Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1987. 33 Fólk í fréttum Magnús Jóhannesson Magnús Jóhannesson siglinga- málstjóri sagði við upphaf þings Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands að mengun í fjörum landsins væri komin á hættulegt stig. Magnús er fæddur 23. mars 1949 og lauk BSc-Honours prófl í éfnaverkfræði frá háskólanum í Manchester 1973 og M.Sc. prófi 1975. Hann var verkfræðingur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 1975 og Siglingamálastofnun ríkis- ins 1975-1979 og frá 1980. Magnús var verkfræðingur hjá Lofthreins- un hf. 1979-1980 og var settur siglingamálastjóri í mars 1984 og skipaður frá 1. janúar 1985. Kona Magnúsar er Ragnheiður Her- mannsdóttir, f. 15. maí 1949, kennari. Foreldrar hennar eru Hermann Gunnarsson, prestur á Skútustöðum, og kona hans, Sigur- laug Þorsteinsdóttir. Fósturfor- eldrar hennar eru Kjartan Sveinsson, raffræðingur í Rvík, og kona hans, Bergþóra Gunnarsdótt- ir. Börn þeirra eru Bergþóra Svava, f. 31. maí 1977, og Jóhannes, f. 30. september 1978. Systkini Magnúsar eru Þorsteinn, f. 11. maí 1951, skurðlæknir, er í framhaldsnámi í Þýskalandi, giftur Friðnýju Jó- hannesdóttur, Þórir, f. 18. janúar 1956, tæknifræðingur í Rvík, giftur Helgu Gunnarsdóttur, Hanna, f. 31. mai 1959, læknir, gift Andrési Kristjánssyni sjúkraþjálfara og Laufey, f. 1. janúar 1966, nemi. Foreldrar Magnúsar eru Jóhann- es Þorsteinsson, verkstjóri á ísafirði, og kona hans, Sjöfn Magn- úsdóttir. Faðir Jóhannesar var Þorsteinn, prófastur í Vatnsfirði, Jóhannesson, b. á Ytra-Lóni á Langanesi, Jóhannessonar, b. í Saltvík við Skjálfanda, bróður Þor- kels, afa Indriða Indriðasonar ættfræðings. Bróðir Jóhannesar var Jónas, langafi Gísla, föður Ax- els, aðstoðarforstjóra SÍS. Jóhann- es var sonur Guðmundar, b. á Sílalæk, Stefánssonar, b. á Sílalæk, Indriðasonar, bróður Hildar, langömmu Björns, langafa Stein- gríms Hermannssonar. Móðir Jóhannesar á Ytra-Lóni var Þuríð- ur Þorsteinsdóttir, prests á Þór- oddsstað, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar. Móðir Þuríðar var Guðbjörg Aradóttir, b. á Skútustöðum, Helgasonar, b. á Skútustöðum, Ásmundssonar. Móðir Jóhannesar var Jóhanna, systir Sigurjóns, fóður Jóhanns skálds. Jóhanna var dóttir Jóhann- esar, b. á Laxamýri, bróður Jóns, langafa Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Jóhannes var sonur Kristj- áns, b. á Halldórsstöðum í Aðaldal, Jósepssonar, b. í Kasthvammi, Tómassonar, bróður Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Magnúsar var Laufey, hálf- systir Nínu Tryggvadóttur listmál- ara. Laufey er dóttir Tryggva, gjaldkera í Rvík, Guðmundssonar, b. í Efriseli í Ytrihreppi, Jónssonar, b. á Efriseli, Halldórssonar, bróður Ingibjargar, langömmu Guðmund- ar, afa Magnúsar Kjartanssonar ráðherra. Systir Jóns var Guð- flnna, langamma Ólafs Þorgríms- sonar hrl. Móðir Jóns var Guðrún Snorradóttir, systir Guðlaugar, langömmu Ásgríms Jónssonar, listmálara. Bróðir Guðrúnar var Magnús, langafi Guðmundar, fóður Ásmundar biskups. Móðir Tryggva var Valgerður, systir Jóns, föður Einars myndhöggvara, afa Harðar Bjarnasonar, húsameistara ríkis- ins, og langafa Sveins Björnssonar sendiherra. Systir Jóns var Guö- finna, amma Einars Bjarnasonar prófessors. Bróðir Valgerðar var Helgi, langafi Alfreðs Flóka og langafi Ásgeirs Friöjónssonar, dómara í ávana- og fikniefnamál- um. Valgerður var dóttir Bjarna, b. í Bolafæti, Jónssonar og konu hans, Helgu Halldórsdóttur, systur Jóns í Efraseli. Móðir Laufeyjar var Jónína, systir Sigurðar, fóður Sveins, ritstjóra Eimreiðarinnar. Jónína var dóttir Jóns, b. á Þórar- insstöðum í Seyðisfirði, Jónssonar. Sjöfn er dóttir Magnúsar, skip- - stjóra á isafiröi, Jónssonar, fiski- matsmanns á ísaflrði, Magnússon- ar. Móðir Sjafnar var Hannesína, systir Sveinbjargar, móður Bjarn- héðins Elíassonar, skipstjóra í Vestmannaeyjum. Bróðir Hannes- ínu var Sighvatur, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Hannesína var dóttir Bjarna, húsmanns á Stokks- eyri, Jónassonar og konu hans, Arnlaugar Sveinsdóttur, b. í Nýjabæ undir Eyjafjöllum, Einars- ' sonar. Afmæli Andlát Guðleifur Sigurðsson Guðleifur Sigurðsson húsa- smíðameistari,' Aðallandi 19, Reykjavík, er fertugur í dag. Guð- leifur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum en var í sveit í Kjósinni á sumrin. Hann gekk í Iðnskólann í Reykjavík og lærði trésmíði, en meistararéttindi fékk hann 1971. Guðleifur hefur unnið við smíðar síðan og þá eink- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en hann hefur alltaf búið í Reykjavík. Kona Guðleifs er Ingibjörg Bryn- dís, f. 18.12. 1950, dóttir Frímanns Jóhannssonar, sem starfar í Kassa- gerð Reykjavíkur, og konu hans, Guðrúnar Þórhallsdóttur. Guðleifur og Ingibjörg eiga þrjá syni. Þeir eru: Sigurður Orn, menntaskólanemi í MH, f. 24.8. 1969; Frímann Þór nemi, f. 1.7.1971, og Eiríkur Már, f. 23.7. 1980. Guðleifur á fjórar systur. Þær eru: Gíslína Kolbrún, sjúkraliði á Borgarspítalanum í Reykjavík, f. 28.8.1949, gift Skafta Gíslasyni tré- smið, en þau eiga tvær dætur; Sigríður Erla, húsmóðir í Reykja- vík, f. 21.1. 1951, gift Þórarni Ingimar Sigvaldasyni búfræðingi og eiga þau tvo syni; Gróa, húsmóð- ir í Reykjavík, f. 27.2.1955, gift ísak Sigurðssyni múrara, en þau eiga tvo syni; Sólrún Alda húsmóðir, f. 22.5.1956, gift Gunnari Júlíussyni, nema í tölvufræði, en þau eiga tvö börn og eru búsett í Bandaríkjun- um um þessar mundir. Foreldrar Guðleifs eru Sigurður trésmíðameistari, f. á Oddgeirs- hólahöfða 16.3. 1917, af Galtarætt, Guðleifsson og kona hans. Herdís Sigrún frá Grindavík, f. 13.12.1918. Jónsdóttir. Ingvar Eyjólfsson, Hverfisgötu 102, Reykjavík, er sextugur í dag. Ingvar fæddist að Gillastöðum í Reykhólahreppi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann vann við búskapinn hjá foreldrum sínum en á Gillastöðum bjó hann til flmm- tugsaldurs. Ingvar flutti þá til Reykjavíkur þar sem hann vann í nokkur ár í Blikksmiðjunni Gretti, en hann starfar nú hjá Umbúða- miðstööinni. Ingvar EyjóHsson Ingvar á fjögur systkini: Gyða er húsfreyja í Reykjavík; Stella, tví- burasystir Ingvars, býr í New York og starfar þar við hárgreiðslu; Ragna er búsett á Patreksfirði, gift Hilmari Albertssyni sjómanni og eiga þau flmm börn; Sverrir er kokkur hjá Eimskip. Foreldrar Ingvars eru Eyjólfur, b. og smiður að Gillastöðum, f. 1893, Sveinsson, en hann dvelur nú að Hátúni 12 í Reykjavík,. og kona hans, Hermína Ingvarsdóttir, f. 1903, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Eyjólfur er einn af ellefu systkinum sem upp komust en for- eldrar þeirra voru Sveinn. b. á Gillastöðum, Sveinsson. og kona hans, Valgerður. af Beruíjaröar- ætt, Bjarnadóttir. Hermína átti eina systur sem lést í barnæsku en foreldrar þeirra voru Ingvar Hjart- arson og kona,hans. Kristín Gísla- dóttir. ættuð úr Miðflrði. Sigurjón Jónsson Sigurjón Jónsson, Ægissíðu 18 (Völlum), Grenivík, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurjón fæddist að Syðri-Tjörnum í Öngulsstaða- hreppi í Eyjafirði og ólst þar upp til átta ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum fram í Æsustaða- gerði í Saurbæjarhreppi. Hann var í foreldrahúsum fram að fermingu en fór þá vinnumaður að Hóls- húsum, þar sem hann var í tvö ár, og síðan að Munkaþverá í tvö ár. Sigurjón flutti síðan til Akureyrar og fór á sjóinn. Hann var í átta ár til sjós á bátum frá Flatey á Skjálf- anda, frá Önundarfirði og frá Vestmannaeyjum. Eftir að Sigur- jón hætti til sjós starfaði hann á Hjalteyri í níu sumur en vann síðan í fjölda ára í Frystihúsinu Hvalbak á Grenivík. Kona Sigurjóns var Elín Lísbet Hjartardóttir, f. 1.7. 1916, d. 1986. Sjgurjón og Elín Lísbet eignuðust tvær dætur: Stefanía Steina er hús- móðir á Grenivík. gift Erni Árna- syni. starfsmanni hjá kaupfélag- inu, en þau eiga þrjú börn; Sigríður Kristbjörg. húsmóðir á Grenivík. er gift Brynjari Sigurðssyni kart- öflubónda og eiga þau tvö börn. Sigurjón átti flögur systkini en á nú einn bróður á lífi. Sá er Valtýr Jónsson, leigubílstjóri á Akureyri, Foreldrar Sigurjóns: Jón Jó- hannsson og Ingibjörg Jónsdóttir. 75 ára Bjarni Ólafsson, Langholtsvegi 190, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára i dag. 70 ára Valgerður Óskarsdóttir, Háengi 11, Selfossi, er sjötug í dag. 60 ára Guðgeir Magnússon, Reykjahlíð 8, Reykjavík, er sextugur í dag. Jón Gunnarsson, Álfheimum 28, Reykjayík,.ei: sextugur i dag. Kristín H. Kjartansdóttir, Stafholti 5, Akureyri, er sextug í dag. Hún verður ekki heima í dag. Símon Oddgeirsson, Dalsseli, Vest- ur-Eyjafjallahreppi, Rangárvalla- sýslu, er sextugur í dag. Hann verður ekki heima í dag. 50 ára____________________ Jóna Guðrún Sveinsdóttir, Mið- braut 13, Vopnafirði, Múlasýslu, er fimmtug í dag. 40 ára__________________________ Björn Þorleifsson, Húsabakka, . Svarfaðardal, er fertugiir í dag. Björg G. Eiríksdóttir, Aðalbraut 48. Raufarhöfn, er fertug í dag. Elísabet Árnadóttir, Álfalandi 11, Reykjavík, er fertug í dag. Atli Gylfi Michelsen, Álfheimum 23, Reykjavík, er fertugur í dag. Helga Guðmundsdóttir, Stekkjar- holti 3, Akranesi, er fertug í dag. Skúli Axel Sigurðsson, Hraunbæ 56, Reykjavík, er fertugur í dag. Þóra Benediktsdóttir, Austurbraut 16, Hafnarhreppi, Skaftafellssýslu, er fertug í dag. Guðjón Bjarnason, Hænuvík innri, 1, Rauðasandshreppi, Barða- strandarsýslu er fertugur í dag. Þorður Bogason Þórður Bogason, fyrrv. oddviti á maí 1938, gift Braga Gunnarssyni. Hellu, lest 29. november sl. Þorður fæddist í Varmadal á Rangárvöll- um 31. mars 1902. Hann var við nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði og lauk gagnfræðaprófi 1923. Hann var kennari á Rangárvöllum 1924-29. bjó í Varmadal 1931-41. á Brekku í Holtum 1941^3 og að Eystri-Kirkjubæ 1943-44. en þá flutti hann að Hellu. Hann var verkamaður til 1946 en gjaldkeri Kaupfélagsins Þórs 1946-1966. Þórður átti sæti í hreppsnefnd Rangárvallahrepps 1946-66 og var oddviti hennar 1950-66 Kona Þórðar var Kristín Sigfús- dóttir. b. í Hróarsholti í Flóa. Thorarensen og konu hans. Stef- aníu Stefánsdóttur. Börn þeirra eru Sigfús. f. 28. desember 1941. bókari á Selfossi. giftur Þóru Björk Þórarinsdóttur. Bogi Vignir. f. 16. september 1936. loftskeytamaður í Rvík. giftur jGunnhildi Svövu Helgadóttur. Stefanía Unnur. f. 31. Gunnhildur Árnadóttir andaðist í Landspítalanum 29. nóvember. Magnús Bjarnason, Norðurbraut 5. Höfn. Hornarfirði. andaðist mánudaginn 30. nóvember að elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði. Hákon Einarsson frá Vík andaöist í Landspítalanum i. desember. Karl Bjarnason frá ísafirði andaö- ist í Landakotsspítala 30. nóvemb- er. Laufey Eyvindsdóttir, Helgafells- braut 21, Vestmannaeyjum, er látin. tresmið á Hellu, Ragnheiöur, f. 12. október 1943. gift Jóni Ólafl Sig- urðssyni, skólastjóra á Egilsstöð- -um, Sigrún. f. 29. mars 1954. gift Stefáni Ólafssyni. Systkini Þórðar: Óskar Sveinbjörn, f. 15. nóvember 1896. b. í Varmadal. Þórhildur. f. 26. september 1898. d. 2. nóvember s.á., Valgerður. f. 18. mars 1900. gift Eyjólfi Bárðarsvni. b. í Eystri- Kirkjubæ. Svanhildur. f. 21. sept- ember 1903. d. 7. mars 1974. gift Helga Gíslasyni. verkamanni í Rvík. Bogi Viggó. f. 3. nóvember 1904. b. í Varmadal. Sigríður. f. 29. júní 1907. iðnverkakona í Rvík. og Sigurgeir. f. 19. ágúst 1908. d. 17. maí 1978. verkamaður í Rvík. fyrr giftur Margréti Helgadóttur en síð- ar Huldu Magnúsdóttur. Hálfbróð- ir Þórðar. sammæöra. er Þorvarður. f. 13. ágúst 1889. b. á Vindási. Foreldrar Þórðar: Bogi Þórðar- son. b. í Varmadal á Rangárvöllum. og kona hans. Vigdís Þorvarðs- dóttir. Bogi var sonur Þórðar. b. í Ketilhúsahaga á Rangárvöllum. Jónssonar. b. í Svínhaga. Þórðar- sonar. b. í Svínhaga. Nikulássonar. b. á Rauðnefsstöðum. Eyvindsson- ar duggusmiðs Jónssonar. Móðir Þórðar var Valgerður Loftsdóttir. prests á Krossi. Rafnkelssonar. Móðir Jóns var Rannveig Þorláks- dóttir. sýslumanns í Teigi í Fljóts- hlíð. Guðmundssonar. systir Jóns. prests og skálds á Bægisá. Móöir Þórðar var Valgerður. systir Guð- mundar á Keldum. Valgerður var dóttir Brvnjólfs. b. í Vestri- Kirkjubæ. Stefánssonar. b. á Árbæ. Bjarnasonar. b. og hreppstjóra á Víkingslæk. Halldórssonar. Móðir Boga var Valgerður Árnadóttir. b. á Galtalæk á Landi. Finnbogason- ar. b. á Reynifelli. Þorgilssonar. Vigdís var dóttir Þorvarðar. b. í Litlu-Sandvík í Flóa. Guðmunds- sonar, b. í Litlu-Sandvík, Brynjólfs- sonar. Móðir Vigdísar var Svanhildur Þórðardóttir, b. í Sviðu- göröum í Flóa, Guðmundssonar. Sérverslun með blóm og skreytingar. 0j?Blóm w05kíi:)'liiigar Laugavegi 53, simi 20266 __ Sendum um land allL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.