Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
25
íþróttir
átti stórleik er Islendingar sigruðu Pólverja í landsleik í Laugardalshöll í gærkvöldi með 28 mörkum gegn 21. íslendingar sýndu stórkostlegan leik, sérstaklega í
fyrri halfleik en þa var soknarnýting liðsins 80,9%. Páll sést hér skora eitt af 6 mörkum sínum í gærkvöldi. Til hægri á myndinni eru þeir Bogdan Wenta og
Guðmundur Guðmundsson. Liðin leika að nýju í Laugardalshöll í kvöld og má þá búast við mun öflugri mótspymu Pólverja.
DV-mynd Brynjar Gauti
5 stórsigri gegn Pólveijum, 28-21
ávallt sett á oddinn og eigingirni sást
ekki. Svona á þetta aö vera og ekki
öðruvísi.
Varnarleikur og markvarsla í
háum gæðaflokki
Varnarleikur íslenska liðsins í gær
var mjög góður lengst af en þó sáust
nokkur mistök. Geir Sveinsson lék
manna best í vöminni en einnig voru
þeir Kristján Arason og Þorgils Óttar
mjög sterkir. Þáttur Einars Þorvarðar-
sonar í þessum sigri var mikill. Hann
varði 7 skot í fyrri hálfleik en stóö sig
svo enn betur í þeim síðari og varði þá
10 skot, samtals 17 skot. Einar sýndi
sínar bestu hliðar í síðari hálfleik og
náði því meðal annars að grípa léttilega
eitt skot Pólverjanna. Stórkostleg
markvarsla sem áhorfendur kunnu vel
að meta sem og leik íslenska liðsins í
heild.
Mörk íslands: Alfreð Gíslason 7/1,
Kristján Arason 6/2, Páll Ólafsson 6,
Þorgils Óttar Mathiesen 4, Karl Þráins-
son 3, Siguröur Sveinsson 1 og Siguröur
Gunnarsson 1.
• Flest mörk Pólveija skoraði
Leslaw Dziuba, 7/3, og Bogdan Wenta
sem skorði 4 mörk.
• Leikinn dæmdu þeir Öjvind Bol-
stad og Terje Anthonsen frá Noregi og
skiluðu sínu hlutverki vel.
-SK
SÍOUK
KVENSKÓR - HERRASKÓR
VESTUR-ÞÝSKIR GÆÐASKÓR
SIOUX skór eru aðeins fáanlegir í tveim verslunum
Skósölunni, Laugavegi 1,
Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3.
Umboðs- og heildverslun
ANDRES GUÐNASON HF.,
Bolholti 4, sími 686388.