin ár og því
held ég að þetta sé einhvers konar
bóla sem skýtur upp kollinum við
og við og hjaðni því af sjálfu sér nú
eins og áður.
Mér fmnst þó að í þessu tilviki sé
tími til kominn að allir Reykvíkingar
fái tækifæri til að greiða atkvæði um
málið - hverjir eru með hverjir á
móti. Ég held að það yrði sterkara
heldur en að láta framkvæma skoð-
anakönnun eins og var víst sam-
þykkt á áðurnefndum fundi.
Það hefur verið gengið til atkvæða
greiðslu um önnur eins mál svo méi
fmnst það engin frágangssök þót
þetta mál lyti því lögmáli.
En frómt frá sagt þá fmnst mér ac
vinur okkar, tíminn, vinni best mec
réttum aðilum í þessu máli og er þé
ekki örgrannt um að ég hafi það á
tilfmningunni að endanleg niður-
staða verði sú að ráðhúsið fái annan
og virðulegri stað sem allir verða
sammála um.
Vegaviðhald í Borgarfirði
Heflun og frágangur óviðunandi
Bílstjóri af Vesturlandi hringdi:
Ég sé mig tilneyddan til að láta í
ljósi opinberlega vanþóknun mina
yfir því hversu illa er staðið að við-
haldi vega í Borgarfiröinum. Þetta á
þó sérstaklega og kannski eingöngu
við um vegheflunina sem er frá-
munalega illa unnin.
Ég tek sem dæmi að þegar maður
kemur á nýheflaðan vegarkafla og
reiknar með að allt sé nokkurn veg-
inn slétt og fellt framundan þá kemur
í Ijós að þar er um algjört „þvotta-
bretti“ að ræða. Þetta kannast fleiri
við en ég í þessum landshluta.
Þetta stafar af því að þeir sem hefla
vegina aka of hratt þegar þeir dreifa
úr malarreitunum.
Um fóstureyðingar:
í tilefni
heimskulegs
sjónvarpsþáttar
Richard Úlfarsson skrifar:
Það þárf varla að spyrja einn eða
annan að því hvort konum líki að
fara á slysavarðstofu til að láta fiar-
lægja æxli!
Þeir sem eru á móti fóstureyðing-
um eru það vegna þess að þeir telja
fóstrið mannveru með ákveðin rétt-
indi eða þau sömu og aðrir í þjóð-
félaginu hafa. Þess vegna beri
þjóðfélaginu skylda til að verja þaö
eins og aðra þegna.
Fóstureyöing er aldrei félagslegt
vandamál heldur spurning um það
hvort réttur fóstursins er einhver
yfirleitt. Þegar allt kemur til alls er
vandamálið það að ákvarða hvenær
fóstrið verður lifandi mannvera með
sál.
Ef þetta á sér stað við fæðingu ætti
konan náttúrlega að vera sjálfráð um
líkama sinn og fóstur. Ef hins vegar
lífiö kviknar við getnað ber þjóð-
félaginu eftir mætti að veija fóstrið.
Eg er nýkominn úr langkeyrslu
víða um landið og hef orðið var við
hið gagnstæða. Á Ströndum t.d. þar
sem verið er að hækka upp veg örlar
ekki á neinum þvottabrettum.
í Lundarreykjadal er búið að
hækka upp og styrkja veg og er mjög
til bóta, en vegurinn er alltof mjór,
og á kafla, sem er um það bil 8-10
km langur er ekki viðlit að mætast,
nema við afleggjara að bæjum.
En það eru fyrst og fremst þvotta-
brettin margnefndu sem gera vegi í
Borgarfirði mun verri an annars
staðar. Menn eru orðnir þreyttir á
þessu og telja óþarfa að viðhafa
svona vinnubrögð sem ég tel, eins
og áður segir, vera að kenna of mikl-
um hraða í vinnuframkvæmd.
Og ef það er rétt, sem sagt er, aó
þeir sem vinna verkið fái kaupauka,
samkvæmt unnum kílómetrum, þá
er ekki að undra þótt eitthvað fari
úrskeiðis. Það hlýtur að vera hægt
að finna aðra aðferð til aö umbuna
mönnum. Þessi vinnubrögð eru þó
hvaö mest áberandi á vegum Borgar-
fiarðar og eru rakin til aðila úr
Borgarnesi og Akranesi án þess að
ég útlisti það frekar.
Ég vænti þess hins vegar að ein-
hverjir þeir lesi þetta sem geta og
eiga að hafa umsjón með viðgerðum
og viðhaldi vega í Borgarfirði og
breyti þessu til batnaðar fyrir alla
þá sem um vegina fara.
„Fóstureyðing er aldrei félagslegt vandamál" segir m.a. i bréfinu.
SÁLFRÆÐINGUR - UNGLINGADEILD
Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar auglýsir eftir sálfræðingi í fullt starf. Skilyrði
er að viðkomandi hafi að minnsta kosti 2 ára starfs-
reynslu sem sálfræðingur. Starfið felst meðal annars
í meðferð, ráðgjöf við starfshópa og þátttöku í stefnu-
mótun og skipulagningu unglingastarfs.
Umsóknarfrestur er til 8. desember.
Upplýsingar veita Snjólaug Stefánsdóttir, deildar-
stjóri unglingadeildar, í síma 622760 og Gunnar
Sandholt, yfirmaðurfjölskyldudeildar, í síma 25500.
Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
LITLA
GLASGOW
GA-GA
GÓRILLAN!
Diskódans-
apinn
Sknður, dettur
grætuv oy
tendur siöan
sjá\f uPP'-'- '
Einnig föt, skartgripir
og smágjafavara
í miklu úrvali
Laugavegi 91 CTty 91