Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1987. Svidsljós Ölyginn sagði... Angela Lansbury sem þekkt er fyrir sakamál- þættina „Murder she wrote", varö öskureið um daginn. Framleiðendur þáttarins vildu bæta ungum gæja í þáttinn og gera hann að ástmanni hennar til þess að hleypa lífi í þættina. Angela sagði þvert nei, áhorf- endur kynnu best við hana sem vinalega piparmey. Hún fékk sínu framgengt eins og vana- lega. Cybill Shephard leikkonan úr Hasarleik, var búin að semja um að leika áfram í þáttunum þrátt fyrir að hún stæði í barneignum. Hún varð samt að taka sér frí stuttan tíma og varð æf þegar framleiðendur þáttanna vildu fá annan kven- mann fyrir Bruce Willis í þætt- ina á meðan. Að lokum sættist hún þó á kvenmann sem var nógu ólík henni. Leikkonan Brooke Adams (Starman), svarthærð og sólbrún, fékk hlutverkið í fjórum þáttum. Dolly Parton sveitasöngkonan fræga, fór strangan megrunarkúr svo að hún liti vel út í skemmtiþáttum þar sem hún er aðalstjarnan Henni tókst þetta prýðilega en nú hefur hún tilkynnt að hún ætli að gera nokkuð sem hún hefur aldrei gert áður opinber lega. Dolly hefur alltaf komið fram með hárkollu en ætlar að koma fram í þættinum hár- kollulaus í fyrsta sinn á ferlin- um. Hennar raunverulegi háralitur er víst líka Ijós. . ■:. :• Þarna eru ekki færri en fjögur tónskáld samankomin, Páll Pampichler Pálsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Hafliði Hallgrímsson og Jón Ásgeirsson. Hafliða- hátíð Norræna húsiö hélt um helgina tveggja daga Hafliöahátíð og var hún í til- efni Noröurlandaverðlaunanna sem hann fékk í fyrra. Hafliði Hallgrímsson hefur vakiö athygli, bæði hér á landi og erlendis, fyr- ir tónsmíöar sínar og sellóleik. Hann hefur starfaö lengst af ferli sínum erlendis, mestmegnis í Skotlandi og Englandi. Verk hans hafa einnig fengið alþjóðlega viöurkenningu, meðal annars í Póllandi, Ítalíu og Englandi. Á hátíðinni í Norræna húsinu var sýning á verkum Hafliöa auk þess sem Haíliði var sjálfur með tónleika og fyrirlestur um feril sinn. Mikill fjöldi fólks úr lista- og menningarheiminum sótti hátíðina. Ljósmyndari DV brá sér á hátíðina og tók nokkrar myndir. Forstjóri Norræna hússins, Knud Ödegaard, og Hafliði Hallgrímsson ræða við hjónin Guðmund Arnlaugsson, fyrrverandi rektor, og Öldu Snæhólm Einarsson listmálara. DV-myndir GK Vmsæll á Islandi DV-myndir S Mikill áhugi var hjá ungu kynslóðinni að fá eiginhandaráritun hjá Birni Borg. Tenniskappinn sænski, Björn Borg, er staddur hér á landi um þess- ar mundir með vinkonu sinni, Jannike Björling. Hann er þó ekki hér til þess að spila tennis þótt íslendingar séu ný- byrjaðir að leika þá íþrótt heldur er hann hingað kominn til þess að kynna-Björh Borg snyrtivörur og klæðnaö. Björn Borg er að mestu hættur tennisiðkun, allavega keppni, en tekur þó sýningarleiki af og til. Aðdáendur hans hér á landi fá þó ekki tækifæri til þess aö berja hann augum á tennisvellinum en margir gripu þó tækifæriö þegar hann birt- ist í Miklagarði fyrir nokkrum dögum og gaf áritanir á báða bóga. Hann var þar staddur í snyrtivöru- deildinni til þess að kynna vörur sínar og smellti ljósmyndari DV þá þessum myndum af honum. Björn Borg er sjálfsagt að spyrja Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra Miklagarðs, hversu vel vörur hans seljist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.