Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Side 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rifstfórri - Augiý&irtcjar - Á: skrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1987. Díana Sigurðardóttir fóstra: Nú ætti löggjafinn að taka við sér „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég bjóst við. Ég hef fundið að fólki finnst dómarnir of léttir og að ekki sé tekið nógu alvarlega á þessum málum,“ sagði Díana Sigurð- ardóttir fóstra um niðurstöður skoðanakönnunar DV um dóma í kynferðisafbrotamálum. „Það er almenningur sem hefur komið skriði á þessi mál og tekist að opna umræðuna. Fólk er farið að vera óhræddara við aö kæra kyn- ferðisafbrot og koma sínum málum áleiðis. Það er vonandi að niðurstöð- ur þessarar skoðanakönnunar verði til þess að löggjafmn taki við sér og taki tillit til þess sem almenningur vill,“ sagði Díana. -SMJ - Svala Thoiiacius lögmaður: Skilaboð til Alþingis „Þessi niðurstaða kemur mér ekki á óvart því það er Ijóst að almenning- ur hefur lengi talið of vægt tekið á þessum málum. Ég vona bara að dómarar hafi þessa niðurstöðu í huga,“ sagði Svala Thorlacius lög- maður. ‘0- „Þetta er mikilvæg ábending fyrir alþingismenn um afgreiðslu þeirra á frumvörpum sem nú liggja fyrir varðandi kynferðismál. Ég sé ekkert athugavert við að spyrja svona og ég tel að þessi niðurstaða túlki vel vilja almennings." -SMJ Gunnlaugur Briem: Málið skylt sakadómi „Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu vegna stööu minnar," sagði Gunnlaugur Briem yfirsakadómari (i- *"þegar hann var spurður álits á niður- stöðu skoðanakönnunar DV. Gunnlaugur sagði að hann svaraði ekki spurningunni þar sem málið væri skylt sakadómi. -ój Allar gerðir sendibíla 25050 senDiBíLUSTöÐin Borgartúni 21 Guðmundur vill segir Kaivel „Þessi svo kallaöa þjóðhagsspá Vinnuveitendasambandsins er fullkomlega marklaust plagg. Þeir eru ekki að gera annað en að panta gengisfellingu. Vilji þeirri til samn- inga er enginn og þeir vilja ekki einu sinni vinna með okkur að samningum við ríkisstjórnina um sameiginleg hagsmimamál. Því er ekki um annað að gera fyrir okkur en að slíta þeim samningaviðræð- um sem verið hafa í gangi,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands- ins, í samtalí við DV í morgun vegna þjóðhagsspár vinnuveitenda sem birt var í gær. „Ég get ekki sagt annað en að ég er míög svo svartsými á samninga eftír þetta. Það virðist engin leið til að opna augu talsmanna Vinnu- veitendasambandsins,“ sagði Karvel Pálmason, varaformaður Verkamannasambandsins, í morg- un. Hann sagði spá vinnuveitenda helmingi hærri en spá Þjóðhags- stofnunar og ekki marktæka. Þetta væri bara hið árlega ramakvein vinnuveitenda þegar kæmi að samningum. Karvel sagði að vel gæti komið til samninga annars staðar á landinu, svo sem á Vest- fjörðum. Þar gæti svo farið að vinnuveitendur rifu sig lausa frá Vinnuveitendasambandinu og semdu. í dag verður samningafundur Verkamanna- og Vinnuveitenda- sambandsins og gæti það orðið síðasti fundurinn í bili. Þá munu fuiltrúar Alþýðusambands Aust- fjarða eiga fund með Vinnuveit- endasambandinu i dag. -S.dór - sjá einnSg bls. 2. Hluti bifreiðanna sem stjórnlaus bifreið ók á um miðjan dag í gær. Bifreiðin stöðvaðist ekki fyrr en hún var komin út á götu. Á innfelldu myndinni má sjá bifreiðina sem tjóninu olli. DV-mynd S Hallvarður Einvarðsson: Kemur ekki á óvart „Þessi svör koma mér ekki á óvart," sagði Hallvarður Einvarðs- son ríkissaksóknari í morgun þegar hann var spurður álits á niðurstöðu skoðanakönnunar DV. „Það er mjög erfitt viðfangs að lýsa áliti sínu í stuttu máli því að þessi mál eru mjög margvísleg, sviðið er ákaflega breytilegt og afbrotin mis- munandi. Þarna er sjálfsagt um að ræða dóma sem gengið hafa í héraði og einnig dóma sem áfrýjað hefur verið til Hæstarétts. Því verður þó ekki neitað að ég hef á stundum talið efni til þyngri viðurlaga heldur en reyndin hefur orðið á í dómunum," sagði Hallvarður. -ój Bjórinn tefst Bjórfrumvarpið var á dagskrá neðri deildar Alþingis í gær en kom ekki til umræðu. Fundartíminn fór í að ræða önnur þingmál sem sett höfðu verið fyrr á dagskrá. Fyrsta umræða um bjórinn hófst 28. október. Hafa síðan verið gerðar fjórar tilraunir til að ljúka fyrstu umræðu og koma málinu til nefndar. Hverfandi líkur eru á að bjórinn verði afgreiddur frá Alþingi fyrir jól. -KMU Missti meðvit- undogók á sjö bíla Stjómlaus bifreið ók í gær á sjö kyrrstæðar bifreiðir við verslunar- húsið Suðurver. Samkvæmt upplýs- ingum hjá lögreglunni er ökumaðurinn sykursjúkur og missti hann meðvitund við aksturinn. Maðurinn kom akandi eftir Kringlumýrarbraut er hann missti meðvitundina. Skipti engum togum að bifreiöin fór stjórnlaust yfir gras- bala og á sjö kyrrstæðar bifreiðir. Bifreiðarnar skemmdust mismikið. Sumar verulega, aðrar minna. Ökumaður bifreiðarinnar sem tjóninu olli slasaðist eitthvað og var hann fluttur á slysadeild. Maður sem var í einni hinna kyrrstæðu bifreiða meiddist litillega. -smc LOKI Þeir ætla svo sannarlega að liggja yfir bjórnum, þingmennirnir! Veðrið á morgun: Þurrt austan- lands Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt um mestallt land og víðast gola eða kaldi. Rigning verður um vestanvert landið en þurrt að kalla austanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 5 stig. Bruninn í Garðinum: Eldsupptök ókunn Ekkert hefur komið fram sem bendir til hver upptök eldsins í fisk- vinnsluhúsi Nesfisks í Garði voru. Rafmagnslaust var í Garðinum frá klukkan 12 á miðnætti og þar til klukkan rúmlega þrjú. Tilkynning um eldinn barst til lög- reglu þegar klukkan var 23 mínútur yfir þrjú. Skömmu síðar fór rafmagn af næsta nágrenni við Nesfisk. í fisk- vinnsluhúsunum er spennistöð fyrir næsta nágrenni. Eldurinn kom ekki upp í'spennistöðinni. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.