Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. Fréttir Ferðaskrifstofúr: Erfiðleikar þrátt fyrir aukningu utanferða Á sólarströnd: sætaframboö var of mikið á liönu sumri. Það kom niöur á minni ferðaskrifstofunum. Vegna mikils sætaframboðs á þessu ári hefur afkoma ferðaskrif- stofa og þá einkum hinna minni verið heldur slæm og nú er svo komið að ein af þeim ferðaskrifstof- um, sem taldar hafa verið í miðl- ungs stærðarflokki, er orðin gjaldþrota. Er búist við aö fleiri fylgi í kjölfarið á næsta ári ef sam- dráttur veröur í ferðalögum íslend- ina á næsta ári en ýmis teikn eru á lofti þar um. Mjög mikil aukning hefur verið á utanferðum íslendinga á þessu ári og á tímabilinu frá 1. janúar til 1. nóvember fóru liðlega 120 þúsund manns til útlanda, en það er um 30% aukning frá árinu 1986. Árið áöur jukust utanferðir um 13% frá fyrra ári og þótti mikið. Orsakanna fyrir erfiöri stöðu ýmissa ferðaskrifstofa má að nokkru leita í hinni miklu aukn- ingu sætaframboðs í skipulögðum sumarleyfisferðum en það leiddi til þess að bera fór á alls kyns sértil- boðum á markaðinum. Voru þar yfirleitt á feröinni hinar smærri ferðaskrifstofur sem sáu sína sæng uppreidda ef ekki tækist að nýta leiguflugvélarnar með viðunandi hætti. Þegar sumarleyfisferðir eru verðlagðar er almennt reiknað með sætanýtingu á bilinu 75-80% þann- ig að allt umfram það telst viðun- andi. Ef fyrirsjáanlegt er að viðmiðunarhlutfalliö ætlar ekki að nást grípa menn til ýmissa sértil- boða og afslátta til þess að reyna að fá fyrir kostnaði að minnsta kosti. Sætaframboðið aukið Svo sem menn muna varð sala skipulagðra ferða mjög mikil strax í vor, eftir að auglýsingabæklingar ferðaskrifstofanna komu fram. Má segja að slegist hafi verið um ferð- irnar hjá stærstu ferðaskrifstofun- um þannig að gripið var til þess ráðs að auka sætaframboðið til þess að mæta aukinni eftirspurn. Þetta kom síðan niður á miðlungs ferðaskrifstofunum því svo virðist vera sem væntanlegir kaupendur sumarleyfisferða leiti frekar fyrst til stærstu skrifstofanna. Ferðaskrifstofan Terra fór illa út úr samkeppninni í ár. Ferðaskrif- stofan lagði upp meö nokkurt tap frá síðasta ári, nálægt 8 milljónum króna, en tap hafði einnig orðið árið á undan, 1985, og þá upp á um 3 milljónir króna. Það sem sköpum skipti í rekstrinum var leiguílugið en það gekk ekki vel. Hins vegar seldi skrifstofan drjúgt farseðla í áætlunarflugi en það dugði ekki til. Samkvæmt upplýsingum, sem DV hefur aflað sér í ferðaiðnaðin- um, er vonlaust að reka ferðaskrif- stofu til útflutnings ferðamanna frá íslandi án þess að hafa á hendinni öruggt leiguflug, .það er leiguflug til öruggra áfangastaða. „Þetta er mjög viðkvæmur og hættulegur rekstur," sagði einn heimildar- manna DV. Fréttaljós Ólafur Jóhannsson Hvernig tryggingar? Fallvaltleiki ferðaskrifstofa vek- ur upp spurningar um tryggingar flugfélaganna, komi til þess að ferðaskrifstofan verði gjaldþrota. Venjan er að ferðaskrifstofur fái farmiða til endursölu hjá flugfélög- unum en leggi fram tryggingu á móti. Hjá Jóni Karli Ólafssyni hjá Flugleiðum fengust þær upplýsing- ar að engar ákveðnar reglur væru í gildi um upphæð þeirrar trygging- ar sem krafist er af ferðaskrifstof- unum vegna farmiðasölu. Meginregluna sagði hann þó að flugfélagið hefði tryggingu fyrir eignum sínum. Varðandi Terru sagði hann að Flugleiðir ættu ekki von á neinu tapi vegna þeirra við- skipta og ef um tap yrði að ræða yrði það mjög lítið. Jón Karl sagði ennfremur að nú væru Flugleiðir að endurskoða þessa viðskipta- hætti og meginmarkmiðið væri að hafa alltaf nægar tryggingar fyrir útistandandi farmiðum. Samkvæmt upplýsingum DV er staöa ýmissa ferðaskrifstofa af millistærð nokkuð tæp. Ein feröa- skrifstofanna af þessari stærð er Saga og sagði Örn Steinsen fram- kvæmdastjóri að menn þar á bæ væru nokkuð ánægðir með afkom- una í ár. Hann tók fram að ferða- skrifstofan væri ný af nálinni og menn væru nokkuð ánægðir með árangurinn eftir fyrsta árið. Þá hefur DV heimildir fyrir því að tap verði að líkindum í ár á ferðaskrif- stofunum Úrvali og Pólaris og síðan gengur íjöllunum hærra í ferðaiðnaðinum að ein af miðl- ungsstóru ferðaskrifstofunum sé til sölu. Samkvæmt yfirliti frá samgöngu- ráðuneytinu höföu 34 ferðaskrif- stofur leyfi til rekstrar í september- mánuði síðastliðnum. Til þess að fá leyfi þarf ferðaskrifstofan aö leggja fram bankatryggingu sem nú er að upphæð 2,6 milljónir og breytist samkvæmt almennum verðbreytingum. Hjá Hreini Lofts- syni, aðstoöarmanni samgöngu- ráðherra, fengust þær upplýsingar að tryggingin væri hugsuð til þess að tryggja hag þeirra farþega sem kynnu að lenda í erfiðleikum er- lendis og ætti þessi fjárhæð að standa straum af kostnaði við að koma þeim heim og að tryggja þeirra hag. Hreinn taldi þó að þessi trygging væri allt of lág og an- kannalegt að allar feröaskrifstofur þurfi að leggja fram sömu trygg- ingu, óháð umfangi þeirra. Sagði Hreinn að þessi tryggingarupphæð væri í endurskoðun og þar væri meðal annars athugað að tengja tryggingarupphæðina stærð og umfangi ferðaskrifstofunnar. -ój Lúðueldi: Tilraunir lofa góðu Tilraunir með lúðueldi virðast lofa góðu, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Birni Bjömssyni, líf- fræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, en hann vinnur að tilraunum með lúðueldi í samstarfi við íslandslax í Grindavík. Björn sagði að tilraunirnar væru enn ekki svo langt á veg komnar að hægt væri að segja til um það hvort þær væru arðbærar en lúðan, sem alin er, er smálúða sem veidd er á Faxaílóa. Meðalvaxtarhraði lúöunn- ar er um tvöfóldun þyngdar á ári en nú eru á milli 3.000 og 4.000 lúður í eldi hjá íslandslaxi. -ój Sigló hf. keypt til Homafjarðar Júlia Imsland, DV, Höfn: Fiskimjölsverksmiðja Hornaíjarð- ar hefur keypt fyrirtækið Sigló hf. á Siglufirði. Þetta'er niðurlagningar- verksmiðja fyrir gaffalbita og verða tækin flutt austur um áramótin. Stefnt verður að því að vinna í gaffal- bitaverksmiðjunni geti hafist í lok febrúar. Út á þessi kaup fær fiski- mjölsverksmiðjan 5000 tunnum meira í sinn söltunarkvóta. 16 til 20 manns munu vinna við niðurlagn- inguna sjö til átta mánuði á árinu. Mótmæla flutn- ingi á þorskkvóta Reynir Traustason, DV, Flateyii: Fjölmennur borgarafundur var haldinn á Flateyri um síðustu helgi og var þar samþykkt ályktun gegn flutningi á þorskkvóta. í ályktuninni segir: „Almennur borgarafundur á Flateyri 29. nóvember mótmælir harðlega þeim flutningum sem hafa átt sér stað á þorskkvóta þar sem ljóst er að hlutur Vestfirðinga í heild- arþorskafla hefur minnkað úr 17,8% á fyrsta kvótaári í 14% árið 1987.“ I dag mælir Dagfari Frelsið ruglar almenmng Hér í fyrradag urðu þau leiðu mi- stök að birt var mynd af Guðmundi Ágústssyni, alþingismanni Borg- araflokksins, í stað Guðmundar H. Garðarssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, með pistli Dag- fara. Þetta voru leið mistök því hvorugur Guðmundanna á það ski- lið að þeim sé ruglað saman. Guðmundur Garðarsson á sér langan og litríkan feril í pólitíkinni og hefur tekið aö sér að vernda útflutninginn fyrir frelsinu, sem þeim í Sjálfstæðisflokknum finnst vera til óþurftar. Guömundur Garðarsson er fæddur í Hafnafiröi eins og hann sjálfur minnir á þegar hann er að vernda útflutninginn og Sjálfstæðisflokkinn fyrir frels- inu. Hann er því vel upp alinn. Guðmundur nafni hans Ágústs- son er hins vegar í Borgaraflokkn- um og hefur ekki látið í ljós neinar skoðanir á frelsinu, frekar en öðru. Hann varð frægur fyrir það í kosn- ingabaráttunni aö komast á þing vegna þess að hann hafði verið svo heppinn að spila bridds við fjöl- skyldumeölimi Alberts Guð- mundssonar. Síðast sást til hans þar sem hann var að tefla skák við Halldór Blöndal á forsíðu DV, svo af þesu má ráða að maðurinn hefur annaö að gera heldur en að fjalla um frelsiö. Hann kann bæði bridds og skák, sennilega af því að hann er ekki fæddur r Hafnarfirði. Út af fyrir sig skal ekki gert lítið úr því að þingmaðurinn Guðmund- ur Ágústsson kunni fyrir sér í bridds og skák, vegna þess aö hann gerir þá ekkert annað af sér á meö- an. Það er einn helsti kosturinn við þingmenn þegar þeir erú lausir við aö hafa skoðanir og rífast út af málum sem þeir hafa vit á. Eða telja sig hafa vit á. Það er nóg af slíkum mönnum í þinginu og þess vegna er það með ólíkindum hvernig DV getur ruglast á mynd- um af þeim nöfnum. Nema þá aö einhverjir íhaldsmenn á ritstjórn DV hafi tekið svo alvarlega áskor- un Þorsteins Pálssonar um samein- ingu sjálfstæöismanna að bregða á það ráð að rugla saman reytum þeirra og annarra í myndbirting- um! En Adam var ekki lengi í Para- dís. Einmitt þegar Dagfari var farinn aö styrkjast í þeirri skoðun sinni að Borgaraflokkurinn hefði átt erindi á þing til þess að segja þar ekki neitt, birtist þá ekki viötal við þennan sama Guðmund þar sem hann hefur allt í einu skoðun! Og það alveg upp úr þurru. Guö- mundur Ágústsson, briddsari og skákmaður með meiru, hafði þá skoðun að DV heföi ruglað almenn- ing með skrifum sínum. I sjálfu sér er það aukaatriði í hverju það er sem DV ruglar les- endur með skrifum sínum, en þess má þó geta í framhjáhlaupi að kyn- ferðisafbrot og dómar yfir glæpa- mönnunum eru að hans mati DV að kenna enda liggur samúð þing- mannsins hjá afbrotamönnunum ef marka má viðtalið við hann. Sjálfsagt er þingmaðurinn aö taka upp varnir fyrir kjósendur Borg- araflokksins og er honum því fyrirgefið. En kjarni málsins er þó -sá að dagblöð eiga ekki, að mati þing- mannsins, að rugla lesendur með of miklum skrifum. Ekki frekar en þingflokkar eiga að rugla kjósend- ur meö of mörgum skoðunum. Hann er með öðrum orðum stefnu sinni trúr og Borgaraflokksins um að þaö sé stórvafasamt og hættu- legt þjóðinni að blöð eða þingmenn séu að rugla fólk með því að hafa skoðanir. Og þarna liggja einmitt saman leiðir hjá þeim nöfnum. Guðmund- ur H. Garðarsson er andvígur óþarfa frelsi í viðskiptum og Guð- mundur Ágústsson er andvígur of miklu frelsi í tjáningu. Hvort held- ur í ræðu eða riti. Þetta hljóta að vera fagnaðartíðindi fyrir Þorstein formann sem vill sameina sjálf- stæðismenn í einum flokki. í þessum punkti geta þeir mæst. Að vera á móti frelsinu. Það getur. ruglað dómgreind almennings, al- veg eins og það getur skaðað Sölumiðstöðina og kynferðis- glæpamennina ef frelsi skapast til útflutnings eöa frelsi viðgengst í skrifum DV. Dagfari sér eiginlega ekkert því til fyrirstöðu aö sjálfstæðismenn geti sameinast á ný í einum flokki. Og þegar það er búið getur Guð- mundur Ágústsson snúið sér aftur að briddsinu og Guömundur H. Garðarsson farið aftur til Hafna- íjarðar. Hvor tií síns heima. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.