Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Side 35
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987.
35
Sandkom
Stuðmenn
til sölu
Kvikmyndin um Stuðmenn
í Kína á víst að vera ein af
skrautfjöðrum sjónvarpsins í
kringum aðvifandi kristni-
hald í desember. Þeir sem
nenna ekki að bíða eftir jól-
unum til þess að sjá myndina
geta einfaldlega keypt bandið
á 2.500 krónur í myndbanda-
verslun.
Skotar
í Þorlákshöfn
Skoska sjónvarpið heim-
sótti Þorlákshöfn á dögunum
og var þá að elta þangað
Skota í fiskvinnu til þess að
afmynda þá í bak og fy rir.
Tókst þaö svo einstaklega vel
að engum Skota, sem hímir
ennþá heima hjá sér, dettur
framar í hug að fá sér vinnu
á íslandi.
Að sögn sjónarvotta að sýn-
ingunni var gert mikið úr
aumum örlögum Þorláks-
hafnar-Skota og fannst
enginn ljós blettur á veru
þeirra í því arma og auma
plássi norður í rassi.
Nú eru írar að koma hingað
til vinnu enda enga Skota að
fá lengur. Þess er raunar
vandlega gætt aö setja írana
ekki niður í neitt slorplássið,
heldur fá þeir störf í hvít-
skúruðum verksmiðjuhöll-
mn höfuðborgarinnar.
Verðir ríkisins
Utanríkisráðuneytið er
kyrfdega innmúraö í Lög-
reglustöðina við Hverfisgötu
í Reykjavík og mætti því ætla
að það ráðuneyti væri betur
variö en aðrir angar Stjórn-
Lífverðir utanrikisráðherra á vinnustað,
og Oskar Olason.
arráðsins. í anddyri hússins,
þeim megin sem gengið er inn
í ráöuneytið, er raunar lög-
regluþjónn á verði, svona
venjuíega, án þess að ber-
sýnilegt sé hvaða hlutverki
hann gegnir öðru en að nota
stól og skrifborð sem fáir
pappírar koma á aðrir en þá
dagblöðin. Annars er utan-
ríkisráðuneytið formlega
óvarið í sjálfri lögreglustöð-
inni.
En úr þessu er bætt með
öðrum ráðum. Ráðuneytið
hefur sína eigin verði við inn-
gönguna á sinni hæð. Þar
annast-móttökuna á vixl þeir
Guðmundur Kjæmested,
fyrrverandi skipherra, og
Oskar Ólason, fyrrverandi
yfirlögregluþjónn. Það fer
víst enginn óboðinn fram hjá
þessum fornköppum.
Gróður-
vandinn
á Miðnesheiði
Flugstöðvargróðurinn
mikli á Miðnesheiði líður enn
af skammdegisdrunga og
enda þótt hann Ufi ennþá er
sumt af þessum sex milljóna
skógi farinn að láta á sjá. Þá
mun skammt í að hin frægu
fornkapparnir Guðmundur Kjærnested
eðlutré frá Bandaríkjunum
þarfnist nægrar birtu til þess
að rétta sig viö, en aUa lýs-
ingu á gróðurbeltið vantar
ennþá.
Það var algerlega rang-
hermt að verktakinn við
uppsetningu og hirðingu
gróöursins hefði ekki staðið
við uppsetningu lýsingarinn-
ar. Hún er einfaldlega ekkert
á hans könnu heldur gersam-
lega á ábyrgð byggingar-
nefndar flugstöðvarinnar.
Verktakinn er danskur ís-
lendingur sem rekur með
íslenskri konú sinni vinsæla
blómaverslun í Ingólfsstræti
íReykjavík.
Eðli-legt
Ýmsir hafa orðið til þess að
Qalla um bandarísku eðlu-
trén í Leifsstöð, þótt þau séu
vitanlega engin eðlutré held-
ur hreinustu gersemi og
eðaltré. Ástæðan er annars
vegar verð tijánna sem þótti
og þykir ennþá með ólíkind-
um og hins vegar að í þeim
leyndust eðlur sem ekki hafa
sést hér lifandi fyrr.
Trén hafa nú hlotið íslenskt
heiti og nefnast eðh-legt. Eðl-
an, sem hreinsunarmenn
handsömuðu og lenti i
krukku vísindamanna í Há-
skólanum, heitir að sjálf-
sögöu Leifur og vegna örlaga
sinna vitanlega Leifur
óheppni. Hin eðlan, sem
menn vilja að minnsta kosti
halda að leiki enn lausum
hala í flugstöðinni, gengur
undir heitinu Eiríkur rauði.
Sumir halda þó að hún sé
Eiríkurdauði.
Úti um
ættarlaukinn?
Húsvíkingur nokkur ber
upp harm sinn í Víkurblaö-
inu og óttast mjög um örlög
ættar sinnar. Tilefniö er mik-
il vonbrigði með ráðleggingar
á Stöð 2 þar sem maðurinn
með moldugu hendurnar
kynnti lauk sem lostahvata.
Húsvíkingurinn, sem segist
vera á milli rauða og gráa
fiðringsins, kveður sig og
jafnaldra sína hafa brugðið
skjótt við og keypt upp lauk-
lager kaupfélagsins. Hann
segir að þrátt fyrir miklar
kúnstir við matreiðslu og
mikla laukneyslu þá sam-
stundis hafi hann verið alveg
óvenju linur um kvöldiö og
hreint ekkert skárri morgun-
inn eftir.
Greinilega hefur eitthvað
farið úrskeiðis á Húsavík, ell-
egar áhrifm koma síðar fram.
Það eitt er víst að undanfariö
hefur verið lauklaust i bæn-
um, eða svo gott sem, svo að
tilrauninni er hvergi nærri
lokið þrátt fyrir vonbrigði
það sem af er. Ástæða þess
að tilrauninni er haidið
áfram mun vera eindregnar
óskir kvenna á staðnum sem
vilja herða róðurinn.
Umsjón:
Herbert Guðmundsson
Unglingameistaramótið í skák:
Andri Áss vann yfirburðasigur
Unglingameistaramóti íslands í
skák, skákmanna 20 ára og yngri,
lauk með yfirburðasigri Andra Ass
Grétarssonar, sem hlaut 7 vinninga
sem er fullt hús. í öðru sæti varð
Gunnar Björnsson með 5,5 vinmnga,
í þriðja sæti varð Tómas Björnsson,
líka með 5,5 vinninga, i fjórða sæti
varð Þröstur Árnason með 5,0 vinn-
inga og í fimmta sæti Snorri G.
Bergsson, líka með 5,0 vinninga.
Árangur Andra Áss, að ná fullu
húsi vinninga í jafnsterku móti og
þessu, vekur athygh. Hann er greini-
lega kominn í hóp hinna sterkustu
af ungu skákmönnunum okkar.
Hann fékk í sigurlaun ferö á skák-
mót erlendis, auk bókagjafar, en
fimm efstu menn fengu bókaverð-
laun.
-S.dór
t
} t
t t
t í
BLAÐ
BURÐARFÓLK
í eýti/CCátiyv /we/sjjC:
Mánagötu
Karlagötu
Háaleitisbraut 11—51
Starhaga
Lynghaga
Fálkagötu
Hjarðarhaga
Oddagötu
Aragötu
Litla-Skerjafjörð
Hverfisgötu 1-66
t fr t t 'k fr
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
*
I t
t
II
"I? ^ ^
fl ft ft ft
SÍMI 27022
SOFASETT
í miklu úrvali.
Opið kl. 10-19
ALLA DAGA.
Greiðsluskilmálar
Svefnsófasett, 3 +1 +1, 84.980 stgr.
Fiocco, 3 + 1 +1, 108.000 stgr.
Koala, 3 + 1 +1, 109.000 stgr.
Leðursófasett, 3 + 1+1, 139.650 stgr.
%
JÐókturgorðin
Garðshorni - Fossvogi - Sími 16541.